Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

Fréttir

Fréttir

29
Jan

Aukaaðalfundi 30. janúar aflýst

Kæru félagsmenn,

Að ráðleggingum forystu ASÍ hefur boðuðum auka-aðalfundi á morgun þann 30. janúar 2024 þar sem ræða átti lagabreytingar verið aflýst vegna breyttra aðstæðna í stjórn félagsins þar sem formaður þess og ritari hafa sagt af sér.

Farið verður strax í undirbúning aðalfundar samkvæmt lögum félagsins þar sem kjósa þarf í flest öll embætti þar með talið formann félagsins.

Kveðja,

Stjórn Leiðsagnar

29
Jan

Formaður og ritari Leiðsagnar segja sig frá störfum í stjórn / Resignation of chair and secretary

 
*English below 
 
Formaður stjórnar, Jóna Fanney Friðriksdóttir og Dóra Magnúsdóttir ritari stjórnar tilkynntu í dag afsögn sína úr stjórn Leiðsagnar. Báðar voru þær kosnar í embætti til tveggja ára á aðalfundi í maí sl.
 
Í fréttatilkynningu sem þær hafa sent til félagsmanna segir að þær sjái sér ekki fært að vinna með því fólki innan stjórnar sem að þeirra sögn hefur beitt blekkingum og grófum rógburði gagnvart samstarfsfólki sínu í stjórn. Fram kemur að steininn hafi tekið úr þegar bandalag það sem þær höfðu frumkvæði að og handsöluðu við VR í sumar hafi verið gert að enda þar sem tveir stjórnarmanna hafi hafnað að leggja erjur og ágreining til hliðar fram yfir kjarasamninga 2024.
 
Fréttatilkynningu fráfarandi formanns og ritara má lesa í fullri lengd á Face-book hópi Leiðsagnar Félagar í Leiðsögn
 
------------
 
Chairman of the board, Jóna Fanney Friðriksdóttir, and Dóra Magnúsdóttir, secretary of the board, announced today their resignation from the board of Leiðsögn. Both were elected for a two-year term.

In a press release they have issued to members, it is stated that they do not find it feasible to collaborate with individuals within the board who, according to their account, have employed deception and severe defamation against their colleagues on the board. It is mentioned that the obstacle arose when the alliance they had initiated and negotiated with VR earlier this summer came to an end, as two board members refused to set aside their differences and disputes until the 2024 collective agreements.
 
The press release from the outgoing chairman and secretary can be read in its entirety on the Facebook group Félagar í Leiðsögn
 
 
 
 
15
Jan

Auka-aðalfundur Leiðsagnar 30. jan.

Ágætu félagsmenn.

Í samræmi við tilkynningu um boðun auka-aðalfundar sem send var 29.des 2023, er hér áréttað að Auka-Aðalfundur Leiðsagnar verði haldinn þriðjudaginn 30. janúar kl. 19:00 í fundarsal að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Dagskrá:

1.  Lagabreytingar.

2. Önnur mál.

Boðið verður bæði upp á staðfund og fjarfund. Tengill á fjarfund verður sendur út 30. jan.

Kynningu á lagabreytingatillögum er að finna á heimasíðu Leiðsagnar undir “félagavefur”. Nota þarf rafræn skilríki til að komast inn. Krækja fyrir félagavefinn:

https://innskraning.island.is/?id=https://leidsogn.filmis

 

English

 

In accordance with an agreement made at Leiðsögn's General meeting last May 2023 an extra annual General meeting will be held Tuesday, January 30th at 19:00, at Stórhöfði 29, (entrance facing Grafarvogur).

Agenda:

1. Leiðsögn‘s legislative amendments.

2. Other matters.

Attendance is possible also online and link will be sent on 30th of January.
Proposals for  amendments to the legislations are found on the website under “félagavegur”. Electronic ID is needed to log inn. Link to the website:

https://innskraning.island.is/?id=https://leidsogn.filmis

Með kveðju!

Stjórn Leiðsagnar – félags leiðsögumanna

10
Jan

Mikilvæg könnun meðal félagsmanna á kjörum þeirra

*English below
KÖNNUN Á STÖÐU LAUNAFÓLKS
Félagsmenn eiga að hafa fengið senda könnun frá Leiðsögn nýverið er varðar stöðu launafólks á Íslandi. Könnun er alfarið í höndum Vörðu - Rannsóknstofnun vinnumarkaðarins og við hvetjum ykkur til að taka þátt! Könnunin er opin til 17. janúar nk.
Það tekur stuttan tíma að svara og öll sem taka þátt komast í pott og geta unnið 40.000 króna gjafakort.
 
FÉKKSTU EKKI PÓSTINN MEÐ KÖNNUNINNI?
Óheimilit er að dreifa slóðinni á könnunina á samfélagsmiðlum. Hafir þú ekki fengið skeyti frá skrifstofu félagsins nýverið með slóð á könnunina gæti verið að við séum ekki með netfangið þitt. Ef þú vilt fara á póstlista Leiðsagnar sendu okkur endilega póst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Takk fyrir þátttökuna!
PS. Við bjóðum alla félagsmenn einnig velkomna í FB-hópinn: Félagar í Leiðsögn þar sem við miðlum upplýsingum og spjöllum um öll mál sem varða starf leiðsögumanna.
------------ 
SURVEY ON CONDITIONS OF THE WORKFORCE
The members of LEIÐSÖGN should have been sent a survey from us recently about concerning the situation of the workforce in Iceland. This survey is entirely in the hands of Varða - Research Institution and we encourage you to participate! It takes a short time to answer and everyone who participates gets into a pot and can win a 40,000 ISK gift card. The survey closes on January 17.
 
DIDIN´T YOU RECEIVE AN E-MAIL FROM OUR OFFICE ABOUT THIS SURVEY?
It is illegal to share the link to the survey on social media, and if you haven't received a message from us recently, we may not have your email address. If you want to join Leiðsögns mailing list, kindly drop us a line: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
THANK YOU FOR THE PARTICIPATION!
P.S. We also welcome all members of Leiðsögn to the FB group: Félagar í Leiðsögn, where we share information and chat about everything concerning our work as guides.
14
Des

29. desember: Umsóknarfrestur endurmenntunarsjóður / Educational Fund deadline for applications

*English below
Kæru leiðsögumenn.
Samkvæmt Reglugerð Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar 3.gr. segir að tilkynna skuli ,,félagsmönnum um umsóknarfrest með minnst 14 daga fyrirvara.” Því hefur umsóknarfrestur á styrkjum í Endurmenntunarsjóð Leiðsagnar verið framlengdur til 29. desember 2023. 
 
Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum. Styrkir verða greiddir út í byrjun janúar 2024.
 

Sótt er um hér og þarf að skila kvittunum með:  https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmenntunarsjodhi

Gleðilega hátíð!

-----

Dear guides.


According to the Regulation of the Educational Fund of Leiðsögn Article 3. it is stated that "members must be notified of the application deadline at least 14 days in advance."

Therefore, the application deadline for grants in the Retraining Fund of Leíðsagnar has been extended until December 29, 2023.

We apologize for this inconvenience. Scholarships will be paid out at the beginning of January 2024.


Applications are submitted here and receipts must be returned via: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-endurmentunarsjodhi

Happy Holidays!

26
Nóv

Fréttabréf / November Newsletter

Fékkst þú sem félagi í Leiðsögn nóvember fréttabréf leiðsagnar í tölvupósti nýverið?

Ef ekki getur þú smellt HÉR til að lesa.*

Did you receive the November issue of our newsletter in your mailbox recently?

If not you can click HERE to read it.**

 
*Þau ykkar sem ekki hafa fengið fréttabréf Leiðsagnar í dag í tölvupósti - þá geta orsakirnar verið af tvennum toga:
  1. Fréttabréfið gæti hafa lent í ,,spammi" eða ruslpósti (stillingaratriði).
  2. Leiðsögn hefur ekki netfangið ykkar og þá er um að gera að senda það til okkar á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

------------------

**For those of you who haven't received the Newsletter today by e-mail - the reasons can be of two types:

  1. The newsletter may have ended up in "spam" or junk mail (configuration item).

  2. Leiðsögn doesn't have your email address, so you can send it to us at: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

26
Nóv

Boðun félagsfundar Leiðsagnar / Members meeting announcement

*English below

 

Kæru félagar í Leiðsögn.



Boðað er til félagsfundar, þ. 6. desember nk., kl. 19:30.


Stjórn félagsins hefur borist undirskriftalisti 31 félagsmanns þar sem óskað er eftir félagsfundi. Skv. 19. gr. laga félagsins verður stjórn við þeirri beiðni.

Óska félagsmenn á undirskriftalistanum eftir því að eftirfarandi verði tekið fyrir á dagskrá félagsfundarins:

Dagskrá:

1. Málefni félagsins - skv. undirskriftalista hljóðar svo:
,,Komin er upp grafalvarleg staða í Leiðsögn - félagi leiðsögumanna. Málefni stjórnar eru í algerri upplausn og búið að segja starfsmanni Leiðsagnar til margra ára upp svo skrifstofa félagsins er óstarfhæf. Við undirrituð krefjumst þess að boðað verði hið fyrsta til félagsfundar til að ræða málefni félagsins sem virðast komin óefni, og einnig er þess krafist að boðað verði til auka-aðalfundar hið fyrsta.” 

2. Boðun auka-aðalfundar.
3. Önnur mál.


F.h. stjórnar Leiðsagnar,
Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður

-----

Félagsfundurinn verður í haldinn húsakynnum Leiðsagnar að Stórhöfða 29 í fundarsal á jarðhæð, kl. 19:30 þ. 6. des. nk.

ATH. aðgengi að fundarsalnum er á bak við bygginguna (neðan til) að Stórhöfða 29, jarðhæð.

 

Dear colleagues and members of Leiðsögn.

A members meeting is announced, on December 6, at 19:30.

The board of Leiðsögn has received a list of signatures from 31 members requesting a members meeting. According to Article 19 of the law of the union, the board respects the request. The undersigned members request that the following be included in the agenda of the members' meeting:

Agenda:
1. The issues of the association - according to the signed list stating:

"The situation within Leiðsögn has reached a critical juncture. Governance concerns have plunged into disarray, leading to the dismissal of the office employee, a pivotal figure serving the association for many years, rendering the association's office non-functional. We, the undersigned, insist on an immediate members' meeting to address these pressing issues within the association. Additionally, we request a subsequent follow-up general meeting be scheduled at the earliest convenience." (translation: jff)

2.  Follow-up general meeting.
3. Other topics if eligible.


On behalf of the board of Leiðsögn,
Jóna Fanney Friðriksdóttir, Chair.
-----
The meeting will be held in the building where Leiðsögn has its office at Stórhöfði 29 in the meeting room on the ground floor.


NOTE: access to the meeting room is behind the building (downstairs) at Stórhöfði 29, ground floor.

23
Nóv

FRÆÐSLUNEFND LEIÐSAGNAR - ÖRFYRIRLESTUR UM NORÐURLJÓSIN

NORÐURLJÓSIN

 FRÆÐSLUNEFND LEIÐSAGNAR

Kæru leiðsögumenn,

Fræðslunefnd Leiðsagnar verður með örfyrirlestur um norðurljósin nk. mánudag, þ.e. 27. nóvember 2023, kl. 17:00 - 18:00. Það er enginn annar en Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar sem mun leiða okkur áfram um norðurljósin. Leiðsöguskóli Íslands heldur utan um skráningu á fyrirlesturinn og fáum við slæður sendar á netföng okkar áður en fyrirlesturinn byrjar og jafnframt verður hann sendur til okkar eftir að honum lýkur. Slóðin að skráningarsíðunni: https://forms.office.com/e/7Mw1q6K57t?origin=lprLink

 

Slóðin að fyrirlestrinum verður sendur til þeirra sem skrá sig mánudaginn 27. nóvember. Fyrirlesturinn verður síðan sendur til ykkar eftir að honum lýkur og aðgengilegur í viku.

 

Kostnaðurinn er: 2.000 ISK sem greiðist inn á reikning Leiðsöguskóla Íslands, sjá upplýsingar á skráningarsíðunni.

 

Mikilvægt að skrá sig sem fyrst, því henni lýkur mánudaginn 27.nóvember kl. 13:00. 

 

Sjáumst á mánudaginn.

 

Kærar kveðjur,

 

Fræðslunefnd Leiðsagnar

Einar Þórðarson

Guðný Margrét Emilsdóttir

Lovísa Birgisdóttir

22
Okt

Kvennaverkfall 24. október 2023

Blásið er til kvennaverkfalls nk. þriðjudag, 24. október. Aðstandendur Kvennaverkfallsins í ár eru fjölmörg samtök og félög en óhætt er að segja að félög launafólks fari þar í broddi fylkingar, þar með talið Alþýðusamband Íslands sem Leiðsögn, félag leiðsögumanna á aðild að. Leiðsögn hvetur konur og kvár til að taka þátt hafi þær og þau tök á því. Vegleg dagskrá verður haldin við Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur kl. 14.00 en hér neðar má sjá dagskrá víða á landsbyggðinni.

„Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir fram á sláandi tölur um misrétti og ofbeldi, en viðbrögðin eru lítil sem engin. .. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og baráttu fyrir jöfnum kjörum höfum við ekki enn náð jafnrétti á Íslandi. Konur lögðu í fyrsta skipti niður störf 24. október 1975 og svo aftur 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018, auk þess að blásið var til netherferðar árið 2020 þegar ekki var hægt að koma saman vegna heimsfaraldar. Skipulagning sjöundu mótmælanna stendur nú yfir.“
Af vef um kvennaverkfall 2023


Hér má sjá hvaða samtök standa að kvennaverkfallinu.

Hér má sjá hvaða viðburðir eru í boði út um allt land.

 

19
Okt

Skrifstofan lokuð / Office closed

*English below 

Skrifstofa Leiðsagnar er lokuð þessa dagana vegna veikinda.

 

Þau ykkar sem þurfið á þjónustu að halda, við biðjum ykkur vinsamlegast um að senda tölvupóst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við reynum að svara við fyrstu hentugleika.

Við þökkum tillitssemina.

Kveðja, Jóna Fanney formaður.

---

The Tourist Guide Office is closed these days due to sick leave.

For those of you who need to access our services, we kindly ask you to send an email to: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., and we will do our best to respond as soon as possible.

We appreciate your understanding.

Best regards, Jóna Fanney Chair of the board.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image