Fréttir

6. mars 2015

Aukaaðalfundur 16. mars

Aukaaðalfundur Félags leiðsögumanna verður haldinn mánudaginn 16. mars 2015 kl 20:00 á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2. Vegna þeirra leiðu mistaka sem urðu á aðalfundi félagsins þann 24. febrúar síðastliðinn þar sem fórst fyrir að kjósa skoðunarmenn reikninga Félags leiðsögumanna boðar stjórnin til aukaaðalfundar. Á dagskrá er aðeins eitt mál: Kosning eins félagskjörins skoðunarmanns reikninga og varamanns til tveggja ára samkvæmt 25. grein laga Félags leiðsögumanna.

Stjórnin

Fræðslufundur verður haldinn í framhaldi af aukaaðalfundinum.

Lesa meira »
4. mars 2015

Viðtal við Örvar formann á RÚV

Örvar Már Kristinsson formaður Félags leiðsögumanna var í viðtali í Morgunútgáfunni þriðjudaginn 3.mars. Hlusta hér á c.a. 36. mín.

Lesa meira »
4. mars 2015

Nýtt hættumat í næstu viku

Vísindamannaráð almannavarna fundaði í vikunni og og fór yfir stöðuna á umbrotasvæðinu í Bárðarbungu. Ákveðið var að funda næst þriðjudaginn 10. mars og í framhaldi af því verða ákvarðanir um breytingar á hættumati og lokunarsvæði teknar.
Áfram dregur mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Aðeins mældist einn skjálfti stærri en M2,0 frá því á laugardag, en hann var M2,3 í gær mánudag kl. 04:08. Alls hafa mælst um 60 skjálftar frá því á laugardag.

Lesa meira »
3. mars 2015

Gífurleg fjölgun hótelgesta í janúar

Gistinætur á hótelum í janúar voru 161.400 sem er 35% aukning miðað við janúar 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum.
Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 15.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar 59.700, Bandaríkjamenn með 25.500, og Þjóðverjar með 7.700 gistinætur.

Lesa meira »

Viðburðadagatal