Leiðsögn - Félag leiðsögumanna   •   Stórhöfði 29  •   Sími/Tel:  (+354) 588 8670  •  info@touristguide.is
Skrifstofan er opin frá kl. 13 - 16 mán.-fim. Lokað á föstudögum / Opening hours Mon-Thu: 1 pm-4 pm. Fri closed.

×

Warning

JUser: :_load: Unable to load user with ID: 1411998
25
Apríl

Frá formanni

Kæru leiðsögumenn,

Nú líður að aðalfundi Leiðsagnar 2022 sem verður eins og fram hefur komið í tilkynningum haldinn annað kvöld þriðjudaginn 26. apríl klukkan 19:00 að Stórhöfða 29 (Grafarvogsmegin).

Drífa Snædal, forseti ASÍ ávarpar fundinn í upphafi.

Ýmis fundargögn hafa undanfarið verið sett inn á innri og ytri vef félagsins, þar á meðal lagabreytingatillögur Lagabreytinganefndar, tillögur að nýjum siðareglum leiðsögumenn og ársreikningar félagssjóðs, sjúkrasjóðs og endurmenntunarsjóðs. Heimasíða: https://www.touristguide.is/

Verði þær samþykktar hefur félaginu verið skapaður skýr og betri rammi sem vonandi gerir kleift að efla þjónstu við félagsmenn og efla þá enn faglega. Það er ætlunin með því að stofna til sk. faghópa þar sem félagsmenn geta tekið sig saman eftir áhuga og fagsviðum og fengið til þess fjárhagslegan stuðning frá félaginu. Þannig mætti hugsa sér faghóp ökuleiðsögumanna, faghóp sitjandi leiðsögumanna, faghópa um einstök tungumál og menningarsvæði, o.s.frv. Slíkir hópar yrðu sjálfsprottnir og lýðræðislegir, tímabundnir eða varanlegir, allt eftir þörfum, áhuga og vilja félagsmanna.

Önnur mikilvæg breyting er að hafa hóflegt aðildargjald sem allir félagsmenn borga og veitir tiltekin réttindi, en eftir sem áður eru greiðslur stéttarfélagsgjalda (iðgjalda) forsenda þess að safna réttindum í sjúkrajóð og endurmenntunarsjóð, en um það gilda lög um stéttarfélög.

Lagabreytingartillögurnar eru viðamesta efni fundarins og ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur þær vel og vona að þær verði samþykktar, enda mikil vinna verið lögð í þær, vandað til verka og þær unnar í samvinnu við lögfræðing ASÍ.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest og minni fólk á að vera málefnalegt, en það hefur nokkuð skort á það undanfarin ár.

Minni jafnframt á að samtal og samstaða leiðsögumenn er mikilvægari nú en nokkru sinn fyrr, nú þegar ferðaþjónustan er að fara á fullt skrið á ný.

Kær kveðja,

Friðrik Rafnsson

Formaðu Leiðsagnar- félags leiðsögumanna.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image