Fréttir

30. október 2014

Upplýsingafundur á Akureyri vegna eldsumbrota í Holuhrauni

Markaðsstofa Norðurlands í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Almannavarnir boða til upplýsingafundar vegna eldsumbrota í Holuhrauni.

Fundurinn fer fram á Icelandair hótel Akureyri, að Þingvallastræti 23, föstudaginn 31. október og hefst kl. 12.00.

Léttur hádegisverður er í boði gegn vægu gjaldi.

Dagskrá fundarins:

Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, útskýrir stöðuna á svæðinu og ræðir opnanir og lokanir. Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, ræðir um vinnu samráðshóps um aðgengi að svæðinu. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, stýrir fundinum. Umræður Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að láta sig málefnið varða og mæta á fundinn.

Allir velkomnir!

Markaðsstofa Norðurlands

Lesa meira »
30. október 2014

Útköll vegna farþegaflutninga hafa aukist

Á opnum fundi VÍS og Samgöngustofu, kom fram hjá verkefnastjóra slysavarna ferðmanna hjá Landsbjörgu, Jónasi Guðmundssyni að staðan hjá björgunarsveitum landsins hafa gjörbreyst frá því sem var fyrir áratug hvað snerti útköll vegna farþegaflutninga. Þá voru sveitirnar sjaldan eða aldrei kallaðar út eingöngu til að liðsinna hópferðabifreiðum og farþegum þeirra. Undanfarna 12 mánuði hafa útköllin hins vegar verið fleiri en 50 og 4.817 farþegar átt í hlut eða að meðaltali 13 á dag. Atvikin eru 2.563 eða 7 á degi hverjum að jafnaði. Jónas sagði bílstjóra nefna nokkrar ástæður fyrir þessu öðrum fremur: þrýstingur á að halda áætlun, þrýstingur frá ferðalöngum og leiðsögumanni, vanmat á aðstæðum og ofmat á eigin getu, slæmir vegir, skortur á upplýsingum, ófullnægjandi búnaður og veður.

Lesa meira »
26. september 2014

Með fagmennsku fram í fingurgóma

Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu miðvikudaginn 29. október. Megináhersla þetta árið verður á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.

Áhugaverðir fyrirlestrar

Ólöf Ýrr Ataldóttir ferðamálastjóri og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, opna þingið en fyrirlesarar eru bæði íslenskir og koma erlendis frá. M.a. má nefna Lee McRonald og Colin Houston frá Visit Scotland, sem fjalla munu um reynslu og starf Skota að gæðamálum ferðaþjónustunnar.

Dagskrá

Skráning

Lesa meira »
24. október 2014

41. þing ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson var endurkosinn forseti ASÍ. Fulltrúar Félags leiðsögumanna sem sitja 41. þing ASÍ eru Örvar Már Kristinsson og Kári Jónasson sem kom inn vegna forfalla.

Lesa meira »

Viðburðadagatal