Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Gleiðilegt sumar kæru félagar
Félagið hefur verið að sinna mörgum verkefnum á síðstu vikum og mánuðum, flest þeirra tengjast COVID19 með einum eða öðrum hætti. Við höfum reynt að vekja athygli á stöðu okkar meðal annars með viðtölum og annarri umfjöllun í fjölmiðlum en einnig höfum við sent inn erindi um sérstaka stöðu okkar til ráðamanna og ítrekað beðið um fundi. Einnig höfum við átt samráð við önnur stéttarfélög í svipaðri stöðu. Í undirbúningi eru endurmenntunarnámskeið og fyrirlestrar fyrir leiðsögumenn til að nýta þetta ástand í eitthvað uppbyggilegt og uppfræðandi. Vinna við nýja heimasíðu hófst fyrir jól og er hún nú þegar komin í loftið, þó að enn eigi eftir að bæta við nokkrum atriðum.
Við höfum átt samtal við Vinnumálastofnun um hvernig meta eigi leiðsögumenn til atvinnuleysisbóta. Leiðsögumenn eru oftast verkefnaráðnir sem launþegar í stakar ferðir og því fellur ráðningarsamband úr gildi um leið og ferð lýkur. Verkefni leiðsögumanna eru mjög árstíðabundin og kemur þetta ástand eiginlega á versta tíma ársins fyrir marga.
Við höfum miklar áhyggjur af því að leiðsögumenn passi ekki vel inn í kerfið hjá Vinnumálastofnun og mat á starfshlutfalli og viðmiðunartekjum taki ekki mið af sérstöðu starfsins.
Því biðjum við ykkur félagsmenn sem misst hafið vinnuna og hafið sótt um atvinnuleysisbætur að fara inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og skoða útreikninga þar og sjá hvernig starfshlutfallið er metið.
Ef þið teljið að þessir útreikningar séu ekki réttir látið okkur vita í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en jafnframt krefjið Vinnumálastofnun um útskýringar.
Leiðsögumenn starfa oft fyrir mörg fyrirtæki og það getur verið erfitt að ná í þessi fyrirtæki til að fá viðeignandi vottorð fyrir Vinnumálastofnun. Ef þið eru í slíkri stöðu þá getur skrifstofan veitt aðstoð við það í mörgum tilfellum.
Við erum að undirbúa að taka þetta mál lengra, það er til viðeigandi ráðamanna.
Einnig bendum við ykkur á að haka við „Leiðsögn – Stéttarfélag leiðsögumanna“ í umsóknarferlinu um atvinnuleysisbætur þar sem valið eru um að greiða í af atvinnuleysisbótum í stéttarfélag. Við vekjum athygli á því að ekki er greitt í sjúkrasjóð eða endurmenntunarsjóð af atvinnuleysisbótum, en sem betur fer eru nokkuð rúm tímamörk á greiðslum í þessa sjóði hjá okkur og réttindi haldast þótt greiðsla falli niður í nokkra mánuði.
Með kveðju
Pétur Gauti Valgeirsson
Formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna
Pistill í vikulok frá Drífu Snædal formanni ASÍ
Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki.
Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi.
Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi.
Góða helgi,
Drífa
Í nýasta fréttabréfi ASÍ er meðal annars fjallað um hlutastörf og hlutabætur, sem og atvinnuleysi og hlutabætur
Svanbjörg Einarsdóttir í viðtali hjá Morgunblaðinu um hið grafalvarlega ástand sem blasir við leiðsögumönnum þessa dagana.
Kæru félagar
Vegna samkomubanns neyðumst við til að fresta aðalfundi sem fyrirhugaður var í lok mánaðarins um óákveðin tíma. Þegar ástandið leyfir verður aðalfundur auglýstur með mjög góðum fyrirvara. Ég vek athygli á því að hægt er að senda inn lagabreytingatillögur og framboð til trúnaðarstarfa á netfang skrifstofunnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Ársreikningar munu liggja frammi fyrir mánaðarmót, en aðgengi að þeim verður auglýst síðar.
Við höfum engar heimildir til að halda rafrænan aðalfund og því mikil óvissa um lögmæti slíks fundar.
Með vorkveðju
f.h. stjórnar Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna
Pétur Gauti Valgeirsson
formaður
Hlédrægur leiðsögumarður verður forseti
Í tilefni af nítíu ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur birtum við hér viðtal sem tekið var við hana fyrir afmælisrit Félags leiðsögumanna sem útgefið var í tilefni 40 ára félagsins.Hlédrægur leiðsögumaður verður forseti
Fréttatilkynning frá Leiðsögn – stéttarfélagi leiðsögumanna
Leiðsögumenn huldufólk í íslenskri ferðaþjónustu?
Nánast engum leiðsögumanni sagt upp og fáir í hlutastarfi!!?
Reykjavík, 8.apríl 2020
Þetta hljómar eins og góðar fréttir í ástandi þar sem nánast öll ferðaþjónusta liggur niðri vegna Covid 19 en þegar betur er að gáð er reyndin önnur. Leiðsögumenn sem starfsstétt er nánast réttindalaus og má líkja stöðu þeirra við daglaunamenn hér á árum áður. Þá hafa undiboð tíðkast og í stað menntaðra leiðsögumanna fengnir til verksins erlendir hópstjórar á lægri launum. Ótrúlegt en satt, þetta voru kjörin á mesta uppgangstímabili í sögu íslenskrar ferðaþjónustu! Í dag er engin vinna í boði, réttur til atvinnuleysisbóta tvísýnn og hlutastarfaleiðin frostahillingar.
Grunnur veikrar stöðu þessarar vel menntuðu stéttar er meingallað ráðningssamband við atvinnurekendur. Flestir leiðsögumenn eru ferðaráðnir, ákveðnar klukkustundir á dag og starfa oft fyrir margar ferðaskrifstofur. Þeir hafa engan uppsagnarrétt og atvinnuöryggi er ekkert. Hægt er að fella niður ferð með allt að 24 stunda fyrirvara og situr leiðsögumaður uppi með skaðann. Leiðsögumenn starfa um kvöld og nætur, helgar, jól, páska og eru oft langdvölum burtu frá heimili sínu en við mat á starfshlutfalli hafa ferðaskrifstofur farið sína leiðina hver. Niðurstaðan er sú að afar fáir leiðsögumenn ná fullum atvinnuleysisrétti og munu sitja uppi með skertar atvinnuleysisbætur langt undir lágmarksframfærslu viðmiðum út árið því ekki er líklegt að margir ferðamenn slæðist hingað á næstunni.
Talsverður fjöldi sk.ferðaráðinna“ leiðsögumanna hefur þó starfað lengi hjá sama fyrirtæki og uppfyllir skilyrði laga nr. 19/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna að hafa starfað hjá sama fyrirtæki í tvö ár eða lengur samfellt með eðlilegum hléum. Þessir leiðsögumenn eiga lögum samkvæmt sama rétt á launuðum uppsagnarfresti og þar af leiðandi einnig rétt á samningi um skert starfshlutfall og hlutabætur. Í 4.gr. þessara laga segir „Starfsmaður með tímabundna ráðningu skal hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfmaður með ótímabunda ráðningu að þeirri áðstæðu einni að hann er ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna.”
Fá fyriræki hafa virt þennan rétt leiðsögumanna og þeir sem fengið hafa hlutabætur eru nær eingöngu ökuleiðsögumenn, í flestum tilfellum karlmenn.
Staða leiðsögumanna er því grafalvarleg, tekjutapið algjört, fyrirsjáanlegt atvinnuleysi um langa hríð og skertar eða litlar bætur þrátt fyrir að þetta fólk hafi borgað sína skatta og skyldur í sameiginlega sjóði landsmanna.
Nánari upplýsingar:
1. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar stéttarfélags leiðsögumanna, gsm: 8619617
2. Sigríður Guðmundsdóttir, í stjórn Leiðsagnar, gsm: 891 9917
3. Svanbjörg H. Einardsdóttir, í stjórn Leiðsagnar, gsm: 895 6388
Fylgigögn: 1. Punkar um stöðuna 2. Umsögn um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þskj. 1128 – 664 3. Bréf til fyrirtækja með leiðsögumenn í starfi 4. Launatafla leiðsögumanna
Gott viðtal við Pétur Gauta, formann Leiðsagnar, þar sem hann ræðir hina grafalvarlega stöðu sem nær allir leiðsögumenn eru nú i á þessum fordæmalausu tímum.
Af aflögufærum fyrirtækjum
Misjafnt hafast fyrirtækin að þessa dagana og misjöfn er staða þeirra. Brim ákveður að greiða út 1800 milljónir í arð á sama tíma og Nettó veitir starfsfólki sínu kaupauka. Verslunarfólk eins og fleiri er undir gríðarlegu álagi og það reynist mörgum erfitt að mæta í vinnuna þessa dagana vegna sýkingarhættu. Brim er eitt þeirra fyrirtækja sem er talið þjóðhagslega mikilvægt og starfar þess vegna á undanþágu frá samkomubanninu. Starfsfólk þar leggur sig því í meiri hættu en aðrir þar sem fólk er að umgangast fleiri í vinnunni en heilbrigðisyfirvöld telja almennt skynsamlegt. Að virða það við starfsfólk væri nærtækara en huga að arðgreiðslum á þessum tímum.
Að þrýsta á um flatar lækkanir mótframlags í lífeyrissjóð eða frystingu launahækkana fyrir allan vinnumarkaðinn er með miklum ólíkindum. Sum fyrirtæki þurfa vissulega stuðning á meðan önnur eru sannanlega aflögufær. Við þurfum nú að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti.
Á fundi sínum í dag samþykkti miðstjórn ASÍ áskorun til stjórnvalda að tryggja afkomu viðkvæmra hópa sem núverandi úrræði vegna Covid-19 grípa ekki. Þetta er fólk sem þarf að fara í sóttkví vegna undirliggjandi sjúkdóma, barnshafandi konur og fólk sem verður tekjulaust vegna samkomubannsins. ASÍ hefur áður vakið athygli stöðu þessara hópa. Nú þurfa stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við.
Farið vel með ykkur og góða helgi,
Drífa
Ráðningarréttindi leiðsögumanna
Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna - hefur fengið upplýsingar þess efnis að leiðsögumönnum með ótímabundna ráðningu hafi verið sagt upp störfum án þess að hafa verið boðið hlutastarf skv. nýsamþykktum lögum. Hvetur Leiðsögn þá til að gæta réttar síns í þessum efnum og fara þess á leit við vinnuveitanda sinn að fá ráðningu í hlutastarf með þeim réttindum sem hún veitir.
Þá hefur leiðsögumönnum sem starfað hafa samfellt árum saman hjá sama aðila skv. svokallaðri ferðaráðningu verið sagt upp störfum eða áður áætluð verkefni þeirra felld niður án þess að þeir njóti uppsagnarréttar og uppsagnarfrests. Með þessu eru þeir ekki aðeins sviptir launum en einnig útilokaðir frá því að geta notið hlutastarfsbóta skv. ný samþykktum lögum.
Leiðsögn telur að um þessi störf gildi lög nr. 19/2003 um tímabundna ráðningu starfsmanna að því er varðar þá sem uppfylla skilyrði laganna. Í 4.gr. þessara laga segir „Starfsmaður með tímabundna ráðningu skal hvorki njóta hlutfallslega lakari starfskjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfmaður með ótímabunda ráðningu að þeirri áðstæðu einni að hann er ráðinn tímabundið nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna.”
Fjöldi „ferðaráðinna” leiðsögumanna uppfyllir þau skilyrði sem lögin setja þ.e. að hafa starfað hjá sama fyrirtæki í tvö ár eða lengur samfellt með eðlilegum hléum. Þessir leiðsögumenn eiga lögum samkvæmt sama rétt á launuðum uppsagnarfresti og þeir fastráðnir eru og þar af leiðandi einnig rétt á samningi um skert starfshlutfall og hlutabætur. Vanræksla á því að ganga formlega frá ótímabundnum samning, sbr. 5. gr. laganna getur ekki orðið til þess að skerða ótvíræðan rétt starfsmannsins skv. 4. gr. þeirra.
Leiðsögn hefur beint því til launagreiðenda leiðsögumanna að þeir láti ferðaráðna leiðsögumenn njóta þess réttar sem þeim ber samkvæmt tilvitnuðum lögum og vonar að þeir verði við þeirri ósk með því að leiðsögumaður sem uppfyllir skilyrði laganna fái annað hvort a) uppsagnarfrest á launum í samræmi við það sem gildir um fastráðna starfsmenn eða b) við hann gerður ótímabundinn samningur um hlutastarf.
Að gefnu tilefni skal bent á að óheimilt er að segja manni upp störfum og semja við hann um hlutastarf í uppsagnarfrestinum. Til þess að fá bætur frá VMST vegna minnkunar starfshlutfalls verður að vera í gildi ótímabundinn ráðningarsamningur.
Hlutastarf - þýðir hlutastarf
Atvinnurekendum er óheimilt að fara fram á meira starfshlutfall af hendi launamanns en fram kemur í samkomulagi um hlutastarf.
Láttu okkur vita ef fyrirtæki brjóta gegn þessu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.;mailto:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Part-time work means part-time work
Businesses do not have the right to ask employees to work longer hours than stated in the agreement on part-time work.
If a company does not respect this, let us know by sending an email to This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Praca na niepełny etat oznacza pracę na niepełny etat
Pracodawca nie może wymagać od pracobiorcy wykonywania pracy w większym wymiarze godzin niż przewiduje porozumienie o pracy na niepełny etat.
Jeżeli jakieś przedsiębiorstwo nie stosuje się do tego przepisu, prosimy o kontakt w tej sprawie na This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Atvinnuleysisbætur
19. mar 2020
Til Leiðsögumanna sem hafa greitt stéttarfélagsgjöld til Leiðsagnar síðustu 12 - 36 mánuði. Að höfðu samráði við Vinnumálastofnun þá verður hægt að fara auðveldari leið. Launþeginn sækir einungis vottorð frá síðasta vinnuveitanda og fær síðan staðfestingu frá Leiðsögn vegna fyrri vinnuveitenda. Þ.e.a.s. Leiðsögn staðfestir út frá greiddum stéttar-félagsgjöldum.
20. mar 2020
Félagsfundi fagdeildar Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna sem boðaður hafði verið þann 24. mars nk. er því miður aflýst vegna COVID-19 og þess samkomubanns sem hér hefur verið sett á. Nýr fundur verður boðaður um leið og fært verður.
Atvinnuleysisbætur
19. mar 2020
Til Leiðsögumanna sem hafa greitt stéttarfélagsgjöld til Leiðsagnar síðustu 12 - 36 mánuði. Að höfðu samráði við Vinnumálastofnun þá verður hægt að fara auðveldari leið. Launþeginn sækir einungis vottorð frá síðasta vinnuveitanda og fær síðan staðfestingu frá Leiðsögn vegna fyrri vinnuveitenda. Þ.e.a.s. Leiðsögn staðfestir út frá greiddum stéttar-félagsgjöldum.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.