Fréttir

23. nóvember 2015

Hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár

Breytingar á lífeyriskerfinu eru nú í undirbúningi. Markmiðið er jöfnun lífeyrisréttinda og að hækka lífeyrisgreiðslur sem hlufall af atvinnutekjum. Einnig verða möguleikar á að velja hvort auknar greiðslur verða settar í almenn lífeyrisréttindi eða viðbótarlífeyri. Jafnframt þarf að undirbúa hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár. Þessar breytingar voru ræddar á miðstjórnarfundi ASÍ.

Lesa meira »
19. nóvember 2015

Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans

Ferðaþjónusta bænda hlaut viðurkenningu Vakans sem veitt var við hátíðlega athöfn á uppskeruhátið félagsmanna þann 16. nóvember síðastliðinn. Á sama tíma fékk fyrirtækið gull-umhverfismerki Vakans fyrir áherslur í sjálfbærni og umhverfismálum.

"Það er fyrirtækinu mikill heiður að hljóta viðurkenningu Vakans sem hefur það markmið að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi. Við hjá Ferðaþjónustu bænda höfum frá upphafi lagt ríka áherslu á að efla gæði og sjálfbærni í starfsemi okkar og vinnum markvisst að ná settum markmiðum fyrirtækisins. Viðurkenning Vakans fyrir gæða- og umhverfismál er starfsmönnum fyrirtækisins mikil hvatning og veitir okkur innblástur til að vinna enn frekar að umbótum.“ segir Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda.

Sjá nánar á ferdamalastofa.is

Lesa meira »
16. nóvember 2015

Munu erlendir ferðamenn hverfa eins og síldin?

Greiningardeild Arion banka hefur tekið saman áhugaverðar upplýsingar um ferðaþjónustuna.
Eins og greiningardeildin hefur fjallað um erum við um þessar mundir nálægt þolmörkum er varða t.d. ýmsa innviði og vinnumarkaðinn, og geta slíkir þættir hægt talsvert á vexti. Þó virðist sem ekki sé sérstök ástæða til að ótttast stórkostlega fækkun ferðamanna á næstunni, hvort sem horft er til rannsókna eða þróunar í öðrum löndum, þó vissulega þurfi að vera á varðbergi.
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað það er sem hefur áhrif á ferðalög til tiltekinna áfangastaða. Heilt yfir koma helstu áhrifaþættirnir ekki á óvart. Innviðir, ekki síst samgönguinnviðir, skipta talsverðu máli, auk þess sem tekjur ferðamannanna sjálfra hafa áhrif.
Hér má skoða markaðspunkta greiningardeildar Arion banka nánar.

Lesa meira »
13. nóvember 2015

Launamundur kynjanna mestur á Íslandi

Framfarir hafa orðið á Íslandi á undanförnum tíu árum en launamunur kynjanna er þó sá mesti á Norðurlöndum.

Hagstofur landanna hafa unnið saman í rúmt ár að því að safna samanburðartölum að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmiðið er að veita stjórnmálafólki í löndunum bestu fáanlegu upplýsingar þegar mótuð er stefna í jafnréttismálum en einnig að miðla þekkingu um norrænt jafnrétti til annarra landa.
Á vordögum gaf Norræna ráðherranefndin út fyrstu tölfræðihandbókina í vasabroti um norrænt jafnrétti, „Nordic Gender Equality in Figures“. Nú eru tölurnar komnar út í stafrænu formi og eru því enn aðgengilegri en áður. Sjá nánar á asi.is.

Lesa meira »