Réttindi hjá Sjúkrasjóði Leiðsagnar / Medical Fund

Félagsmenn í Leiðsögn njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans.

UMSÓKNUM SKAL SKILAÐ HÉR

ATH! einungis er hægt að afgreiða þær umsóknir þar sem viðeigandi gögn s.s. kvittanir, læknisvottorð eða önnur tilheyrandi gögn fylgja.

Hægt er að lesa reglugerð sjúkrasjóðs í heild sinni hér.

Members of Leiðsegn enjoy various rights at the health fund in accordance with its regulations.

APPLICATIONS SHOULD BE SUBMITTED HERE

ATTENTION! Applications can only be considered if relevant documents, e.g. receipts, medical certificates or other eligible documents are attached.

Members can read The Regulation of The Sickness Fund of Leiðsögn here in English.

 

Helstu réttindi eru:

Sjúkradagpeningar

Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði), að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga, greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annarri lögbundinni tryggingu, ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 12 mánuðum.

Sjúkradagpeningar vegna langveikra barna

Dagpeninga í 90 daga (3 mánuði), að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 12 mánuðum. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar umönnunar.

Sjúkradagpeningar vegna veikinda maka

Dagpeninga í 90 daga (3 mánuði) vegna mjög alvarlegra veikinda maka. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 12 mánuðum.

 

Dánarbætur

Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga sem nemi 266.700.- krónum m.v. starfshlutfall hans. Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri. Láti sjóðfélagi hvorki eftir sig maka né barn undir 18 ára aldri gangi fjárhæðin til dánarbúsins. Bótafjárhæð miðast við launavísitölu pr. 31.12 2012 sem er 437,7 stig og tekur sömu breytingum og hún.

 

Líkamsrækt:

Endurgreiddur er kostnaður vegna heilsueflandi líkamsræktar, að hámarki kr. 40.000 á hverju almanaksári. Einungis er greitt fyrir líkamsrækt sjóðsfélaga sjálfs.

 

Krabbameinsleit og hjartavernd:

Endurgreiddur er kostnaður að hámarki kr. 23.000 á hverju almanaksári fyrir krabbameinsleit.

 

Hjartavernd

Endurgreiddur er kostnaður að hámarki kr. 23.000 á hverju almanaksári fyrir áhættumat vegna hjartasjúkdóma.

Sjúkrameðferðir:

Endurgreiddur er kostnaður vegna meðferða og/eða heilbrigðisþjónustu samanlagt að hámarki kr. 57.000 á hverju almanaksári fyrir eftirfarandi:

• Sjúkraþjálfun

• Iðjuþjálfun

• Sjúkranudd

• Meðferð hjá kírópraktor

• Sálfræðiþjónusta

• Hjúkrunarmeðferð

• Félagsráðgjöf

• Stoðtækjaþjónusta

• Göngugreining

Meðferðin þarf að vera samkvæmt læknisráði. Meðferðaraðili skal hafa starfsleyfi frá landlækni og meðferð falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar.

 

Dvöl á heilsustofnun

Endurgreiddur er kostnaður vegna dvalar til endurhæfingar að læknisráði hjá viðurkenndri heilsustofnun innanlands. Hámarksgreiðsla er kr. 57.000 á þriggja ára fresti.

 

Gleraugu og augnaðgerðir

Endurgreiddur er einu sinni kostnaður vegna laseraðgerða á öðru auga kr. 52.000 eða kr. 104.000 á báðum augum.

Endurgreiddur er kostnaður vegna linsu- eða gleraugnakaupa (glerjum og umgjörð) að hámarki kr. 52.000 einu sinni á þriggja ára fresti.

Ekki er endurgreitt fyrir laseraðgerðir og gleraugu hjá sama sjóðsfélaga á sama almanaksári.

 

Heyrnartæki

Endurgreiddur er kostnaður vegna kaupa á heyrnartækjum að hámarki kr. 52.000 einu sinni á þriggja ára fresti.

 

Tannviðgerðir

Endurgreiddur er kostnaður vegna tannviðgerða sem nemur 40% af heildarkostnaði sé hann hærri en kr. 90.000 á hverja umsókn. Endurgreiðsla er kr. 70.000 að hámarki á hverju almanaksári. Reikningar mega vera allt að 12 mánaða gamlir miðað við umsóknardag. Einungis er tekið er þátt í þessum kostnaði hjá sama sjóðsfélaga á þriggja ára fresti.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image