FRÉTTIR

15. febrúar 2019

Pistill frá forseta ASÍ

Konur taka af skarið á Ísafirði

Pistillinn að þessu sinni er ritaður á Ísafirði þar sem námskeiðið „Konur taka af skarið“ er haldið en þar kenni ég allt sem vert er að vita um verkalýðsfélög og baráttu þeirra auk þess sem ég hvet konur til þátttöku. Námskeiðið sem er að frumkvæði Akureyrarakademíunnar var haldið í haust á Akureyri en á morgun er komið að Reykjavík. Selfoss tekur svo við 1. mars, Egilsstaðir 2. mars og Borgarnes 3. mars. Eftir að hafa gert það sem er skemmtilegast í heimi, að ræða verkalýðsmál við áhugasamt fólk vonast ég til að ná að kíkja á Byggðasafn Vestfjarða á sýninguna Ég var aldrei barn þar sem stéttabarátta fyrri ára er rakin. Áhugi á verkalýsbaráttu birtist annars í ýmsum myndum þessa dagana. Þannig mun Listasafn ASÍ opna sýningu Hildigunnar Birgisdóttur, Universal Sugar, á morgun bæði í Garðabæ og í Vestmannaeyjum. Fræðslumál og listir hafa alltaf verið órofa hluti af verkalýðsbaráttunni enda snar þáttur í lífsgæðum fólks. Vikan hefur annars einkennst af viðræðum við stjórnvöld og óteljandi önnur samtöl, formleg og óformleg um hvernig hægt er að ná sem bestum kjarabótum í viðræðunum sem nú standa yfir. Næsta vika ber vonandi í skauti sér skýrari mynd af stöðunni og hvers er að vænta bæði frá stjórnvöldum og atvinnurekendum. Fólk er auðvitað orðið óþolinmótt og það er vel skiljanlegt, ferlið hefur tekið lengri tíma en ætlunin var en vonandi verður útkoman þeim mun betri og heildarmyndin fyllri. Af öðrum verkefnum á skrifstofu ASÍ má nefna undirbúningur er í fullum gangi vegna Norrænnar ráðstefnu í tilefni aldarafmælis Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO). Í byrjun apríl má vænta stórskotaliðs frá alþjóða verkalýðshreyfingunni og Norrænum stjórnmálum á þá ráðstefnu til að ræða framtíð vinnumarkaðarins. Fólk sem hefur áhuga á alþjóðlegri verkalýðsbaráttu ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Hægt er að skrá sig hér.

Njótið helgarinnar,

Drífa

Lesa meira »
8. febrúar 2019

Opnunartími skrifstofunnar

Vikuna 18.febrúar - 22. febrúar, verður skrifstofan opin sem hér segir: þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 12:00 - 15:00.

Lesa meira »
7. febrúar 2019

Fyrsti fræðslufundur Leiðsagnar á nýju ári

Fornar hafnir - útver í aldanna rás

Karl Jeppesen kennari, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður hefur á undanförnum áratug safnað saman upplýsingum um og ljósmyndað fjölda fornra hafna og útvera á strandlengju Íslands. Afrakstur þeirra vinnu kom út á bók hjá bókaútgáfunni Sæmundi á síðasta ári, þar sem fjallað er um nærri 150 útver í máli og myndum. Á vertíðum líktust þau helst litlum sjávarþorpum þar sem tugir eða jafnvel hundruð manna bjuggu hluta af árinu. Karl mun fjalla um þetta áhugaverða efni og varpa ljósi á þessa staði sem sumir hverjir eru að falla í gleymskunnar dá, en aðrir eru enn augljósir þeim sem til þeirra þekkja.

Staður: Stórhöfði 25, efsta hæð
Tími: Fimmtudagur 21. febrúar kl. 20

Fræðslu- og skólanefnd

Lesa meira »
6. febrúar 2019

Félagsaðild

Um félagsaðild leiðsögumanna og sniðgöngu kjarasamninga

Í viðræðum félagsins við samninganefnd SAF/SA kom til umfjöllunar vanræksla margra vinnuveitenda á að skrá leiðsögumenn í Leiðsögn og skila félagsgjöldum þangað eins og lög bjóða og bundið er í samningum. Ekki er ágreiningur um það að vinnuveitendum beri að greiða leiðsögumönnum samkvæmt samningum félagsins en þrátt fyrir það hafa vinnuveitendur með stuðningi SA að engu ákvæði kjarasamnings um skil á félagsgjöldum. Bera þeir því við að þeir skili ekki félagsgjöldum til Leiðsagnar nema þess sé óskað af starfsmanni.

Lesa meira »

Viðburðadagatal