Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

03
Nóv

Afmælishátíð - Leiðsögn fagnar 50 ára afmæli 12. nóvember

Kæru leiðsögumenn.

Eins og þið vitið fagnar Leiðsögn fimmtugsafmælinu á þessu ári, en félagið var stofnað 6. júní 1972. Haldin verður vegleg hátíðarsamkoma í Veröld, húsi Vigdísar laugardaginn 12. nóvember næstkomandi frá klukkan 14-17, flutt verða ávörp og stutt erindi, stofnfélagar heiðraðir og boðið upp á tónlistaratriði.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- menningar- og viðskiptaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir fomaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Tryggvi Felixsson formaður Landverndar ávarpa samkomuna auk þess sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður og Auður Jónsdóttir rithöfundur flytja stutt erindi. Arndís Halla Ásgeirsdóttir, leiðsögumaður og óperusöngkona, og Söngfélagið taka nokkur lög.

Örn Árnason, leikari og leiðsögumaður mun stýra samkomunni sem lýkur með léttum veitingum þar sem leiðsögumenn og gestir þeirra geta fagnað þessum áfanga í sögu félagsins.

Félagsfólk er hvatt til að taka daginn frá, fjölmenna og taka með sér gesti. Samkomunni verður streymt og er félagfólk sem ekki kemst á staðinn hvatt til að nýta sér það og jafnvel koma saman og fygjast með.

Öll hjartanlega velkomin á afmælishátíðina!

 

Kær kveðja, 

Friðrik Rafnsson

formaður Leiðsagnar – félags leiðsögumanna.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image