Verktakavinna / Contractor

,,Leiðsögumenn sem starfa sem verktakar eru virðisaukaskattskyldir.“

Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Sævars Þórs Jónssonar, lögfræðings og kennara um skattamál verktaka í Endurmenntun Háskóla Íslands.

Sævar benti fundargestum á að það væri órökrétt að miða verktakataxta við launataxta með því að bæta til dæmis einhverri prósentu með launatengdum gjöldum ofaná þá. Verktakataxtar eru allt annars eðlis en venjulegir samningsbundnir launataxtar. Lýsti Sævar furðu sinni yfir því að sumir leiðsögumenn ynnu sem verktakar fyrir taxtalaun og 15 prósenta álag sem kemur í stað launatengdra gjalda sem atvinnuveitendur greiða í sjóði fyrir launþega. „Taxtalaun eiga ekki að vera viðmiðunarlaun fyrir verktaka enda á verktakaþóknun ekki að vera tengd launataxta verkalýðsfélags.“

Að svo búnu ráðlagði Sævar leiðsögumönnum að starfa ekki sem verktakar. Ragnheiður Björnsdóttir, þáverandi formaður FL tók undir þetta með Sævari og benti á að félagsgjald skilaði sér illa til félagsins frá verktökum. Ennfremur var bent á hugsanlega skaðabótaskyldu leiðsögumanna starfi þeir sem verktakar.
Verktakavinna getur litið vel út á pappírnum, svo sem hærra tímakaup og frjálslegur vinnutími, þá hangir fleira á spýtunni. Sá sem ræður sig í verktöku þarf að hafa 40 - 70% hærri laun en taxtar segja til um. Algert lágmark er að setja 40% ofan á taxtalau. Þetta er til þess að geta staðið skil á öllum launatengdum gjöldum svo sem staðgreiðslu skatta, stéttarfélagsgjöldum, lífeyrisiðgjöldum og tryggingum. Þessi gjöld eru ekki valkostir launþega, þau eru bundin í lög.

Ástæðuna fyrir því að margir verkkaupar vilja frekar ráða inn verktaka er vegna þess að það er ódýrara fyrir þá og auðvelt er að losa sig við starfsmenn.

Gerviverktaka

Skattyfirvöld reyna hvað þau geta til að útrýma gerviverktökum vegna þess að gerviverkstaka er óeðlileg fyrir kaupanda og seljanda. „Það er óeðlilegt að ferðaskrifstofur skaffi leiðsögumanni í verktöku mat og húsnæði,“ sagði Sævar. Ef það er gert er um gerviverktöku að ræða. Ef skattyfirvöld komast á snoður um gerviverktöku er viðkomandi boðaður til skýrslutöku og bankareikningar skoðaðir. „Tuttugu manna teymi getur labbað inn í ferðaskrifstofur og skoðað bókhaldið. Þar með sjást allar greiðslur til leiðsögumanna.“

Hversu mikið þarf tímakaup í verktöku að vera hærra en reglulegur launataxti

Beinn kostnaður:

 • Reiknað endurgjald, laun. Fer eftir umfangi starfsemi.
 • Iðgjald og mótframlag í stéttarfélag:
 • 1% - félagsgjald  -félagsmaður greiðir.
 • 1,25% - Sjúkrasjóður -mótframlag atvinnurekanda.. 0,25% - Endurmenntunarsjóður - mótframlag atvinnurekanda.
 • Iðgjald og mótframlag í lífeyrissjóð, (4%)+ 11,5%
 • Tryggingagjald 6,85% af launum og mótframlagi
 • Orlof að lágmarki, 10,17%
 • Kostnaður vegna slysa- og sjúkratrygginga (ekki tryggður hjá vinnuveitanda)
 • Ábyrgðartrygging
 • Ofan á þetta leggst síðan virðisaukaskattur, 11%

 

Óbeinn kostnaður:

 • Áhættavegna eigin veikinda og slysa.
 • Áhættavegna tjóns á öðrum.
 • Skrifstofuaðstaða.
 • Bókhald.
 • Áhöld og tæki.
 • Rekstur bifreiðar.

 

Leiðbeiningar um virðisaukaskatt. Bæklingur frá RSK

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image