Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

Endurmenntunarsjóður

EDUCATIONAL FUND

Umsóknarfrestir

Umsóknum skal skilað til sjóðsins þrisvar á ári, þ.e. eigi síðar en 15. apríl, 15. ágúst og 15. desember.  Úthlutanir eru í lok apríl, lok ágúst og byrjun janúar.

Umsóknum ásamt kvittunum skal skila HÉR

 

Applications can be submitted to the fund three times a year, i.e. no later than April 15, August 15 and December 15. Payments to members are at the end of April, end of August and beginning of January.

Members can submit applications, kindly also attach receipt HERE

 

 

Reglugerð Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar

 

Endurmenntunarsjóður

Reglugerð Endurmenntunarsjóðs Leiðsagnar

 

 1. grein.

Sjóðurinn heitir Endurmenntunarsjóður Leiðsagnar og er eign félagsins, heimili hans er á skrifstofu félagsins. Stjórn sjóðsins samanstendur af fimm aðalmönnum, þremur fulltrúum Leiðsagnar og tveimur fulltrúum SAF. Fulltrúar Leiðsagnar eru einn stjórnarmaður og tveir félagsmenn kosnir á aðalfundi til 2ja ára í senn. Stjórn kýs sér formann og ritara.

2. grein.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja og standa að endurmenntun félagsmanna í Leiðsögn. Einungis þeir sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn eiga rétt á greiðslum úr honum. Félagsmenn fá greitt úr sjóðnum að fullu skv. eftirfarandi reglum hafi þeir greitt til hans a.m.k. 10.000 kr. á síðustu 12 mánuðum, og í hlutfalli við það hafi minna verið greitt.

Stjórn sjóðsins tekur allar ákvarðanir um styrki úr sjóðnum, einnig ef sérstakar ástæður eða atvik koma upp, enda skal hún gera grein fyrir slíkum ákvörðunum við stjórn Leiðsagnar, eða ef þurfa þykir á aðalfundi Leiðsagnar.

Stjórn sjóðsins skal gæta þess að höfuðstóll sjóðsins fari aldrei niður fyrir 12 milljónir króna. Árlegum tekjum sjóðsins má verja til:

  1. a) Að veita styrki til félagsmanna, allt að 80.000 kr. á ári, vegna náms eða einstakra námskeiða, raunfærnimats, ráðstefna, málþinga og kynnisferða innanlands sem utan.
  2. b) Að veita allt að 400.000 kr. á ári samtals til að styrkja félagsmenn sem fara á vegum Leiðsagnar á námskeið sem tengjast hagsmunastarfi félagsins, og einnig á ráðstefnur og fundi sem haldnar eru á vegum IGC og FEG.
  3. c) Að veita styrki til námskeiðahalds á vegum félagsins og/eða samstarfsnámskeiða félagsins og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem stuðli að öryggi, gæðum, fagmennsku og samkeppnishæfni í ferðaþjónustu. Heimilt er að styrkja slíkt námskeiðahald um allt að helmingi kostnaðar.
  4. d) Að veita styrki til námskeiðahalds á vegum skólastofnana sem kenna samkvæmt staðlinum ÍST EN 15565:2008 um menntun leiðsögumanna, eða annarra námskeiða á vegum annarra samtaka leiðsögumanna, eins og t.d. Sambands norrænna leiðsögumanna IGC og Evrópusambands leiðsögumanna FEG.

Allar fjárhæðir skv. grein þessari skulu endurskoðaðar reglulega.

 

  1. 3. grein

Umsóknum skal skilað til sjóðsins þrisvar á ári, þ.e. eigi síðar en 15. apríl, 15. ágúst og 15. desember. Tilkynna skal félagsmönnum um umsóknarfrest með minnst 14 daga fyrirvara. Úthlutanir eru í lok apríl, lok ágúst og byrjun janúar.

Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Leiðsagnar. Allar umsóknir skulu vera vel og skilmerkilega úr garði gerðar, jafnt frá einstaklingum sem og öðrum. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari gögnum og sker úr um vafaatriði.

Með umsókn skal skila frumriti reiknings eða greiðslukvittun fyrir umrætt námskeið og/eða farmiða, stílað á nafn umsækjanda.

Málskotsréttur: Ef sjóðfélagi er ósáttur við afgreiðslu sjóðsins á styrkumsókn sinni á hann rétt á að vísa máli sínu til stjórnar Leiðsagnar.

Ef sjóðfélagi hefur fengið ofgreiddan styrk eða það kemur í ljós að hann uppfyllir ekki skilyrði styrkveitingar ber honum að endurgreiða hina ofgreiddu upphæð.

Sjóðfélagi sem gefið hefur rangar eða villandi upplýsingar fyrirgerir rétti sínum. Heimilt er að endurkrefja sjóðfélaga um allar greiðslur sem þannig eru fengnar.

Stjórn sjóðsins skal ávallt halda gerðabók yfir umsóknir um dagpeninga, endurgreiðslur og samþykktar umsóknir.

Stjórn sjóðsins og starfsmenn hans skulu fara með persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Þegar umsókn er afgreidd þá skal tilkynna viðkomandi umsækjanda um niðurstöðuna með tölvupósti. Persónulegum upplýsingum sem fylgja umsókn skal eytt þegar þrír mánuðir eru liðnir frá afgreiðslu umsóknar.

Í byrjun hvers árs eru upplýsingar um styrkveitingar og styrkþega fyrra árs sendar til skattayfirvalda, skv. reglum RSK.

 

4. grein.

Tekjur sjóðsins eru:
a) Samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins af launum leiðsögumanna. b) Vaxtatekjur.

 

5. grein.

Sjóðurinn er aðskilinn frá öðrum sjóðum Leiðsagnar með eigin kennitölu og eigin bankareikningi.

Varsla sjóðsins skal vera hjá verðbréfafyrirtæki samkvæmt ákvörðun aðalfundar Leiðsagnar að fenginni tillögu stjórnar sjóðsins.

Sjóðir félagsins skulu ávaxtaðir á tryggan hátt í ríkisskuldabréfum eða í ríkistryggðum skuldabréfum, í bönkum, sparisjóðum eða annarri sambærilegri stofnun.

Heimilt er að fela skrifstofu Leiðsagnar fjárreiður og umsjón með daglegum rekstri sjóðsins en halda skal bókhaldi sjóðsins aðskildu frá fjárreiðum Leiðsagnar. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á eignum og skuldbindingum sjóðsins en heimilt er stjórninni að fá utanaðkomandi aðila sér til ráðuneytis.

Gera skal grein fyrir endurskoðuðum ársreikningum sjóðsins á aðalfundi Leiðsagnar og eintak einnig afhent SAF.

Allur kostnaður við sjóðinn greiðist af honum sjálfum. Árlegt umsýslugjald er greitt til Leiðsagnar skv. nánari ákvörðunum stjórnar sjóðsins og stjórnar Leiðsagnar.

 6. grein.

Gjald til sjóðsins skal ákveðið í kjarasamningum milli Leiðsagnar og viðsemjenda þeirra. Innheimtu gjalda annast Leiðsögn eða sú stofnun sem félagið afhendir umsjón með innheimtu.

 7. grein.

Reglugerð þessari má aðeins breyta á aðalfundi Leiðsagnar og ræður einfaldur meirihluti atkvæða. Geta skal þess í fundarboði ef tillögur um breytingar liggja fyrir fundinum.

Reglugerð þessi samþykkt á aðalfundi Leiðsagnar 3. maí 2023.

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image