Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
13
Jan

Netfundur um Hálendisþjóðgarð með Umhverfis- og auðlindaráðherra

Síðustu vikur og mánuði hefur frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, Umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum.
Til að fá bestu upplýsingar um þetta málefni frá fyrstu hendi höfðum við samband við ráðherra og báðum um fund til að fá að spyrja hann út í þetta frumvarp. Tók Guðmundur Ingi mjög vel í þessa málaleitan og verður netfundur um þetta málefni á fimmtudaginn í næstu viku (21.1.2021) kl 16:00-17:30.

Það þarf að skrá sig á fundinn með því að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) tölvupóst með nafni og netfangi og fá svo viðkomandi sendan hlekk á fundinn. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið heldur fundinn og stjórnar ráðherra fundinum. Fyrst verður ráðherra með kynningu á frumvarpinu og svara þeim spurningum sem borist hafa og síðan verða umræður.

Til að fá fundurinn verði hnitmiðaðri og svör ráðherra betur undirbúin hvetjum við félagsmenn til að senda formanni (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) spurningar sem hann kemur svo áfram til ráðherra. Þannig gefst ráðherra tækifæri til að undirbúa svör. Einnig er hægt að koma með spurningar á fundinum.

Frestur til að skrá sig og/eða senda inn spurningar er til miðnættis (23:59) á mánudeginum 18.1.2021

Hér er hlekkur á síðu hjá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu: Spurt og svarað um Hálendisþjóðgarð.

Hér er hlekkur á frumvarpið eins og það er í meðförum Alþingis núna.
Frumvarpið sjálft.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image