Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

04
Maí

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur heldur örfyrirlestur um umbrotin á Reykjanesskaga

Leiðsögn býður félagsmönnum upp á endurmenntun í maí

Minnum á örfyrirlestur sem fer fram á morgun þriðjudag, 5. maí kl. 16:00-17:00. Þá mun Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fjalla um umbrotin á Reykjanesskaga í fyrirlestri sem hann kallar Umbrot á Reykjanesskaga – jarðskjálftar og kvikuhreyfingar. Atburðirnir verða skoðaðir í ljósi fyrri atburða og reynt að spá í spilin.

Leiðsögn mun í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjá örfyrirlestra núna í maímánuði, þeim að kostnaðarlausu nema hvað greiða þarf kr. 1.000 í staðfestingargjald fyrir hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM, svo þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu og góða internettengingu.

Skráning á  fyrirlesturinn fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=411V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image