FRÉTTIR

14. febrúar 2020

Þegar veður hamlar vinnu

Rétt er að vekja athygli á þessari frétt á heimasíðu ASÍ, varðandi það að veður hamlar vinnu: https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/thegar-vedur-hamlar-vinnu/

Lesa meira »
14. febrúar 2020

Fræðslufundur Fræðslu- og skólanefndar

Bjarni F. Einarsson er sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur sem unnið hefur að umfangsmiklum rannsóknum á fornleifum víða um land á undanförnum árum. Hann mun fjalla um rannsóknir sínar í máli og myndum og greina frá helstu niðurstöðum. Sérstaklega verður augum beint að rannsóknum á Bæ í Öræfum, Vogi í Höfnum, Stöð í Stöðvarfirði og Arfabót á Mýrdalssandi, auk annarra rannsókna sem Bjarni hefur komið að.

Missið ekki af þessu stórfróðlega erindi!

Staður: Stórhöfði 25, efsta hæð Tími: Fimmtudagur 20. febrúar kl. 20:00

Fræðslu- og skólanefnd

Lesa meira »
20. janúar 2020

Námskeið

Sértilboð til félagsmanna í Leiðsögn - Stéttarfélagi - vor 2020

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti:

  • Hlutverk hópstjórans/vaktstjórans -> Dagsetning: Þri. 11. feb. kl. 13:00 - 16:00

  • Arkitektúr á Íslandi í 300 ár - hönnun, menning og pólitík ->Dagsetning: Lau. 15. og 22. feb. kl. 10:00 - 12:30

  • Verktaki eða launþegi ->Dagsetning: Mán. 17. feb. kl. 13:00 - 16:00

  • Jarðsaga Íslands frá lokum síðasta jökulskeiðs ->Dagsetning: Fim. 27. feb. kl.19:00 - 22:00

  • Selir í náttúru Íslands ->Dagsetning: Mán. 9. mars kl. 19:00 - 22:00

  • Vesturfarar fyrr og nú -> Dagsetning: Mán. 16. og 23. mars kl. 20:00 - 22:00

  • Húmor og aðrir styrkleikar ->Dagsetning: Mán. 4. og 11. maí kl. 19:00 - 22:00

Skráning fer fram á vef ENDURMENNTUNAR og þarf að taka fram félagsaðild í Leiðsögn í athugasemdareit.

Lesa meira »
14. janúar 2020

Ágæti launagreiðandi.

Rafræn móttaka skilagreina fyrir Leiðsögn - Félags leiðsögumanna er hafin og óskað er eftir að héðan í frá séu skilagreinar til félagsins vegna iðgjalda sendar rafrænt. Til þess að opna fyrir rafræna sendingu til Leiðsagnar þarf að uppfæra rafræna innheimtuaðila í launakerfinu. Þau kerfi sem ekki hafa þann möguleika geta sótt slóðina á www.skilagrein.is eða https://engeyrest.dk.is/Leidsogn/FundPayments Svæði vegna notandanafns/lykilorðs má vera autt. Ef launakerfið krefst að eitthvað fari í reitina má setja kennitölu fyrirtækis í notanda og 123 í lykilorð

Notendur dk geta farið í Launakerfi > uppsetning > Rafrænir innheimtuaðilar > F5 > uppfæra innheimtuaðila og geta þar með sent rafrænt beint en aðrir verða að snúa sér til þeirra þjónustuaðila sem tengjast launakerfum þeirra uppfærslu rafrænna innheimtuaðila. Launagreiðendur eru hvattir til að nýta sér möguleikana á rafrænum sendingum.

Lesa meira »

Viðburðadagatal