Fréttir

19. júlí 2017

Heimsókn í Perluna

Félagsmönnum hefur verið boðið í heimsókn í Perluna dagana 25. júlí og 27. júlí kl 18:00

Nú hefur sýningin Undur íslenskrar náttúru: Jöklar og íshellir verið opnuð í Perlunni. Að því tilefni hefur Perlan – Museum of Icelandic Natural Wonders boðið félagsmönnum Leiðsagnar í heimsókn dagana 25.júlí og 27.Júlí 2017. Þar munu félagsmenn vera leiddir í gegnum íshelli sem er fyrstur sinnar tegundar í heiminum, farið verður upp á glæsilega margmiðlunarsýningu þar sem leitast er við að fanga allt frá hinu stórbrotna í jöklum landsins til hins fíngerðasta. Eftir sýninguna stendur félögum til boða að kíkja upp á nýtt og glæsilegt veitinga- og kaffihús á 5. hæðinni.

Þeir sem vilja slást í hópinn eru beðnir um að skrá sig fyrir kl. 12 þann 25. júlí í gegnum netfangið info@touristguide.is og tilgreina hvorn daginn ætlunin er að fara.

Mæting er upp í Perlu stundvíslega klukkan 18:00 á heimsóknardag

Lesa meira »
18. júlí 2017

Námskeið EHÍ í samstarfi við LEIÐSÖGN

EHÍ býður í samstarfi við Félag leiðsögumanna uppá áhugaverð námskeið fyrir leiðsögumenn á haustmisseri. Hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur námskeiðin og nýta ykkur snemmskráningar til að tryggja ykkur betri verð.

Lesa meira »
19. júlí 2017

Metnaðarleysi ferðamálayfirvalda

Birtum hér grein eftir Indriða H. Þorláksson um viðhorf stjórnvalda til leiðsagnar ferðamanna á Íslandi.

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) birti nýverið skýrslu um Ísland sem að hluta til var helguð ferða­málum vegna áhrifa þeirra á end­ur­reisn lands­ins eftir hrun­ið. Í skýrsl­unni eru mis­góðar ábend­ingar um áherslur á þessum vett­vangi. Sumar eru gaml­ar, heima­bak­aðar lummur svo sem um hand­stýr­ingu ferða­manna en aðrar veiga­meiri og frum­legri! eins og þörf­ina á þver-ráðu­neyta­legri stefnu­mörkun þrátt fyrir til­vist Stjórn­stöðvar ferða­mála og ábend­ing um þörf á sam­ræmi í skipu­lagi sam­göngu­mála og stefnu í ferða­málum sem vænt­an­lega vísar fyrst og fremst til skorts á inn­an­lands­flugi frá Kefla­vík.

Skýrslan er áfell­is­dómur yfir stefnu- og aðgerða­leysi stjórn­valda í mál­efnum ferða­þjón­ust­unn­ar. Sú nið­ur­staða er ekki óvænt en það sem vekur athygli er að einu við­brögð ferða­mála­ráð­herra eru þau að ráð­legt sé að setja á stofn eins konar „mini” Hafró til þess að segja stjórn­völdum hvað gera þurfi. Ráð­herr­anum virð­ist ekki kunn­ugt um Rann­sókn­ar­mið­stöð ferða­mála við HA né um hátimbraða Stjórn­stöð ferða­mála sem átti að iðka rann­sóknir og afla áreið­an­legra gagna um ferða­þjón­ust­una. Svona við­brögð eru vottur um stefnu­leysi og ráð­leysi og var mælir­inn þó ekki fylltur í þeim efnum eins og rakið verður hér á eft­ir.

Fram kom á Alþingi skömmu fyrir þing­lok fyr­ir­spurn til ráð­herra ferða­mála um við­horf hans til lög­vernd­unar á starfs­heiti leið­sögu­manna. Í fyr­ir­spurn­inni kemur fram að um sé að ræða starfs­heiti leið­sögu­manna með starfs­und­ir­bún­ing sem upp­fyllir staðlinn IST EN 15565:2008, sem gilt hefur hér á landi síðan á árinu 2008. Var ekki ein­göngu átt við þá sem aflað hafa sér form­legrar mennt­unar í leið­sögu­skóla sem starfa í sam­ræmi við þann staðal heldur einnig þá sem aflað hafa sér þekk­ingar á því sviði með öðrum hætti í öðrum skólum eða sýnt fram reynslu og hæfni í raun­færni­mati. Við­fangs­efni lög­vernd­unar starfs­heit­is­ins, sem t.d. gæti verið fag­lærður leið­sögu­maður væri m.a. að skil­greina þá mennt­un, þær gæða­kröfur og/eða þá reynslu sem til þyrfti til að nota það og gætu verið mis­mun­andi eftir hinum ýmsu sviðum leið­sagn­ar.

Lesa meira »
18. júlí 2017

Ísland í tölum

Vert er að vekja athygli á bæklingi Hagstofunnar "Iceland in figures 2017" Þetta er lítill og handhægur bæklingur sem hægt er að kaupa Hagstofunni í Bogartúni á kr. 600. Einnig er hægt að fara á Netið á heimasíðu Hagstofunnar og skoða hann þar, hlaða niður í tölvuna og hafa með sér á ferð um landið.

Lesa meira »

Viðburðadagatal