Fréttir

17. apríl 2015

Hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu

ASÍ og BSRB boða til ráðstefnu í aðdraganda 1. maí 2015 undir yfirskriftinni Hlutverk stéttarfélaga í samfélaginu. Ráðstefnan er haldin á Grand hóteli (Hvammur) næsta þriðjudag.
Dagskrá

Þriðjudagur 21. apríl kl. 08.00-10.00

08.00-08.20 Morgunverður

08.20-08.40 Staða og hlutverk stéttarfélaganna í samfélaginu – Gylfi Arnbjörnsson

08.40-08.55 Stéttarfélögin og félagsmaðurinn – Árni Stefán Jónsson

08.55-09.10 Stéttarfélögin og félagsmaðurinn – Sigurrós Kristinsdóttir

09.10-09.25 Viðbrögð og spurningar

09.25-09.35 Hvernig eiga stéttarfélögin að þróast? - Ingólfur Björgvin Jónsson

09.35-09.45 Hvernig eiga stéttarfélögin að þróast? – Þórdís Viborg

09.45-10.00 Viðbrögð, spurningar og samantekt

Fundarstjórn og samantekt: Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

Viðbrögð og spurningar: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Helgi Seljan

Skráning á ráðstefnuna:

Lesa meira »
14. apríl 2015

Úr ræðu formanns SAF um kjaramál

Í ræðu Gríms Sæmundsen, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, sem flutt var á aðalfundi samtakanna á Egilsstöðum 26. mars sl. ræðir hann meðal annars um stöðuna í kjaramálum.
,,Samtök ferðaþjónustunnar styðja hugmyndir Samtaka atvinnulífsins um, að horft verði til lausna, sem feli í sér hækkun dagvinnulauna en lægri álagsgreiðslna samsvara auknum sveigjanleika á skilgreiningu dagvinnutíma, sem er bæði hagur vinnuveitenda og launþega. En það skal undirstrikað af hálfu Samtaka ferðaþjónustunnar, að meginmarkmiðið með slíkum breytingum er, að bæta kjör þeirra, sem starfa í ferðaþjónustu. Þar fara hagsmunir aðila saman.

Því miður eru menn ennþá að notast við kjarasamningaumgjörð, sem að grunni til er áratugagömul og úrelt og mætir á engan hátt þörfum þess samfélags, sem við búum nú í." sagði Grímur Sæmundsen. Sjá ræðuna á saf.is

Lesa meira »
23. mars 2015

Fræðslumyndbönd um réttindamál

ASÍ hefur látið gera fræðslumyndbönd um réttindamál. Smellið hér.

Lesa meira »
13. apríl 2015

Kjaraviðræður

Kjaranefnd Félags leiðsögumanna hefur fram til þessa verið á þremur fundum með viðsemjendum félagsins þar sem fulltrúar flestra stærstu fyrirtækjanna sem hafa leiðsögumenn í þjónustu sinni hafa verið ásamt fulltrúa SAF, og Samtaka atvinnulífsins sem leiðir samninganefnd fyrirtækjanna. Á fyrsta fundinum kynntu fulltrúar Félags leiðsögumanna kröfur félagsins sem byggðar eru á því starfi sem unnið hefur verið innan félagsins á undanförnum mánuðum, þar sem fjöldi félagsmanna lét í ljósi skoðanir sínar varðandi áhersluatriði í væntanlegum samningum. Á öðrum samningafundinum viðruðu fulltrúar fyrirtækjanna skoðanir sínar á kröfum félagsins, en á þeim þriðja sem haldinn var þriðjudaginn 7. apríl komust samninganefndirnar að samkomulagi um að skipa fámennar undirnefndir frá hvorum aðila til að fara yfir gildandi kjarasamning í heild og hefst sú vinna þriðjudaginn 14.apríl. Gert er ráð fyrir að vinna stíft í þessu í nokkra daga með hléum á milli svo hægt verði að bera árangur þessarar endurskoðunar undir bakland beggja samningsaðila, eftir því sem starfinu miðar.
Í kjaranefnd Félags leiðsögumanna eru Snorri Ingason , formaður, Bergur Álfþórsson og Elísabet Brand. Varamenn eru Jens Ruminy og Sigríður Guðmundsdóttir. Örvar Már Kristinsson formaður FL og Vilborg Anna Björnsdóttir varaformaður félagsins hafa auk þess setið fundi kjaranefndar og verið á fundunum með Samtökum atvinnulífsins , SAF og fulltrúum fyrirtækjanna i ferðaþjónustu.
-kj

Lesa meira »