FRÉTTIR

10. desember 2019

Notkun á eigin farsíma

Að gefnu tilefni þá viljum við hjá Leiðsögn minna á að atvinnurekanda ber að greiða Leiðsögumanni fyrir not á eigin síma samkvæmt kjarasamningi.

Í grein 4.3 segir:

4.3. Fjarskipti Ferðaskrifstofa tryggi að leiðsögumaður hafi aðgang að síma eða fjarskiptatæki í ferðum. Heimilt er að semja um afnot af einkasíma leiðsögumanns í ferðum eftir þörfum hverju sinni.

Lesa meira »
10. desember 2019

Kóreska

Atvinnurekandi er að leita að túlk sem kann Kóresku. Allar ábendingar vel þegnar á info@touristguide.is

Lesa meira »
29. nóvember 2019

Til launagreiðenda

Ágæti launagreiðandi.

Rafræn móttaka skilagreina fyrir Leiðsögn - Félags leiðsögumanna er hafin og óskað er eftir að héðan í frá séu skilagreinar til félagsins vegna iðgjalda sendar rafrænt. Til þess að opna fyrir rafræna sendingu til Leiðsagnar þarf að uppfæra rafræna innheimtuaðila í launakerfinu. Þau kerfi sem ekki hafa þann möguleika geta sótt slóðina á www.skilagrein.is eða https://engeyrest.dk.is/Leidsogn/FundPayments Svæði vegna notandanafns/lykilorðs má vera autt. Ef launakerfið krefst að eitthvað fari í reitina má setja kennitölu fyrirtækis í notanda og 123 í lykilorð

Notendur dk geta farið í Launakerfi > uppsetning > Rafrænir innheimtuaðilar > F5 > uppfæra innheimtuaðila og geta þar með sent rafrænt beint en aðrir verða að snúa sér til þeirra þjónustuaðila sem tengjast launakerfum þeirra uppfærslu rafrænna innheimtuaðila. Launagreiðendur eru hvattir til að nýta sér möguleikana á rafrænum sendingum.

Lesa meira »
27. nóvember 2019

*Jólabókakvöld Leiðsagnar 5. des

Nú er komið að því að Fræðslu- og skólanefnd Leiðsagnar bjóði til jólabókakvölds félagsins þar sem tækifæri býðst til að slaka á í amstri daganna og eiga saman notalega stund. Bókakvöldið verður fimmtudaginn 5. desember kl. 20 í Cinema2, í verbúð 2 að Geirsgötu 7b (efri hæð). Félagið býður upp á léttar veitingar í anda aðventunnar. Að þessu sinni verða kynnt fjögur verk sem með einum eða öðrum hætti ættu að höfða til leiðsögumanna. Bækurnar sem kynntar verða eru:

Reykholt í ljósi fornleifanna eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur. Bókin greinir frá niðurstöðum fornleifarannsókna sem höfundur stjórnaði á bæjar- og kirkjustæðinu í Reykholti og bregður ljósi á þróun búsetu á staðnum frá upphafi. Höfundur kynnir.

Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Í bókinni er rakin saga hreindýra á Íslandi frá upphafi til okkar daga. Sagt er frá harðri lífsbaráttu á hreindýraslóðum, æsilegum veiðiferðum og tilraunum til hreindýrabúskapar. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur kynnir.

Our Land – Food and Photography eftir Hauk Snorrason og Höddu Björk Gísladóttur. Bókin skiptist í þrjá hluta. Fyrst er fjallað um Hrífunes þar sem höfundar reka ferðaþjónustu, víkingagrafir og gosið í Eyjafjallajökli. Annar hlutinn geymir 40 mataruppskriftir frá Hrífunesi og síðasti hlutinn 80 stórbrotnar ljósmyndir Hauks af íslenskri náttúru. Haukur Snorrason kynnir.

Höpp og glöpp – Sjálfshól og svaðilfarir eftir Ólaf B. Schram. Höfundur hefur um árabil verið leiðsögumaður erlendra ferðamanna og víða farið. Í bókinni segir frá ýmsum ferðum og svaðilförum sem kryddaðar eru gamansögum og sögum af samferðafólki. Höfundur kynnir.

Bækurnar verða til sölu á afsláttarkjörum.

Fræðslu- og skólanefnd

Lesa meira »

Viðburðadagatal