Fréttir

9. nóvember 2016

Skrifstofa lokuð

Skrifstofa félagsins er lokuð föstudaginn 26 maí og mánudaginn 29. maí. Opnum aftur þriðjudaginn 30.maí kl 12:00

Lesa meira »
23. maí 2017

Félagsfundur - Opið hús

Í tilefni af 45 ára afmæli félagsins og útnefningu nýs heiðursfélaga, boðar Leiðsögn - félag leiðsögumanna til almenns félagsfundar miðvikudaginn 31. maí 2017, milli klukkan 20:00-22:00.
Fundurinn fer fram í nýjum húsakynnum skrifstofu félagsins að Stórhöfða 25, 3ju hæð,

Dagskrá fundarins er:

I. Félag leiðsögumanna 45 ára, stutt ágrip af sögu félagsins
II. Ný félagslög, helstu breytingar og áherslumál á tímamótum
III. Formleg útnefning Jóns R. Hjálmarssonar sem heiðursfélaga
IV. Önnur mál

Til að áætla megi þörf á kaffiveitingum er óskað eftir að þeir sem hyggjast sækja fundinn sendi skrifstofu félagsins staðfestingu á netfangið: info@touristguide.is

Lesa meira »
10. maí 2017

Stofnun fagdeilda innan Leiðsagnar

Í nýjum lögum Leiðsagnar - félags leiðsögumanna er kveðið á um að innan félagsins starfi fagdeildir fyrir einstaka hópa innan þess eftir starfssviðum, menntun o.fl. sem vinni að áhugamálum og hagsmunamálum viðkomandi hóps. Lögin gera ráð fyrir að innan ramma, sem stjórn félagsins setur, ákveði fagdeildirnar sjálfar hvernig þær haga innra starfi sínu en þær hafa einnig bein áhrif á starf félagsins sem félagsmenn og eins tilnefna fagdeildirnar fulltrúa í trúnaðarráð félagsins sem m.a. fer með samninga- og kjaramál fyrir þess hönd.

Stjórn Leiðsagnar hefur að undanförnu í samræmi við ályktun aðalfundar unnið að gerð reglna um fagdeildir sem setja munu almennan ramma um starfsemi þeirra, tengsl þeirra við félagið, fjármál o.fl. Drög að þessum reglum verða birt á heimasíðu félagsins til kynningar innan skamms.

Á aðalfundi Leiðsagnar var einnig samþykkt ályktun þess efnis að stofnuð skuli fagdeild fyrir almenna ferðaleiðsögn með aðild allra þeirra sem höfðu fagfélagsaðild að Félagi leiðsögumanna fyrir lagabreytinguna. Stjórn Leiðsagnar hefur í samræmi við ályktunina staðfest stofnun þessarar fagdeildar. Stjórn Leiðsagnar mun innan tíðar boða til fundar í þessari fagdeild með það fyrir augum að hún kjósi sér stjórn og undirbúi starfsemi sína með því að setja sér starfsreglur o.fl. og tilnefni fulltrúa í trúnaðarráð Leiðsagnar.

Stjórn félagsins beinir því einnig til annarra þeirra sem áhuga hafa á stofnun fagdeilda fyrir afmarkaða hópa að hafa samband við félagið.

Lesa meira »
10. maí 2017

Jón R. Hjálmarsson, nýr heiðursfélagi

Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur gert Jón R. Hjálmarsson að heiðursfélaga sínum.

Jón R. Hjálmarsson var einn af stofnendum Félags leiðsögumanna árið 1972 og hefur alla tíð verið vinsæll og fjölfróður leiðsögumaður, búinn einstökum hæfileikum til að miðla öðrum af ríkulegri þekkingu sinni á sögu, menningu og náttúru landsins.

Auk starfa sem skólastjóri Héraðskólans að Skógum undir Eyjafjöllum og Fræðslustjóri Suðurlands vann Jón alla tíð að verkefnum sem tengjast ferðamennsku. Hann lagði uppbyggingu Byggðasafnsins að Skógum drjúgt lið og stóð að ritun og útgáfu á verkum um sögu og menningu héraðsins.

Ritverk Jóns um sagnfræði og þjóðfræði eru víðkunn og “þjóðvegarbækur” hans eru leiðsögumönnum kærkomin uppspretta fróðleiks og ferðamönnum til ánægju.

Leiðsögn - félagi leiðsögumanna - er heiður að því að hafa Jón R. Hjálmarsson innan sinna vébanda og samþykkti einróma á aðalfundi sínum 10. apríl 2017 að gera hann að heiðursfélaga.

Lesa meira »

Viðburðadagatal