FRÉTTIR

19. september 2018

Stjörnuhimininn yfir Íslandi

Vekjum athygli á námskeiði EHÍ sem er sérsniðið fyrir félaga í Leiðsögn, Stjörnuhimininn yfir Íslandi með Sævari Helga Bragasyni.

Snemmskráning er til og með 21. sept. Allir sem skrá sig fyrir snemmskráningarfrestinn fá afslátt af námskeiðsgjaldi.

Lesa meira »
11. september 2018

EHÍ - áhugaverð námskeið á haustönn

Sértilboð til félagsmanna Leiðsagnar.

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum á 15% afslætti á haustmisseri:

Draugar og dulrán fyrirbæri í íslenskum bókmenntum
Snemmskráning til 21.sept.

Áætlanagerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Snemmskráning til 28.sept.

Árangusrík framsögn og tjáning
Snemmskráning til 7.okt.

Íslensk fatasaga og uppruni lopapeysunnar
Snemmskráning til 27.okt.

outlook - nýttu möguleikana
Snemmskráning til 6.okt.

La culture française et l‘humour français à travers une série télévisée populaire
Snemmskráning til 6.okt.

Hér má nálgast upplýsingar um námskeiðin og önnur er kennd verða á haustmisseri

Einnig vill EHÍ vekja sérstaka athugli félagsmanna á eftirfarandi námskeiðum:
The Practical Art of Selling
Planning and Engineering the Customer Experience

Lesa meira »
10. september 2018

Eru laun leiðsögumanna of há?

Í frétt í Morgunblaðinu 8. sept. 2018 er greint frá erfiðleikum í rekstri fyrirtækis í ferðaþjónustu og má skilja það á talsmanni þess að aðalorsökin sé há laun íslenskra leiðsögumanna. Er látið að því liggja að lausnin kunni að vera sú að ráða evrópska leiðsögumenn í stað íslenskra. Fullyrt er að þá megi fá fyrir helming eða þriðjung af launum íslenskra leiðsögumanna. Ekki er vitnað í heimildir fyrir þessum staðhæfingum umfram það að laun samkvæmt vísistölu hafi hækkað um 70% síðan 2011.

Lesa meira »
6. september 2018

Málþing um menntun og starfsréttindi leiðsögumanna

Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna mun í næsta mánuði gangast fyrir málþingi um menntun leiðsögumanna, starfsréttindi þeirra og ýmis mál sem þeim tengjast. Tilefni fundarins er skýrsla sem um þetta efni sem starfshópur sem Leiðsögn skipaði á síðasta ári hefur unnið og skilað af sér fyrir skemmstu. Auk Leiðsagnar átti Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar aðild að hópnum. Í skýrslunni er stöðu menntunar leiðsögumanna hér á landi gerð glögg skil með hliðsjón af staðli um menntun leiðsögumanna sem í gildi hefur verið í Evrópu síðan 2008. Í skýrslunni er einnig að finna tillögur hópsins um tilhögun á námi og starfsundirbúningi leiðsögumanna.

Á málþinginu verður skýrslu starfshópsins kynnt og efni hennar rætt með tilliti til aðstæðna hér á landi og frá ýmsum sjónarhornum leiðsagnar og ferðaþjónustu. Meðal annars verði komið inn á eftirfarandi:

1. Skýrslan, meginefni hennar og aðalatriði, Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, núverandi framboð á námi í leiðsögn og tillögur um það svo og nauðsynlegan sveigjanleiki við mat á öðru námi og reynslu.
2. Menntun leiðsögumanna og gæði sem hluti af gæðakröfum ferðaþjónustu, öryggismál ferðaþjónustu og starfsundirbúningur leiðsögumanna, fararstjóra og hópstjóra, umhverfismál, verndun náttúru- og menningarminja, þjóðgarða, friðlanda og náttúruvætta.
3. Erlend ferðaþjónusta og samkeppnisstaða innlendra ferðaþjónustu.
4. Stofnanir sem veita leiðsögunám.
5. Menntun leiðsögumanna, löggilding starfs, lögverndun starfsheitis og aðrar leiðir til viðurkenning á starfsheiti og kjarasamningar.

Gert er ráð fyrir að formaður starfshópsins og aðrir meðlimir hans geri grein fyrir efni skýrslunnar og komi eftir atvikum inn á önnur þau atriði sem nefnd eru hér að framan og viðhorf þeirra aðila sem tilnefndu þá til starfsins. Auk þess verði valdir nokkrir aðilar til að fjalla í stuttum erindum um skýrsluna frá þeim sjónarhornum sem að framan greinir. Að lokum verði almennar umræður og eftir atvikum lagðar fram ályktanir og þær afgreiddar.

Lesa meira »

Viðburðadagatal