FRÉTTIR

22. júlí 2019

Nýjar launatöflur

Hér meðfylgjandi má sjá nýjustu launatöflur félagsins.

Annarsvegar launatafla er gildir frá 1. apríl 2019 - 30. júní 2019
hinsvegar launatafla sem gildir frá 1. júlí 2019 - 31. mars 2020

Lesa meira »
19. júlí 2019

Nýr kjarasamningur samþykktur

Atkvæðagreiðslu um nýgerðann kjarasamning Leiðsögumanna er lokið. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 76,92% já og 23,08% nei. Samningurinn var því samþykktur og tekur gildi frá 1. apríl sl.

Lesa meira »
21. maí 2019

Haustferð Leiðsagnar - skráning hafin

Haustferð um norðurgosbeltið með Páli Einarssyni

Eins og kunnugt er urðu viðbrögð við forkönnun félagsins vegna væntanlegrar ferðar í haust um Norðurgosbeltið svo mikil og góð að ákveðið var að bjóða upp á tvær ferðir á sömu slóðir og með sömu ferðatilhögun. Því er hægt að velja á milli ferðar miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. september og annarrar ferðar laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september. Forkönnunin sýndi að öllu meiri áhugi var á síðarnefndu ferðinni en þeirri fyrri, þannig að skipuleggjendur áskilja sér allan rétt til að leitast við að jafna fjölda farþega í ferðunum tveimur. Annars gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
(Athugið: heildar fjöldi farþega takmarkast við 65 sæti í hvorri ferð og skráning er ekki endanlega staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir ferðina.)

Lausleg ferðatilhögun verður sem hér segir: Lagt verður upp frá Akureyri á miðvikudags- og laugardagsmorgni og komið við á flugvelli en síðan ekið áleiðis í Mývatnssveit þar sem skoðuð verða ýmis jarðfræðiundur við Mývatn og megineldstöðina Kröflu. Mögulega verður farið að Aldeyjarfossi á austurleið. Gist verður á Sel Hóteli við Skútustaði. Síðari daginn verður ekið að Dettifossi og í Hljóðakletta, komið við á Kópaskeri og farið um Öxarfjörð og Tjörnes aftur til Akureyrar.

Lesa meira »
17. júlí 2019

Leiðsögunám á háskólastigi - Endurmenntun HÍ

Vekjum athygli félagsmanna á Leiðsögunámi EHÍ

Sjá kynningarmyndband um námið hér : https://www.youtube.com/watch?v=waWJLt-uBeg&feature=youtu.be

Nánari upplýsingar má nálgast hér: https://www.endurmenntun.is/namsbrautir/stok-namsbraut?courseID=2713H19

ATH: Enn er tekið við skráningum fyrir haustönn 2019

Lesa meira »

Viðburðadagatal