Fréttir

19. desember 2014

Skrifstofan um jól og áramót

Félag leiðsögumanna óskar félögum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Skrifstofan verður lokuð frá 21. desember og opnar aftur 5.janúar 2015. Vinsamlegast sendið erindi á info@touristguide.is.

Lesa meira »
17. desember 2014

Kjaranefnd að störfum

Kjaranefnd Félags leiðsögumanna hefur að undanförnu haldið nokkra vinnufundi vegna væntanlegra kjarasamninga á næsta ári. Nefndarmenn hafa farið yfir gildandi kjarasamning lið fyrir lið með hliðsjón af „þjóðfundinum“ sem haldinn var um kjaramál leiðsögumanna í október á síðasta ári og félagafundi um sama efni í liðnum október. Á báðum þessum fundum komu fram margvíslegar og hagnýtar ábendingar frá þeim félagsmönnum sem mættu á fundunum. Núverandi kjaranefnd skipa Snorri Ingason , sem er formaður, Bergur Álfþórsson og Elísabet Brand og varamenn eru þau Guðlaug Jónsdóttir og Jens Ruminy. Á vinnufundunum hafa auk þess verið formaður og varaformaður félagsins ,- Örvar Már Kristinsson og Vilborg Anna Björnsdóttir auk Kára Jónassonar stjórnarmanns. Kjaranefndin þiggur með þökkum allar ábendingar félagsmanna varðandi væntanlega kjarasamninga. Hægt er að senda ábendingar í tölvupósti á póstfang félagsins : info@touristguide.is eða að hafa samband við nefndarmenn.

Lesa meira »
10. desember 2014

Áhugaverð námskeið fyrir leiðsögumenn

Endurmenntun H.Í.

Egils saga Námskeið á þriðjudagskvöldum Snemmskráning til 10. jan. Námskeið á miðvikudagsmorgnum Snemmskráning til 11. jan. Námskeið á fimmtudagskvöldum Snemmskráning til 12. jan. Kennarar: Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Aðstoðarkennarar eru Kolfinna Jónatansdóttir og Þórdís Edda Jóhannesdóttir, doktorsnemar í íslenskum bókmenntum.

Stofnun og rekstur smáfyrirtækja í ferðaþjónustu - vinnustofa Kennarar: Ásmundur G. Vilhjálmsson, lögmaður hjá SkattVís slf.,skattaráðgjöf og fræðslu og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands og Gunnar Óskarsson, Ph.D. doktor í viðskiptafræði með áherslu á nýsköpun og upplýsingatækni. Snemmskráning til 20. jan.

Markaðssetning í ferðaþjónustu Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, MBA og sjálfstætt starfandi markaðssérfræðingur
Snemmskráning til 15. feb.

Atburðir í Bárðarbungu og Holuhrauni Kennari: Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ
Sknemmskráning til 11. jan.

Netfang endurmenntun@hi.is

Sími 525 4444

Endurmenntun Háskóla Íslands - Dunhaga 7, 107 Reykjavík - www.endurmenntun.is

Lesa meira »
8. desember 2014

Rafbæklingur um stjórnun streitu

Alþýðusamband Íslands hefur gefið út rafbækling um streitu. Streita og andleg heilsufarsvandamál eru alvarlegustu heilsufarsvandamál hjá um fimmtungi fólks á vinnumarkaði í Evrópu. Streita getur valdið fjarveru frá vinnu, lélegum starfsanda og minni afköstum svo fátt eitt sé nefnt. Nú er búið að gefa út rafbækling sem á að hjálpa fólki að skilja betur streitu og sálfélagslega áhættu og gefa ráð um aðgerðir sem grípa má til, til að leysa vandamálið. Bækling má ná í hér á asi.is

Lesa meira »

Viðburðadagatal