Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

18
Mars

Kynningar frambjóðenda til formanns og stjórnar

Eftirfarandi frambjóðendur til formanns og stjórnar Leiðsagnar 2024 vilja kynna sig.

Lista yfir alla frambjóðendur má finna í frétt sem var áður birt hér á heimasíðunni.


Halldór Kolbeins

Halldór Kolbeins

Eftir hvatningu frá félögum í Leiðsögn hef ég ákveðið að bjóða mig fram til formanns félagsins, sem kjörinn verður fyrir komandi aðalfund í apríl.

Nú er liðið tæpt eitt og hálft ár frá því að ég fór að hafa afskipti af Leiðsögn, fyrst sem fulltrúi í samninganefnd og síðan í stjórn félagsins. Í þeim störfum hef ég gert mér far um að hlusta á raddir fólks og unnið talsvert að bættum kjörum félagsmanna. Þessi tími hefur reynst mér mjög dýrmætur og gefið ómetanlega innsýn í starfsumhverfi félagsmanna í Leiðsögn. Þar vil ég sérstaklega nefna tímann við gerð síðustu kjarasamninga og þau forréttindi sem ég naut, að fá að kynnast því góða fólki sem kom að allri þeirri vinnu sem þar átti sér stað. Jafnframt hef ég verið svo lánsamur að fá tíma til að kynnast og umgangast það góða fólk sem starfar innan félagsins og á það eitt sameiginlegt að vilja standa með félagi sínu.

Undanfarin misseri hafa samt verið vægast sagt stormasöm í félaginu. Það allt er að baki og ég ætla mér ekki að dvelja í fortíðinni, hún er liðin og kemur ekki aftur.

Ég þeirrar skoðunar að félagið okkar komi til með sigla sterkara út úr þeirri stöðu sem við erum í í dag vegna þess að þegar á reynir fara menn að hugsa út fyrir rammann og leita leiða til að sjá til lands með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi.

Eitt af því sem rætt hefur verið um er náið samstarf eða jafnvel sameining við önnur stéttarfélög og í því samhengi hefur VR oftast verið nefnt. Forsenda fyrir því að hægt sé að hefja slíkar samningaumleitanir er að næsti aðalfundur veiti stjórn félagsins skýrt umboð til þess. Verði það niðurstaðan er ég tilbúinn í þá vegferð og hef reyndar talað fyrir því að slíkt verði skoðað í fullri alvöru. Það er þó skýrt að endanlega ákvörðun um samstarf eða sameiningu verður tekin að lokinni ítarlegri kynningu og þá í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Leiðsagnar.

Ég sé ótvíræð tækifæri í sameiningu við önnur félög en geri mér grein fyrir að sú vegferð gerist í áföngum. Núverandi stærð félagsins er mjög óhagstæð rekstrareining og það eitt og sér er næg ástæða til að skoða sameiningu við aðra.

Þessa dagana er mikið rætt um að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar hér á landi og þar verðum við að halda því á lofti að leiðsögumenn eru einn af mikilvægustu burðarstólpum ferðaþjónustunnar. Þess vegna þurfum við leiðsögumenn að standa sameinaðir á bak við sterkt stéttarfélag til að standa vörð um leiðsögustarfið sem einn af hornsteinum ferðaþjónustunnar.

Það er ánægjulegt að sjá hversu margir félagar hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja með því að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Þar eru á ferðinni einstaklingar með mikla þekkingu og reynslu sem nýtast mun félaginu vel.

Nái ég kjöri mun ég halda áfram að leggja mig fram um að hlusta á leiðsögumenn og vinna þannig að samráði og bættum kjörum félagsmanna. Sterkt stéttarfélag sameinaðra félagsmanna er forsenda árangurs í hagsmunabaráttu leiðsögumanna. Þar eigum við líka kost á að marka okkar spor í framþróun ferðaþjónustu á landsvísu, ef vel er að staðið.

Sterkt félag samhentra félagsmanna getur haft mikil áhrif á það hvernig regluverk í starfsumhverfi okkar þróast á næstu árum. Þar eigum við að gera okkur gildandi með uppbyggilegum tillögum og skýrri sýn. Þannig verðum við rödd sem tekið er eftir og hefur áhrif.

Að lokum hvet ég alla félagsmenn til þess að nýta sér kosningarétt sinn og greiða atkvæði í kosningum til stjórnar Leiðsagnar. Allir þeir sem hafa kosningarétt fá sendan tengil í tölvupósti til að taka þátt í rafrænni kosningu.

Þeim sem ákveða að styðja mig í embætti formanns þakka ég stuðninginn. Þeir sem óska eftir því að setja sig í samband við mig geta gert það á:

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
facebook.com/halldor.kolbeins


Þór Bínó Friðriksson

Þór Bínó Friðriksson

Ég heiti Þór Bínó og útskrifaðist sem leiðsögumaður út Ferðamálaskóla Íslands árið 2013.

Eftir útskrift hef ég aðallega sinnt ökuleiðsögn, gönguleiðsögn sem og almennri leiðsögn sem “sitjandi” leiðsögumaður í rútu.

Ég hef hug á að bjóða mig fram til formanns Leiðsagnar þar sem mér þykir mikilvægt að við einbeitum okkur að vinna saman að eftirfarandi atriðum:

- Leiðsögn verði sameiningartákn allra sem starfa við leiðsögn á Íslandi.

- Efla félagið með því að ná inn þeim aðilum sem starfa við leiðsögn.

- Skýra stefnu á kjara, vinnuverndar og réttindamál til framtíðar.

- Kanna á faglegan hátt hvernig hagsmunum félaga leiðsagnar er best borgið, eitt og sér, samvinna eða sameining við annað stéttarfélag eða eitthvað allt annað.


Björn Júlíus Grímsson

Björn Júlíus Grímsson

Heil og sæl ég er 3ja barna faðir og hef starfað sem leiðsögumaður að aðalstarfi í að verða 8 ár og vonandi get ég klárað starfsævina á þessum skemmtilega og gefandi vettvangi.

Ég útskrifaðist úr MK 2017. Ég hef starfað innan björgunarsveitar og ungmennafélags, eins hef ég verið trúnaðarmaður, öryggistrúnaðarmaður ásamt því að vera í samninganefndum. Ég hef komið víða við á mínum starfsferli og hef alltaf reynt að vera virkur meðlimur í mínu nærsamfélagi sem og í mínu starfsumhverfi.

Markmið mín með þessu framboði eru fyrst og fremst að tryggja starfsumhverfi leiðsögumanna og búa til einingu sem kemur til með að verja okkur af krafti þegar kemur að kjarabrotum og launaþjófnaði.

Hugmyndir mínar ríma nokkuð vel við hugmyndir flestra þeirra sem eru í framboði svo það er tilhlökkunarefni að byrja þá vegferð að byggja upp traust og gott félag hvort heldur sem einingu innan stærra stéttafélags eða að byggja Leiðsögn upp til vegs og virðingar kjósi félagsmenn það.

Félagið á sér langa og góða sögu. Þó undanfarin misseri hafi reynst erfið held ég að með nýju fólki í brúnni sé góður grundvöllur til að halda merkjum félagsins hátt á lofti og efla um leið starfsstéttina.

Það er löngu kominn tími á að sameina alla leiðsögumenn undir einn og sama hatt og standa þannig sterkari að vígi þegar kemur að kjarasamningum og einnig vera sterkt afl þegar kemur að því að ná athygli ráðamanna eða fjölmiðla í þeim málefnum sem snúa að okkar starfsstétt.

Ég vona innilega að fólk nýti atkvæðisrétt sinn og hafi trú á málefninu, hafi trú á félaginu og að því sé betur borgið með nýju fólki í brúnni.

Hello everyone, I’m a father of 3 and began my work in guiding roughly 8 years ago and hope to continue contributing to this fun and meaningful field until retirement.

I graduated from MK in 2017 and have been involved with Icelandic Search and Rescue, various youth organizations, served as a safety shop steward, as well as negotiated department contracts on behalf of large groups of employees. I have had my hands on a wide variety of jobs in my day and have always done my best to be as active in both the social aspect of my professional community as well as the workplace.

My goals in running for this position are, first and foremost, to ensure a positive and reliable work environment for guides. I believe the best way to do this is by forming a cohesive governing unit that is powerful enough to advocate for us in matters of wage disputes and ensure that our contracts are respected and upheld. As I am sure many of us can agree, I look forward to starting the journey of building up a trustworthy and dependable union, whether it be part of a larger established body or as a new, stronger independent one, should that be the wish of the majority vote.

The union has a long and, in large part, positive history; Though lately it has been tumultuous and uncertain in fulfilling its purpose to protect and empower its members. I believe that with new representatives and ideas at the helm, there is an amazing foundation on which to raise the flag of this union high for our diverse and talented guiding community.

It is long overdue for all guides to unite as one in order to stand up stronger in matters of general negotiations and the laws and contracts that dictate both our opportunity to be treated fairly, as well as our long-term success and sustainability in the trade which we are all so passionate about.

I sincerely hope that people use their right to vote and have faith in this cause and in this union, knowing that re-structuring is the only positive way for us all to move forward.


Daði Hrólfsson

Daði Hrólfsson

Ég heiti Daði Hrólfsson og hef starfað við leiðsögn síðan árið 2016, að mestu leiti við ökuleiðsögn en einnig farið aðeins upp á jökul og setið smá í stórri rútu. Undanfarin ár hef ég að mestu verið í hringferðum.

Ég er fæddur 1963 í Vestmannaeyjum og eins og margir aðrir leiðsögumenn þá er ég með menntun utan leiðsagnar og útskrifaðist ég úr Samvinnuskólanum á Bifröst og Fiskvinnsluskólanum á síðustu öld. Ég starfaði lengi við sjávarútveg, fyrstu árin á sjó frá Vestmannaeyjum og síðan sem verkstjóri og framleiðslustjóri í frystihúsum. M.a. starfaði ég 10 ár í Afríku og Asíu við sjávarútveg þar sem ég upplifði mjög ólíka menningu og hugarfar. Eftir ár mín erlendis jókst áhugi minn á náttúru íslands verulega og finnst mér það vera mjög gefandi að vinna við ferðaþjónustu.

Kjaramál, kjaramál og kjaramál eru þau mál sem mér finnst vera mikilvægust hjá Leiðsögn. Ég er í samninganefnd Leiðsagnar (síðan í nóvember 2023) og hef kynnst aðeins því starfi sem þar fer fram og hef átt góð samskipti við alla þá sem ég hef kynnst innan Leiðsagnar. Ég tel að okkar stærsta kjarabót felist í því að fyrirtæki í ferðaþjónustu faru öll að lögum og borgi laun samkvæmt kjarasamningum. Undirboð, meðallaun og annar subbuskapur íslenskra fyrirtækja sem stjórnað er af íslendingum er einfaldlega ekki boðlegur og á meira skylt við yfirstandandi fréttir af mansalsmálum heldur en góða viðskiptahætti. Síðan þarf íslenskur ferðaiðnaður að fara að átta sig á því að meðalaldur leiðsögumanna er frekar hár og vantar betri kjör til að yngra fólk geri leiðsögn að aðalstarfi.

Ég styð heils hugar það að skoða frekara samstarf við VR.


Daníel Perez Eðvarsson

Daníel Perez Eðvarsson

Ég heiti Daníel Perez Eðvarðsson (1992) og starfa að fullu sem leiðsögumaður og bílstjóri í hinum ýmsu verkefnum, allan ársins hring. Ég er með BA próf í myndlist og MA próf í listkennslu og leyfisbréf. Þar að auki næstum lokið listfræði BA með spænsku. Ég tala reiprennandi spænsku ofan á enskukunnáttu mína og hef lokið einni önn í Leiðsöguskóla MK, og hef ekki áhuga á að ljúka námi, þaðan. Að svo stöddu. Ég hef starfað í íslenskri ferðaþjónustu frá því 2017 og þar áður í sundlaugum, baðstöðum, þjónustustörfum, matreiðslu, kennslu, umönnun og fleira. Ég hef verið búsettur til náms í Panamaborg, Brussel, Stokkhólmi, Suður Hollandi og Englandi. Ég hef verið búsettur á suður Spáni þar að auki í Granada og faðir minn er þaðan. Báðir foreldrar mínir (móðir og stjúpfaðir) eru leiðsögumenn, og framhaldsskólakennarar. Ég hef mikla innsýn í menntamál landsins sem og innsýn í ferðaþjónustu og líf fólksins í henni, af öllum þjóðernum og uppruna. Ég hef unnið high-end og lowend. Og elska að keyra rútu og halda kjafti. Listin að leiðsegja er að kunna að þegja.

Góðar stundir og hlakka til að kynnast ykkur. Ég styð breytingar.

Þetta stéttarfélag (ef svo má kalla) verður að fara STRAX inn í stærra stéttarfélag.


Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég heiti Guðbjörn Guðbjörnsson og er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi og í Garðabæ. Ég hef starfað við leiðsögn í nær 40 ár eða síðan 1984 og þá Ítalíu en síðar í Þýskalandi, Austurríki og Frakklandi. Síðan 2010 hef ég síðan starfað við leiðsögn innanlands og þá á þýsku fyrir Þjóðverja, Austurríkismenn og Svisslendinga. Ég hef nær eingöngu verið í hringferðum en einnig tekið nokkra daga við að leiðsegja farþegum ferðamannaskipa. Ég hef aðallega unnið fyrir þær ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í móttöku Þjóðverja.

Ég er stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1982 en eftir það fór ég í óperusöngnám og útskrifaðist með burtfararpróf 1986. Þaðan lá leiðin til Austur-Berlínar í framhaldsnám, sem ég lauk þó frá Óperustúdíói Óperunnar í Zürich í Sviss 1989. Eftir nám var ég ráðinn við óperuhúsin í Trier, Kíl og Hamborg og starfaði og bjó þar alls í 12 ár. Ég tók próf frá ferðamálaskóla í Þýskalandi (1997). Eftir það vann ég í 2 ár á ferðaskrifstofunni Terra Nova og þá bæði innanlandsdeild og síðar sem sölustjóri utanlandsferða. Eftir þetta var ég ráðinn til Tollstjórans á Suðurnesjum. Ég hef starfað síðan 1998 í tollgæslunni og síðustu 20 árin sem aðstoðar- og yfirtollvörður og starfa nú sem deildarstjóri endurskoðunardeildar Skattsins. Ég lauk prófi frá Tollskóla ríkisins 1999. Ég lauk BA-prófi í þýsku og ensku 2006 og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) árið 2008 frá Háskóla Íslands. Um þessar mundir stunda ég nám í Leiðsöguskólanum í Kópavogi.

Ég hef verið í félagsstörfum allt frá því á unglingsárunum þegar ég var viðriðinn ungmennafélagshreyfinguna. Síðar var ég í stjórn Nemendafélags Verzlunarskólans. Þá var ég í stjórn Óperunnar í Kíl fyrir hönd starfsmanna (1990-1992). Ég var vara- og formaður stéttarfélags Tollvarða í 5 ár (2004-2009) og hef fjórum sinnum verið í forsvari fyrir samninganefnd félagsins við fjármálaráðuneytið og í stofnanasamningum við tollstjóra/Ríkisskattstjóra. Ég var aftur kosinn formaður Tollvarðafélagsins árið 2021 og er það enn. Ég stýri þar með auðvitað kjarasamningagerð félagsins. Á árunum 2006-2009 sat ég í stjórn BSRB. Síðan 2021 sit ég í formannaráði BSRB. Ég var endurkjörinn formaður Tollvarðafélagsins 2022.

Ég hef því víðtæka reynslu af því að stýra og sitja í stjórn stéttarfélags með allri þeirri ábyrgð og skyldum sem því fylgja. Ég legg áherslu á góð samskipti við þá sem ég er að semja við (fjármálaráðuneytið/ríkisskattstjóra). Það hefur sýnt sig að ég er lipur samningamaður en þó fastur fyrir þegar á því þarf að halda. Í störfum mínum í endurskoðunardeild Skattsins úrskurða ég á stjórnsýslustigi í tolla- og skattamálum. Og sem stjórnsýslufræðingur og starfsmaður hins opinbera sem millistjórnandi þekki ég til stjórnsýslulaga. Einnig er ég vel inn í því er snýr að lagalegri hlið þegar kemur að stéttarfélögum.

Það er að mörgu að huga hjá okkar stéttarfélagi Leiðsögn. Þar er auðvitað fyrst að nefna launin, sem að mínu mati eru í engu samræmi við menntun, tungumálakunnáttu og yfirgripsmikla þekkingu þeirra sem þetta starf stunda. Að auki er ábyrgð leiðsögumanna gríðarleg og starfið krefst þess að viðkomandi séu mjög góðir í mannlegum samskiptum auk þess að vera skemmtilegir og alúðlegir. Vinnuaðstaða leiðsögumanna mætti vera betri. Fyrir slíkt fólk sem okkur er ekki hægt að greiða smánarleg laun, því annars er það nú svo fólk staldrar stutt við í starfinu og öðrum dettur hreinlega ekki í hug að leggja þessa skemmtilegu vinnu fyrir sig.

Ég styð heils hugar frekara samstarf við VR.


Gunnar Bragi Ólason

Gunnar Bragi Ólason

Ég heiti Gunnar Bragi Ólason, faglærður leiðsögumaður, en ég útskrifaðist sem gönguleiðsögumaður frá MK 2014. Eftir að námi lauk starfaði ég sem gönguleiðsögumaður, með hléi frá 2017 til 2021. Undanfarin ár hef ég að mestu starfað sem ökuleiðsögumaður.

Minn bakgrunnur er doktorsgráða í efnafræði, þar sem ég hef m.a. unnið sem millistjórnandi við rekstur rannsóknastofa. Af störfum mínum er ég þekktur fyrir að vera frekar talnaglöggur maður og tel ég að þeir hæfileikar mínir geti komið að góðu gagni í stjórn félagsins.

Ég tel að það sem við leiðsögumenn þurfum að einbeita okkur að; eru öryggismál, tryggingarmál, keðjuábyrgð, félagsleg undirboð, launaþjófnaður og sameining leiðsögumanna, sem starfa í greininni. Það gerum við best með því að efla félagið, þannig að allir sem vinna við leiðsögn, upplifi sig velkomna.

Til frekari útskýringa, þá tel ég að við þurfum að búa við öruggi í vinnu okkar og við eigum að geta hætt við ferð eða stöðvað, ef öryggi okkar er stefnt í voða, án þess að við gjöldum fyrir það á einn eða annan hátt. Við eigum líka að vera með nauðsynleg öryggistæki, eins og gasmæla þegar við vinnum nálægt virkum eldstöðvum s.s. Reykjanes og Kötlu.

Varðandi tryggingamál, þá þarf það að vera alveg klárt, að við séum með starfsábyrgðartryggingu gagnvart málshöfðun. Keðjuábyrgð er í raun framhald af þessu, en við verðum að vinna í því að hver sem skipuleggur ferð, á að bera ábyrgð á ferðaáætluninni, því við eigum ekki sem leiðsögumenn eða bílstjórar að sitja upp með svartapéturinn, vegna þess að náttstaður er í 14 tíma fjarlægð frá upphafsstað! Eða að boðið er upp á fulla dagskrá, þar sem farið er í dagsferð og svo norðurljósaleit um kvöldið og svo fulla dagsskrá næsta dag, þar sem farið er af stað innan hvíldartíma!

Mörg okkar starfa sem verktakar og ég hef tekið eftir því að oftar en ekki eru menn að þiggja laun, sem eru lægri en umsaminn taxti, þegar raunlaun hafa verið reiknuð. Þetta er í raun félagslegt undirboð og þar að auki greiða fæstir þeirra sem eru verktakar, stéttafélagsgjald til Leiðsagnar.

Innan okkar greinar, er nokkuð algengt að menn séu á svokölluðu jafnaðarkaupi. Slíkt er í raun ekki löglegt, nema þá að því að þau dekki að fullu umsamda taxta að öllu leiti, því okkar taxtar eru lágmarkslaun. Þannig að ef mönnum er greitt þetta jafnaðarkaup, en vinna oftar en ekki um helgar, þá er kaupið undir taxta, nema jafnaðarkaupið sé jafnt yfirvinnukaupi og að aldrei sé unnið á stórhátíðardögum. Einnig hef ég heyrt af því, að sum fyrirtæki séu ekki að greiða yfirvinnukaup eins og það á að vera, þ.e. 68% ofan á dagvinnukaup heldur sé yfirvinnutaxtinn 30% sem er í raun vaktaálagið.

Einungis lítill hluti starfandi leiðsögumanna er í stéttafélaginu, þessu þurfum við að breyta. Stéttarfélagið þarf að vera opið öllum sem starfa í greininni, óháð hvaða menntun viðkomandi hafa. Sundrungin sem hefur fylgt félaginu nánast frá upphafi, verður að taka enda, því án samstöðu náum við ekki nauðsynlegum málum fram.


Hildur Þöll Ágústsdóttir

Hildur Þöll Ágústsdóttir

Ég heiti Hildur Þöll Ágústsdóttir, útskrifaðist sem leiðsögumaður úr Ferðamálaskóla Íslands 2013.

Ég býð mig fram í stjórn Leiðsagnar, hvatinn til þess er afar einfaldur. Ég vil sjá Leiðsögn verða félag allra leiðsögumanna og að það verði það vogarafl sem það getur orðið. Að Leiðsögn verði virkt afl til að standa vörð um kaup, kjör og réttindi. Að félagið verði virkt í að standa vörð um hagsmuni félaga sinna. Stjórn Leiðsagnar láti skoða kosti þess og galla að gera verksamning við annað verkalýðsfélag, sameiningu við annað félag, skoði alla þá möguleika sem í boði eru og eru hagfelldir fyrir alla félagsmenn.


Jens Ruminy

Jens Ruminy

Sælir félagar,

ég býð mig fram til kosningar til stjórnarsetu á n.k. aðalfundi, þann 4.4.2024.

Ég heiti Jens Ruminy og hef verið virkur leiðsögumaður frá sumri 1998. Flestir hafa séð mig kannski einhvern tímann á förnum vegi.

Ég hef verið virkur í félagi leiðsögumanna, nú Leiðsögn, í u.þ.b. 20 ár og talað fyrir mikilvægi gæða í starfi okkar og að félagið opni sig fyrir nýjum hugmyndum um hvernig við leiðsögumenn stöndum á vinnumarkaði.

Einnig finnst mér mikilvægt að okkar stéttarfélag bjóði sambærilega kosti og flest önnur félög eins og aðgengi að sumarhúsum og þess háttar.

Nú er kominn skriður í þessum málum með umræðu um inngöngu í stærra félag og langar mig að bjóða krafta mína fram í þeirri vinnu að ganga í VR, þó að ég sé einnig opinn fyrir öðrum lausnum ef þær lofa svipuðum möguleikum. Mikilvægast í öllum þessum málum finnst mér að félagsmenn séu vel upplýstir um helstu stefnumál og fái tækifæri til að tjá sína skoðanir. Verst hefur gengið þeim stjórnum sem ætluðu að bæta haginn okkar en gleymdu að hafa samráð við félagið.


Óskar Grímur Kristjánsson

Óskar Grímur Kristjánsson

Óskar Grímur Kristjánsson heiti ég, en ég er faglærður leiðsögumaður frá MK, með 10 ára reynslu í faginu. Upphaflega Eskfirðingur, en bjó í rúman aldarfjórðung erlendis, þar sem ég starfaði lengst af sem stjórnunar- og rekstarráðgjafi í Evrópu og Afríku.

Vegna brennandi áhuga míns fyrir hagsmunabaráttu leiðsögumanna, hef ég undanfarin 5 ár, sinnt ýmsum trúnaðarstörfum m.a. setið í stjórn Leiðsagnar, fyrst sem varamaður, en síðar sem gjaldkeri. Við stofnun hagsmunafélags ökuleiðsögumanna, var ég kjörin sem formaður félagsins og er nú á öðru ári sem formaður þess.

Ég hef óbilandi trú á því, að við leiðsögumenn getum fundið farsælan farveg fyrir okkar hagsmunabaráttu og það eru góðir hlutir að gerast. Sú staðreynd að hagsmunafélög fjalla- og ökuleiðsögumanna vinna nú náið með stéttarfélaginu boðar gott fyrir framtíðina.

Þar sem ég trúi því, að við sem félag þurfum fyrst að tryggja samstöðu leiðsögumanna, áður en við hefjum samtal við önnur stéttarfélög um sameiningu, þá vil ég leggja mitt framlag í formi reynslu og þekkingar á hagsmunabaráttu leiðsögumanna á vogarskálarnar og vinna þannig að framgangi þess mikilvæga verkefnis.

18
Mars

Framboð til formanns og stjórnar 2024

Þegar framboðsfrestur til formanns og stjórnar Leiðsagnar rann út á miðnætti föstudaginn 15. mars höfðu eftirfarandi framboð borist (í stafrófsröð).

Til formanns:

Halldór Kolbeins

Þór Bínó Friðriksson

Til stjórnar:

Björn Júlíus Grímsson

Daði Hrólfsson

Daníel Perez Eðvarðsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Bragi Ólason

Hildur Þöll Ágústsdóttir

Jens Ruminy

Óskar Grímur Kristjánsson


Kynningar frambjóðenda sem hafa komið slíkum upplýsingum á framfæri hafa einnig verið birtar.

Formanns- og stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti en kosning hefst 25. mars og lýkur 1. apríl á miðnætti.

12
Mars

Leiðsögumannakvöld í Perlunni / Guide’s Night at Perlan

Kæru félagsmenn.

Perlan býður starfandi leiðsögumönnum á skemmtikvöldstund í Perlunni þann 21. mars frá kl. 20:00-22:00. Boðið verður upp á léttar veitingar um leið og starfsemin er kynnt, spjallað og haft gaman!

Áhugasömum býðst að skrá sig hér að neðan fyrir 19. mars til þess að tryggja sér miða.

Perlan invites you to Guide's night in Perlan on the 21st of March from 20:00-22:00. They want to invite all working guides in Iceland to come hang out for a fun evening at Perlan! They’ll show you around, chat and snack on some light refreshments.

Those interested are invited to sign up here below to reserve a ticket before the 19th of March.

Skráning hér / Sign up here

28
Feb

Drög að ferðamálastefnu til 2030

Kæru félagsmenn.

Nú er ráðherra ferðamála í fundaleiðangri að kynna frekar drög að ferðamálastefnu til 2030 og aðgerðaáætlun. Þessi drög er að finna í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lítið minnst á leiðsögumenn og full ástæða til að skoða þetta vel. Leiðsögn hvetur alla leiðsögumenn til að kynna sér málið.

Frétt frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu - tengill: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/02/28/Drog-ad-ferdamalastefnu-og-adgerdaraaetlun-til-2030-til-umsagnar-i-samradsgatt/

Kynning á fundaleiðangrinum - tengill: https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/ferdathjonusta/ferdamalastefna

Drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030 - tengill: https://island.is/samradsgatt/mal/3702

Sjá einnig fyrstu drög frá 2023 að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 - tengill: https://island.is/samradsgatt/mal/3591

19
Feb

Aðalfundur Leiðsagnar 4. apríl 2024 / General meeting

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

4. apríl 2024, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2024 verður haldinn 4. apríl n.k. kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

General meeting will be held April 4th, at 18:00 at Stórhöfði 29 (entrance behind the building).

Aðalfundurinn er einnig netfundur. Nánari upplýsingar um netfund verða sendar út síðar.

The General meeting is also a zoom meeting. More information on the zoom meeting will be sent out soon.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi / Program:

  1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
  2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
  3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
  5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
  6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
  7. Kosning til trúnaðarráðs.
  8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
  9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
  10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
  11. Önnur mál.

Um framboð til trúnaðarstarfa fyrir félagið

Réttur til framboðs til trúnaðarstarfa og til setu á aðalfundi með réttindi skv. 9. gr. laga hafa þeir sem einum mánuði fyrir aðalfund höfðu greitt félagsgjald skv. 1. eða 3. málslið 6. gr. af launum sem svara til lægsta taxta félagsins fyrir tveggja mánaða dagvinnu á síðustu fjórum mánuðum eða fjögurra mánaða dagvinnu á síðustu 12 mánuðum og/eða höfðu einum mánuði fyrir aðalfund greitt aðildargjald skv. 2. málslið 6. gr. fyrir yfirstandandi ár eða það næstliðna.

Formaður og stjórn: Skilafrestur á framboðum til stjórnar og formanns rennur út 15. mars.

Trúnaðarráð: Skilafrestur á framboðum til trúnaðarráðs og í fastanefndir rennur út 25. mars.

Lagabreytingatillögur: Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rennur út 19. mars. Áréttað er að allar eldri lagabreytingartillögur verður að senda inn að nýju.

Hvert á að skila framboðum og tillögum: Framboð til trúnaðarstarfa ásamt kynningu og tillögum til lagabreytinga í tölvupósti til skrifstofu Leiðsagnar á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kjósa þarf nú á aðalfundi 4. apríl:

Formann til 1 árs.

Stjórn:

Kjósa þarf 2 aðalmenn til 2ja ára.

Kjósa þarf 1 aðalmann til 1 árs.

Kjósa þarf 4 varamenn sem raðast eftir fjölda atkvæða.

Trúnaðarráð:

Kjósa þarf 6 aðalmenn og 6 varamenn til 1 árs.

Fagráð:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Fræðslunefnd:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Upplýsinganefnd:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Skoðunarmenn reikninga:

Kjósa þarf 2 skoðunarmenn reikninga til 1 árs.

Endurmenntunarsjóður:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Kjör til stjórnar Sjúkrasjóðs:

Kjósa þarf næst árið 2025.

Kynning frambjóðenda:

Frambjóðendur geta kynnt sig á „Félagavefnum“ (mínar síður) og vefsíðu Leiðsagnar. Eftir að öll framboð hafa borist verða þau kynnt í heild sinni á heimasíðu félagsins. Kynning þarf að berast skrifstofu leiðsagnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) áður en framboðsfresti lýkur. Æskilegt er að í kynningu komi fram menntun frambjóðenda, reynsla af leiðsögn og helstu áherslur. Auk þess er mælt með að mynd fylgi framboðsupplýsingum.

Formannskjör:

Formanns- og stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti og hefst kosning 25. mars og lýkur 1. apríl á miðnætti.

Framkvæmd: Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á Félagavefinn með rafrænum skilríkjum. Þar inni verður tengill í kosningar.

Framboð til trúnaðarstarfa sem kosið er í á aðalfundi:

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 25.mars.

12
Feb

Aðildargjald / Membership fee

English below.

Aðildargjald

Varðandi innheimtu á greiðslukröfu vegna aðildargjalds sem fór í heimabanka hjá ykkur 29. janúar verður að taka fram eftirfarandi:


Fyrri formaður, sem hafði sagt af sér sunnudaginn 28. janúar tók sér umboð til að senda út rukkun vegna aðildargjalds til félagsmanna daginn eftir þ.e. mánudaginn 29. janúar án vitneskju stjórnar. Í ljósi þess að fyrri formaður hafði sent út greiðslukröfu aðildargjalds eftir að afsögn, vildi stjórn ganga úr skugga um hvort þessi aðgerð stæðist lagalega og fundaði með bankanum vegna þess. Fulltrúi Íslandsbanka staðfesti að aðgerðin stæðist lög því fyrri formaður hafði enn prókúru á félagið þar til búið væri að ganga frá formlegum skiptum í gögnum bankans.


Aðildargjaldið er fyrir leiðsögumenn sem starfa aðeins hluta úr ári eða frekar lítið við fagið og ná því ekki að öðlast lágmarksréttindi með 1% iðgjaldagreiðslum af launum sínum fyrir leiðsögumannsstörf. Aðildargjaldið er valkvætt.

Einnig er það til að gefa kost á að halda faglegum tengslum við félagið og styðja við starfsemi þess sem fag- og stéttarfélags og býðst þannig leið til að taka virkan þátt í félagsstarfi Leiðsagnar.

Rétt er að nefna að þeir sem hafa náð 67 ára aldri greiða hálft aðildargjald. Ef einhverjar kröfur eru ekki í samræmi við það, skal hafa samband við skrifstofu Leiðsagnar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Félagsmenn sem eingöngu greiða aðildargjald fá eftirfarandi réttindi:

  • Atkvæðisrétt í kjöri til formanns, stjórnar og ráða og nefnda Leiðsagnar.
  • Rétt til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í þágu félagsins.
  • Atkvæðisrétt í kjöri á aðalfundi og félagsfundum um allt nema
    kjaramál og kjarasamninga.
  • Fá rafræn skírteini.
  • Fá plastskírteini eftir gefnum forsendum.
  • Aðgang að niðurgreiddum skyndihjálparnámskeiðum, fræðslufyrirlestrum, ferðum og viðburðum á vegum félagsins.
  • Eiga rétt á aðstoð skrifstofu Leiðsagnar í sínum málum, þ.m.t. vegna álitamála um eigin kjör.

Félagsmenn sem greiða 1% iðgjald af launum til Leiðsagnar og uppfylla skilyrði um lágmarksréttindi, hafa öll þau réttindi sem eru hér að ofan talin, ásamt:

  • Hafa atkvæðisrétt um kjaramál og kjarasamninga
  • Eiga rétt á að sækja um styrki í Sjúkra- og orlofssjóð.
  • Eiga rétt á að sækja um styrki í Endurmenntunarsjóð.

 

 

Membership fee

Regarding the collection of membership fees that was sent to members‘ on-line bank January 29, the following must be noted:

The previous chairman, who had resigned on Sunday, January 28, took authority to send out invoices for the membership fee to the members the following day, i.e. on Monday, January 29 without the knowledge of the board. In light of the fact that the previous chairman had sent out claims for the payment of the membership fee after her resignation, the board wanted to ascertain whether this action was legal and had a discussion with the bank for that reason. A representative of Íslandsbanki confirmed that the action was legal because the previous chairman still had authority until the change had been formally entered into the bank‘s records.

The membership fee is for guides who only work for part of the year or for a short time in the profession and therefore do not manage to acquire minimum qualifications with 1% premium payments of their salary for guiding work. The membership fee is optional.

It is also to provide an opportunity to maintain a professional relationship with the union and support its activities as a professional and trade union, thus offering a way to actively participate in the union‘s social activities.

Note that those who have reached the age of 67 pay half the membership fee. If any claims in the bank are not in accordance with that, please contact the office of Leiðsögn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Members who only pay a membership fee obtain the following rights:

  • The right to vote in the election of chairman, the board and councils and committees of Leiðsögn.
  • The right to candidacy for confidential positions in the interest of the company.
  • The right to vote in elections at the general meeting and union meetings on everything except wage issues and collective agreements.
  • Get electronic membership certificates.
  • Get a plastic membership certificate according to applicable conditions.
  • Access to subsidized first aid courses, educational lectures, trips and events organized by the union.
  • Have the right to seek assistance at the union‘s office in their matters, including issues about wages or labour market rights.

Members who pay a 1% premium from their salary to Leiðsögn and meet the conditions for minimum rights, have in addition to the rights listed above, also the following rights:

  • The right to vote on wage issues and collective agreements.
  • The right to apply for benefits from the health and vacation fund.
  • The right to apply for benefits from the continuing education fund.
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image