Fréttir

11. janúar 2018

Kynferðisleg áreitni í starfi leiðsögumanna

Yfirlýsing stjórnar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna

Í nóvember sl. sendi Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna frá sér sameiginlega yfirlýsingu, Rjúfum þögnina, í tilefni af #metoo hreyfingunni og alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum. Leiðsögn - félag leiðsögumanna, tekur heils hugar undir yfirlýsingu þessa sem lesa má undir tenglinum: http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/almennar-frettir/rjufum-thognina/

Lesa meira »
8. desember 2017

Skrifstofan lokuð 22 og 27 desember

Skrifstofa félagsins verður lokuð föstud. 22. og miðvikud. 27.desember. Skrifstofan opnar aftur þann 28.des. kl: 12:00

Við óskum félagsmönnum okkar gleðilegrar hátíðar !!

Lesa meira »
8. desember 2017

Desemberuppbót

Desemberuppbót skv. kjarasamningum Leiðsagnar er kr. 86.000 fyrir árið 2017.

Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Lesa meira »
8. desember 2017

Vel heppnað bókakvöld Leiðsagnar

Húsfyllir var á ánægjulegu bókakvöldi Fræðslunefndar leiðsagnar í Cinema no2 í gömlu verbúðunum í Grófinni á fimmtudagskvöldið 7. desember.

Lesa meira »

Viðburðadagatal