Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
Fréttir

Fréttir

09
Júní

Friðrik Rafnsson kosinn nýr formaður Leiðsagnar

Aukaaðalfundur Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna var haldinn 8.  júní. Á fundinum var Friðrik Rafnsson kosinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn eru Jakob S. Jónsson Júlíus Freyr Theódórsson, Snorri S. Sigurðsson og Valva Árnadóttir. Auk þess var kosið í ýmis trúnaðarstörf á vegum Leiðsagnar og verður það birt á heimasíðu félagsins innan skamms.

08
Júní

Aukaaðalfundur Leiðsagnar í kvöld: nauðsynlegt að taka með sér snjalltæki

Auka-aðalfundur Leiðsagnar 2021 – í kvöld þriðjudag 8. júní kl 19:00 að Stangarhyl 4 (hús Félags eldri borgara, eins og tvö síðustu ár).
Þessi fundur verður einnig netfundur á zoom, sjá hlekk:
https://us02web.zoom.us/j/86466032956

Auka-aðalfundur félagsins er í kvöld þriðjudaginn 8. júní n.k. kl. 19:00 

Kosningar verða í rafrænar (svo að bæði þeir sem eru á staðnum og þeir sem eru á Zoom geti tekið þátt) og því er nauðsynlegt að taka með sér snjalltæki á fundinn (snjallsíma eða spjaldtölvu)

Í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur er grímuskylda og skráning í sæti á fundinum. Bent er á þetta er einnig netfundur og hægt að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Þeir sem nota fjarfundarbúnað er bent á að skrá sig inn með fullu nafni svo að hægt sé að bera saman við kjörskrá. Þetta getur tekið smá stund svo vinsamlega mætið tímanlega
https://us02web.zoom.us/j/86466032956

Dagskrá fundarins verður skv 22.gr laga félagsins með einni undantekningu: lið 4, lagabreytingum er vísað til starfshóps sem á að gera heildarúttekt á lögum félagsins og verður haldinn sérstakur auka-aðalfundur um það í haust, sem auglýstur verður sérstaklega.

Dagskrá

1.      Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins
2.      Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
3.      Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
4.      Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja - frestað
5.      Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um félagsgjald, fag- og sérdeildagjöld.
6.      Kosning formanns eða lýsing formannskjörs.
7.      Kosning til stjórnar.
8.      Kosning til trúnaðarráðs.
9.    Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
10.  Kosning stjórnar sjúkrasjóðs félagsins.
11.  Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
12.  Önnur mál.

Ársreikningar félagsins eru tilbúnir og liggja frammi á skrifstofu félagsins, en einnig á mínum síðum félagsmanna (minar.touristguide.is) sem eru með kjörgengi fyrir fundinn.

Framboð:
Formaður:
Friðrik Rafnsson
Óskar Kristjánsson

Stjórn og varastjórn:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Harpa Björnsdóttir
Hjörtur Howser
Jakob Jónsson
Sigrún Pálsdóttir
Sigurður Albert Ármannsson
Snorri Steinn Sigurðsson
Valva Árnadóttir

Trúnaðarráð
Aldís Aðalbjarnardóttir        
Áslaug J. Marinósdóttir        
Birna Imsland        
Guðni Gunnarsson        
Guðný Margrét Emilsdóttir        
Hildur Bjarnason        
Hjörtur Howser        
Indriði Haukur Þorláksson        
Jakob Jónsson        
Jónína Birna Halldórsdóttir        
Kári Jónasson        
Pétur Gunnarsson    
Ragnheiður Ármannsdóttir  (hefur dregið framboð sitt til baka)         
Sigurður Magnússon        
Snorri Steinn Sigurðsson        
Stefán Arngrímsson        
Valva Árnadóttir        
Þórhildur Sigurðardóttir    

Fastanefndir:
Alþjóðanefnd:
Pétur Gunnarsson
Fagráð:
Indriði Haukur Þorláksson
Fræðslunefnd:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Ritnefnd:
Sigurður Magnússon

Stjórn Sjúkrasjóðs:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Lovísa Birgisdóttir
Pétur Gauti Valgeirsson
Ragnheiður Ármannsdóttir
Vilborg Anna Björnsdóttir
Þorsteinn Svavar McKinstry

Kjörgengi
Á aðalfundi félagsins 27. apríl síðastliðinn var ákveðið að láta kjörskrá fyrir aðalfund 2020 gilda líka núna. Þannig að kjörgengi hafa þeir sem uppfylla skilyrði laga félagins fyrir aðalfund 2021 og einnig þeir sem uppfylltu þau fyrir aðalfund árið 2020 auk þeirra sem hafa greitt lágmarksgjöld til félagsins.

Kosningunum verða rafrænar í gegnum kosningakerfi okkar á minar.touristguide.is

Dagskrá aðalfundarins verður samkvæmt lögum félagsins með einni undantekningu. Öllum lagabreytingum verður vísað til sérstaks starfshóps sem starfa á í sumar og fram á haust. Þessi starfshópur á að koma með heildstæð endurskoðuð lög félagsins. Í haust eða vetur verður sérstakur auka-aðalfundur þar sem farið verður gegnum öll lög félagsins og þau tekin til gagngerar endurskoðunar með heildarhagsmuni allra félagsmanna í huga. Innan félagsins eru margir hópar með ólíkar skoðanir en það er hægt að finna rúm fyrir alla innan vébanda félagins.

Hlekkur á Zoom fund:
https://us02web.zoom.us/j/86466032956

 
Lög félagsins má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/um-felagidh/loeg-og-reglugerdhir
07
Júní

Kennslumyndband fyrir kosningakerfi aðalfundar 2021

Rafrænar kosningar á aðalfundi

Hér að neðan er hlekkur á Youtoube kennslumyndband fyrir félagsmenn Leiðsagnar vegna rafrænna kosninga. Kosningar til formanns og til stjórnar verða rafrænar í fyrsta skipti í ár. Til að tryggja að allir sem kosningarétt hafa, hefur stjórn látið útbúa lítið myndband til skýringar á hverning þetta kerfi virkar.

Hvetjum við alla til að kynna sér þetta kerfi vel og skoða myndbandið fyrir fundinn, þannig getum við tryggt að kosningar munu ganga sem best fyrir sig. 

Aðalfundur 2021 verður bæði rafrænn og staðfundur og geta að sjálfsögðou allir kosið, hvort sem þeir eru heima eða á fundinum. Hvetjum við allt sem mæta á fundinn til að mæta með snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

https://www.youtube.com/watch?v=xd5aqTZKFIE

06
Júní

Aukaaðalfundur Leiðsagnar 2021 – þriðjudag 8. júní kl 19:00 - Leiðrétting

Auka-aðalfundur Leiðsagnar 2021 – þriðjudag 8. júní kl 19:00 að Stangarhyl 4 (hús Félags eldri borgara, eins og tvö síðustu ár).
Þessi fundur verður einnig netfundur með viðeigandi forriti (hlekkur kemur seinna)

Kæru félagar

Auka-aðalfundur félagsins verður þriðjudaginn 8. júní n.k. kl. 19:00 

Kosningar á fundinum verða að hluta rafrænar, í gegnum minar.touristguide.is en þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Núna eru þar prufukosningar, svo að hægt er sjá hvernig kerfið virkar. Þessar prufukosningar verða opnar til kl 20:00 á mánudagskvöldið.

Allir sem eru á kjörskrá geta kosið í þessum prufukosningum. Ef þið lendið í erfiðleikum við að skrá ykkur inn vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Endurskoðaðir ársreikningar félagsins eru líka á mínar síður (minar.touristguide.is).
Meinleg villa í ársreikningum sjúkrasjóðs uppgötvaðist í gær, en vitlausu skjali var hlaðið upp, en það er búið að leiðrétta það. 
Vinsamlegast beinið spurningum og ábendingum um ársreikninga til gjaldkera félagsins á netfangið:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Mínar siður hjá Leiðsögn:
https://minar.touristguide.is/

Kær kveðja
Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar

Lög félagsins má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/um-felagidh/loeg-og-reglugerdhir

01
Júní

Ítrekun vegna aukaaðalfundar Leiðsagnar 2021

Auka-aðalfundur Leiðsagnar 2021 verður haldinn þriðjudag 8. júní kl 19:00 að Stangarhyl 4 (hús Félags eldri borgara, eins og tvö síðustu ár).
Þessi fundur verður einnig netfundur með viðeigandi forriti (hlekkur kemur seinna)

Í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur er grímuskylda og skráning í sæti á fundinum. Bent er á þetta er einnig netfundur og hægt að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Þeir sem nota fjarfundarbúnað er bent á að skrá sig inn með fullu nafni svo að hægt sé a bera saman við kjörskrá.

Dagskrá fundarins verður skv 22.gr laga félagsins með einni undantekningu: lið 4, lagabreytingum er vísað til starfshóps sem á að gera heildarúttekt á lögum félagsins og verður haldinn sérstakur auka-aðalfundur um það í haust, sem auglýstur verður sérstaklega.

Dagskrá

1.      Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins
2.      Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
3.      Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
4.      Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja - frestað
5.      Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um félagsgjald, fag- og sérdeildagjöld.
6.      Kosning formanns eða lýsing formannskjörs.
7.      Kosning til stjórnar.
8.      Kosning til trúnaðarráðs.
9.    Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
10.  Kosning stjórnar sjúkrasjóðs félagsins.
11.  Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
12.  Önnur mál.

Ársreikningar félagsins eru tilbúnir og liggja frammi á skrifstofu félagsins, en einnig á mínum síðum félagsmanna (minar.touristguide.is) sem eru með kjörgengi fyrir fundinn.

Framboð sem komin eru:
Formaður:
Friðrik Rafnsson
Óskar Kristjánsson

Stjórn og varastjórn:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Harpa Björnsdóttir
Hjörtur Howser
Jakob Jónsson
Sigrún Pálsdóttir
Sigurður Albert Ármannsson
Snorri Steinn Sigurðsson
Valva Árnadóttir

Trúnaðarráð
Aldís Aðalbjarnardóttir        
Áslaug J. Marinósdóttir        
Birna Imsland        
Guðni Gunnarsson        
Guðný Margrét Emilsdóttir        
Hildur Bjarnason        
Hjörtur Howser        
Indriði Haukur Þorláksson        
Jakob Jónsson        
Jónína Birna Halldórsdóttir        
Kári Jónasson        
Pétur Gunnarsson        
Ragnheiður Ármannsdóttir        
Sigurður Magnússon        
Snorri Steinn Sigurðsson        
Stefán Arngrímsson        
Valva Árnadóttir        
Þórhildur Sigurðardóttir    

Fastanefndir:
Alþjóðanefnd:

Pétur Gunnarsson
Fagráð:
Indriði Haukur Þorláksson
Fræðslunefnd:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Ritnefnd:
Sigurður Magnússon

Stjórn Sjúkrasjóðs:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Lovísa Birgisdóttir
Pétur Gauti Valgeirsson
Ragnheiður Ármannsdóttir
Vilborg Anna Björnsdóttir
Þorsteinn Svavar McKinstry

Kjörgengi
Á aðalfundi félagsins 27. apríl síðastliðinn var ákveðið að láta kjörskrá fyrir aðalfund 2020 gilda líka núna. Þannig að kjörgengi hafa þeir sem uppfylla skilyrði laga félagins fyrir aðalfund 2021 og einnig þeir sem uppfylltu þau fyrir aðalfund árið 2020 auk þeirra sem hafa greitt lágmarksgjöld til félagsins.

Hluti af kosningunum verður rafrænn í gegnum kosningakerfi okkar á minar.touristguide.is

Dagskrá aðalfundarins verður samkvæmt lögum félagsins með einni undantekningu. Öllum lagabreytingum verður vísað til sérstaks starfshóps sem starfa á í sumar og fram á haust. Þessi starfshópur á að koma með heildstæð endurskoðuð lög félagsins. Í haust eða vetur verður sérstakur auka-aðalfundur þar sem farið verður gegnum öll lög félagsins og þau tekin til gagngerar endurskoðunar með heildarhagsmuni allra félagsmanna í huga. Innan félagsins eru margir hópar með ólíkar skoðanir en það er hægt að finna rúm fyrir alla innan vébanda félagins.


Kær kveðja
Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar
 
Lög félagsins má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/um-felagidh/loeg-og-reglugerdhir

30
Maí

Skugginn sem á gleðina fellur

Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu föstudaginn 28. maí. Fagnaðarfréttir berast úr öllum áttum og bjartsýnin leynir sér ekki. Vonin dylst engum: Ferðaþjónustan er vöknuð, langvarandi atvinnuleysi leiðsögumanna er að breytast í eftirspurn eftir fagmenntuðum leiðsögumönnum.

Þetta eru gleðitímar. Nú stefnum við á það með samtakamætti að þessi jákvæða þróun haldi áfram og að ferðaþjónustan nái sér eftir harðindatíma.

Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna hefur notað tímann vel. Félagið hefur tekið þátt í starfshópi, sem skipaður var af ferðamálaráðherra síðastliðið haust, og sem hefur lagt fram tillögur um menntun og þjálfun leiðsögumanna. Tillögurnar, sem starfshópurinn hefur lagt fram eru framsýnar og metnaðarfullar og mesta ánægjuefnið er að allir sem að starfi hópsins komu – Ferðamálastofa, Menntamálaráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, SAF – Samtök Aðila í Ferðaþjónustu og Leiðsögn – voru sammála um niðurstöðurnar.

Það eru sannarlega bjartir tímar framundan.

En þá birtast þeir, þessir örfáu, sem koma óorði á hópinn. Niðurrifsmennirnir.

Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna hefur haft fregnir af því að nokkur ófyrirleitin fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa einsett sér að láta vonda afkomu síðasta árs bitna á leiðsögumönnum! Þeim hafa verið boðin smánarlaun og til að kóróna ömurleikann er kveðið uppúr með það, að einungis komi til greina að ráða leiðsögumenn í verktöku.

Slík skilyrði eru auðvitað ólögleg. Þessir atvinnurekendur kunna ekki til verka. Þekkja ekki landslög, hunsa kjarasamninga. Þeir eru að biðja um átök á vinnumarkaði.

Hvað finnst nú lesendum að leiðsögumenn eigi að gera? Það er erfitt að hafna vinnu eftir langvarandi atvinnuleysi. Á að samþykkja boð um vinnu, jafnvel þótt kjörin séu verri en kjarasamningar kveða á um? Eiga leiðsögumenn að sniðganga þessa atvinnurekendur og lenda í verri fátæktargildru?

Spurningunum verður að svara: Hvað á að gera? Hvað er hægt að gera?

Pétur Gauti Valgeirsson

Formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna

Jakob S. Jónsson

Formaður Kjaranefndar Leiðsagnar

28
Maí

Auka-aðalfundur stéttarfélagsins Leiðsagnar verður þriðjudaginn 8. júní kl 19:00 í sal Félags eldri borgara að Stangarhyl 4

Auka-aðalfundur Leiðsagnar 2021 – þriðjudag 8. júní kl 19:00 að Stangarhyl 4 (hús Félags eldri borgara, eins og tvö síðustu ár). Þessi fundur verður einnig netfundur á Zoom (hlekkur kemur seinna)
Auka-aðalfundur félagsins verður þriðjudaginn 8. júní n.k. kl. 19:00 og framboðsfrestur er að renna út og hvetjum við því félagsmenn til að bjóða fram krafta sína. Enn sem komið er hafa ekki margar konur boðið sig fram og hvetjum við því þær sérstalega til að gefa kost á sér. Sama á við um félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins.

Framboðfresti lýkur 10 sólarhringum fyrir aðalfund (sem sagt á morgun laugardag 29.5.)  og framboðum skal skila til skrifstofu. Nægir að senda tölvupóst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jafnframt má hafa samband við kjörnefnd með uppástungur fyrir framboð. Í kjörnefnd eru Valva Árnadóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Júlíus Freyr Theodórsson.

Kjósa þarf formann, 2 fulltrúa í stjórn til tveggja ára, 4 fulltrúa í varastjórn til eins árs, aðal og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs), fulltrúa fastanefndir (4 nefndir, einn fulltrúa í hverja til tveggja ára, sjá 18.gr. laganna) og tvo skoðunarmenn reikninga. EInnig þarf að kjósa í stjórn sjúkrasjóðs.

Enn vantar nokkra fulltrúa, það vantar 1-2 í stjórn og 1-2 í sjúkrasjóð.
Komið er nóg af framboðum í aðrar stöður.

Við hvetjum félagsmenn af öllum kynjum til að gefa kost á sér til að starfa fyrir félagið. Framundan er spennandi uppbyggingarvinna félagsins í takt við rísandi sól ferðaþjónustunnar. Á tímum COVID og samkomutakmarkana höfum við lært á fjarfundi og hvernig má vinna saman án þess að vera endilega í sama rými og því er upplagt fyrir félagsmenn sem búa úti á landi til að láta rödd sína heyrast og taka þátt í starfi félagsins.

Framboð sem komin eru:
Formaður:
Friðrik Rafnsson
Óskar Kristjánsson

Stjórn og varastjórn:
Guðný Margrét Emilsdóttir
Hjörtur Howser
Jakob Jónsson
Snorri Steinn Sigurðsson
Valva Árnadóttir

Kjörgengi
Á aðalfundi félagsins 27. apríl síðastliðinn var ákveðið að láta kjörskrá fyrir aðalfund 2020 gilda líka núna. Þannig að kjörgengi hafa þeir sem uppfylla skilyrði laga félagins fyrir aðalfund 2021 og einnig þeir sem uppfylltu þau fyrir aðalfund árið 2020 auk þeirra sem hafa greitt lágmarksgjöld til félagsins.

Hluti af kosningunum verður rafrænn í gegnum kosningakerfi okkar á minar.touristguide.is

Dagskrá aðalfundarins verður samkvæmt lögum félagsins með einni undantekningu. Öllum lagabreytingum verður vísað til sérstaks starfshóps sem starfa á í sumar og fram á haust. Þessi starfshópur á að koma með heildstæð endurskoðuð lög félagsins. Í haust eða vetur verður sérstakur auka-aðalfundur þar sem farið verður gegnum öll lög félagsins og þau tekin til gagngerar endurskoðunar með heildarhagsmuni allra félagsmanna í huga. Innan félagsins eru margir hópar með ólíkar skoðanir en það er hægt að finna rúm fyrir alla innan vébanda félagins.

19
Maí

Beiðni til sóttvarnarlæknis og landlækns vegna COVID19

Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna og SAF óska eftir því að leiðsögumenn verði settir framar í röðina fyrir bólusetningu vegna COVID19.

Ástæður eru tvennar:

  1. Atvinnuöryggi og kröfur erlendra ferðaskrifstofa.
    Erlendar ferðaskrifstofur gera margar kröfu um að allir þeir sem þjónusti hópa á þeirra vegum séu bólusettir. Þetta á meðal annars við um leiðsögumenn. Því er nú komið í ljós að möguleikar leiðsögumanna á að komast sem fyrst aftur í vinnu og af atvinnuleysisskrá hanga að stórum hluta á því að þeir hafi fengið bólusetningu.
  1. Takmörkun smitleiða inn í samfélagið.
    Leiðsögumenn eru tengliður og snertiflötur milli ferðamanns og heimamanns, þar sem leiðsögumenn eru framlínustarfsmenn sem annast m.a. samskipti við heimasamfélagið. Leiðsögumaðurinn sér t.d. oft um innritun á hótel og samskipti við starfsfólk á veitingastöðum og í afþreyingu. Á þetta sérstaklega við hópa sem ekki tala sjálfir ensku. Bólusettur leiðsögumaður ber síður með sér smit heim á heimili sitt, á ferðaskrifstofuna sem hann vinnur hjá, á kaffistofu á áningastöðum, á veitingastað, á hótel, í minjagripaverslu, í afþreyingu og svo framvegis.

Hluti leiðsögumanna er þegar orðinn bólusettur sökum aldurs en æskilegast er að allir leiðsögumenn verði bólusettir sem fyrst þar sem kröfur erlendra ferðaskrifstofa framlengja að öðrum kosti veru þeirra á atvinnuleysisskrá með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið.

Með bestu kveðju

Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna

Jóhannes Þór Skúlason
framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

10
Maí

Aðalfundur Leiðsagnar 2021 – þriðjudaginn 8. júní

Fyrir rúmri viku var haldinn stuttur aðalfundur Leiðsagnar á netfundsformi.
Þar var eitt mál á dagskrá, að víkka út kjörskrá og setja þá sem voru á kjörskrá fyrir aðalfund 2020 líka á kjörskrá fyrir árið 2021. Þessi tillaga var einróma samþykkt.
Öllum öðrum málum var frestað til auka-aðalfundar. 

Hér með er boðað til auka-aðalfundar Leiðsagnar, þriðjudaginn 8. júní 2021, með fyrirvara að sóttvarnarreglur leyfi fundi.

Dagskrá aðalfundarins verður samkvæmt lögum félagsins með einni undantekningu. Öllum lagabreytingum verður vísað til sérstaks starfshóps sem starfa á í sumar og fram á haust. Þessi starfshópur á að koma með heildstæð endurskoðuð lög félagsins. Í haust eða vetur verður sérstakur auka-aðalfundur þar sem farið verður gegnum öll lög félagsins og þau tekin til gagngerrar endurskoðunar með heildarhagsmuni allra félagsmanna í huga. Fyrir aðalfundinn sem var haldinn í síðustu viku bárust margar lagabreytingatillögur og verður þeim beint til fyrirhugaðas starfshóps sem og tillögum sem berast á næstu dögum. Innan félagsins eru margir hópar með ólíkar skoðanir, en það er hægt að finna rúm fyrir alla innan vébanda félagins.

Tillögur að lagabreytingum verða að berast skrifstofu félagsins 15 dögum fyrir aðalfund (sjá gr. 29 í lögum félagsins).

Framboðfresti lýkur 10 sólarhringum fyrir aðalfund og framboðum skal skila til skrifstofu.
Jafnframt má hafa samband við kjörnefnd með uppástungur fyrir framboð. Í kjörnefnd eru Valva Árnadóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Júlíus Freyr Theodórsson.

Kjósa þarf formann, 2 fulltrúa í stjórn til tveggja ára, 4 fulltrúa í varastjórn til eins árs, aðal og varamenn í trúnaðarráð (sex fulltrúa í hvort, alla til eins árs), fulltrúa fastanefndir (4 nefndir, einn fulltrúa í hverja til tveggja ára, sjá 18.gr. laganna) og tvo skoðunarmenn reikninga.
Þau framboð sem þegar hafa borist gilda áfram nema viðkomandi dragi framboð sitt til baka.

26
Apríl

12. Umhverfisþing er á morgun

Minnt er á að 12. Umhverfisþingið verður í beinu streymi á morgun, 27. apríl. Umfjöllunarefni þingsins eru náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Þingið fer fram rafrænt og stendur frá kl. 13 – 16.

Þingið er öllum opið og verður því streymt á vef Stjórnarráðsins og á Facebook.

Dagskrá, skráningu og nánari upplýsingar má finna á www.umhverfisthing.is

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image