21
Maí

Skyndihjálparnámskeið / First-aid courses

Skyndihjálparnámskeið Leiðsagnar í samvinnu við Rauða krossinn

First-aid courses organized by Leiðsögn Union and the Icelandic Red Cross

 

Leiðsögn býður félagsmönnum á skyndihjálparnámskeið sem eru skipulögð í samvinnu við Rauða krossinn.

Námskeiðin verða haldin á Stórhöfða 29 í Reykjavík, neðstu hæð, gengið inn á vesturenda hússins.

 • 25. maí kl. 13:00-17:00 á íslensku
 • 29. maí kl. 18:00-22:00 á íslensku
 • 1. júní kl. 13:00-17:00 á ensku
 • 5. júní kl. 18:00-22:00 á íslensku

 

Einnig verður haldið námskeið á Akureyri, í húsnæði Rauða Krossins, Viðjulundi 2, suðursal.

 • 3. júní kl. 16:00-20:00 á íslensku

 

Skráningarhlekkir verða sendir félagsmönnum. Hámarksfjöldi 30 manns á hvert námskeið.

Uppfært 4. júní: Vegna talsverðrar eftirspurnar var einu námskeiði bætt við, 5. júní.

 

Leiðsögn invites members of the union to attend first-aid courses organized with the Icelandic Red Cross.

The courses will be held at Stórhöfði 29 Reykjavík, bottom floor, entrance on the west side.

 • May 25, 13:00-17:00 in Icelandic
 • May 29, 18:00-22:00 in Icelandic
 • June 1, 13:00-17:00 in English
 • June 5, 18:00-22:00 in Icelandic

 

A course will also be held in Akureyri, at the Red Cross premises, Viðjulundur 2, south room.

 • June 3, 16:00-20:00 in Icelandic

 

Registration links will be sent to members. Maximum 30 participants per course.

Update June 4: Due to strong demand, one course in Icelandic was added, June 5.

05
Apríl

Niðurstöður kosninga Leiðsagnar 2024

Niðurstöður kosninga til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs Leiðsagnar 2024 voru eftirfarandi.

Formaður:

Halldór Kolbeins var kosinn formaður til tveggja ára

Aðrir stjórnarmenn:

Hildur Þöll Ágústsdóttir var kosin til tveggja ára

Jens Ruminy var kosinn til tveggja ára

Björn Júlíus Grímsson var kosinn til eins árs

Auk þeirra situr Guðný Margrét Emilsdóttir í stjórn en hún var kosin í fyrra til tveggja ára

Varamenn stjórnar, kosnir til eins árs:

Daði Hrólfsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Óskar Grímur Kristjánsson

Daníel Perez Eðvarðsson

Trúnaðarráð, kosið til eins árs:

Hildur Bjarnason

Örvar Már Kristinsson

Bergur Álfþórsson

Kári Jónasson

Þorsteinn S McKinstry

Bryndís Kristjánsdóttir

Varamenn trúnaðarráðs, kosnir til eins árs:

Atli Sigurðarsson

Bára Kristín Pétursdóttir

Ásgeir Sverrisson

Sigrún H. Pálsdóttir

Sigurður Albert Ármannsson

Bryndís Þorkelsdóttir

02
Apríl

Stjórnarkjör hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Sjö í framboði

Rafrænt stjórnarkjör stendur yfir hjá Almenna lífeyrissjóðnum frá kl. 12:00 25. mars til kl. 16:00, miðvikudaginn 3. apríl 2024.

Kosið er um tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt laust sæti í varastjórn. Að þessu sinni eru laus sæti tveggja kvenna í aðalstjórn en eins karls eða konu í varastjórn. Eingöngu sjóðfélagar geta boðið sig fram og eingöngu sjóðfélagar geta kosið á milli þeirra. Yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt í kosningunum og eru þeir hvattir til að kynna sér alla frambjóðendur og nýta kosningarétt sinn.

Þrjár konur eru í framboði til aðalstjórnar:

 • Arna Guðmundsdóttir
 • Elva Ósk Wiium
 • Heiða Óskarsdóttir

Sex eru í framboði til varastjórnar:

 • Elva Ósk Wiium
 • Gunnar Hörður Sæmundsson
 • Hans Grétar Kristjánsson
 • Heiða Óskarsdóttir
 • Kristján Þórarinn Davíðsson
 • Kristófer Már Maronsson

Sérstakur kosningavefur er opinn á heimasíðu Almenna lífeyrissjóðsins þar sem hægt er að kynna sér frambjóðendur til stjórnar 2024 og greiða atkvæði. Smelltu hér til að fara inn á kosningavef Almenna.

Úrslit verða kunngjörð á ársfundi sjóðsins sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 17:15 fimmtudaginn 4. apríl 2024. Streymt verður frá fundinum.

Almenni lífeyrissjóðurinn hvetur sjóðfélaga að nýta lýðræðislegan rétt sinn og kjósa í rafrænu stjórnarkjöri sjóðsins.

25
Mars

Félagsfundur 2. apríl 2024, kl. 20:00

FÉLAGSFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

2. apríl 2024, kl. 20:00

Efni fundar: Kynning VR á sínu starfi og hvað VR hefur Leiðsögn upp á að bjóða.

Félagsfundur Leiðsagnar 2024 verður haldinn 2. apríl n.k. kl. 20:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Félagsfundurinn verður einnig aðgengilegur á netinu, annað hvort í formi streymis eða fjarfundar. Nánari upplýsingar um netfund verða sendar út 2. apríl n.k.

Dagskrá félagsfundar er eftirfarandi:

1. Kynning VR á sínu starfi

2. Önnur mál

25
Mars

Kosningar til formanns og stjórnar Leiðsagnar 2024

Þann 25. mars kl. 00:01 hefjast leynilegar rafrænar atkvæðagreiðslur um stjórnarkjör Leiðsagnar árið 2024 samkvæmt lögum félagsins. Atkvæðagreiðslur standa yfir til kl. 23:59 þann 1. apríl næstkomandi.

Til kjörs eru eftirfarandi sæti í stjórn:

- Formaður til tveggja ára
- Aðalmenn í stjórn, 1 sæti til eins árs og 2 sæti til tveggja ára
- Varamenn í stjórn, 4 sæti til eins árs

Í framboði eru eftirtaldir aðilar (í stafrófsröð):

Til formanns:

Halldór Kolbeins

Þór Bínó Friðriksson

Til stjórnar:

Björn Júlíus Grímsson

Daði Hrólfsson

Daníel Perez Eðvarðsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Bragi Ólason

Hildur Þöll Ágústsdóttir

Jens Ruminy

Óskar Grímur Kristjánsson

Kynningar frambjóðenda má finna hér:
https://www.touristguide.is/index.php/frettir/item/2813-kynningar-frambjodenda-til-formanns-og-stjornar

Um tvær kosningar er að ræða, annars vegar til formanns og hins vegar til almennrar stjórnarsetu (aðal- og varamenn). Í kosningu til formanns má velja 0-1 nöfn en í kosningu til stjórnar má velja 0-3 nöfn eða sem samsvarar fjölda aðalmanna.

Samkvæmt lögum félagsins er sérstaklega kosið til formanns, en í aðrar stöður raðast eftir fjölda greiddra atkvæða, fyrst til aðalmanna og næst varamanna.

Telji félagsfólk sig eiga að vera á kjörskrá en er það ekki, skal senda erindi/kæru á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með rökstuðningi. Öll erindi/kærur eru afgreidd eins fljótt og unnt er.

Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á „Félagavef“ með rafrænum skilríkjum. Þar inni er svo tengill í kosningar. Smella hér fyrir innskráningingu með rafrænum skilríkjum.

21
Mars

Aðalfundur 2024 - formanns- og stjórnarkjör, lagabreytingar o.fl.

AÐALFUNDUR LEIÐSAGNAR – FÉLAGS LEIÐSÖGUMANNA

4. apríl 2024, kl. 18:00

Aðalfundur Leiðsagnar 2024 verður haldinn 4. apríl n.k. kl. 18:00 að Stórhöfða 29 (gengið inn Grafarvogsmegin).

General meeting will be held April 4th 2024, at 18:00 at Stórhöfði 29 (entrance behind the building).

Aðalfundurinn er einnig netfundur, tengill á netfund verður sendur út 4. apríl 2024.

The General meeting is also a zoom meeting. Link to the online meeting will be sent out April 4th 2024.

Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi / Program:

 1. Kosning fundarstjóra og annarra starfsmanna fundarins.
 2. Lýst yfir niðurstöðu í kjöri formanns og stjórnar.
 3. Skýrsla fráfarandi félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 4. Reikningar félagsins og sjóða þess lagðir fram til afgreiðslu.
 5. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.
 6. Fjárhagsáætlun lögð fram og tillaga gerð um fjárhæð aðildargjalds.
 7. Kosning til trúnaðarráðs.
 8. Kosning fulltrúa í fastanefndir og aðrar trúnaðarstöður.
 9. Kosning stjórnar Sjúkrasjóðs félagsins og eins fulltrúa í stjórn Endurmenntunarsjóðs.
 10. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
 11. Önnur mál.

 

Formannskjör:

Stjórn vill árétta að formaður er kosinn til tveggja ára en ekki til eins árs, eins og fram kom í fyrri auglýsingu aðalfundar.

Í framboði til formanns eru:

Halldór Kolbeins

Þór Bínó Friðriksson

 

Stjórnarkjör:

Hægt er að kjósa allt að 3 frambjóðendur í kosningunni og raðast þeir í stöður eftir fjölda atkvæða sem þeir hljóta:

2 aðalmenn til 2ja ára.

1 aðalmaður til 1 árs.

4 varamenn til 1 árs.

Í framboði til stjórnar eru:

Björn Júlíus Grímsson

Daði Hrólfsson

Daníel Perez Eðvarðsson

Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar Bragi Ólason

Hildur Þöll Ágústsdóttir

Jens Ruminy

Óskar Grímur Kristjánsson

 

Kynning frambjóðenda:

Kynningar á frambjóðendum til stjórnar og formanns má finna bæði á „Félagavef“ Leiðsagnar (mínar síður) og á vefsíðu Leiðsagnar (tengill hér).

 

Framkvæmd:

Formanns- og stjórnarkjör fer fram með rafrænum hætti en kosning hefst 25. mars og lýkur 1. apríl á miðnætti. Niðurstöður kosninga verða kynntar á aðalfundinum.

Rafræn kosning fer fram með því að skrá sig inn á „Félagavef“ með rafrænum skilríkjum. Þar inni verður tengill í kosningar.

Smella hér fyrir innskráningingu með rafrænum skilríkjum.

Voting online on „Félagavefur“. Click here for access with electronic identification.

 

Framboð til annara trúnaðarstarfa sem kosið er í á aðalfundi:

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti 25. mars. Framboð til annara trúnaðarstarfa skal senda í tölvupósti til skrifstofu Leiðsagnar á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Enn sem komið er hafa ekki borist mörg framboð til trúnaðarráðs og í nefndir. Við hvetjum því félagsmenn til að bjóða sig fram í þær stöður.

Trúnaðarráð:

Kjósa þarf 6 aðalmenn og 6 varamenn til 1 árs (raðast í sæti eftir fjölda atkvæða).

Fagráð:

Kjósa þarf 2 félagsmenn til 2ja ára.

Fræðslunefnd:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Upplýsinganefnd:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

Skoðunarmenn reikninga:

Kjósa þarf 1 skoðunarmann reikninga til 1 árs.

Endurmenntunarsjóður:

Kjósa þarf 1 félagsmann til 2ja ára.

 

Birting ársreikninga:

Ársreikningar félagsins verða birtir á „Félagavef“ (mínum síðum) 28. mars næstkomandi.

 

Lagabreytingatillögur:

Frestur til að senda inn lagabreytingatillögur rann út 19. mars. Þær lagabreytingartillögur sem hafa borist er bæði að finna á „Félagavef“ (mínar síður“ Leiðsagnar) sem og á vefsíðu félagsins.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér tillögurnar vel fyrir fundinn (tengill hér).

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image