Fréttir

27. nóvember 2014

Frumvarp um náttúrupassa

Ráðherra ferðamála Ragnheiður Elín Árnadóttir stefnir að því að leggja fram frumvarp um náttúrupassa á næstu dögum. Vinna við frumvarp um náttúrupassa er á lokastigi. Verið er að meta kostnað við það í fjármálaráðuneytinu. Bæði ríki og sveitarfélög eiga aðild að honum og einkaaðilum verður frjálst að koma að. Stefnt er að því að hefja innheimtu á haustmánuðum næsta árs.

Sjá nánar á ruv.is

Lesa meira »
26. nóvember 2014

Ferðaþjónustusamtök á móti náttúrupassanum

Samtök ferðaþjónustunnar funduðu í gær og var þar kynnt sú sameiginlega afstaða ferðaþjónustunnar að fallið verði frá hugmyndum um svokallaðan náttúrupassa. Samtökin hyggjast þrýsta á ráðherra að fara aðrar leiðir til tekjuöflunar, og leggja til hækkun á gistináttaskatti, sem tæki gildi 1. janúar 2016.

Sjá nánar á RUV.is

Lesa meira »
24. nóvember 2014

Vilja selja Víkingaheima

Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur að það eigi að selja Víkingaheima eða leigja safnið einhverjum öðrum.
Víkingaheimar voru opnaðir árið 2009. Safnið er rekið af félaginu Íslendingi ehf. og húsnæðið er í eigu dótturfélagsins Útlendings ehf. Félögin hafa verið í eigu Reykjanesbæjar frá árinu 2011. Safnið hefur verið rekið með tapi síðustu árin en tekjur safnsins eru að aukast.

Lesa meira »
20. nóvember 2014

Tilboð frá Cintamani

Vegna mikils áhuga hjá félagsmönnum hefur Félag leiðsögumanna ákveðið að bjóða aftur upp á merktar flíspeysur og vindjakka í samstarfi við Cintamani. Tilboðið gildir einungis fyrir eftirtaldar vörur og aðeins í rauðu: Flíspeysur: Svavar verð 16.995 kr. með merkingu, Silja 16.995 kr. með merkingu, Jóna verð 13.995 kr. með merkingu. Vindjakki: Steingrímur / 3ja laga skel verð 42.495 kr. með merkingu. Myndir af vörunum eru inni í vefverslunni á heimasíðu Félags leiðsögumanna Tilboðið gildir til og með 30. nóvember 2014. Eftir það verða flíkurnar sendar í merkingu og er áætlað að þær verði tilbúnar til afhendinar um miðjan desember 2014.
Flíspeysurnar eru merktar með merki félagsins og fornafni þar fyrir neðan, íslenska fánanum á ermi og touristguide.is á baki. Jakkinn er merktur með merki félagsins, nafni þar fyrir neðan, íslenska fánanum á ermi og touristguide.is á baki.
Tilgreina þarf hvernig nafnamerkingu skuli háttað ef ekki á að nota fornafn félagsmanns fyrir 1. desember 2014 í tölvupósti til FL (info@touristguide.is). Þið sem hafið áhuga á merktum fatnaði, flíspeysum eða vindjökkum vinsamlegast farið í næstu Cintamani verslun og veljið rétta stærð af þeim flíkum sem eru á heimasíðunni í vefverlsun (Svavar, Silja, Jóna og Steingrímur). (ATH ekki kaupa flíkina þar). Þessar flíkur er einungis hægt að fá merktar.
Kaupferlið:
1. Velja flík og rétta stærð í næstu Cintamani verslun.
2. Farið á heimasíðu Félags leiðsögumanna, gangið frá pöntun og greiðið í vefversluninni.
3. Flíkin fer í merkingu í byrjun desember 2014.
4. Þegar flíkurnar koma úr merkingu er send út tilkynning með tölvupósti eða í síma og félagsmaður nær í flíkina á skrifstofu félagsins í Mörkinni 6.
5. Ef félagsmaður býr úti á landi þá er hægt að fá flíkina senda í pósti. Viðkomandi greiðir póstkostnaðinn.

Lesa meira »