Sem lið í aðgerðum stjórnvalda til að styðja við stjórnendur, starfsfólk og verktaka í ferðaþjónustu býður Háskólinn á Hólum upp á ódýrt og aðgengilegt sumarfjarnám í ferðamálafræði og viðburðastjórnun. Um er að ræða hagkvæma sí/endurmenntun fyrir aðila í ferðaþjónustu en hvert námskeið kostar aðeins 3000,- og er jafnframt lánshæft hjá LÍN.
Umsóknarfrestur er 28. maí nk.
Námið verður kennt af Háskólanum á Hólum.