Fréttir

5. júlí 2015

Nýr kjarasamningur Félags leiðsögumanna

Kynningarfundur var haldinn sunnudaginn 5.júlí þar sem góður rómur var gerður að störfum kjaranefndar. Nýja samningnum var vel tekið og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér samninginn og greiða atkvæði þegar atkvæðagreiðslan hefst 7. júlí.
Stjórn Félags leiðsögumanna hvetur félagsmenn til þess að samþykkja samninginn enda hefur mikið áunnist með þessum nýja kjarasamningi.
Hér er slóðin á skýringar með kjarasamningnum og kjarasamningurinn sjálfur.
Þeir sem hafa unnið að minnsta kosti 60 daga við leiðsögn síðustu 12 mánuði miðað við maí 2015 og hafa greitt til stéttarfélagsins á þeim tíma , hafa atkvæðisrétt. Atkvæðisgreiðsla hefst þriðjudaginn 7. júlí 2015 kl. 12:00 og lýkur 17. júlí kl. 12:00.
Þeir sem hafa atkvæðisrétt fá sendar upplýsingar í netpósti eða bréfpósti varðandi atkvæðagreiðsluna. Þeir sem ekki hafa fengið þær upplýsingar 10. júlí en telja sig uppfylla skilyrði um atkvæðisrétt ættu að hafa samband við skrifstofu Félags leiðsögumanna. Skrifstofa félagsins í Mörkinni 6 er opin milli klukkan 12 og 15 og síminn er 588 8670. Hægt er að senda fyrirspurnir á info@touristguide.is

Lesa meira »
2. júlí 2015

Kjarasamningar undirritaðir

Á miðvikudagskvöld var undirritaður nýr kjarasamningur milli Félags leiðsögumanna og Samtaka atvinnulífsins. Deilunni var fyrir nokkru vísað til ríkissáttasemjara og eftir nokkra fundi þar var nýr kjarasamningur undirritaður eftir stöðug fundahöld í heilan dag. Snorri Ingason formaður samninganefndar félagsins kynnir samningana á sunnudagskvöld . Þeir gilda til 31. desember 2018 líkt og margir aðrir samningar sem gerðir hafa verið að undanförnu.

Lesa meira »
30. júní 2015

Þrír leiðsögumenn koma að nýrri bók

Þrír leiðsögumenn koma að bókinni Traditional Icelandic Food – A Gastronomic Guide to Iceland sem nýkomin er út. Textin er eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur blaðamann og leiðsögumann, Vilborg Anna Björnsdóttir, leiðsögumaður og starfandi formaður Félags leiðsögumanna, hannaði og braut um bókina og Sigrún Antonsdóttir leiðsögumaður á mynd í bókinni.
Bókin fjallar um hefðbundna íslenska matargerð og er sérstaklega ætluð erlendum ferðamönnum sem hafa áhuga á að smakka íslenskan mat, leiðsögumönnum sem vilja segja frá íslenskum mat og leyfa gestum að smakka auk þess sem hún er tilvalin gjöf handa erlendum gestum.
Bókin skiptist í 29 kafla þar sem fjallað er um hrossakjöt, hangikjöt,harðfisk, kleinur, laufabrauð, selakjöt, hvalkjöt, skötu og enn sérstakari fæðutegundir eins og fýl og refakjöt en Patreksfirðingar gerðu tilraunir með að elda refakjöt á tíunda áratugnum. Nokkrir þeirra starfa einmitt við að aka erlendum ferðamönnum í dag. Fjölmargar myndir eru í bókinni. Kápumyndin er eftir Arnþór Birkisson ljósmyndara en margir aðrir eiga líka myndir í bókinni, þar á meðal Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari. Bókin kostar 3.299 krónur út úr búð. GHS Media gefur bókina út.

Lesa meira »
29. júní 2015

Ferðaþjónustureikningar staðfesta mikinn vöxt í ferðaþjónustu

Mikill vöxtur hefur verið í þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi á síðustu árum. Þannig hefur neysla erlendra ferðamanna aukist úr rúmlega 92 milljörðum króna árið 2009 í rúmlega 165 milljarða árið 2013, eða um 79% á nafnvirði. Neysla íslenskra ferðamanna innanlands hefur einnig aukist, en þó minna en þeirra erlendu. Hlutur erlendra ferðamanna hefur vaxið úr 52% árið 2010 í 60% 2013. Sjá á Hagstofan.is

Lesa meira »

Viðburðadagatal