• Stórhöfða 29, 110 Reykjavík
  • Mán - Fim: 13.00 - 16.00 / Lokað á föstud.
×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
23
Júní

Tuttugu og sjö útskrifuðust frá Leiðsöguskóla Íslands

Í lok maí útskrifuðust 27 leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla Íslands, 19 leiðsögumenn ferðafólks og 8 gönguleiðsögumenn. Eins og oftast áður eru flestir með ensku sem kjörmál en ferðaskipuleggjendur sem bjóða upp á ferðir fyrir þýskumælandi ferðamenn gleðjast væntanlega yfir því að leiðsögumenn sem tala þýsku fjölgar um fimm.

Skólahald var vissulega ekki alltaf með hefðbundnu sniði í vetur en bæði nemendur og kennarar voru sérlega samstarfsfúsir og sýndu mikla aðlögunarhæfni við erfiðar aðstæður, það er óhætt að segja að það er mikill kostur fyrir leiðsögumenn að búa yfir báðum þessum kostum. Nemendur sýndu í vetur að þeir búa yfir ýmsum hæfileikum og að það er mikill fengur fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi að fá þau til starfa.

Vala Hafstað flutti ávarp fyrir hönd nemenda við útskriftina. Vala hefur skemmt samnemendum sínum með bæði frumsömdum og þýddum ljóðum á ensku í vetur en hún yrkir líka á íslensku og lauk ávarpinu með þessu fallega ljóði sem segir gefur til kynna hvernig andinn var í hópnum:

Nú flýgur á braut þessi flokkur

með fjaðraþyt – þökk fyrir okkur.

En höldum samt hópinn að vanda;

það hressa mun sálu og anda.

Leiðsögn óskar nýjum leiðsögumönnum til hamingju og hvetur alla til að ganga í félagið og taka þátt í störfum þess.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image