Fréttir

19. ágúst 2014

Nýtt embætti ferðamálaráðherra

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, vill nýtt embætti ferðamálaráðherra í ljósi þess að ferðaþjónustan sé sú atvinnugrein sem skapi mestu gjaldeyristekjurnar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer með málaflokkinn. Sjá nánar á mbl.is og ruv.is

Lesa meira »
18. ágúst 2014

Skipulagsmál í tengslum við ferðaþjónustu

Skipulagsstofnun hefur tekið saman skýrsluna „Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir“. Í henni eru settar fram helstu forsendur Landsskipulagsstefnu 2015-2026, þ.e. greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu ásamt yfirliti um stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða skipulag landnotkunar og byggðaþróun. Hér má nálgast skýrsluna.

Lesa meira »
15. ágúst 2014

Þurfum stefnumótun í ferðamálum

Viðtal við formann Félags leiðsögumanna á Bylgjunni 12. ágúst. Því lengur sem við bíðum því meiri verður skaðinn á landinu. Hægt er að hlusta á þetta áhugaverða viðtal með því að smella hér

Lesa meira »
13. ágúst 2014

Framkvæmdasjóður ferðamála

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðustu daga vegna þess að hann er innan fjárheimilda tók til starfa 8. ágúst 2011. Sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóðurinn er fjármagnaður með 3/5 hluta gistináttaskatts. Um miðjan maí samþykkti ríkisstjórnin að veita ríflega 380 milljónum króna til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum á þessu sumri. Um var að ræða sérstaka úthlutun vegna verkefna sem talin voru sérstaklega brýn vegna verndunar náttúru og öryggissjónarmiða.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki, 2-3 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins hér að ofan.

Lesa meira »