Fréttir

27. mars 2015

HÆTTULEGAR SPRUNGUR Í KETUBJÖRGUM

Fram kom á byggðrráðsfundi í Skagafirði að lögreglan varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum á Skaga í Syðri-Bjargavík og hefur lokað aðgangi að afmörkuðu svæði vegna hrunhættu. Hreyfingar hafa verið á bergbrúnum og varhugavert að ganga út á þær vegna hrunhættu en þarna er vinsæll útsýnisstaður yfir björgin og út á Skagafjörðinn.

Lesa meira »
26. mars 2015

Viðtal við formann FL um frumvarpið

Örvar Már Kristinsson, formaður Félags leiðsögumanna er hæstánægður með nýtt frumvarp um lögverndun starfsheitisins segir hann í viðtali við RÚV. Þetta er skref í rétta átt. Það er verið að viðurkenna þessa stétt ef þetta fer í gegnum þingið. Hlusta á viðtalið á ruv.is hér.

Lesa meira »
25. mars 2015

Frumvarp til laga um leiðsögumenn ferðamanna

Frumvarp til laga um starf leiðsögumanna hefur verið birt í Þingtíðindum. Flutningsmenn eru: Ásmundur Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Vilhjálmur Bjarnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Haraldur Einarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Kristján L. Möller. Starfsheitið leiðsögumaður ferðamanna verður lögverndað samkvæmt þessu lagafrumvarpi. Sjá nánar í Þingtíðindum

Lesa meira »
23. mars 2015

Fræðslumyndbönd um réttindamál

ASÍ hefur látið gera fræðslumyndbönd um réttindamál. Smellið hér.

Lesa meira »