FRÉTTIR

13. desember 2018

Desemberuppbót 2018

Desemberuppbót skv. kjarasamningum Leiðsagnar er í ár 89.000 kr.

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Lausráðnir / tímabundið ráðnir starfsmenn fá orlofs- og desemberuppbót greidda út í formi eingreiðslu (kostnaðarliðs) á hvern unnin klt í dagvinnu- og álagstímavinnu s.br. lið 2.3.4 í kjarasamningum.

Lesa meira »
6. desember 2018

Skrifstofa lokuð !!

Skrifstofa félagsins verður lokuð dagana 10-11 desember.
Opnum aftur miðvikudaginn 12.des kl 12:00

Lesa meira »
27. nóvember 2018

Umsóknir í sjúkrasjóð á árinu 2018

Umsóknir í Sjúkrasjóð Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna sem greiða á út á árinu 2018 þurfa að berast skrifstofu félagsins ásamt fylgigögnum eigi síðar en miðvikudaginn 12. desember.

Öll gögn sem skilað er inn eftir þann tíma teljast til styrkveitinga á árinu 2019.

Sækja má um styrki hér
Athugið að nauðsynlegt er að skila inn frumriti af greiðslukvittunum með öllum umsóknum.
Umsóknir eru ekki teknar til vinnslu fyrr en öll gögn liggja fyrir.

Lesa meira »
29. nóvember 2017

Jólabókakvöld Leiðsagnar

Ágætu félagar!

Þá er komið að árvissu jólabókakvöldi Leiðsagnar þar sem tækifæri býðst til að slaka á og eiga saman notalega stund. Bókakvöldið verður fimmtudaginn 6. desember kl. 20 í The Cinema, í verbúð 2 að Geirsgötu 7b (efri hæð). Félagið býður upp á léttar veitingar í anda aðventunnar.

Lesa meira »

Viðburðadagatal