FRÉTTIR

15. janúar 2019

Mannamót 2019

Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019, kl. 12:00 - 19:00.

Lesa meira »
15. janúar 2019

Kjaraviðræður

Kjaraviðræður milli Leiðsagnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar hins vegar hófust 20. nóvember. Búið er að halda tvo samningafundi auk fundar í minni vinnuhópi. Verið er að fara yfir ýmsa kafla samningsins og ganga viðræðurnar vel, en alls er óvíst hvenær viðræðum lýkur.

Lesa meira »
11. janúar 2019

Skyndihjálpar námskeið - First aid courses

Leiðsögn býður félagsmönnum sínum að sækja skyndihjálparnámskeið sem er til endurnýjunar á skírteini. Námskeiðin eru 4. þrjú í Reykjavík og eitt á Akureyri.

Námskeiðin eru til endurnýjunnar á gildandi skyndihjálpar skírteinum og eingöngu nauðsynlegt að fara annaðhvert ár á námskeið. Þar sem færri komast að en vilja biðlum við til félagsmanna að sækja námskeiðin annað hvert ár.

Námskeiðs tímar eru eftirfarandi:

Reykjavík
*fim. 24. Janúar kl. 18:00 - 22:00 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9.
*fim. 31. Janúar kl. 18:00 - 22:00 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. (kennt á ensku)
*fim. 07. Febrúar kl. 18:00 - 22:00 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9.

Akureyri
*nánari upplýsingar síðar.

.

.
Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en NAUÐSYNLEGT er að skrá sig á námskeið.
Lokað verður fyrir skráningar mánudaginn 21. janúar.

Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið fyrir sig.

Vinsamlegast skráið ykkur á info@touristguide.is fyrir gefin tímamörk. Takið fram nafn, kennitölu og símanúmer ásamt því hvaða námskeið um ræðir (dags og Rvk eða á Akureyri).

Lesa meira »
11. janúar 2019

Áhugaverð námskeið hjá EHÍ fyrir leiðsögumenn

Félagið vill vekja athygli félagsmanna á áhugaverðum námskeiðum á sértilboði hjá EHÍ.
Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti

Viljum minna á mikilvægi snemmskráningar.

Deutsch - Sprechen und Konversation
Snemmskráning til 25. jan.

Textílsaga
Snemmskráning til 1. feb.

Hlaðvarp - nýtt tæki í fjölmiðlun og markaðssetningu
Snemmskráning til 15. feb.

Reykholt í ljósi fornleifanna
Snemmskráning til 16. mars

Grunnatriði fjármála fyrirtækja
Snemmskráning til 26. apríl

Húmor og aðrir styrkleikar
Snemmskráning til 26. apríl

Sjá betur i vafra hér

Lesa meira »

Viðburðadagatal