Fréttir

25. maí 2016

Skrifstofan lokuð frá 26 - 31 maí

Skrifstofa Félags leiðsögumanna verður lokuð dagana 26 - 31. maí næstkomandi vegna sumarleyfis. Opnum aftur miðvikudaginn 1.júní kl 12:00

Vinsamlegast sendið tölvupóst á info@touristguide.is ef þið þurfið nauðsynlega að ná sambandi við félagið.

Lesa meira »
25. maí 2016

Leiðsögunám á háskólastigi - Staðnám eða fjarnám

Leiðsögunám á háskólastigi er þriggja missera námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Námið býðst hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi. Námið er 60 einingar (ECTS) á grunnstigi háskóla og viðurkennt sem aukagrein með ferðamálafræði svo og í deild erlendra tungumála.
Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn. Kennd er að jafnaði ein námsgrein í senn sem lýkur með prófi og/eða verkefni áður en sú næsta hefst.

Námið miðar að því að nemendur:
• Geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, ólíkum hópum og væntingum ferðamanna, ímynd lands og þjóðar ásamt þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir þjóðarbúið.
• Kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns og þjálfist í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu.
• Hafi haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars Íslands og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna.
• Þekki sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað helstu þáttum til ferðamanna.
• Þjálfist í skipulagðri miðlun fróðleiks við hæfi á völdu tungumáli og öðlist um leið aukinn sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands.

Í lok náms fá þeir nemendur sem lokið hafa öllum námskeiðum skírteini sem vottar þátttöku og frammistöðu í náminu. Leiðsögupróf frá Endurmenntun Háskóla Íslands veitir rétt á fagfélagsaðild í Félagi leiðsögumanna.

NÁNARI UPPLÝSINGAR & KYNNINGARMYNDBAND

KENNSLA/UMSJÓN
Allir kennarar námsins hafa víðtæka sérþekkingu og reynslu á þeim sviðum sem kennd eru hverju sinni. Nánari upplýsingar um kennara fyrir hvert fag má finna í námsvísi.

HVENÆR
Kennsla fer að jafnaði fram tvisvar í viku á þri. og fim. kl. 16:10-19:55.
Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri.

VERÐ 890.000 kr
Námið er lánshæft fyrir skólagjöldum hjá Framtíðinni námslánasjóði.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. JÚNÍ

UMSAGNIR
"Námið fór langt fram úr mínum væntingum. Kennarar voru úr fremstu röð íslenskra fræðimanna og mátti glögglega sjá að þar var valið af kostgæfni. Það var svo gaman að mér fannst slæmt að missa stundum úr tíma, en það kom ekki að sök því námið er líka kennt í fjarnámi."
Íris Sveinsdóttir, leiðsögumaður

"Námið var hverrar krónu virði - verst að því skyldi ljúka."
Finnur P. Fróðason, leiðsögumaður

Lesa meira »
25. maí 2016

Merktar derhúfur

Félagið hefur hafið sölu á merktum derhúfum fyrir sumarið.

Húfurnar koma í tveim litum: svörtum og kaki og er saumað í þær merki félagsins. Hægt er að panta húfurnar í gegnum vefverslun félagsins og verða þær sendar í pósti.

Lesa meira »
25. maí 2016

Framkvæmdir við Gullfoss

Framkvæmdir við gerð stiga milli efra og neðra útsýnissvæðis standa nú yfir á Gullfossi.

Miklar framkvæmdir verða við Gullfoss í allt sumar til að bæta aðgengi ferðamanna. Áætlað er að þær muni standa frá maí fram undir september með tilheyrandi raski. Á meðan ástandið varir eru allir gestir vinsamlegast beðnir að sýna varkárni og þolinmæði.

Nýi stiginn kemur í staðinn fyrir stiga sem er kominn til ára sinna og annar ekki mannfjöldanum sem kemur til að líta fossinn augum. Verður sá nýi meira en tvisvar sinnum breiðari en sá gamli og gerður úr stáli og lerki. Þetta er aðeins fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum sem eru fyrirhugaðar, en í haust á að endurnýja útsýnispall á efri hluta svæðisins. Svæðið verði þannig mun öruggara á eftir, umferðarstýring verði betri auk þess sem ráðstafanir verði gerðar til að takmarka til dæmis snjósöfnun og hálku í stiganum á veturna.

Myndin hér að ofan sýnir framkvæmdasvæðið.

Lesa meira »

Viðburðadagatal