FRÉTTIR

5. september 2019

Alþjóðlegi friðadagurinn 21. sept. 2019

The European Grandmother Council og Alþjóðlegur friðardagur og á Íslandi verður haldinn 21.9.2019

Alþjóðlegur dagur friðar hefur verið haldinn þann 21. september að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna frá 1981.
Dagana 20.¬–22. september 2019 heldur „Ráð Evrópskra Formæðra“ friðarþingið hér á Íslandi, þá koma 22 eldri konur frá 14 löndum auk gesta til Íslands. Sjá nánar : www.councileugrandmothers.eu

Í samvinnu við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur verið skipulögð dagskrá friðardagsins í nafni formæðra frá Evrópu: 21. september 2019

Þessi viðburður er opinn fyrir almenning og væri gaman að sjá sem flesta.

Kjarninn í Mosfellsbæ, Þverholti 2: Bæjarfulltrúar frá Mosfellsbæ og Kópavogsbæ munu opna sýningu kl. 11 með listaverkum frá leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi. Sýningin verður í Mosfellsbæ (í Kjarnanum, Þverholt 2) með yfirskriftinni: Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Dansað verður ævintyri um „Lily Butterfly“ , og með söng ljúkum við þessari stund um frið.

Þjóðminjasafnið og friðarganga um Tjörnina
Eftir hádegi kl. 14:00 opnar Þröstur Freyr Gylfason, fyrrirverandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna friðardaginn formlega í Þjóðminjasafni, fjórar formæður taka til máls og Páll Óskar og Monika flytja tónlist. Á eftir verður farið friðargöngu um Tjörnina. Er það okkar von að sem flestir taka þátt í henni. Hún byrjar á Þjóðminjasafni Íslands, niður Tjarnagötu, kringum Tjörnina, með stuttri viðkomu í Ráðhúsinu og til baka.
Tekur u.þ.b. 30 – 40 mín.

Næsta dag, sunnudaginn 22.9. höldum við um morguninn frá Mosfellsbænum kl. 9:00 út á Reykjanesskaga að Bleikhóli. Þarna verðum við með þakklætisathöfn til Móður Jarðar og þökkum henni fyrir skilyrðislausa ást, sem hún sýnir okkur á hverjum degi. Við ætlum að senda henni strauma af kærleik, væntumþykkju og ljós. Góð orka skiptir máli, sameinuð öll sem ein.

Verið öll velkomin!
Monika Abendroth

Lesa meira »
29. ágúst 2019

Boðskort - Afmælismálþing friðlands að Fjallabaki - allir velkomnir

Fimmta september nk. býður Umhverfisstofnun til afmælisveislu með fyrirlestrum og tertum í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8, í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá friðlýsingu Fjallabaks. Málþingið er öllum opið og hvetjum við almenning til að taka þátt í fundinum, fræðast og minnast þeirrar merku sögu sem friðlandið hefur að geyma.

Fundarstjóri: Eiríkur Vilhelm Sigurðarsson, markaðs og kynningafulltrúi Rangárþing Ytra.

Dagskrá:

15:00 – 15:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson

15:15 – 15:30 Sveitarstjóri Rangárþing Ytra
Ágúst Sigurðsson

15:30 – 15:50 Merkar jarðminjar í Friðland að Fjallabaki
Kristján Jónasson, Náttúrufræðistofnun Íslands

15:50 – 16:10 Vöktun á viðhorfum ferðamanna í Landmannalaugum í 20 ár
Anna Dóra Sæþórsdóttir, Háskóli Íslands

16:10 – 16:40 Afmæliskaffi, Kvenfélagið Unnur

16:40 – 16:50 Sögur af Fjallabaki
Kristinn Guðnason Fjallkóngur

16:50 – 17:10 Friðland að Fjallabaki í 40 ár
Hákon Ásgeirsson, Umhverfisstofnun

17:10 – 17:30 Landvarðalífið í friðlandinu
Nína Aradóttir, Umhverfisstofnun

Lesa meira »
26. ágúst 2019

Námskeið EHÍ haustið 2019

Sértilboð til félagsmanna í Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna haust 2019

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti

Hagnýtt hraðnámskeið í samfélagsmiðlun
Hvenær: Mán. 23. og þri. 24. sept.
kl. 17:15 - 20:15

Garðfuglar - fóðrun og aðbúnaður
Hvenær: Mið. 2. okt.
kl. 19:30 – 22:00

Skapandi samskipti og færni í tjáningu
Hvenær: Mán. 7. - 28. okt.
kl. 20:15 - 22:15

Klausturhald á Íslandi
Hvenær: Þri. 5., 12. og 17. nóv.
kl. 19:30 - 21:30

Betri fjármál fyrir þig - einstaklingsmiðuð þjálfun í persónulegum fjármálum
Hvenær: Mið. 9. okt. kl. 19:00 - 22:00 og 6. nóv. kl. 20:15 - 21:15

Textílar - forvarsla, meðhöndlun og saga
Hvenær: Fim. 31. okt. 7. og 14. nóv.
kl. 20:00 - 22:00

Lesa meira »
22. ágúst 2019

Tilkynning frá ASÍ

Reykjavík 21. ágúst 2019

Á íslenskum vinnumarkaði gilda íslenskir kjarasamningar Alþýðusamband Íslands áréttar, af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkskjör á íslenskum vinnumarkaði. Það gildir einnig um útlendinga sem koma hingað til starfa og það gildir frá fyrsta starfsdegi. Skiptir þá ekki máli hvort þeir starfa fyrir íslensk eða erlendi fyrirtæki. Þau fyrirtæki sem ekki virða þennan rétt starfsmanna sinna eru brotleg við íslensk lög og stunda launaþjófnað gagnvart starfsmönnum sínum. Slíkt verður aldrei liðið. Ítrekað heyrist því haldið fram að erlent launafólk sem kemur til starfa hér á landi eigi að þurfa, a.m.k. tímabundið, að sætta sig við önnur og lakari laun og önnur starfskjör en gilda fyrir aðra á íslenskum vinnumarkaði. Í því samhengi er m.a. gjarnan vísað í „10 daga regluna“ eða „183 daga regluna“. Staðreyndin er sú að engar slíkar „reglur“ eru til sem veita atvinnurekendum rétt til að hlunnfara starfsmenn sína, þ.m.t. erlenda rútubílstjóra, fararstjóra og byggingamenn sem starfa tímabundið hér á landi. Sama gildir um sjálfboðaliða og starfsnema sem nýttir eru í efnahagslegri starfsemi.

Lesa meira »

Viðburðadagatal