Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Kæru félagar í Leiðsögn!
Auka-aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 8. desember n.k. kl. 17:00 í fundarsal að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).
Dagskrá:
Kosningar verða í rafrænar (svo að bæði þau sem eru á staðnum og þau sem eru á Zoom geti tekið þátt) og því er nauðsynlegt að taka með sér snjalltæki á fundinn (snjallsíma eða spjaldtölvu).
Ath! Fundinum verður streymt og verður hlekkur á streymið sendur sendur út fyrir fundinn.
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.
Stórhöfða 29,
110 Reykjavík
Heimasíða: https://www.touristguide.is/
Sjúkrasjóður Leiðsagnar vekur athygli félagsmanna Leiðsagnar á því að umsóknir um líkamsræktarstyrki eru nú afgreiddar jafnóðum og þær berast. Réttindi í sjúkrasjóð Leiðsagnar byggjast á iðgjöldum greiddum í Sjúkrasjóð og er framlag atvinnurekanda skv. kjarasamningi Leiðsagnar (gr. 10.2).
Hér er sótt um: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi
Kvittanir fyrir útlögðum kostnaði verða að fylgja umsókn.
Hér er krækja á reglugerð Sjúkrasjóðs Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/index.php/sjukrasjodhur/reglugerdh-sjukrasjodhs
In English
Applications for grants for physical training (isl. líkamsrækt) from Leiðsögn‘s Sickness fund are now revised and processed within a week form application.
Allocations are based on legal fees paid of wages to Leiðsögn by employers in accordance with the Collective Agreement (art. 10.2).
Application form: https://www.touristguide.is/index.php/umsokn-ur-sjukrasjodhi
Receipts have to be attached to the application.
Link to the regulation: https://www.touristguide.is/images/ENSKA_The-Regulation-of-The-Sickness-Fund-of-The-Iceland-Tourist_uppfaerd.pdf
50 ára afmælishátíð Leiðsagnar gekk einstaklega vel og Leiðsögn þakkar öllum fyrir komuna.
Hér er krækja á streymið fyrir þá sem komust ekki: https://youtu.be/U64cZzwJaMU
Afmælishátíð Leiðsagnar-félags leiðsögumanna
haldin í VERÖLD, húsi Vigdísar,
laugardaginn 12. nóvember kl. 14-16
Kæru leiðsögumenn.
Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-16.
Dagskrá
❖ Söngatriði: Söngfélagið.
❖ Formaður ávarpar samkomuna.
❖ Örn Árnason leikari og leiðsögumaður tekur við hátíðarstjórn.
❖ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpar samkomuna.
❖ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, ávarpar samkomuna.
❖ Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, ávarpar samkomuna.
❖ Söngatriði: Örvar Már Kristinsson, söngvari og leiðsögumaður.
❖ Stofnfélagar heiðraðir.
❖ Ari Trausti Guðmundsson: Leiðsögn í fortíð, nútíð og framtíð.
❖ Söngatriði: Hlín Pétursdóttir, söngkona og leiðsögumaður.
❖ Tryggvi Felixson formaður Landverndar: Leiðsögumenn og landvernd.
❖ Auður Jónsdóttir rithöfundur: Að þekkja land eða ekki.
❖ Gestum hátíðarinnar boðið upp á veitingar.
Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er það félagsfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.
Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.
Kæru leiðsögumenn.
Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-17, flutt verða ávörp og stutt erindi, stofnfélagar heiðraðir og boðið upp á tónlistaratriði.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- menningar- og viðskiptaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir fomaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Felixsson formaður Landverndar ávarpa samkomuna auk þess sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður og Auður Jónsdóttir rithöfundur flytja stutt erindi. Arndís Halla Ásgeirsdóttir, leiðsögumaður og óperusöngkona, og Söngfélagið taka nokkur lög.
Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður mun stýra samkomunni sem lýkur með léttum veitingum þar sem leiðsögumenn og gestir þeirra geta fagnað þessum áfanga í sögu félagsins.
Félagsfólk er hvatt til að taka daginn frá, fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er félagfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.
Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!
Kær kveðja,
Friðrik Rafnsson
Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar og Harpa Björnsdóttir, ritari hittu Lilju Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Félagið á 50 ára afmæli um þessar mundir og mun halda glæsilega afmælishátíð af því tilefni í nóvember.
Sjá frétt hér.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.