Leiðsögn
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Kt. 510772-0249
Opið /Open
08:30 -16:00, mán.- fim.
08:30 -16:00, Mon. - Thur.
08:30 -15:00, föstudögum
08:30 -15:00, friday
Sími / Tel
+354 588 8670
Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar í samvinnu við Rauða krossinn
First-aid courses organized by Leiðsögn Union and the Icelandic Red Cross
Leiðsögn býður félagsfólki á skyndihjálparnámskeið sem eru skipulögð í samvinnu við Rauða krossinn.
Fyrsta námskeiðið verður haldið á Akureyri, í húsnæði Rauða Krossins, Viðjulundi 2.
Næstu námskeið verða haldin á Stórhöfða 29 í Reykjavík, neðstu hæð (gengið inn Grafarvogsmegin).
Síðasta námskeiðið er fyrirhugað á Stórhöfða 29 í Reykjavík, með fyrirvara um dagsetningu:
Skráningarhlekkir verða sendir félagsfólki. Hámarksfjöldi 20 manns á hvert námskeið.
Leiðsögn invites members of the union to attend first-aid courses organized with the Icelandic Red Cross.
The first course will be held in Akureyri, at the Red Cross premises, Viðjulundur 2.
The next courses will be held at Stórhöfði 29 Reykjavík, bottom floor (Grafarvogur side).
The final course at Stórhöfði 29 Reykjavík is being planned, date pending confirmation:
Registration links will be sent to members. Maximum 20 participants per course.
Minnt er á að framboðsfrestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn nýrrar deildar Leiðsögufólks í VR rennur út 25. apríl 2025. tilkynning um framboð þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) fyrir miðnætti þann; 25. apríl
Í stjórn deildar þarf að kjósa til tveggja ára: 2 aðalmenn og fjóra varamenn.
Fjöldi atkvæða ræður niðurröðun aðal- og varamanna í stjórn deildarinnar.
Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti og hefst kosning 5. maí 2025 og lýkur 12. maí 2025 á miðnætti.
Félagsfólk sem vill starfa að hagsmunamálum leiðsögufólks er eindregið hvatt til að bjóða sig fram.
Kynning frambjóðenda:
Frambjóðendur geta kynnt sig á Félagavefnum (mínar síður) og vefsíðu Leiðsagnar. Eftir að öll framboð hafa borist verða þau kynnt í heild sinni á heimasíðu félagsins. Kynning þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) áður en framboðsfresti lýkur; 25. apríl. Æskilegt er að í kynningu komi fram menntun frambjóðenda, reynsla af leiðsögn og helstu áherslur. Auk þess er mælt með að mynd fylgi framboðsupplýsingum.Frekari upplýsingar:
Félagsfólki hefur verið send tilkynning um tilhögun kosninganna og hverjir hafi kjörgengi. Á sama tíma var birt frétt á vefsíðu Leiðsagnar: https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2852-adhalfundur-leidhsagnar-felags-leidhsoegumanna-2025-adhalfundur-leidhsagnar-2025-verdhur-haldinn-15-mai-nk-kl-18-00-i-sal-vr-a-9-haedh-i-husi-verslunarinnar
Umsóknarfrestur í sjúkra- og endurmenntunarsjóð Leiðsagnar var auglýstur með fjölpósti til félagsfólks sem 15. apríl um síðustu mánaðarmót.
Nú hefur verið ákveðið að framlengja frestinn til 12:00 á hádegi þann 23. apríl.
Ekki verður tekið á móti umsóknum í endurmenntunar- og sjúkrasjóð Leiðsagnar eftir það.
Sameining VR og Leiðsagnar tekur gildi næstkomandi mánaðarmót, sjá nánar um útfærslu sameiningarinnar á Félagavef Leiðsagnar undir "Kynning á samning VR og Leiðsagnar".
https://minar.touristguide.is/
Final deadline for application to Leiðsögn's funds
Application deadline for Leiðsögn's medical and education funds was announced via email to members at the turn of last month as April 15.It has now been decided to extend the deadline until April 23, 12:00 noon.
No applications will be accepted to the Leiðsögn medical and education funds after that.The merger of VR and Leiðsögn will take effect at the end of this month.
For more details on the implementation of the merger, see the Leiðsögn members web under "Kynning á samning VR og Leiðsagnar".
Fundurinn, sem er stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku. Gengið er inn í húsið á jarðhæð norðan megin – um innganginn sem er á milli snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar – og lyftan tekin upp á 9. hæð.Nánari upplýsingar sem snerta fjarfundinn verða sendar út síðar.
Leiðsögn General meeting will be held May 15th at 18:00 in Hús verslunarinnar, the venue of VR Union on the 9th floor. Entrance is on the ground floor on the north side of the house – the entrance between the beauty center and the hair saloon – then take the elevator to the 9th floor.
The General meeting will also be a zoom meeting. Further information on the zoom meeting will be sent out soon.
Dagskrá aðalfundar Leiðsagnar/ Program:
1• Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
2• Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.*(sjá hér að neðan)
3• Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
4• Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
5• Tillögur um lagabreytingar, ef fyrir liggja.
6• Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
7• Kosning til trúnaðarráðs.
8• Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
9• Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
10• Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
11• Önnur mál.
Í ljósi þess að félagsfólk Leiðsagnar – félags leiðsögumanna samþykkti í allsherjaratkvæðagreiðslu að sameinast VR þá falla niður liðir 5–11 af dagskrá aðalfundar eins og þeir eru skráðir í listanum hér að ofan.
Þegar komið er að 5. dagskrárlið verður aðalfundi Leiðsagnar slitið. Boðað verður til aðalfundar nýrrar deildar Leiðsögufólks í VR í október næstkomandi, samkvæmt 6. gr. starfsreglna deildar Leiðsögufólks í VR.
Framboð til trúnaðarstarfa:
Rétt til framboðs til trúnaðarstarfa og til setu á aðalfundinum, með réttindi skv. 9. gr. laga, hafa þeir sem einum mánuði fyrir aðalfund höfðu greitt félagsgjald skv. 1. eða 3. málslið 6. gr. af launum sem svara til lægsta taxta félagsins fyrir tveggja mánaða dagvinnu á síðustu fjórum mánuðum, eða fjögurra mánaða dagvinnu á síðustu 12 mánuðum og/eða höfðu einum mánuði fyrir aðalfund greitt aðildargjald skv. 2. málslið 6. gr. fyrir yfirstandandi ár eða það næstliðna.
RAFRÆN KOSNING Í STJÓRN DEILDAR LEIÐSÖGUFÓLKS Í VR*
Í framhaldi af því að Leiðsögn samþykkti í allsherjaratkvæðagreiðslu að sameinast VR verður stofnuð deild Leiðsögufólks í VR. Samkvæmt starfsreglum deildarinnar verða stjórnarmenn hennar 7 að tölu. Fyrsta stjórndeildarinnar verður skipuð á eftirfarandi hátt:
Í stjórn deildar þarf að kjósa tvo aðalmenn og fjóra varamenn til tveggja ára.
Fjöldi atkvæða ræður niðurröðun aðal- og varamanna í stjórn deildarinnar.
Skilafrestur á framboðum rennur út 25. apríl 2025.
Stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti og hefst kosning 5. maí 2025 og lýkur 12. maí 2025 á miðnætti.
Framkvæmd:
Rafræn kosning fer fram á vefsíðu Leiðsagnar – touristguide.is – þar sem félagsfólk skráir sig inn á Félagavefinn með rafrænum skilríkjum. Þar verður tengill í kosningarnar.
Kynning frambjóðenda:
Frambjóðendur geta kynnt sig á Félagavefnum (mínar síður) og vefsíðu Leiðsagnar. Eftir að öll framboð hafa borist verða þau kynnt í heild sinni á heimasíðu félagsins. Kynning þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) áður en framboðsfresti lýkur; 25. apríl. Æskilegt er að í kynningu komi fram menntun frambjóðenda, reynsla af leiðsögn og helstu áherslur. Auk þess er mælt með að mynd fylgi framboðsupplýsingum.
Úr starfsreglum deildar Leiðsögufólks í VR:
6. gr. Aðalfundur og félagsfundir
Boðun aðalfundar:
Aðalfundur skal haldinn fyrir lok október ár hvert. Aðalfundur, ásamt dagskrá, skal boðaður með minnst 14 daga fyrirvara með auglýsingum í vefmiðlum VR og fréttamiðlum eða á annan sannanlegan hátt sem nær til félagsfólks. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál tekin fyrir:
Undirbúningsvinna vegna boðaðs aðalfundar Leiðsagnar, sem haldinn verður þann 15. maí 2025 kl. 18:00, hefur farið fram í samráði við lögfræðinga ASÍ.
Fyrirlesturinn er fjarfundur. Fyrirlesari er Halldór Björnsson loftlagsfræðingur, en hann er fagstjóri veðurs og loftlags á Veðurstofunni. Mjög mikilvægt að skrá sig.
Hér er slóð á skráningarformið https://forms.office.com/e/UwLxFACgp0?origin=lprLink
Skráning er til kl. 13:00 þann 7. apríl 2025 og fá þátttakendur sendar glærur og slóð á fyrirlesturinn þegar skráningu er lokið.
Upptaka af fyrirlestrinum verður send til félagsmanna, þeirra sem skrá sig á hann og er upptakan aðgengileg í viku, eftir að hún hefur verið send til félagsmanna.
Vinsamlegast leggið 2.000 ISK inn á reikning Leiðsöguskóla Íslands til staðfestingar á þátttöku; kt.: 6808911419; bankaupplýsingar: 0537-26-012544
Ef fyrirtæki greiðir fyrir þátttakanda vinsamlega setjið nafn í skýringu á greiðslunni.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kær kveðja,
Fræðslunefnd Leiðsagnar
Aðalfundur VR, sem haldinn var að kvöldi miðvikudagsins 26. mars 2025, samþykkti tillögu stjórnar félagsins um sameiningu við Leiðsögn – félag leiðsögumanna. Leiðsögn hefur einnig samþykkt sameininguna fyrir sitt leyti og er stefnt að því að félögin sameinist frá og með 30. apríl næstkomandi.
Í rafrænni atkvæðagreiðslu á fundinum sögðu 61,6% fundargesta já eða 85 en 33,3% eða 46 sögðu nei. Alls tóku 7 ekki afstöðu til tillögunnar eða 5,1%. Einfaldan meirihluta þurfti fyrir samþykki.
Sameiningin á sér nokkur aðdraganda og hafa viðræður staðið yfir í nokkurn tíma. Um mitt ár 2024 var svo skrifað undir samning um sameiningu. Nú liggur fyrir samþykki aðalfundar VR og félagsfólk Leiðsagnar samþykkti sameiningu í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrr í mánuðinum með 94,5% greiddra atkvæða.
VR tók yfir rekstur Leiðsagnar á síðasta ári og hefur síðan séð um kjaratengda þjónustu við leiðsögufólk. Stofnuð verður deild leiðsögufólks hjá VR.
sjá nánar
https://www.vr.is/um-vr/frettir/almennar-frettir/adalfundur-samthykkir-sameiningu-vid-leidsogn/
Allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Leiðsagnar um sameiningu félagsins við VR lauk í dag 24. mars 2025 kl. 15:15. Kjörstjórn hefur tilkynnt eftirfarandi niðurstöður.
- Á kjörskrá: 1046
- Greidd atkvæði (kjörsókn): 238 (22,75%)
- Já: 225 (94,54%)
- Nei: 11 (4,62%)
- Tóku ekki afstöðu: 2 (0,84%)
Tillaga um sameiningu við VR telst því samþykkt af hálfu Leiðsagnar. Sameining er háð samþykki beggja félaga og er tillaga þess efnis á dagskrá aðalfundar VR sem verður haldinn 26. mars 2025.
Félagsfólk er hvatt til að nýta sér atkvæðisrétt sinn og kjósa í allsherjaratkvæðagreiðslunni um sameiningu Leiðsagnar við VR. Atkvæðagreiðslunni lýkur 24. mars kl. 15:15.
Mikilvægt er að félagsfólk taki upplýsta ákvörðun um þessi mikilvægu tímamót í félaginu og á vefsíðu Leiðsagnar eru ítarlegar upplýsingar um það sem sameining felur í sér.
https://www.touristguide.is/
Kjörstjórn Leiðsagnar auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um sameiningu félagsins við VR. hlekkur á samning og fylgiskjöl https://minar.touristguide.is/kynning-a-samning-vr-og-leidhsagnar
Á kjörskrá eru allir fullgildir félagsmenn Leiðsagnar. Félagsmenn sem ekki eru á kjörskrá en telur sig hafa atkvæðisrétt getur sent erindi þess efnis ásamt launaseðlum og/eða öðrum viðeigandi gögnum til formanns kjörstjórnar Leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)
Atkvæðagreiðslan er eingöngu á rafrænu formi og hefst þann 17. mars kl. 15:00 og lýkur 24. mars kl. 15:15.
Til að taka þátt í kosningu verður að skrá sig inn á félagavef Leiðsagnar og smella síðan á Rafrænar kosningar.
Leiðsögn election committee hereby announces a general secret electronic vote on the merger of leiðsögn with VR. link to agreement and accompanying documents https://minar.touristguide.is/kynning-a-samning-vr-og-leidhsagnar
All full members of leiðsögn are on the electoral register. Members who are not on the electoral register but believe they have the right to vote can send a letter to that effect, along with payslips and/or other relevant documents, to the chairman of Leidsagan's electoral committee (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Voting is exclusively electronic and begins on March 17th at 3:00 PM and ends on March 24th at 3:15 PM.
To participate in an election, you must log in to leiðsögn membership website and then click on Electronic Elections.
f.h. kjörstjórnar Leiðsagnar
Halldór Oddsson
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA
um að Leiðsögn - félag leiðsögumanna sameinist VR
Á félagsfundi Leiðsagnar 11. mars 2025 samþykktu fundarmenn með miklum meirihluta að fram færi bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla um sameiningu Leiðsagnar við VR.
Allsherjaratkvæðagreiðslan verður rafræn og fer fram dagana 17. til 24. mars 2025. Kosningarétt hefur allt félagsfólk sem greitt hefur a.m.k. lágmarksfélagsgjald, skv. lögum Leiðsagnar, og/eða aðildargjaldið fyrir árið 2024-25. Eindagi greiðslu aðildargjaldsins er 15. mars 2025. Öllu félagsfólki sem hefur kosningarétt verða sendar upplýsingar um hvernig rafræna allsherjaratkvæðagreiðslan um sameininguna fer fram. Þar greiðir félagsfólk atkvæði sitt um hvort það samþykki sameininguna eða ekki. Brýnt er að allt félagsfólk sem hefur kosningarétt taki þátt en niðurstaða allsherjaratkvæðagreiðslunnar er bindandi.
Stutt forsaga
Eins og formaður Leiðsagnar fór yfir á félagsfundinum 11. mars liggur fyrir samningur milli Leiðsagnar og VR um hvað sameining félaganna felur í sér, samþykki bæði félögin sameininguna. Meðal þess sem þar kemur fram er að Leiðsögn verður sérstök deild innan VR og um starfsemi hennar gilda reglur.
Um leið og vinna fór fram um hvernig Leiðsögn gæti verið hluti af VR var unnið að því að allt leiðsögufólk fyndi að það ætti þarna heima líka. Liður þar í var að bjóða félagi ökuleiðsögumanna og félagi fjallaleiðsögumanna að taka þátt í vinnunni við að móta leið fyrir leiðsögufólk að starfa sem deild innan VR. Fulltrúar allra þessara félaga unnu með fulltrúum VR drög að reglum fyrir starfsemi deildarinnar og voru þær kynntar félagsfólki Leiðsagnar á félagsfundi þann 27. febrúar sl.
Á þeim fundi fékk félagsfólk tækifæri til að koma með ábendingar um hvað skoða þyrfti betur eða hvar breyta þyrfti áherslum. Einnig gafst félagsfólki tækifæri til að kynna sér fyrirliggjandi samning Leiðsagnar og VR og drögin að reglum deildarinnar á innri vef Leiðsagnar og gafst ákveðinn tíma til að koma með frekari ábendingar um hvoru tveggja.
Á sama tíma skoðaði stjórn VR málið frá sinni hlið og kom með sína ákvörðun hvað það snerti, en félagsfólk VR þarf að samþykkja sameininguna á aðalfundi sínum 2025. Í kjölfar alls þessa var unnin lokaútgáfa samnings milli Leiðsagnar og VR og lokaútgáfa að reglum fyrir starfsemi deildar leiðsögufólks innan VR. Þessi gögn voru kynnt á félagsfundinum 11. mars og þau eru fyrirliggjandi á innri vef Leiðsagnar.
Boðað er til Félagsfundur um bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu þriðjudaginn 11 mars kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku. Gengið er inn á jarðhæð norðan megin, innganginn sem er á milli snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.
Dagskrá fundar er eftirfarandi.
1. Kynning á endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR. Sjá fylgiskjöl með pósti.
2 Lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla dagana 17 -24 mars 2025 á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.
3. Önnur Mál
Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði við lögfræðinga sambandsins.
KOSNINGARÉTTUR
Þeir sem vilja taka þátt í þessari kosningu um allsherjaratkvæðagreiðslu þurfa að
hafa greitt lögbundin félagsgjöld eigi síðar en föstudaginn 7. mars.
- Atkvæðisréttur fæst hafi iðgjöld sem greidd hafa verið af launum viðkomandi náð
lágmarksiðgjaldi fyrir sl. 12 mánuði.
- Atkvæðisréttur fæst einnig með því að greiða aðildargjaldið, kr. 10.000, og það þarf
að vera búið að greiða eigi síðar en 7. mars. Þeir sem náð hafa 67 ára aldri greiða
hálft gjald, eða 5000 kr.
- Aðildargjaldið er valkvætt fyrir þá sem greiða iðgjald af launum, sbr. það sem segir
hér á undan.
Greiðsluseðlar vegna aðildargjaldsins hafa verið sendir í heimabanka félagsfólks en
hafi einhver misbrestur orðið þar á má millifæra greiðsluna.
Bankareikningur: 0515 - 26 – 020249
Kt.: 510772-0249
Náist ekki að greiða aðildargjaldið fyrir 7. mars er hægt að greiða gjaldið í banka fram
að félagsfundinum 11. mars, vilji viðkomandi taka þátt í kosningunni, og þá þarf að
sýna greiðslustaðfestingu á fundinum.
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLAN
Eindagi félagsgjalda er 15. mars og þeir sem ekki hafa greitt á eindaga eru ekki
kjörgengir í allsherjaratkvæðagreiðsluna, ef af verður.
Allt félagsfólk er hvatt til að nýta sér atkvæðarétt sinn í þessu mikilvæga máli.
Reykjavík, 8 mars 2025
Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar
+
Félagsfundur sem boðaður var 4. mars færist til 11 mars.
Fundurinn verður haldinn á sama stað og tíma, þ.e. í fundarsal í VR húsinu kl. 19:30
og er hann jafnt stað- og fjarfundur. Tengill í fjarfundinn sendur síðar.
Gengið er inn á jarðhæð norðanmeginn, innganginn sem er á milli
snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.
Þann 25. febrúar s.l. var boðað til félagsfundar sem halda átti þann 4. mars en vegna
formsatriða þurfti að breyta dagsetningu.
Á fundinunum verður kynnt endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og
Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR.
Síðan verður lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla
á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.
Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði
við lögfræðinga sambandsins. Endaleg fundardagskrá og fylgiskjöl munu berast þeim
sem eru á kjörskrá eigi síðar en þremur fullum sólarhringum fyrir fundinn.
Reykjavík 03 mars 2025
Halldór Kobleins
formaður stjórnar leiðsagnar
FÉLAGSFUNDUR 4. MARS KL. 19:30
verður haldinn í fundarsal í VR húsinu sem stað- og fjarfundur.
Af óviðráðanlegum ástæðum er fundinum sem halda átti í lok febrúar
frestað til 4. mars.
Fundardagskrá og nánari upplýsingar verða send síðar.
Afar mikilvægt er að allir félagsmenn mæti.
Þessi vefsíða notar vafrakökur, með því að heimsækja vefsíðu okkar samþykkir þú notkun á vafrakökum. Sjá nánar.