Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

30
Apríl

1. maí með öðru sniði í ár

1.mai logo

Í fyrsta skipti síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Við þessu er brugðist með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem flutt verður í Hörpu að kvöldi 1. maí og sjónvarpað á Rúv (kl. 19:40).

Sjá dagskrá hér á síðu ASÍ

28
Apríl

Leiðsögn býður félagsmönnum upp á endurmenntun í maí

Leiðsögn býður félagsmönnum upp á endurmenntun í maí

Leiðsögn mun í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjá örfyrirlestra núna í maímánuði, þeim að kostnaðarlausu nema hvað greiða þarf kr. 1.000 í staðfestingargjald fyrir hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM, svo þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu og góða internettengingu.

Fyrsti fyrirlesturinn fer fram nk. þriðjudag, 5. maí kl. 16:00-17:00. Þá mun Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fjalla um umbrotin á Reykjanesskaga í fyrirlestri sem hann kallar Umbrot á Reykjanesskaga – jarðskjálftar og kvikuhreyfingar. Atburðirnir verða skoðaðir í ljósi fyrri atburða og reynt að spá í spilin.

Þann 14. maí kl. 16:00 mun Halldór Björnsson haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands fjalla um loftlagsbreytingar og áhrif þeirra á norðurslóðum. Efnið verður nánar kynnt síðar.

Síðasti fyrirlesturinn í þessari lotu verður þriðjudaginn 19. maí kl. 16.  Þá mun Trausti Baldursson líffræðingur á Náttúrufræðistofnun fjalla um breytingar á vistkerfi Íslands í kjölfar loftlagsbreytinga. Nánari kynning síðar.

Skráning á fyrsta fyrirlesturinn fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=411V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

27
Apríl

Pistill frá Pétri Gauta Valgeirssyni, formanni Leiðsagnar

Gleiðilegt sumar kæru félagar

Félagið hefur verið að sinna mörgum verkefnum á síðstu vikum og mánuðum, flest þeirra tengjast COVID19 með einum eða öðrum hætti. Við höfum reynt að vekja athygli á stöðu okkar meðal annars með viðtölum og annarri umfjöllun í fjölmiðlum en einnig höfum við sent inn erindi um sérstaka stöðu okkar til ráðamanna og ítrekað beðið um fundi. Einnig höfum við átt samráð við önnur stéttarfélög í svipaðri stöðu. Í undirbúningi eru endurmenntunarnámskeið og fyrirlestrar fyrir leiðsögumenn til að nýta þetta ástand í eitthvað uppbyggilegt og uppfræðandi. Vinna við nýja heimasíðu hófst fyrir jól og er hún nú þegar komin í loftið, þó að enn eigi eftir að bæta við nokkrum atriðum.

Við höfum átt samtal við Vinnumálastofnun um hvernig meta eigi leiðsögumenn til atvinnuleysisbóta. Leiðsögumenn eru oftast verkefnaráðnir sem launþegar í stakar ferðir og því fellur ráðningarsamband úr gildi um leið og ferð lýkur. Verkefni leiðsögumanna eru mjög árstíðabundin og kemur þetta ástand eiginlega á versta tíma ársins fyrir marga.

Við höfum miklar áhyggjur af því að leiðsögumenn passi ekki vel inn í kerfið hjá Vinnumálastofnun og mat á starfshlutfalli og viðmiðunartekjum taki ekki mið af sérstöðu starfsins.

Því biðjum við ykkur félagsmenn sem misst hafið vinnuna og hafið sótt um atvinnuleysisbætur að fara inn á „mínar síður“ hjá Vinnumálastofnun og skoða útreikninga þar og sjá hvernig starfshlutfallið er metið.

Ef þið teljið að þessir útreikningar séu ekki réttir látið okkur vita í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en jafnframt krefjið Vinnumálastofnun um útskýringar.

Leiðsögumenn starfa oft fyrir mörg fyrirtæki og það getur verið erfitt að ná í þessi fyrirtæki til að fá viðeignandi vottorð fyrir Vinnumálastofnun. Ef þið eru í slíkri stöðu þá getur skrifstofan veitt aðstoð við það í mörgum tilfellum.

Við erum að undirbúa að taka þetta mál lengra, það er til viðeigandi ráðamanna.

Einnig bendum við ykkur á að haka við „Leiðsögn – Stéttarfélag leiðsögumanna“ í umsóknarferlinu um atvinnuleysisbætur þar sem valið eru um að greiða í af atvinnuleysisbótum í stéttarfélag. Við vekjum athygli á því að ekki er greitt í sjúkrasjóð eða endurmenntunarsjóð af atvinnuleysisbótum, en sem betur fer eru nokkuð rúm tímamörk á greiðslum í þessa sjóði hjá okkur og réttindi haldast þótt greiðsla falli niður í nokkra mánuði.

Með kveðju

Pétur Gauti Valgeirsson

Formaður Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna

24
Apríl

Krafa um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim

Pistill í vikulok frá Drífu Snædal formanni ASÍ

Vikan hefur einkum verið nýtt í að bregðast við tillögum stjórnvalda og hafa áhrif á hvernig frumvörpin fara í gegnum þingið og að vinna stefnumótun til framtíðar. Til að veita okkur innblástur í þá vinnu buðum við upp á netfundi með heimsklassa fyrirlesurum sem hugsa í stærsta mögulega samhenginu. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri alþjóða verkalýðshreyfingarinnar (ITUC), og John Evans fyrrum fulltrúi vinnandi fólks í ráðgjöf við OECD og yfirhagfræðingur ITUC riðu á vaðið og fjölluðu um sanngjörn umskipti, hvernig nauðsynlegt sé að verja tekjur til að knýja hagkerfið áfram og hvaða skilyrði eigi að setja fyrir stuðningi við fyrirtæki.

 Yanis Varoufakis hagfræðingur og fyrrum fjármálaráðherra Grikkja, ræddi meðal annars um hvernig hægt sé að tryggja að arður fyrirtækja fari til fólksins og hann vildi dusta rykið af upprunalegu hlutverki Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem var að vinna fyrir fólk en ekki fjármagn. Adam Tooze, prófessor í sagnfræði við Columbia háskóla, fjallaði svo um þróun alþjóðlega efnahagskerfisins og þróun seðlabanka sem nú dæla fjármagni út í hagkerfin til að halda þeim gangandi. 

Rauði þráðurinn í þessum erindum var að hagkerfi heimsins mun taka miklum breytingum í kjölfar kreppunnar og enduruppbyggingin verði að felast í sjálfbærni, jafnrétti og jöfnuði og réttlátri skiptingu gæðanna. Ferðir á milli landa og heimshluta munu taka breytingum, virðiskeðjur þurfa að vera styttri, framleiðsla matvæla tryggð og vinda þarf hressilega ofan af þeirri þróun misskiptingar sem hefur fengið að þrífast í skjóli núverandi efnahagskerfis. Fjármálaöflin munu reyna að nýta þessa kreppu til að skara eld að eigin köku í gegnum samþjöppun eigna og auðs. Hreyfing vinnandi fólks verður því að vera tilbúin með sínar kröfur um sanngjarnari vinnumarkað og réttlátari heim. Sú vinna er hafin hjá ASÍ í sterku alþjóðlegu samstarfi.

Góða helgi,

Drífa

20
Apríl

Áherslur ASÍ - afkomuöryggi fyrir alla

Í nýasta fréttabréfi ASÍ er meðal annars fjallað um hlutastörf og hlutabætur, sem og atvinnuleysi og hlutabætur

Sjá Fréttamola ASÍ í apríl 2020

20
Apríl

Á hverju eigum við að lifa

Svanbjörg Einarsdóttir í viðtali hjá Morgunblaðinu um hið grafalvarlega ástand sem blasir við leiðsögumönnum þessa dagana.

Sjá viðtal á Morgunblaðinu

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image