Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

13
Feb

Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF samþykktur

Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF samþykktur.

Atkvæðagreiðsla um skammtímasamning milli Leiðsagnar og SA/SAF hófst á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð til miðnættis í gær, sunnudag.

Rétt til atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skv. lögum félagsins höfðu 307 leiðsögumenn og greiddu 62 þeirra atkvæði, eða 20,20%.

Niðurstaðan er á þann veg að já sögðu 42, eða 67,74 %, nei sögðu 19, eða 30,65%, og einn tók ekki afstöðu eða 1,61%. Niðurstaðan er því skýr. Kjarasamningurinn hefur verið samþykkur.

Viðsemjendum félagsins verður tilkynnt niðurstaðan í dag. Næstu skref eru þau að fulltrúar Leiðsagnar og SA/SAF hittast síðar í vikunni til að fara yfir og útfæra viðræðuáætlun þá sem er hluti þessa samnings, en markmið þeirrar vinnu er að fara yfir kjarasamninginn í heild og ganga frá nýjum samningi, vonandi til lengri tíma, fyrir lok janúar 2024.

Ég vil fyrir hönd félagsins þakka viðræðunefndinni mjög góða og skilvirka vinnu og vona að við fáum að leita til þeirra í þeirri vinnu sem framundan er, en einnig munum við leita til fleiri félagsmanna um að leggja hönd á þann plóg því verkefnið er ærið, leiðrétta laun, endurbæta ráðningasamband og margt fleira í starfsumhverfi leiðsögumanna.

Kær kveðja, Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar-félags leiðsögumanna

07
Feb

NÝR KJARASAMNINGUR

English below

Leiðsögn – Félag leiðsögumanna hefur undirritað skammtímasamning við Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Félagsmenn Leiðsagnar fá að kjósa um kjarasamninginn samkvæmt lögum félagsins og mun atkvæðagreiðslu ljúka 12. febrúar næstkomandi.

Kynning á kjarasamningnum mun fara fram á morgun 08.02.2023 kl. 19:00 á ensku og kl. 20:00 á íslensku. Fundurinn verður haldinn að Stórhöfða 29, gengið inn Grafarvogsmegin. Einnig verður boðið upp á fjarfund.

Nánar verður farið út í kjarasamninginn á fundinum á morgun.

  • Kauptaxtar hækka um að lámarki 35.000 kr. frá 1.nóvember 2022 skv. nýrri launatöflu. Samningurinn felur í sér lagfæringu á launatöflunni sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 53.075 kr. á mánuði.
  • Mánaðarlaun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum hækka um 33.000 kr. frá 1. nóvember 2022.
  • Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf. Orlofsuppbót miðað við fullt starf verður 56.000 kr. á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023. Heimilt er að gera upp desember- og orlofsuppbót eftir hverja ferð skv. gr. 2.2.5. í kjarasamningi aðila og reiknast uppbæturnar þá sem kr. 95 á hverja greidda dagvinnustund á samningstímanum.
  • 5 ára starfreynslu þrepi bætt við í launatöflur.
  • Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.

Krækja á launataxta (almenn og ökuleiðsögn):

https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Almenn_Leidsogn_fra_1-nov_2022.pdf

https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Okuleidsogn_fra_1-nov_2022.pdf

Krækja á kjarasamning:

https://www.touristguide.is/images/Kjarasamningur_Leidsogn_SA_SAF_LOKASKJAL.pdf

in English

Leiðsögn Union has signed a short term Collective Agreement with SA and SAF. The Collective Agreement is valid from November 1st 2022 to January 31st 2024. Union members will be offered to vote on Collective agreement. The voting will be online and open until February 12th

We will go into more details on the contract on the meeting.

  • Pay increase in the wage table of at least 35.000 kr. from 1st of November 2022 according to the new wage table. The contract includes changes on the wage table that can lead to a wage increase up to 53.075 kr. per month.
  • On 1 November 2022 monthly pay increases by about ISK 33,000 for those working above the wage table.
  • The December bonus for each calendar year based on full-time work is: In 2023 ISK 103,000 The holiday pay bonus for each holiday pay year (1 May to 30 April) based on full-time work is: For holiday pay year commencing 1 May 2023, ISK 56,000. It is allowed to pay the december and holiday bonus after each trip according to chapter 2.2.5. in the collective agrement, and is calculated as 95 kr. on every hour of day time work during the contract.
  • 5 year experience has been added to the wage table.
  • Items related to terms of employment increase by about 5.0% from 1 November 2022, unless otherwise agreed.

Link to the new wage table (guide and driver-guide):

https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Almenn_Leidsogn_fra_1-nov_2022.pdf

https://www.touristguide.is/images/LAUNATAFLA_Okuleidsogn_fra_1-nov_2022.pdf

25
Jan

Opnunartími skrifstofu 25. jan. - 3. feb. / Office opening hours Jan. 25th - Feb. 3rd

Skrifstofa Leiðsagnar er lokuð frá 26. janúar til og með 3. febrúar. Svarað er í síma 891 8670 á opnunartíma 13-15. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 6. febrúar. Ef erindið er mikilvægt, er hægt að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða vegna kjaramála á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig er hægt að hafa samband við formann Leiðsagnar í síma 772 5559.

The office is closed from January 26th to February 3rd. However, you can call tel. 891 8670 during opening hours 13-15. The office opens again Monday, February 6th. If the matter is urgent, please send an email to the chaiman at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. or to the Renumeration Committee at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Friðrik Rafnsson, chairman of Leiðsögn, tel.. 772 5559.

 

Leiðsögn – Stéttarfélag leiðsögumanna

Stórhöfða 29

110 Reykjavík

Sími: 588-8670

www.touristguide.is

18
Jan

Er möl dýrmætari farmur en ferðafólk?

Þriðjudaginn 17. janúar birtist eftirfarandi grein í Fréttablaðinu eftir Friðrik Rafnsson, formann Leiðsagnar:

Rútubílstjórar er ein þeirra mikilvægu stétta sem vinna starf sitt í hljóði og yfirleitt af miklu öryggi og samviskusemi. Þeir ábyrgði á lífi og limum farþega, oft við aðstæður sem eru erfiðar og krefjandi eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið. Ég þekki það sem leiðsögumaður að gott samstarf við bílstjórann er eitt mikilvægasta atriðið í hópferðum. Ef snurða hleypur á þann þráð og samskiptin eru stirð dögum saman milli bílstjóra og leiðsögumanns getur það bitnað á saklausum farþegunum sem hingað eru komnir til að njóta landsins okkar. Þetta er sem betur fer afar sjaldgæft. Þvert á móti er reynsla mín og langflestra leiðsögumanna sú að samstarf leiðsögumanns og bílstjóra er gott og gefandi. Þeir mynda tveggja manna þjónustuteymi, enda er markmið okkar það sama, þjóna farþegunum eins vel og við getum þannig að þeir snúi aftur til síns heima hæstánægðir og helst skælbrosandi.

Skýr verkaskipting

Rútubílstjórar eru eins og við öll afar mismundandi, allt frá þöglu týpunni sem ekki gefur mikið af sér yfir í hressu týpuna sem alltaf er í stuði og allt þar á milli. Allir (eða réttara sagt, öll, því konum fjölgar ört í hópi rútubílstóra og ökuleiðsögumanna) eiga þeir það sameiginlegt að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að aka rútum sem taka allt upp í sjötíu farþega.

Flestir leiðsögumenn eru fjöltyngdir, faglærðir sérfræðingar. Margir hafa háskólanám að baki auk bóklegs og verklegs sérnáms í leiðsögn og bera þeir sérstakan skjöld með ártali því til sönnunar. Leiðsögumenn vinna við  ýmsar tegundir leiðsagnar eða blanda þeim saman eftir þörfum og eftirspurn: almenna leiðsögn, ökuleiðsögn, gönguleiðsögn, jöklaleiðsögn o.s.frv., alls á annan tug sérsviða.

Starf okkar leiðsögumanna felst meðal annars í því að fræða erlendu farþegana okkar um land, þjóð, menningu og sögu og þar af leiðandi er hljóðneminn okkar helsta vinnutæki. Til þess er ætlast af okkur að við höfum svör við nánast öllu á reiðum höndum og við reynum eftir bestu getu að standa undir þeim væntingum. Nú á tímum upplýsingatækni koma farþegarnir vel undirbúnir hingað og vita talsvert um það sem lesa má á vefnum og í handbókum. Þess vegna finnst þeim einkar gaman að vera með íslenska leiðsögumenn og bílstjóra, heimamenn sem geta svarað spurningum um það hvernig er að vera Íslendingur og búa í þessu undarlega landi.

Fróðleiksbrunnar

Ég hef oft notið þeirrar gæfu að vera með staðkunnuga bílstjóra, menn sem eru héðan og þaðan af landinu og geta lætt að manni ýmsum misgagnlegum en skemmtilegum fróðleik sem vekur forvitni farþeganna.

Þess vegna hef ég stundum haldið því fram að góður leiðsögumaður eigi ekki einungis að kunna að segja vel og greinilega frá heldur verði hann ekki síður að kunna að hlusta. Hlusta á farþegana, bílstjórann og aðra sem geta orðið til þess að ferðin verður enn ánægjulegri en ella.

Sá leiðsögumaður sem telur sig vita allt á að finna sér eitthvað annað að gera.

Gríðarleg ábyrgð bílstjóra

Starf rútubílstjórans er mikilvægt, hann ber ábyrgð á farþegunum og farartækinu og á ekki að þurfa að hugsa um neitt annað meðan á ferðinni stendur. Þess vegna er afar vafasöm sú þróun sem því miður er farið að gæta í sívaxandi mæli. Hún er sú að senda bílstjóra í oft margra daga ferð við erfiðar aðstæður án faglærðs og vel þjálfaðs leiðsögumanns. Nýlegt dæmi. Bílstjóri var sendur í hringferð um landið án leiðsögumanns, en erlendur fylgdarmaður sem aldrei hafði áður hafði komið til landsins átti að gegna því hlutverki. Það þýddi að bílstjórinn þurfti í senn að aka og miðla hópstjóranum af þekkingu sinni jafnóðum og var í því raun orðin eins konar ökuleiðsögumaður án þess að fá greitt fyrir það sérstaklega. Ég grennslaðist fyrir um þetta mál hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu og fékk þau svör að þau vildu að sjálfsögðu helst hafa íslenskan, faglærðan leiðsögumann í öllum ferðum, en að erlendi viðskiptavinurinn teldi það óþarfa kostnað, nánast munað. Og þar sem kúnninn ræður verður þetta stundum niðurstaðan. Okkur leiðsögumönnum finnst þetta afar miður, enda bitnar það sannarlega á gæðum þjónustunnar og öryggi ferðamannanna eins og dæmin sanna.

Er möl dýrmætari en ferðafólk?

Það er gömul saga og ný að þær stéttir sem eru að sinna fólki og vinna með það þurfa stöðugt að berjast fyrir bættari kjörum.  Dæmin eru mýmörg, en hér nægir að nefna hjúkrunarfræðinga og kennara.

Dæmi: Rútubílstjóri sem hafði ekið ferðamönnum um landið þvert og endilangt um tíu ára skeið missti vinnuna þegar kóvíd skall á og ferðaþjónustan hrundi skyndilega. Hann fékk strax vinnu við að keyra vörubíl, við malarflutninga í vegagerð eða eitthvað slíkt. Hann var auðvitað feginn að fá aðra vinnu strax og var lítið að spá í launin fyrr en hann fékk útborgað. Tímakaupið var þrjátíu prósentum (30%) hærra fyrir að aka möl en farþegum. Hann var auðvitað hæstánægður með það, en þegar ferðaþjónustan hrökk aftur í gang í fyrra fór hann aftur að aka rútu, enda mun skemmtilegra að aka fólki en möl. Skilaboðin eru semsagt þessi: möl er dýrmætari farmur en fólk. Hvers lags verðmætamat er þetta eignlega?

Eitt helsta vandamálið í fyrra var skortur á leiðsögumönnum vegna þess að margir þeirra hurfu til annarra starfa vegna ótryggs ráðningarsambands og lélegra launa. Var það og er vegna þess að við erum „bara“ að þjóna fólki sem hingað er komið til að njóta landsins okkar? Þetta þarf að laga og við sem vinnum í ferðaþjónustunni verðum að vinna að því saman, öllum til heilla, farþegum sem og ferðaþjónustunni í heild.

Fridrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar.

 

22
Des

Jólakveðja frá Leiðsögn og krækja á 50 ára afmælisrit félagsins

Kæru leiðsögumenn.

 

Nú er viðburðaríkt og blómlegt afmælisár félagsins senn að baki, en hápunktur þess var glæsileg afmælishátíð sem haldin var í Veröld- húsi Vigdísar þann 8. nóvember síðastliðinn.

Til að reka endahnútinn á afmælishaldið hefur Leiðsögn nú gefið út veglegt afmælisrit sem verður hægt að hlaða niður eða fá á prentuðu formi á skrifstofunni og víðar.

Hér er krækja á afmælisritið: Afmælisrit Leiðsagnar.

Bestu þakkir til allra sem lögðu til efni í ritið.

Leiðsögn þakkar ykkur öllum samfylgdina á árinu sem er að líða sendir ykkur hugheilar hátíðarkveðjur og óskir um að þið njótið samvista við fjölskyldu og vini.

 

Fyrir hönd stjórnar Leiðsagnar-félags leiðsögumanna,

Friðrik Rafnsson

formaður

05
Des

Sjúkrasjóður Leiðsagnar - umsóknarfrestur vegna 2022 er 15. desember / Leiðsögn Sickness fund - Deadline for applications 2022 is December 15th

Sjúkrasjóður Leiðsagnar  - umsóknarfrestur vegna 2022 er 15. desember.

Síðasti úthlutunarfundur Sjúkrasjóðs Leiðsagnar 2022 verður haldinn mánudaginn 19. desember. Allar umsóknir vegna réttinda ársins 2022 verða að berast fyrir 15. desember 2022.

Sótt er um sjúkrasjóðsstyrki á heimasíðu Leiðsagnar: touristguide.is => Sjóðir og styrkir => umsókn í sjúkrasjóð

Krækja á umsóknareyðublað: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi

Reglugerð Sjúkrasjóðs: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs

 

English

Leiðsögn Sickness fund - Deadline for applications 2022 is December 15th

Last meeting for allocations from Leiðsögn Sickness fund will be held December 19th. Deadline for 2022 applications is December 15th.

A link to the application form can be found at Leiðsögn website: touristguide.is  => Sjóðir og styrkir => umsókn í sjúkrasjóð

Link: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs

Regulation of the Sickness Fund:

https://www.touristguide.is/images/Leidsogn-pdf/The-Regulation-of-The-Sickness-Fund-of-The-Iceland-Tourist-Guide-Association.pdf

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image