17
Mars

Kjörstjórn Leiðsagnar auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um sameiningu félagsins við VR

Kjörstjórn Leiðsagnar auglýsir hér með almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um sameiningu félagsins við VR. hlekkur á samning og fylgiskjöl https://minar.touristguide.is/kynning-a-samning-vr-og-leidhsagnar

 

Á kjörskrá eru allir fullgildir félagsmenn Leiðsagnar. Félagsmenn sem ekki eru á kjörskrá en telur sig hafa atkvæðisrétt getur sent erindi þess efnis ásamt launaseðlum og/eða öðrum viðeigandi gögnum til formanns kjörstjórnar Leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Atkvæðagreiðslan er eingöngu á rafrænu formi og hefst þann 17. mars kl. 15:00 og lýkur 24. mars kl. 15:15. 

Til að taka þátt í kosningu verður að skrá sig inn á félagavef Leiðsagnar og smella síðan á Rafrænar kosningar.

 

Leiðsögn  election committee hereby announces a general secret electronic vote on the merger of leiðsögn with VR. link to agreement and accompanying documents https://minar.touristguide.is/kynning-a-samning-vr-og-leidhsagnar

 

All full members of leiðsögn  are on the electoral register. Members who are not on the electoral register but believe they have the right to vote can send a letter to that effect, along with payslips and/or other relevant documents, to the chairman of Leidsagan's electoral committee (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

 

Voting is exclusively electronic and begins on March 17th at 3:00 PM and ends on March 24th at 3:15 PM.

To participate in an election, you must log in to leiðsögn membership website and then click on Electronic Elections.

 

 

f.h. kjörstjórnar Leiðsagnar

Halldór Oddsson

 

12
Mars

Allsherjaratkvæðagreiðslan um að Leiðsögn - félag leiðsögumanna sameinist VR verður rafræn og fer fram dagana 17. til 24. mars 2025.

ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA
um að Leiðsögn - félag leiðsögumanna sameinist VR

 

Á félagsfundi Leiðsagnar 11. mars 2025 samþykktu fundarmenn með miklum meirihluta að fram færi bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla um sameiningu Leiðsagnar við VR.

 

Allsherjaratkvæðagreiðslan verður rafræn og fer fram dagana 17. til 24. mars 2025. Kosningarétt hefur allt félagsfólk sem greitt hefur a.m.k. lágmarksfélagsgjald, skv. lögum Leiðsagnar, og/eða aðildargjaldið fyrir árið 2024-25. Eindagi greiðslu aðildargjaldsins er 15. mars 2025.  Öllu félagsfólki sem hefur kosningarétt verða sendar upplýsingar um hvernig rafræna allsherjaratkvæðagreiðslan um sameininguna fer fram. Þar greiðir félagsfólk atkvæði sitt um hvort það samþykki sameininguna eða ekki. Brýnt er að allt félagsfólk sem hefur kosningarétt taki þátt en niðurstaða allsherjaratkvæðagreiðslunnar er bindandi. 


Stutt forsaga

Eins og formaður Leiðsagnar fór yfir á félagsfundinum 11. mars liggur fyrir samningur milli Leiðsagnar og VR um hvað sameining félaganna felur í sér, samþykki bæði félögin sameininguna. Meðal þess sem þar kemur fram er að Leiðsögn verður sérstök deild innan VR og um starfsemi hennar gilda reglur. 

Um leið og vinna fór fram um hvernig Leiðsögn gæti verið hluti af VR var unnið að því að allt leiðsögufólk fyndi að það ætti þarna heima líka. Liður þar í var að bjóða félagi ökuleiðsögumanna og félagi fjallaleiðsögumanna að taka þátt í vinnunni við að móta leið fyrir leiðsögufólk að starfa sem deild innan VR. Fulltrúar allra þessara félaga unnu með fulltrúum VR drög að reglum fyrir starfsemi deildarinnar og voru þær kynntar félagsfólki Leiðsagnar á félagsfundi þann 27. febrúar sl. 

Á þeim fundi fékk félagsfólk tækifæri til að koma með ábendingar um hvað skoða þyrfti betur eða hvar breyta þyrfti áherslum. Einnig gafst félagsfólki tækifæri til að kynna sér fyrirliggjandi samning Leiðsagnar og VR og drögin að reglum deildarinnar á innri vef Leiðsagnar og gafst ákveðinn tíma til að koma með frekari ábendingar um hvoru tveggja.

Á sama tíma skoðaði stjórn VR málið frá sinni hlið og kom með sína ákvörðun hvað það snerti, en félagsfólk VR þarf að samþykkja sameininguna á aðalfundi sínum 2025. Í kjölfar alls þessa var unnin lokaútgáfa samnings milli Leiðsagnar og VR og lokaútgáfa að reglum fyrir starfsemi deildar leiðsögufólks innan VR. Þessi gögn voru kynnt á félagsfundinum 11. mars og þau eru fyrirliggjandi á innri vef Leiðsagnar. 

 

 

08
Mars

Boðað er til Félgsfundar um bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu um að Leiðsögn verði hluti af VR. þriðjudaginn 11 mars kl 19:30 í sal VR á 9 hæð Kringlunni 7

Boðað er til Félagsfundur um bindandi allsherjaratkvæðagreiðslu þriðjudaginn 11 mars kl. 19:30 í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn, sem er jafnt stað- og fjarfundur, fer fram á íslensku en er jafnframt túlkaður á ensku. Gengið er inn á jarðhæð norðan megin, innganginn sem er á milli snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.

Dagskrá fundar er eftirfarandi.

1. Kynning á  endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR. Sjá fylgiskjöl með pósti.

2 Lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla dagana 17 -24 mars 2025 á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.  

3. Önnur Mál 

Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði við lögfræðinga sambandsins. 

KOSNINGARÉTTUR

Þeir sem vilja taka þátt í þessari kosningu um allsherjaratkvæðagreiðslu þurfa að
hafa greitt lögbundin félagsgjöld eigi síðar en föstudaginn 7. mars.

- Atkvæðisréttur fæst hafi iðgjöld sem greidd hafa verið af launum viðkomandi náð
lágmarksiðgjaldi fyrir sl. 12 mánuði.

- Atkvæðisréttur fæst einnig með því að greiða aðildargjaldið, kr. 10.000, og það þarf

að vera búið að greiða eigi síðar en 7. mars. Þeir sem náð hafa 67 ára aldri greiða
hálft gjald, eða 5000 kr.

- Aðildargjaldið er valkvætt fyrir þá sem greiða iðgjald af launum, sbr. það sem segir
hér á undan.

Greiðsluseðlar vegna aðildargjaldsins hafa verið sendir í heimabanka félagsfólks en
hafi einhver misbrestur orðið þar á má millifæra greiðsluna.

Bankareikningur: 0515 - 26 – 020249
Kt.: 510772-0249

Náist ekki að greiða aðildargjaldið fyrir 7. mars er hægt að greiða gjaldið í banka fram
að félagsfundinum 11. mars, vilji viðkomandi taka þátt í kosningunni, og þá þarf að
sýna greiðslustaðfestingu á fundinum.

ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLAN
Eindagi félagsgjalda er 15. mars og þeir sem ekki hafa greitt á eindaga eru ekki
kjörgengir í allsherjaratkvæðagreiðsluna, ef af verður.
Allt félagsfólk er hvatt til að nýta sér atkvæðarétt sinn í þessu mikilvæga máli.

 

Reykjavík, 8 mars 2025

Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar

 

 

+

 

 

 

03
Mars

Félagsfundur sem boðaður var 4. mars færist til 11 mars 2025 vegna formsatriða

Félagsfundur sem boðaður var 4. mars færist til 11 mars.

 

Fundurinn verður haldinn á sama stað og tíma, þ.e. í fundarsal í VR húsinu kl. 19:30

og er hann jafnt stað- og fjarfundur. Tengill í fjarfundinn sendur síðar.

Gengið er inn á jarðhæð norðanmeginn, innganginn sem er á milli

snyrtimiðstöðvarinnar og hárgreiðslustofunnar og lyftan tekinn upp á 9. hæð.

Þann 25. febrúar s.l. var boðað til félagsfundar sem halda átti þann 4. mars en vegna

formsatriða þurfti að breyta dagsetningu.

Á fundinunum verður kynnt endanlega útgáfan af samningum um sameiningu VR og

Leiðsagnar, ásamt reglum um nýja deild leiðsögufölks í VR.

Síðan verður lögð fram tillaga um að haldin verði bindandi allsherjaratkvæðagreiðsla

á meðal félagsfólks Leiðsagnar um að Leiðsögn verði hluti af VR.

Undirbúningur vegna fundarins hefur er gerður í samræmi við lög ASÍ og í samráði

við lögfræðinga sambandsins. Endaleg fundardagskrá og fylgiskjöl munu berast þeim

sem eru á kjörskrá eigi síðar en þremur fullum sólarhringum fyrir fundinn.

Reykjavík 03 mars 2025

Halldór Kobleins

formaður stjórnar leiðsagnar 

 

25
Feb

FÉLAGSFUNDUR 4. MARS KL. 19:30 verður haldinn í fundarsal í VR húsinu sem stað- og fjarfundur.

FÉLAGSFUNDUR 4. MARS KL. 19:30
verður haldinn í fundarsal í VR húsinu sem stað- og fjarfundur.

Af óviðráðanlegum ástæðum er fundinum sem halda átti í lok febrúar 
frestað til 4. mars.
Fundardagskrá og nánari upplýsingar verða send síðar.

Afar mikilvægt er að allir félagsmenn mæti.

14
Feb

ÁBENDINGAR VEGNA STARFSREGLNA DEILDAR OG SAMNINGS VIÐ VR

Í kjölfar félagsfundar 12. febrúar gefst frekara tækifæri í nokkra daga 
til að koma með ábendingar um starfsreglur Deildar Leiðsagnar í VR og 
samning við VR. Lokafrestur til að koma með ábendingar er 19. febrúar.
Sendið ábendingar, með rökstuðningi ef þarf, í tölvupósti til 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Starfsreglur deildarinnar, með frekari skýringum og framkomnum 
ábendingum, eru á innri vef Leiðsagnar: "Mínar síður".
Þar er einnig samningurinn milli Leiðsagnar og VR.

Í samvinnu við VR verður unnið með framkomnar ábendingar og þær sem 
berast í tölvupósti fram að næsta félagsfundi sem haldinn verður í lok 
febrúar.

 
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image