Fréttir

21. október 2014

Öryggismál í landflutningum

Mánudaginn 27. október nk. boðar VÍS í samstarfi við Samgöngustofu til opins fundar um öryggismál í landflutningum. Fundurinn verður kl. 13 - 16 Ármúla 3 5.hæð. Ókeypis aðgangur, takmarkað sætapláss skráning hér.
Dagskrá fundarins:
13:05 Fjölgun ferðamanna á veturna, aðkoma hópferðabifreiða Jónas Guðmundsson slysavarnarmál, Landsbjörg 13:30 Skipulag öryggismála í akstri, notkun varúðarviðmiða Einar Guðmundsson forvarnarfulltrúi, Eimskip 13:55 Áhættumat akstursleiða Jón Sveinsson sérfræðingur í forvörnum, VÍS 14:05 Heilsufarsskoðanir, sjón, heyrn, áunnir sjúkdómar Teitur Guðmundsson læknir, Heilsuvernd 14:30 Kaffi 14:40 Áherslur vegagerðarinnar fyrir veturinn, auknar kröfur ferðaþjónustunnar Björn Ólafsson forstöðumaður, Vegagerðin 15:05 Innleiðing öryggismenningar, ávinningur, áskoranir Reynir Jónsson framkvæmdarstjóri, Strætó 15:30 Svefnskimun, fyrstu vísbendingar eftir skimanir hjá atvinnubílstjórum Erla Björnsdóttir sálfræðingur, Betri svefn

Lesa meira »
17. október 2014

Listin að mynda norðurljós

Endurmenntun H.Í. endurtekur námskeiðið ,, Listin að mynda norðurljós" vegna mikillar eftirspurnar.
Á námskeiðinu er farið í grunnstillingar myndavélarinnar fyrir norðuljósa- og næturmyndatökur. Farið er yfir praktísk atriði s.s. fókus stillingar, val á þrífæti, fjarstýringum og öðrum aukabúnaði. Til þess að ná að fanga norðuljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd. Á námskeiðinu er fjallað um grunnstillingar myndavélarinnar með tilliti til þess að ljósmynda norðuljós að næturlagi. Dæmi um það sem farið er í eru fókusstillingar, ISO stillingar, lokunarhraði, ljósop. Námskeiðið er sérstaklega ætlað eigendum stafrænna myndavéla með skiptanlegum linsum. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi myndavélarnar með sér á námskeiðið.

Á námskeiðinu er fjallað um: • Lokunarhraða myndavélar. • Fókus • Aukahluti • Ljósop

Ávinningur þinn: • Aukinn skilningur á næturmyndatökum. • Auknar líkur á því að geta myndað norðuljós við misgóðar aðstæður. • Betur upplýst/ur um kosti og galla myndavélarinnar við ýmsar aðstæður.

Kennari verður Ólafur Þórisson

Námskeiðið verður þriðjudaginn 18. nóvember kl. 19:00 - 22:00 í Dunhaga. Það er niðurgreitt af Félagi leiðsögumanna og verðið er 9.900 kr. Skráning hér.

Lesa meira »
14. október 2014

Upplýsingar vegna endurgreiðlsu

Því miður var ekki hægt að fljúga yfir gosstövarnar í dag og sennilega ekki hægt næstu daga. Þess vegna var útsýnisfluginu aflýst. Þeir sem hafa greitt fargjald og ekki sent bankaupplýsingar til félagsins eru beðnir um að senda þær og kennitölu á info@touristguide.is svo að hægt verði að endurgreiða fargjaldið.

Lesa meira »
13. október 2014

Mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og annarra hagsmunaaðila. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir íslenska ferðaþjónustu og stuðla að samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Stefnt er að því að niðurstöður vinnunnar liggi fyrir í maí á næsta ári.

Lesa meira »

Viðburðadagatal