FRÉTTIR

6. október 2018

Tilkynning til ökuleiðsögumanna

Að undanförnu hafa farið fram námskeið fyrir bifreiðastjóra, sem þeim er skylt að sækja til að viðhalda starfsréttindum sínum. Vakinn er athygli á að ökuleiðsögumenn, sem eru félagar í Leiðsögn og hafa greitt félags- og sjóðagjöld til félagsins, kunna að eiga kost á styrk vegna námskeiða þessara úr Endurmenntunarsjóði félagsins. Fjárhæð styrkjarins ræðst af reglum sjóðsins og fjárhagslegri getu hans.

Ökuleiðsögumönnum sem sækja vilja um styrk vegna námskeiðanna er bent á að sækja um hann á eyðublaði á heimasíðu félagsins ásamt því að senda frumrit af greiðslukvittunum inn til félagsins.

Umsóknir skulu berast sjóðnum fyrir 10. nóvember næst komandi.

Lesa meira »
5. október 2018

Fræðslufundir Leiðsagnar

Vetrarstarfið er að hefjast. Fyrirhugaðir eru tveir fræðslufundir, annar nú í október og hinn í nóvember, en í desember verður síðan efnt til jólabókakvölds að venju.

Nánari upplýsingar um efni og tíma jólabókakvöldsins verða kynntar í nóvember. Allar góðar ábendingar og óskir um efni fræðslufunda á nýju ári eru vel þegnar.

.

Jöklar á hverfanda hveli; hveljöklar hverfa!

Fimmtudagskvöldið 18. október mun Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands koma í heimsókn og fjalla í máli og myndum um afkomu íslenskra hveljökla á tímum loftslagsbreytinga. Jöklarnir náðu mestri útbreiðslu í lok 19. aldar, en hafa hopað mikið síðan. Flatarmál þeirra hefur minnkað um nærri 2000 km2 síðan þá, eða um það bil 15%. Oddur er manna fróðastur um þessar breytingar og hefur frá mörgu forvitnilegu að segja.
Fundarstaður: Stórhöfði 25, efsta hæð
Fundartími: fimmtudagur 18. október kl. 20.

Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.
Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð
Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20.

Fræðslu og skólanefnd

Lesa meira »
19. september 2018

Stjörnuhimininn yfir Íslandi

Vekjum athygli á námskeiði EHÍ sem er sérsniðið fyrir félaga í Leiðsögn, Stjörnuhimininn yfir Íslandi með Sævari Helga Bragasyni.

Snemmskráning er til og með 21. sept. Allir sem skrá sig fyrir snemmskráningarfrestinn fá afslátt af námskeiðsgjaldi.

Lesa meira »
11. september 2018

EHÍ - áhugaverð námskeið á haustönn

Sértilboð til félagsmanna Leiðsagnar.

Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum á 15% afslætti á haustmisseri:

Draugar og dulrán fyrirbæri í íslenskum bókmenntum
Snemmskráning til 21.sept.

Áætlanagerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Snemmskráning til 28.sept.

Árangusrík framsögn og tjáning
Snemmskráning til 7.okt.

Íslensk fatasaga og uppruni lopapeysunnar
Snemmskráning til 27.okt.

outlook - nýttu möguleikana
Snemmskráning til 6.okt.

La culture française et l‘humour français à travers une série télévisée populaire
Snemmskráning til 6.okt.

Hér má nálgast upplýsingar um námskeiðin og önnur er kennd verða á haustmisseri

Einnig vill EHÍ vekja sérstaka athugli félagsmanna á eftirfarandi námskeiðum:
The Practical Art of Selling
Planning and Engineering the Customer Experience

Lesa meira »

Viðburðadagatal