10
Júlí

Kynning á kjarasamningi

Nýr kjarasamningur milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins var kynntur á félagsfundi Leiðsagnar í gær, 9. júlí 2024.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst í gær og stendur til 16. júlí 2024.

Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði á félagavef Leiðsagnar.

Smelltu hér til að skoða kynninguna á PDF.

Smelltu hér til að skoða samninginn.Smelltu hér til að skoða samninginn.

Smelltu hér til að skoða launatöflur fyrir leiðsögumenn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.

Smelltu hér til að skoða launatöflur fyrir ökuleiðsögumenn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur.

 

Presentation of the collective agreement

 A new collective agreement between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Employers was presented at Leiðsögn members' meeting yesterday, July 9, 2024. Voting on the agreement began yesterday and will continue until July 16, 2024.

We encourage all members to familiarize themselves with the agreement and cast their votes on My Pages on Leiðsögn's website. 

Click here to see the presentation from the union meeting on July 9, 2024. (Icelandic only)

Click here to view the agreement. (Icelandic only)

Click here to view the pay tables for tour guides. (Icelandic only)

Click here to view the pay tables for driver guides. (Icelandic only)

09
Júlí

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Leiðsagnar og SA/SAF 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Leiðsagnar og SA/SAF 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) hefst kl. 21:00 í kvöld, þriðjudaginn 9. júlí 2024 og stendur til kl. 18:00 16. júlí 2024. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram á Mínum síðum á vef Leiðsagnar.

Smelltu hér til að skoða undirritaðan kjarasamning.

Smelltu hér til að skoða yfirlýsingu um vinnulag.

Voting on the Collective Agreement between Leiðsögn and SA/SAF 

Voting on the collective agreement between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Enterprise (SA) and the Icelandic Travel Industry Association (SAF) begins at 21:00 tonight, Tuesday, July 9, 2024, and continues until 18:00 on July 16, 2024. The voting is electronic and takes place on the "My Pages" section of Leiðsögn's website.

Click here to view the agreement.  (Icelandic only)

Click here to view the statement of work procedures.  (Icelandic only)

08
Júlí

Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynntur

Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynntur 

Skrifað hefur verið undir kjarasamning milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samningurinn verður kynntur á félagsfundi Leiðsagnar á morgun, þriðjudaginn 9. júlí 2024 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

 Sjá undirritaðan kjarasamning

 Sjá yfirlýsingu um vinnulag

 

Collective Agreement between Leiðsögn and SA/SAF Presented 

A collective agreement has been signed between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Enterprise (SA) and The Icelandic Travel Industry Association (SAF). The agreement will be presented at Leiðsögn's union meeting tomorrow, Tuesday, July 9, 2024, at 20:00. The meeting will be held in the VR hall on the 9th floor of the Commerce House, Kringlan 7.

 View the Signed Collective Agreement (Icelandic only)

 View the Statement on Work Procedures (Icelandic only)

04
Júlí

VR hefur tekið yfir þjónustu félagsfólks

VR hefur tekið yfir þjónustu við félagsfólk Leiðsagnar – félags leiðsögumanna á grundvelli samstarfssamnings félaganna. Skrifstofa  Leiðsagnar er nú í höfuðstöðvum VR í Kringlunni 7 í Reykjavík en félagsfólk Leiðsagnar getur komið á skrifstofur VR til að sækja þjónustu, sjá nánar hér um staðsetningu og opnunartíma skrifstofanna.
Netfang Leiðsagnar og símanúmer verða áfram óbreytt, netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og símanúmerið 588 8670. Fyrirspurnir og önnur erindi skal sem fyrr senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Umsóknir eru áfram hér á vefnum.

Samstarf Leiðsagnar og VR byggir á samningi sem undirritaður var í byrjun júní og miðar að sameiningu félaganna, að fengnu samþykki aðalfunda beggja félaga vorið 2025.

07
Júní

Yfirlýsing

Kæru leiðsögumenn,

Á aðalfundi Leiðsagnar þann 4. apríl 2024 var tillaga samþykkt sem veitti stjórn félagsins heimild til þess að leitast eftir mögulegu samstarfi eða samruna við önnur stéttarfélög. Sú vinna fór strax í gang og hefur þegar borið árangur. Stjórnin leitaði til nokkurra félaga en komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Leiðsagnar væri best borgið sem deild innan VR stéttarfélags.

Stjórn VR brást vel við beiðni Leiðsagnar. Félögin skipuðu bæði samninganefndir sem höfðu það markmið að ræða útfærslur á mögulegri sameiningu en fyrsti fundur þeirra var um miðjan maí 2024. Viðræður fóru vel fram en samninganefndir beggja félaga gengu skipulega í verkið. Afrakstur viðræðnanna var samstarfssamningur sem bæði félögin undirrituðu og felur í sér áætlun um samruna Leiðsagnar við VR, þar sem Leiðsögn yrði deild innan síðarnefnda félagsins.

Fyrirhugaður samruni við VR getur hins vegar aðeins átt sér stað með samþykki félagsfólks Leiðsagnar. Næsti aðalfundur félagsins verður haldinn í apríl 2025 og þar þarf að samþykkja samninginn með 2/3 atkvæða svo hann öðlist lagalegt gildi.

Við sameiningu, ef af verður, mun Leiðsögn verða sjálfstæð deild innan VR stéttarfélags með vald til þess að taka ákvarðanir um hagsmuni félagsfólks. Fram að sameiningu mun VR annast rekstur skrifstofu Leiðsagnar í samræmi við samstarfssamning félaganna. Þjónusta Leiðsagnar verður með óbreyttu sniði en félagið verður áfram með starfstöð í húsnæði sínu á Stórhöfða fram að aðalfundi næsta árs.

Samstarfssamningur félaganna kveður einnig á um að VR muni koma beint að kjaraviðræðum Leiðsagnar við SA/SAF. Þær viðræður hafa sem gott sem strandað, því við stöndum fast á okkar kröfum, meðal annars um heildarendurskoðun á núverandi kjarasamningi. Það er trú beggja aðila að samvinna félaganna um kjarasamning Leiðsagnar muni skila árangri og að fljótlega verður boðað til kynningarfundar um nýjan samning.

Nánara samtal við félagsfólk um þennan samning mun eiga sér stað í haust, eftir vertíð leiðsögumanna. Þá verða haldnir félagsfundir til þess að fara betur yfir það sem hefur átt sér stað og kynna mögulegan samruna – hvaða þýðingu hann hefði og hvaða breytingar myndu fylgja. Það eru að sjálfsögðu félagar Leiðsagnar sem ákvarða hvaða vegferð verður endanlega farin.

Meðal þeirra hugmynda sem fram hafa komið er að Fagfélag leiðsögumanna verði endurreist sem hagsmunafélag með fullt sjálfstæði og að stjórn þess eigi fulltrúa í stjórn nýs deildarfélags leiðsagnar í VR, ásamt fulltrúum Félags ökuleiðsögumanna og Félags fjallaleiðsögumanna. en þetta er umræða sem við munum taka veturinn í að móta.

Með öðrum orðum, þá hefur samstarfssamningur verið undirritaður á milli Leiðsagnar og VR. Undirbúningur þessa samstarfs hefur átt sér stað undanfarnar vikur en það er auðvitað félagsfólk Leiðsagnar sem á lokaorðið í þessu máli.

Fyrir félaga Leiðsagnar og alla þá sem vinna við leiðsögn, þá yrði það gríðarlega mikilvægt að fá VR, þetta sterka stéttarfélag, sem okkar bakland. Þannig fengum við öflugan málsvara sem gæti talað fyrir okkar hönd og tekið á þeim brotalömum sem eru í vinnuumhverfi leiðsögumanna.

 

Dear guides,

During the general meeting of Leiðsögn on April 4th, 2024 , a proposal was approved which allows the board to explore a potential partnership with other unions . Following immediate action, the board looked into various unions and came to the conclusion that our interests are in the best hands as a special department within VR.

After a warm and positive response from the board of VR, both unions have appointed negotiation committees. The agenda was to discuss possible pathways forward in implementing a possible merge of Leiðsögn and VR . During the first meeting in mid-May, 2024, committees were focused on the job at hand, and the result was a signed partnership agreement to merge beginning in 2025, which two-thirds of Leiðsögn has voted in favor of.

If this merger moves forward, Leiðsögn would be a special and independent department of VR with the authority to decide over the interests of its members . With this signed agreement,VR will take over the office of Leiðsögn and all its services. We will keep our meeting room at Fagfélagahúsi and the board of Leiðsögn will have an office space there as well. The service for members of Leiðsögn will remain unchanged.

The partnership agreement specifies that VR will join our collective committee against SA/SAF. Those negotiations are currently at a standstill and very little communication has been excanged due to our firmness on demands . One of our conditions is that our kjarasamningur will be re-examined and re-negotiated as a whole. It is our belief that by having VR with us, we will obtain a new deal that will be acceptable .

A dialouge between members of Leiðsögn will take place later this year after the always-anticipated heavy summer work load, along with meetings including presentations of this agreement and what it would entail.

If a merger moves forward , Fagfélag leiðsögumanna will be restored as a interest association and the same would be for Félag ökuleiðsögumanna and Fjallaleiðsögumanna .These three associations would be independent and would have the right to appoint a member in board of Leiðsögn department in VR

For members of Leiðsögn and anyone who works in the guiding industry, it is an extremely strong move to have VR as an advocate and representative on our behalf to handle breaches of contracts, payment disputes and our overall well being in the Icelandic tourism world.

The board of Leiðsögn is very proud of this cooperation with VR, and with it, we see a bright future ahead.

 

Yfirlýsing frá stjórn Leiðsagnar

24
Maí

Bláa lónið býður leiðsögumönnum í morgunverðarspjall

Bláa Lónið býður til morgunverðarfunda fyrir leiðsögumenn vegna jarðhræringa í nágrenni Bláa Lónsins síðustu vikur og mánuði. Farið verður yfir stöðuna og hvernig hún er metin daglega, hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar og viðbragðsáætlanir ef til rýmingar kemur.

Fundirnir verða tveir, annars vegar þriðjudaginn 28. maí kl. 9 og hins vegar fimmtudaginn 30. maí kl. 9, á skrifstofum Bláa Lónsins í Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabæ (rými: Esja, 3. hæð).

Með þessu vill Bláa lónið ná til flestra sem eru að koma reglulega með gesti á upplifunarsvæði Bláa Lónsins.

Fundurnir fara fram á íslensku.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image