Fréttir

2. september 2014

VEFSJÓNVARPIÐ ICELANDIC TRAVEL TV

Icelandic Travel TV er vefsjónvarp á sviði ferðamála sem kynnir eitt og annað áhugavert fyrir ferðamenn á Íslandi.

„Markmið okkar er að einfalda ferðamönnum lífið við val á afþreyingu, gistingu, ferðamáta, mat og drykk - og teljum við myndbönd vera besta kostinn til upplýsingagjafar,“ segir í kynningu frá Icelandic Travel TV. Fyrirtæki geta skráð sig án endurgjalds á vef Travel TV og tengt þar inn myndbönd sem fyrirtækin eiga og vilja nota í kynningarmálum. Einnig getur Icelandic Travel TV tekið að sér að útbúa myndbönd fyrir ferðaþjónustuaðila. Umsókn á Ferðamaálstofa. Vefurinn icelandtravel.com

Lesa meira »
1. september 2014

Viðtal við tvo ferðaþjónustuaðila

Á Stöð 2 í þættinum Eyjunni var viðtal við ferðþjónustuaðilana Björn Hróarsson og Ólaf Schram. Í þættinum var farið vítt og breitt yfir stöðuna í ferðaþjónustunni í dag. Hér má sjá þáttinn.

Lesa meira »
29. ágúst 2014

Eldgosið í Holuhrauni

Rögnvaldur Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Almannavörnum, segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að fólki fari vanbúið að gosstöðvunum í Holuhrauni. Hann reiknar með því að björgunarsveitarmönnum verði fjölgað við þær stöðvar þar sem lokað er og svo verði lögreglan þar líka á sveimi.

Lesa meira »
25. ágúst 2014

Lagarfljótsormurinn er til

Meirihluti sannleiksnefndarinnar telur að myndband Hjartar Kjerúlf frá því í febrúar 2012 sýni sjálfan Lagarfljótsorminn. Sjö nefndarmanna töldu myndbandið sýna orminn, fjórir töldu svo ekki vera og tveir skiluðu auðu í atkvæðagreiðslu sem fram fór í hreindýraveislu Ormsteitis á Fljótsdalshéraði.
Sannleiksnefnd skipuðu:

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi og formaður nefndarinnar

Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar

Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs

Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi

Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv. alþingismaður

Lára G. Oddsdóttir sóknarprestur

Rán Þórarinsdóttir líffræðingur

Hlynur Gauti Sigurðsson, landslagsarkitekt og myndatökumaður

Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur

Dagur Skírnir Óðinsson félagsfræðingur

Þorvaldur P. Hjarðar svæðisstjóri

Magnús H. Skarphéðinsson skólastjóri

Arngrímur Vídalín miðaldafræðingur Hér má sjá myndbandið. Hér má sjá nánar frétt á ruv.is

Lesa meira »