Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is

Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

09
Mars

Aðalfundur og ráðstefna IGC í Kungälv 29. og 30.apríl 2023

Ágætu fagmenntuðu leiðsögumenn!

 

IGC (Inter Nordic Guide Club) eru samtök norrænna leiðsögumanna sem Leiðsögn hefur verið aðili að um áratuga skeið. Á þessum vettvangi skiptast norrænir leiðsögumenn á skoðunum, fræðslu og reynslu.

Aðalfundur samtakanna verður haldinn í Kungälv í Suður Svíþjóð að þessu sinni þann 29.apríl 2023.

Skráning þarf að fara fram í síðasta lagi 4.apríl nk. Við fengum aukafrest til skráningar og notum okkur það endilega. Allar frekari upplýsingar og skráning:

Sigrún R Ragnarsdóttir s: 852 2252

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Jórunn Rothenborg s: 696 1196

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá fylgir hér og kynnisferðir sem boðið er uppá um bæði land og menningu Suður-Svíþjóðar:

 

Aðalfundur og ráðstefna IGC í Kungälv 29. og 30.apríl 2023

Aðalfundur og ráðstefna verða haldin á Hótel Fars Hatt í Kungälv í suðvestur Svíþjóð.

Skráning til 4.apríl 2023

Dagskrá

Laugardagur 29.apríl 2023

08.00-08.45 Skráning á fundinn, Hotell Fars Hatt.

09.00-10.00 Setning á Bohus fästning sem var vígð á 14.öld og hefur í gegnum aldirnar staðið af sér allar tilraunir til að hertaka staðinn. Sjáumst þar.

10.30-13.00 Aðalfundur á Hotell Fars Hatt og umræður.

13.00 Hádegisverðarhlaðborð.

14.00-17.00 Kungälv/Vestursvíþjóð séð frá norsku, dönsku og sænsku sjónarhorni. Við byrjum á miðöldum.

Kaffipása – hátíðarbakkelsi í tilefni 400 ára afmælis Gautaborgar

19.00 Kvöldverður á Hotell Fars Hatt

Sunnudagur 30.apríl 2023

8.30 Rútuferð til Marstrand með ljósmyndastoppum, til baka gegnum Kungälv til Surte og Gautaborgar með stuttri leiðsöguferð í miðbæ Gautaborgar

13.00 Hádegisverður á skipinu Viking sem smíðað var í Kaupmannahöfn

14.30 Valborgarmessuhátíðarhöld í Gautaborg eða heimsókn á safn eða búðarölt!

18.00 Kvöldverður í Gautaborg fyrir þá sem vilja borða saman – (ekki innifalið)

Chalmarscortegen

Gisting á Hotell Fars Hatt því ný ævintýri bíða á mánudagsmorgun

Innifalið í Setning, Aðalfundur, tveir hádegisverðir, kaffi, einn kvöldverður. skráningargjaldi: Rútuferð, aðgangseyrir, fyrirlestrar, leiðsögn og skemmtilegur hópur Norrænna leiðsögumanna

Verð SEK 1585

Bankaupplýsingar

Bankgiro 271-9417

IBAN: SE8450000000056121009977

BIC: ESSESESS

Banki: SEB 10640 Stockholm

Upplýsingar:

Þeir sem koma með flugi til Landwetter: það er ódýra að kaupa miða í flugrútu á netinu eða á flugstöðinni en að kaupa þá í rútunni.

Í Gautaborg er farið út á Nils Ericson Terminalen (endastöð). Þaðan er hægt að taka rútu nr X4 sem ekur til Kungälv. Lestin frá Kastrup kemur líka á Nils Ericson Terminlen.

Rúta X4 fer til Kungälv, þar gildir það sama, ódýrara að kaupa miða á netinu eða á lestarstöðinni.

Þegar til Kungälv er komið er farið út á stoppistöð Fars Hatt.

Vinsamlegast látið vita ef þið hafið sérþarfir varðandi mat eða annað.

FERÐIR Í BOÐI

28.apríl Heilsdagsferð

Haldið er frá Kungälv og hringferðin hefst með því að aka með vesturströndinni. Ekið í áttina að Noregi og Stenungsund og að Tjörn þar sem er myndastopp í stórkostlegu útsýni. Haldið áfram yfir ána Orust og að Tanum, þar sem eru klettaristur sem teljast til menningararfs Svía. Ekið með ströndinni við Bullaren, Strömstad, Kosteröarna farið hjá Grebbested og Fjällbacka þar sem glæpasögudrottningin Camilla Läckberg ólst upp. Önnur fræg kona, leikkonan Ingrid Bergman eyddi gjarna sumrunum í þessu þorpi. Áfram til Kungshamn og að Nordens Ark þar sem snæddur verður góður kvöldverður áður en haldið verður aftur til Kungälv.

Innifalið: Rúta, hádegisverður, kaffi, kvöldverður, leiðsögn. Aðgangseyrir í boði hvers staðar.

VERÐ SEK 695 á mann

 

1.og 2.maí tveggja daga ferð

1.maí

Ekið frá Kungälv upp með Göta-ánni til miðaldabæjarins Lödöse og litið við á safninu þar. Síðan haldið áfram til Lilla Edet og Trollhättan þar sem skoðaðir verða skipastigar og haldið til Husaby kirkju þar sem fyrsti kristni svíakonungurinn Olaf Skötkonung lét skírast. Hér erum við líka á slóðum Arn fyrir þá sem þekkja bækur Jan Guillou um munkinn sem varð riddari og alla þá miðaldasögu sem þar er. Áfram er haldið yfir Kinnekulle á móts við Billingen og áfram í Forshemskirkju sem er eina norræna kirkjan sem helguð er hinni heilögu gröf í Jerúsalem. Svo er það Varnhem þar sem Marie ferðamálastjóri hittir hópinn og segir frá umhverfinu. Ferðin þennan daginn endar í Lundsbrunn á Hotell Lundsbrunn.

Kl. 19.00 er 2ja rétta kvöldverður á hótelinu.

2.maí

Haldið áfram áleiðis til Skara, komið við á Vastergötlandsafni og síðan er næsta stopp við Hornborgasjön þar sem trönurnar koma við á hverju ári allt að 20 þúsund fuglar. Ef heppnin er með gætum við séð einhverja. Enn fylgjum við Arn og Ceciliu og sjáum nú klausturrústirnar þar sem Cecilia eyddi 20 árum meðan hún beið eftir að Arn kæmi til baka.

Í Fallköping verður stoppað og þar tekur ostameistarinn hópinn með í ostakjallarann og upplýsir hvernig osturinn er gerður. Siðan verður haldið áleiðis til baka og vonandi gefst tími til að fara á rómaða útsýnisstaði.

Innifalið: Gisting, rúta, tveir hádegisverðir, 4x kaffi og meðlæti, aðgangseyrir, 2ja rétta kvöldverður, gisting í einsmannsherbergjum, morgunverður og leiðsögn (þú borgar mat, hótel og rútu).

Ath! við þurfum að lágmarki 30 þátttakendur f. þetta verð

Tími: mánudagur 1.maí og þriðjudagur 2.maí VERÐ SEK 1765 / á mann

 

Nánari upplýsingar

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image