Fréttir

23. júlí 2015

Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar

Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni hefur tekið saman myndrætt rit með hugleiðingum um hvernig draga megi úr óæskilegum áhrifum ferðaþjónustunnar á umhverfið, sem hann nefnir Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar. Um er að ræða tillögur að aðgerðum sem grípa þarf til svo byggja megi upp ferðalög um landið án þess að valda spjöllum, hvað þurfi að forðast og hvað þurfi að laga.
Sem betur fer er í ríkari mæli leitað álits leiðsögumanna um ýmis málefni sem snerta ferðaþjónustuna og því er full ástæða til að hvetja félagsmenn til að kynna sér efni ritsins - sem án efa á eftir að efla skilning margra á þessum þætti ferðaþjónustunnar.

Smellið hér til að sjá ritið.

Lesa meira »
22. júlí 2015

Nýjungar í kjarasamningnum

Ýmislegt nýtt er í kjarasamningi milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar og Félags leiðsögumanna sem tók gildi 1. júlí 2015. Sjúkrasjóðsprósentan lækkaði úr 1,5% í 1,25%.
2.3.5 Sé leiðsögumanni gert að snæða með farþegum í lengri ferðum þar sem gist er á hóteli skal greiða fyrir þann tíma sem fer umfram 11 klst. eða semja sérstaklega um greiðslu fyrirfram.
2.3.8 Það hefur verið hluti af starfi leiðsögumanns í ferð að kynna aðrar ferðir á vegum ferðaskrifstofu og/eða þriðja aðila og taka niður pantanir í þær ferðir. Taki lausráðinn leiðsögumaður einnig við greiðslum (með reiðufé eða greiðslukorti) í slíkar ferðir skal samið um greiðslu fyrir það í ráðningarsamningi.
Kafli 7 um greiðslur í launa og veikindatilfellum er mikið til endurnýjaður. Fleiri breytingar eru í kjarasamningnum.

Hér er hægt að skoða samninginn

Lesa meira »
21. júlí 2015

Skrifstofan verður lokuð 24.júlí - 4.ágúst

Skrifstofa Félags leiðsögumanna verður lokuð frá og með föstudeginum 24. júlí og opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst. Starfsmaður á skrifstofu verður í sumarfríi þessa daga.
Hægt er að senda erindi með tölvupósti til félagsins.

Lesa meira »
17. júlí 2015

Kjarasamningurinn samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu Félags leiðsögumanna um nýgerðan kjarasamning milli félagsins og SA og SAF lágu fyrir á hádegi 17. júlí og sýna þær að afgerandi meirihluti þeirra sem tók þátt samþykkir samninginn. Hlutfall þeirra sem samþykktu er 75,79%, nei sögðu 20% og 4,21% skiluðu auðu. Atkvæðagreiðslan fór fram dagana 7. – 17. júlí og var svarhlutfall tæp 39%,

Lesa meira »