FRÉTTIR

13. júlí 2019

Taxtar og taxtabreytingar til 2022

Í þeim talnagögnum sem birt hafa verið með samningunum og í kynningu hans á félagsfundi var gerð grein fyrir upphafsbreytingum launataxta, þ.e. þeim hækkunum sem verða á árinu 2019. Kjarasamningurinn er til ársins 2022 og hækka mánaðarlaun samningsins um fasta krónutölu á hverju ári eftir 2019. Hækkunin er 24.000 kr. á árunum 2020 og 2021 og 25.000 kr. á árinu 2022. Eftirfarndi töflur sýna launataxta samningsins, mánaðarlaun og dagvinnutímakaup, eins og þeir verða á hverju ári í samanburði við núgildandi taxta.

Hækkun mánaðarlauna til loka samningstímans er fyrir flesta leiðsögumenn um og yfir 98.000 kr. á mánuði sem svarar til um og yfir 30% hækkun á samningstímanum

Þessi hækkun mánaðarlauna fæst með styttri dagvinnutíma en nú er, þ.e. 37,5 klst. á viku í stað 40 klst.. Áhrif af styttingu vinnuvikunnar koma ekki fram í mánaðarlaunataxtanum. Í töflunni yfir dagvinnutímalaunin koma þau hins vegar fram. Dagvinnulaunin hækka yfirleitt á bilinu 660 til 730 kr. á klst. á samningstímanum eða um 37 til 40%

Lesa meira »
12. júlí 2019

Upptaka af kynningu á kjarasamningi

Hér er hægt að sjá upptöku af kynningarfundi um nýgerðann kjarasamning Leiðsagnar. Smellið á "YouTube linkur" til að horfa á upptöku í vafra. Þar fyrir neðan eru glærur frá fundinum.

YouTube linkur

Lesa meira »
11. júlí 2019

Kosning um nýgerðann kjarasamning

Kosning félagsmanna um nýgerðann kjarasamning er hafin og lýkur 18. júlí. Kosningin er rafræn. Hægt er að kjósa með því að smella hér .

Á kjörskrá eru þeir félagsmenn sem greitt hafa fjórfalt lágmarks stéttarfélagsgjald (8.416kr.) á síðustu 12 mánuðum.

Þeir sem eingöngu greiða til Fagdeildarinnar og eru í öðru stéttarfélagi, geta ekki greitt atkvæði um kjarasamning Leiðsagnar.

Þegar búið er að kjósa rafrænt þá birtist eftirfarandi texti:

Takk fyrir þátttökuna. Niðurstöður verða kynntar 19.júlí 2019.

Lesa meira »
21. maí 2019

Haustferð Leiðsagnar - skráning hafin

Haustferð um norðurgosbeltið með Páli Einarssyni

Eins og kunnugt er urðu viðbrögð við forkönnun félagsins vegna væntanlegrar ferðar í haust um Norðurgosbeltið svo mikil og góð að ákveðið var að bjóða upp á tvær ferðir á sömu slóðir og með sömu ferðatilhögun. Því er hægt að velja á milli ferðar miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. september og annarrar ferðar laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september. Forkönnunin sýndi að öllu meiri áhugi var á síðarnefndu ferðinni en þeirri fyrri, þannig að skipuleggjendur áskilja sér allan rétt til að leitast við að jafna fjölda farþega í ferðunum tveimur. Annars gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
(Athugið: heildar fjöldi farþega takmarkast við 65 sæti í hvorri ferð og skráning er ekki endanlega staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir ferðina.)

Lausleg ferðatilhögun verður sem hér segir: Lagt verður upp frá Akureyri á miðvikudags- og laugardagsmorgni og komið við á flugvelli en síðan ekið áleiðis í Mývatnssveit þar sem skoðuð verða ýmis jarðfræðiundur við Mývatn og megineldstöðina Kröflu. Mögulega verður farið að Aldeyjarfossi á austurleið. Gist verður á Sel Hóteli við Skútustaði. Síðari daginn verður ekið að Dettifossi og í Hljóðakletta, komið við á Kópaskeri og farið um Öxarfjörð og Tjörnes aftur til Akureyrar.

Lesa meira »

Viðburðadagatal