02
Maí

Auglýsing um allsherjaratkvæðagreiðslu hjá Leiðsögn: Kosning um sæti í stjórn deildar Leiðsögumanna í VR

Boðað er til rafrænnar allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal félagsfólks Leiðsagnar vegna skipan í stjórn deildar Leiðsögumanna hjá VR í samræmi við samkomulag félaganna um sameiningu.

Kosið er um tvö sæti aðalmanna í stjórn deildarinnar og fjögur sæti varamanna.

Eftirfarandi Leiðsögumenn hafa gefið kost á sér:

  • Sólveig Dagmar Þórisdóttir
  • Bryndís Kristjánsdóttir
  • Pétur Gauti Valgeirsson
  • Daði Hrólfsson
  • Bára Kristín Pétursdóttir
  • Örvar Már Kristinsson
  • Björn Júlíus Grímsson
  • Þór Bínó Friðriksson

 

Atkvæðagreiðslan er alfarið rafræn og hefst þann 5. maí nk. kl. 15:00 og henni lýkur 12. maí nk. kl. 15:15.

Á kjörskrá eru allir fullgildir félagsmenn Leiðsagnar. Félagsmenn sem ekki eru á kjörskrá en telja sig hafa atkvæðisrétt geta sent erindi þess efnis ásamt launaseðlum og/eða öðrum viðeigandi gögnum til kjörstjórnar Leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

Hlekkur á atkvæðagreiðsluna verður sýnilegur og aðgengilegur við upphaf atkvæðagreiðslunnar.

f.h. kjörstjórnar Leiðsagnar
Halldór Oddsson formaður

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image