• Stórhöfða 29, 110 Reykjavík
  • Mán - Fim: 13.00 - 15.00 / Lokað á föstud.

Um stofnun Leiðsagnar

Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og þá undir nafninu Félag leiðsögumanna.

Stofnfélagar, sem voru 27 talsins, höfðu flestir starfað um árabil við leiðsögu erlendra og íslenskra ferðamanna.

Nú eru rúmlega 1000 leiðsögumenn skráðir í félagið. Aðeins hluti félagsmanna hefur leiðsögu að aðalstarfi en þeim fer þó stöðugt fjölgandi, enda lengist ferðamannatíminn á Íslandi ár frá ári.

Stéttarfélag og Fagdeildir

Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna á aðild að ASÍ sem sjálfstætt félag.

Innan Leiðsagnar starfa fagdeildir m.a. fagdeild faglærðra leiðsögumanna.

Samstarf

Leiðsögn er meðlimur í tvennum alþjóðlegum samtökum leiðsögumanna. Þau eru Samtök leiðsögumanna á Norðurlöndum (IGC) og Samtök evrópskra leiðsögumanna (FEG). Á Íslandi er félagið aðili að Landvernd.

Einkunnarorð Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna eru:

Landinu virðing - lífinu hlýja.

Heiðursfélagar Félags leiðsögumanna

  • Ásta Sigurðardóttir (1937-2013)
  • Birna G. Bjarnleifsdóttir
  • Jón R. Hjálmarsson (1922-2018)
  • Kristbjörg Þórhallsdóttir (1938-2018)
  • Kristín Njarðvík (1929-2013)
  • Vigdís Finnbogadóttir (1930-

 

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image