Upplýsingar um iðgjaldaskil
Skilagreinar - stéttarfélagsiðgjöld og greiðsla iðgjalda
Skilagreinanúmer Leiðsagnar: 955
Kennitala: 510772-0249
Bankareikningur: 0515 -26 - 5392
* Þegar skilagreinar berast þá er send krafa í heimabanka til viðkomandi atvinnurekanda.
* Gjalddagi hvers mánaðar er 10. næsta mánaðar og eindagi er síðasta virka dag þess mánaðar.
Iðgjöldin
Félagsiðgjaldið er 2,5% af launum og skiptist þannig:
- Félagsgjald er 1%
- Sjúkrasjóður 1,25% (mótframlag atvinnurekenda)
- Endurmenntunargjald er 0,25% (mótframlag atvinnurekenda).
Við mælum með því að launagreiðendur nýti sér rafræn skil, annað hvort með því að senda skilagreinar beint úr launakerfinu eða með því að skrá skilagreinar í gegnum launagreiðendavefinn. Með því að skila á rafrænan hátt beint úr launakerfinu eykst öryggi í gagnasendingum og villuhætta minnkar.