Fréttir

29. apríl 2016

Rannsókn á starfi og starfskjörum leiðsögumanna

Félag leiðsögumanna hefur í samstafi við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum látið gera rannsókn á starfi og starfskjörum leiðsögumanna sem og viðhorum til starfsemi Félagsins. 

Rannsóknin er í formi spurningakönnunar sem send verður á alla skráða fagfélagsmenn Félags leiðsögumanna á næstu dögum. Biðjum við félagsmenn um að taka könnuninni vel og svara henni fljótt þannig að skýr mynd fáist á niðurstöður hennar.

Þeir félagsmenn sem komnir eru með ný netföng eða vilja breyta þeim sem fyrir eru skráð eru beðnir um að senda skrifstofunni póst með upplýsingum á info@touristguide.is

Með fyrirfram þökkum 
Stjórn Félags leiðsögumanna 

Lesa meira »
27. apríl 2016

Námskeiðið Fuglar og Fuglaferðamennska hjá Endurmenntun HÍ

Endurmenntun H.Í. í samstarfi við Félag leiðsögumanna verður með námskeiðið Fuglar og Fuglaferðamennska dagana 11 og 17. maí næstkomandi.

Markmið námskeiðsins er að kynna íslensku fuglafánuna, hvernig hún er samsett, hvaða breytingar eru að verða á henni og hvað veldur þeim. Tæpt verður á rannsóknum á íslenskum fuglum og sérstaklega fari þeirra. Fjallað verður um fuglastaði á íslandi og aðstöðu fyrir fuglaskoðara, hjálpartæki, rit og vefi. Vakning síðustu ára í fuglaferðaþjónustu verður umfjöllunarefni og leitast við að skilgreina eftir hverju ferðamenn eru að slægjast hér, hvernig hópurinn er samsettur og hvernig honum verður best sinnt. Loks verður fjallað um umgengni við fugla á ferðamannastöðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Íslenska fugla, samsetningu fánunnar og uppruna hennar.
• Breytingar og þróun í fánunni.
• Fuglaskoðun á Íslandi og hvar fuglana er að finna.
• Fuglaferðamennsku, bæði frá sjónarhóli leiðsögumannsins og ferðamannsins.
• Klasa um fuglatengda ferðaþjónustu.

Ávinningur þinn:
• Þú færð yfirlit yfir íslensku fuglafánuna og samsetningu hennar. Hvaða fuglar eru að nema hér land og af hverju. Af hverju stafa stofnsveiflur hjá fuglum.
• Þú færð upplýsingar um hvað er að gerast í íslenskum fuglarannsóknum, af hverju eru fuglar merktir.
• Þú fræðist um hvernig er best að bera sig að við fuglaskoðun og hvar er fuglana að finna.
• Þú fræðist um fuglaferðamennsku, hvernig sá hópur er samsettur sem kemur hingað að skoða fugla og eftir hverju hann er að slægjast.
• Þú kynnist uppbyggingu íslenskrar fuglaferðamennsku á síðustu árum.

KENNSLA/UMSJÓN: Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur
HVENÆR: Mið. 11. og þri. 17. maí kl. 17:30 - 20:30
HVAR: Endurmenntun HÍ

VERÐ í SNEMMSKRÁNNGU: 17.900 kr (til 1.maí)

ALMENNT VERÐ: 19.700 kr

Nánari upplýsingar má sjá hér

Lesa meira »
25. apríl 2016

Ársmiðinn 2016

Flestir félagsmenn fagfélags FL hafa fengið kröfu vegna árgjaldsins fyrir árið 2016 í heimabankann sinn. Þeir sem hafa greitt árgjaldið nú þegar eiga von á bláum 2016 miða í pósti sem þeir líma á félagaskírteinið. 

Félagsmenn sem ekki hafa fengið kröfu í heimabankann sinn, vija frekar milifæra eða fá gíróseðil sendann, vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna í síma 588 8670 milli kl: 12-15 alla virka daga.

Viljum ítreka við þá sem ekki hafa þegar greitt ársgjaldið að eindagi kröfunar er 6. maí næstkomandi

Lesa meira »
11. apríl 2016

Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits fyrir NV-land og Eyjafjarðarsvæðið

Sögulegt samkomulag hefur náðst á milli 14 stéttarfélaga sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra um stóraukið vinnustaðaeftirlit með því að ráða einn sameiginlegann verkefnastjóra fyrir vinnustaðaeftirlit á svæðinu.

Samningurinn tekur gildi frá 1. maí nk. og gildir í átján mánuði, eða til 30. október 2017. Litið er á að þetta fyrsta tímabil samningsins sé tilraunatímabil þar sem þjónustan er í mótun og uppbyggingu og því er nauðsynlegt að endurskoða allan samninginn fyrir lok þessa tímabils í ljósi reynslunnar. Fjórum mánuðum fyrir lok samningstímans skulu samningsaðilar endurskoða samningstextann í ljósi reynslunnar með það að markmiði að nýr samningur taki gildi 1. nóvember 2017 eða að samstarfinu verði slitið.

Félögin sem standa sameiginlega að þessari ráðningu eru Eining-Iðja, sem ber ábyrgð á verkefnastjóranum, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Byggiðn - Félag byggingamanna, Rafiðnaðarsamband Íslands, Aldan-stéttarfélag, Séttarfélagið Samstaða, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Félag leiðsögumanna, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Matvís, matvæla og veitingafélag Íslands, Félag iðn- og Tæknigreina og Félag Harsnyrtisveina.

Enn öflugara vinnustaðaeftirlit
Meginmarkmiðið með þessari ráðningu er að stuðla að því að á félagssvæðum áðurnefndra félaga verði enn öflugara vinnustaðaeftirlit en nú er, með heimsóknum og nánari eftirliti frá verkefnastjóra og starfsmönnum stéttarfélaga. Einnig að hafa gott samband við stofnanir ríkisins er fara með málefni vinnumarkaðarins, t.d. Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitið og Útlendingastofnun. Sérstök áhersla er lögð á að koma snemma að málum og koma í veg fyrir að brotastarfssemi þróist á félagssvæðum stéttarfélaganna.

Einn réttur – ekkert svindl
Verkefnastjórinn mun jafnframt nýtast vel í verkefninu Einn réttur – ekkert svindl sem Alþýðusamband Íslands í samstarfi við aðildarsamtök sín stendur í. Verkefninu er beint gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Verkefnið er tvískipt, annars vegar beinist það að brotum gagnvart erlendu vinnuafli og hins vegar brotum á ungu fólki en báðir eiga þessir hópar sammerkt að vera illa upplýstir um rétt sinn á vinnumarkaði.

Búið er að ganga frá ráðningu verkefnastjórans og mun Vilhelm Adolfsson gegna starfinu frá og með 1. maí nk. Vilhelm býr yfir góðri tölvuþekkingu og hefur gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti. Vilhelm er menntaður lögreglumaður en hann lauk námi frá Lögregluskóla ríkisins 2004 og starfaði á árum áður sem lögreglumaður á Austurlandi og á Akureyri. Síðan 2010 hefur hann starfað í Becromal á Akureyri og hefur verið trúnaðarmaður starfsmanna frá árinu 2011.

Vilhelm verður með aðsetur á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri en mun skipuleggja og fara í vettvangsferðir á vinnustaði á samningssvæðinu sem er Eyjafjörður, Skagafjörður og Húnavatnssýslur.

Lesa meira »

Viðburðadagatal