FRÉTTIR

2. ágúst 2019

Sögusýning og sýndarveruleiki á Sauðárkróki

Þann 14. júní sl opnaði á Sauðárkróki sýningin 1238 – Baráttan um Ísland. Hún fjallar um Sturlungaöldina og þá stóratburði sem áttu sér stað í Skagafirði á 13.öld. Ártalið 1238 vísar til ársins sem Örlygsstaðabardagi, fjölmennasti bardagi Íslandssögunnar átti sér stað og með hjálp sýndarveruleika stíga gestir inn á sögusvið bardagans og upplifa. Sýningin segir sögu Sturlungaaldarinnar með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika, auk hefðbundinnar sýningarnálgunnar. Sýningin er að hluta til gagnvirk sem þýðir að gestir taka mikinn þátt í henni og skapa sína upplifun að einhverju leyti sjálfir.
Sýningunni er ætlað að höfða til allra aldurshópa, einstaklinga og þeirra sem ferðast í hópum, söguáhugafólks sem og þeirra sem lítinn áhuga hafa á sögunni sem slíkri en vilja upplifa áhugaverða og spennandi afþreyingu. Sá möguleiki að stíga inn á sögusviðið með mjög svo raunverulegum hætti og taka þátt atburðarrásinni í sýndarveruleika er einsdæmi hér á landi og þótt víðar væri leitað. Í tengslum við sýninguna er starfræktur veitingastaðurinn Grána Bístró, sem býður upp á léttar veitingar úr héraði auk þess að vera kaffihús með góðu úrvali af heimabökuðu bakkelsi, sem og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og skemmtileg safnbúð með vörum sem tengjast miðöldum svo og íslensku handverki og hönnunarvörum. Í húsnæðinu eru 11 snyrtingar fyrir gesti. Sýningarsvæðið er rúmgott og það tekur einstakling u.þ.b. 45 mínútur að fara í gegnum sýninguna en búast má við að hópar þurfi heldur lengri tíma. Það geta 12 einstaklingar verið í sýndarveruleikanum í einu og tekur sú upplifun um 10 mín. Gott er að bóka fyrirfram fyrir hópa.
Sýningin er opin alla daga frá 8 – 18 í sumar og í vetur frá 9 – 17. Aðgangseyrir er 2700 kr fyrir fullorðna og 1900 kr fyrir 6 – 13 ára. Heimasíða: www.1238.is Netfang: info@1238.is Sími: 5881238 Við bjóðum leiðsögumenn sérstaklega velkomna og bjóðum frítt á sýninguna gegn framvísun skírteinis, hvenær sem þeir eru á ferðinni.

Lesa meira »
25. júlí 2019

Haustferð Leiðsagnar - Örfá sæti laus

Haustferð um norðurgosbeltið með Páli Einarssyni

2 ferðir eru í boði:

  • Miðvikud. 25. og fimmtud. 26. september = aðeins 12 sæti laus
  • Laugard. 28. og sunnud. 29. september. = uppselt
Lesa meira »
22. júlí 2019

Nýjar launatöflur

Hér meðfylgjandi má sjá nýjustu launatöflur félagsins.

Annarsvegar launatafla er gildir frá 1. apríl 2019 - 30. júní 2019
hinsvegar launatafla sem gildir frá 1. júlí 2019 - 31. mars 2020

Lesa meira »
3. júlí 2019

Kjarasamningur Leiðsagnar

Atkvæðagreiðslu um nýgerðann kjarasamning Leiðsögumanna er lokið. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 76,92% já og 23,08% nei.
Samningurinn var því samþykktur og tekur gildi frá 1. apríl sl.

Lesa meira »

Viðburðadagatal