Eyðublöð
Neðangreind umsóknareyðublöð er hægt að sækja með því að smella á tengilinn fyrir neðan heiti umsóknareyðublaðsins.
Umsókn úr Endurmenntunarsjóði
Styrkveitingar sjóðsins eru teknar fyrir fjórum sinnum á hverju almanaksári.
Styrkbeiðnum vegna endurgreiðslu á kostnaði verður að fylgja eftir með því að senda inn öll fylgiskjöl og reikninga, en beiðnir eru ekki teknar fyrir fyrr en öll viðeigandi gögn liggja fyrir.
Er umsókn hefur verið tekin fyrir mun svar berast.
Með því að smella á happinn hér neðan opnar þú umsóknareyðublað fyrir styrki úr Endurmenntunarsjóði.
Umsókn úr Sjúkrasjóði
Styrkbeiðnum vegna endurgreiðslu á kostnaði verður að fylgja eftir með því að senda inn öll fylgiskjöl og reikninga. Er frumrit og/eða önnur gögn liggja fyrir, eru beiðnir teknar fyrir strax á næsta fundi sjóðsins sem haldninr eru einu sinni í mánuði.
Umsókn ásamt öllum fylgigögnum þarf að berast fyrir 15. hvers mánaðar til að hægt sé að afgreiða umsókn næst komandi mánaðarmót.
Með því að smella á happinn hér neðan opnar þú umsóknareyðublað fyrir styrki úr sjúkrasjóði.
Vegna umsóknar um sjúkradagpeninga þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með umsókn:
- Ljósrit af sjúkradagpeningavottorði frá lækni. Frumrit fylgir umsókn um dagpeninga til Sjúkratrygginga Íslands.
- Starfsvottorð frá vinnuveitanda þar sem fram kemur starfstími hans og starfshlutfall næstliðinna 6 mánaða og hvaða dag viðkomandi varð launalaus vegna veikinda/slyss og hve margir veikindadagar voru nýttir.
- Ljósrit af síðasta launaseðli
- Upplýsingar um hvort/ hvernig eigi að nýta persónuafslátt (skattkort).
Er umsókn hefur verið tekin fyrir mun svar berast.
Með því að smella á happinn hér neðan opnar þú umsóknareyðublað fyrir styrki úr sjúkrasjóði.