• Stórhöfða 25, 110 Reykjavík
  • Mán - Fim: 13.00 - 15.00 / Lokað á föstud.
10
Maí

Halldór Björnsson verður- og haffræðingur fjallar um loftslagsbreytingar á norðlægum slóðum

Halldór Björnsson verður- og haffræðingur fjallar um loftslagsbreytingar á norðlægum slóðum

Þá er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlestraröð fræðslunefndar Leiðsagnar og Endurmenntunar Háskóla Íslands en þá mun Halldór Björnsson, doktor í veður- og haffræði og formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar fjalla um þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á norðurslóðum í fyrirlestri sem hann kallar: Breytingar á norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga - áhrif á Íslandi og á hnattræna vísu.

Leiðsögn mun í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjá örfyrirlestra núna í maímánuði, þeim að kostnaðarlausu nema hvað greiða þarf kr. 1.000 í staðfestingargjald fyrir hvern fyrirlestur. Fyrirlestrarnir fara fram í gegnum fjarfundakerfið ZOOM, svo þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu og góða internettengingu.

Fyrirlesturinn fer fram n.k. fimmtudag 14. maí kl. 16:00-17:00

Skráning á  fyrirlesturinn fer fram á slóðinni:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=412V20

Einungis þarf að smella á skráningarhnappinn, skrá umbeðnar upplýsingar og greiða skráningagjaldið. Þeir sem skrá sig fá einnig senda upptökuna að fyrirlestrinum sem verður aðgengileg í viku eftir að fyrirlesturinn fór fram. Þannig er bæði hægt að vera með í rauntíma eða hlusta eftir á allt eftir þörfum.  Það er ósk stjórnar og fræðslunefndar Leiðsagnar að félagsmenn geti notfært sé þessa fyrirlestra sér til ánægju og uppbyggingar á þessum fordæmalausu tímum.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image