• Stórhöfða 29, 110 Reykjavík
  • Mán - Fim: 13.00 - 15.00 / Lokað á föstud.
04
Maí

Nýjar siðareglur Leiðsagnar samþykktar

Undanfarna  mánuði hefur verið unnið að því að endurskoða og uppfæra siðareglur Leiðsagnar. Þær sem í gildi voru voru frá árinu 1999, eða rúmlega tuttugu ára, og því var löngu tímabært að endurskoða þær, ekki síst í ljósi mikillar umræðu um kynferðislegt áreiti í samfélaginu. Það er æ algengara að félög, fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Þær eru vitaskuld ekki hugsaðar sem einhver refsivöndur heldur sem viðmið sem okkur er öllum er hollt að hafa hugföst. Stjórnin vann þetta í sameiningu en Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar og Harpa Björnsdóttir, ritari héldu utan um vinnuna, auk þess sem leitað var liðsinnis Páls Ragnars Þorsteinssonar heimspekings hjá Siðfræðistofnun HÍ, en hann er sérfræðingur í þessu efni, hefur oft komið að slíkri vinnu og kom með margar gagnlegar ábendingar.

Tillögur að nýjum siðareglum leiðsögumanna voru kynntar á félagsfundi Leiðsagnar þann 5. apríl og birtar á vef félagsins. Þær voru lagðar fyrir aðalfund Leiðsagnar þann 26. apríl s.l. og samþykktar þar. Félagsmönnum er bent á að kynna sér þær vel. Hér er krækja á siðareglurnar: Nýjar siðareglur leiðsögumanna.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image