Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna 17. júl 2019 17. júl 2019 https://www.touristguide.is/_rss/ Taxtar og taxtabreytingar til 2022 <p>Í þeim talnagögnum sem birt hafa verið með samningunum og í kynningu hans á félagsfundi var gerð grein fyrir upphafsbreytingum launataxta, þ.e. þeim hækkunum sem verða á árinu 2019. Kjarasamningurinn er til ársins 2022 og hækka mánaðarlaun samningsins um fasta krónutölu á hverju ári eftir 2019. Hækkunin er 24.000 kr. á árunum 2020 og 2021 og 25.000 kr. á árinu 2022. Eftirfarndi töflur sýna... https://www.touristguide.is/Frettir/Taxtar_og_taxtabreytingar_til_2022/ https://www.touristguide.is/Frettir/Taxtar_og_taxtabreytingar_til_2022/ 13. júl 2019 Upptaka <p><a href="https://fil.email/K1jmaDPg">hér</a></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Bein_utsending_af_felagsfundi/Upptaka/ https://www.touristguide.is/Frettir/Bein_utsending_af_felagsfundi/Upptaka/ 12. júl 2019 Upptaka af kynningu á kjarasamningi <p>Hér er hægt að sjá upptöku af kynningarfundi um nýgerðann kjarasamning Leiðsagnar. Smellið á "YouTube linkur" til að horfa á upptöku í vafra. Þar fyrir neðan eru glærur frá fundinum.</p> <p><a href="https://youtu.be/yXiGOmhcFOI?t=3871">YouTube linkur</a></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Upptaka/ https://www.touristguide.is/Frettir/Upptaka/ 12. júl 2019 Kosning um nýgerðann kjarasamning <p>Kosning félagsmanna um nýgerðann kjarasamning er hafin og lýkur 18. júlí. Kosningin er rafræn. Hægt er að kjósa með því að smella <a href="https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/112?lang=IS">hér</a> .</p> <p>Á kjörskrá eru þeir félagsmenn sem greitt hafa fjórfalt lágmarks stéttarfélagsgjald (8.416kr.) á síðustu 12 mánuðum.</p> <p>Þeir sem eingöngu greiða til Fagdeildarinnar og eru í öðru stéttarfélagi, geta ekki greitt atkvæði um kjarasamning Leiðsagnar.</p> <p>Þegar búið er að kjósa rafrænt þá birtist eftirfarandi texti:</p> <p>Takk fyrir þátttökuna. Niðurstöður verða kynntar 19.júlí 2019.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Rafraen_kosning_um_nygerdann_kjarasamning/ https://www.touristguide.is/Frettir/Rafraen_kosning_um_nygerdann_kjarasamning/ 11. júl 2019 Kjörskrá <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="Kj&ouml;rskr&aacute; Lei&eth;sagnar 2019" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5d273750e8055.docx&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><pre><code> Kjörskrá Leiðsagnar 2019 </code></pre> <p>fjöldi Kennitala Nafn 1 030195-4699 Adam David Watson 2 060394-4079 Adam Leslie Scanlon 3 200163-2069 Adriana Arendse 4 100585-2009 Agata Jablonska 5 160992-4419 Alberto Ojembarrena Magister 6 050669-5059 Aldís Brynja Schram 7 190484-5489 Alex Albala 8 230689-5049 Alexander Giannakos 9 170358-5119 Alfreð... https://www.touristguide.is/Frettir/Kjorskra/ https://www.touristguide.is/Frettir/Kjorskra/ 11. júl 2019 Bein útsending af félagsfundi <p>Hægt er að sjá beina útsendingu af kynningarfundi á kjarasamningnum kl. 19:30 i kvöld, með því að skrifa inn í vafrarann linkinn hér að neðan:</p> <p>https://www.youtube.com/watch?v=yXiGOmhcFOI&amp;feature=youtu.be</p> <p>Upptaka af fundinum verður sett á vefinn á morgun (11. júlí)</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Bein_utsending_af_felagsfundi/ https://www.touristguide.is/Frettir/Bein_utsending_af_felagsfundi/ 10. júl 2019 Félagsfundur um kjarasamning Leiðsagnar <p>Félagsfundur Leiðsagnar verður haldinn miðvikudaginn 10. júlí nk. kl. 19:30 að Stórhöfða 25 í fundarsal á 3ju hæð.</p> <p>Á funding verður nýr kjarasamningur Leiðsagnar við SA og SAF kynntur og fyrirspurnum um hann svarað.</p> <p>Vakin er athygli á kjarasamningnum og upplýsingum um hann á síðunni "Kjarasamningur Leiðsagnar" en þar eru birt skjöl um samninginn og verður frekari upplýsingum... https://www.touristguide.is/Frettir/Feelagsfundur_um_kjarasamning_Leidsagnar/ https://www.touristguide.is/Frettir/Feelagsfundur_um_kjarasamning_Leidsagnar/ 03. júl 2019 Kjarasamningur Leiðsagnar <p>Kjarasamningur Leiðsagnar, greinargerð og upplýsingar</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Kjarasamningur_Leidsagnar/ https://www.touristguide.is/Frettir/Kjarasamningur_Leidsagnar/ 03. júl 2019 Nýr kjarasamnigur og greinargerð um breytingar https://www.touristguide.is/Kjaramal/Nyr_kjarasamnigur_og_greinargerd_um_breytingar/ https://www.touristguide.is/Kjaramal/Nyr_kjarasamnigur_og_greinargerd_um_breytingar/ 01. júl 2019 Nýr kjarasamningur undirritaður <p>Í dag, 27. júní, undirrituðu fulltrúar Leiðsagnar nýja kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar. Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og efnt til atkvæðagreiðslu um hann sem lokið skal fyrir 19. júlí nk. Nánar upplýsingar um kynninguna verða tilkynntar innan tíðar.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/27-06-19_14-33/ https://www.touristguide.is/Frettir/27-06-19_14-33/ 27. jún 2019 Sumarlokun skrifstofu <p>Skrifstofan er lokuð til 9. júlí vegna sumarleyfa. Hér koma nokkur gagnleg netföng:</p> <p>Formaður Leiðsagnar: Pétur Gauti Valgeirsson pgv@simnet.is</p> <p>Formaður samninganefndar: Indriði H. Þorláksson inhauth@icloud.com</p> <p>Vegna haustferðar: Tryggvi Jakobsson tryggvi.jakobsson@gmail.com</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Sumarlokun_skrifstofu/ https://www.touristguide.is/Frettir/Sumarlokun_skrifstofu/ 20. jún 2019 Um framvindu í kjarasamningum 3 <p>Það er eðlilegt að farið sé að gæta óþreyju hjá félagsmönnum vegna þess hve hægt hefur gengið að koma á nýjum kjarasamnigum. Í fyrri orðsendingum um framvindu í kjarasamningum hefur eftir því sem unnt er verið greint frá ástæðum þess, sem m.a. eru þær að lítið félag sem stendur eitt í viðræðum og hefur ekki tæki til þrýstings önnur en rök og góðan málstað, er nánast dæmt til að bíða eftir að... https://www.touristguide.is/Frettir/Um_framvindu_i_kjarasamningum_3/ https://www.touristguide.is/Frettir/Um_framvindu_i_kjarasamningum_3/ 15. jún 2019 28.5.2019 - Stjórnarfundur <p>Stjórnarfundur Leiðsagnar 28. maí 2019<br /> Fundur settur kl. 10</p> <p>Mættir: Pétur Gauti Valgeirsson, Þorsteinn Svavar McKinstry, Vilborg Anna Björnsdóttir, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir og Óskar G. Kristjánsson</p> <p><strong>1.Skrifstofan</strong><br /> Félögum í Leiðsögn hefur fjölgað og starfsemin aukist. Ákveðið að mæta auknu álagi með að bjóða... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/28.5.2019_-_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/28.5.2019_-_Stjornarfundur/ 14. jún 2019 Um framvindu í kjarasamningum 2 <p>Hinn 26. mars sl. birti Leiðsögn greinargerð um stöðu og efni samningagerðar sbr. tengil hér í lokin og í lok apríl var gerð stutt grein fyrir stöðu viðræðnanna þá. Eins og þar kom fram mótuðust viðræður okkar af framvindu í samningum annarra stéttarfélaga fyrst af samningum SGS og VR og síðan af kjarasamningum iðnaðarmanna en í þeim eru atriði sem komið geta að gagni í samningum okkar og tekin voru upp í kröfugerð félagsins í viðræðunum. Viðræður þokuðust hægt meðan beðið var úrslita í framangreindum samningum og snerust að mestu um ráðningafyrirkomulag og ýmis mikilvæg réttindamál og hefur í þeim efnum þokast nokkuð til réttrar áttar. Í framhaldi af því lagði Leiðsögn fram tillögur sínar um öll önnur atriði samningsins, þ.m.t. vinnutímamál, nema launafjárhæðir. Hafa þær verið ræddar en endanleg svör við þeim hafa ekki fengist og ekki hafa verið lagðar fram tillögur um launaliði. Viðræðunefnd Leiðsagnar telur að nú sé ekkert til vanbúnaðar því að ljúka gerð kjarasamnings og hefur fengið samþykki trúnaðarráðs fyrir því að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara verði ekki gengið frá samningum innan tíðar. Hefur viðsemjendum verið greint frá því og búist er við viðbrögðum þeirra á næstu dögum.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Um_framvindu_i_kjarasamningum_2/ https://www.touristguide.is/Frettir/Um_framvindu_i_kjarasamningum_2/ 05. jún 2019 Endurmenntunarnámskeið bílstjóra <p>Skráning er opin á fjögur endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra sem verða haldin í á næstu dögum í Fjölheimum Tryggvagötu 13 Selfossi. Þetta verða síðustu námskeiðin fyrir sumarlokun. Mjög mikilvægt er fyrir þá ökuleiðsögumenn sem þurfa að endurnýja ökuskirteinið sitt á næstunni að ljúka fimm námskeiðum til þess að geta endurnýjað atvinnuréttindin. Námskeiðin verða haldin samkvæmt reglugerð.</p> <p>Þriðjudagurinn 4. júni kl 9 -16 Umferðaröryggi - bíltækni</p> <p>Miðvikudagur 5. júni kl 9 - 16 - Lög og reglur</p> <p>Þriðjudagur 11. júni kl 9 -16 Fagmennska og mannlegi þátturinn</p> <p>Miðvikudagur 12. júni kl 9 - 16 Farþegaflutningar</p> <p>Mjög mikilvægt er skrá þáttöku til þess að námskeiðin verði haldin: Vinsamlega sendið nafn og kennitölu til: gudni@okuland.is</p> <p>Kveðja:<br /> Guðni Sveinn Theoddórsson Ökukennari Leiðsögumaður</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Endurmenntunarnamskeid_bilstjora/ https://www.touristguide.is/Frettir/Endurmenntunarnamskeid_bilstjora/ 03. jún 2019 Haustferð Leiðsagnar - skráning hafin <h4><strong>Haustferð um norðurgosbeltið með Páli Einarssyni</strong></h4> <p>Eins og kunnugt er urðu viðbrögð við forkönnun félagsins vegna væntanlegrar ferðar í haust um Norðurgosbeltið svo mikil og góð að ákveðið var að bjóða upp á tvær ferðir á sömu slóðir og með sömu ferðatilhögun. Því er hægt að velja á milli ferðar miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. september og annarrar ferðar laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. september. Forkönnunin sýndi að öllu meiri áhugi var á síðarnefndu ferðinni en þeirri fyrri, þannig að skipuleggjendur áskilja sér allan rétt til að leitast við að jafna fjölda farþega í ferðunum tveimur. Annars gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.<br /> <strong>(<em>Athugið: heildar fjöldi farþega takmarkast við 65 sæti í hvorri ferð og skráning er ekki endanlega staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir ferðina.</em>)</strong></p> <p>Lausleg ferðatilhögun verður sem hér segir: Lagt verður upp frá Akureyri á miðvikudags- og laugardagsmorgni og komið við á flugvelli en síðan ekið áleiðis í Mývatnssveit þar sem skoðuð verða ýmis jarðfræðiundur við Mývatn og megineldstöðina Kröflu. Mögulega verður farið að Aldeyjarfossi á austurleið. Gist verður á Sel Hóteli við Skútustaði. Síðari daginn verður ekið að Dettifossi og í Hljóðakletta, komið við á Kópaskeri og farið um Öxarfjörð og Tjörnes aftur til Akureyrar.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Haustferd_Leidsagnar_-_skraning_hafin/ https://www.touristguide.is/Frettir/Haustferd_Leidsagnar_-_skraning_hafin/ 21. maí 2019 Demantshringurinn <p>MARKAÐSSETNING Á DEMANTSHRINGNUM - UMRÆÐUFUNDUR</p> <p>Demantshringurinn Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið?</p> <p>Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.</p> <p>Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú að þróun og markaðssetningu á Demantshringum (Diamond Circle) með tilkomu samnings við Húsavíkurstofu.</p> <p>Því langar okkur að bjóða öllum sem vilja taka þátt í uppbyggingu og markaðssetningu á leiðinni, á umræðufund. Þar verður farið yfir stöðu verkefnis eins og innviðagreiningu, þróun vörumerkis og næstu skref.</p> <p>Vinsamlegast skráðið ykkur með að því að senda póst á bjorn@nordurland.is eða hafa samband í síma 462 3300.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Demantshringurinn/ https://www.touristguide.is/Frettir/Demantshringurinn/ 20. maí 2019 30.4.2019 -Aðalfundur fundargerð <h4><strong>Aðalfundur Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna</strong></h4> <h4>Aðalfundur 30. apríl 2019</h4> <h4><strong>Fundargerð.</strong></h4> <p>Fundurinn var haldinn í salarkynnum Félags eldri borgara, Stangarhyl 4. Var boðið upp á fjarfundabúnað fyrir fjarstadda leiðsögumenn eins og gert hefur verið undanfarin ár. Fundurinn hófst kl. 20.</p> <h4><strong>1. Setning, kosning... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/30.4.2019_-Adalfundur_fundargerd/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/30.4.2019_-Adalfundur_fundargerd/ 14. maí 2019 7.5.2019 Stjórnarfundur <p>Stjórnarfundur Leiðsagnar 7. Maí 2019</p> <p>Mætt voru: Pétur Gauti Valgeirsson, Þorsteinn Svavar McKinstry, Vilborg Anna Björnsdóttir, Helga Snævarr Kristjánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Svanbjörg H. Einarsdóttir, Óskar G. Kristjánsson og starfsmenn skrifstofu Valdimar Leó Harðarson og Donna Kristjana Peters.</p> <p>Fundur var settur kl. 18</p> <p>1. Fyrsta verk var að skipa í stöður... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/7.5.2019_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/7.5.2019_Stjornarfundur/ 13. maí 2019 Viðtal við formann <p>Formaður Leiðsagnar, Pétur Gauti Valgeirsson var í viðtali í "Samfélaginu" á Rúv. Þar ræddi hann um félagsleg undirboð í stéttinni og þá staðreynd að leiðsögumenn eru oft "fyrstir á vettvang".</p> <p>Hægt er að hlusta á viðtalið með því að fara á þennan link:</p> <p>https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/samfelagid/23617?ep=7hl57c</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Vidtal_vid_formann/ https://www.touristguide.is/Frettir/Vidtal_vid_formann/ 10. maí 2019 Kynningarfundur um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu <p>Félag Leiðsögumanna vekur athygli félagsmanna sinna á opnum fundi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.<br /> Á fundinum verður sagt frá stöðu vinnunnar og þeim verkefnum sem framundan eru.<br /> Allir eru velkomnir á fundinn.</p> <p><strong>Fundurinn verður haldinn mánudaginn 20. maí kl. 16:30 – 17:30</strong><br /> <strong>Skuggasundi 3 (4. hæð) í fundarsal umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.</strong></p> <p>Nánari upplýsingar um starf nefndarinnar má finna á vefslóðinni www.stjornarradid.is/midhalendid</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Bein_utsending/ https://www.touristguide.is/Frettir/Bein_utsending/ 30. apr 2019 Leiðsögn sem verktaka <p>Leiðsögn sem verktaka. Lágmark útseldrar vinnu.</p> <p>Leiðsögumenn sem starfa sem verktakar og hafa ekki aðra starfsmenn í þjónustu sinni (einyrkjar) eiga rétt á aðild að Leiðsögn - stéttarfélgi leiðsögumanna. Þeim ber eins og þeim sem ráða leiðsögumenn til starfa að greiða laun að lágmarki í samræmi við kjarasamning Leiðsagnar. Samkvæmt skattalögum ber þeim sem starfa við eigin rekstur hvort sem er sem sjálfstætt starfandi menn eða starfa fyrir félag í eigu þeirra að reikna sér laun, að lágmarki þau laun sem honum bæri í starfi hjá óskyldum aðila. Fyrir leiðsögumenn er það lágmark bundið í kjarasamnigi.</p> <p>Nokkuð hefur verið um það að leiðsögumenn séu fengnir til starfa með verktakasamningi og boðin starfskjör sem gera þeim ekki kleift að reikna sér laun í samræmi við kjarasamning og uppfylla þar með skilyrði skattalaga og kjarasamnings Leiðsagnar. Af því tilefni vill Leiðsögn vekja athygli á eftirfarandi:</p> <p>Greiðsla fyrir leiðsögn í verktöku þarf að vera það há að hún nægi til að verktaki geti reiknað sér laun samkvæmt kjarasamningi að meðtöldum öðrum kjarasamningsbundnum greiðslum svo og staðið undir öllum lögbundnum skyldum launagreiðenda og sköttum og gjöldum. 1. Greiðsla á tímaeiningu, þ.e. taxtinn á klst, á dag, á viku o.s.frv., verður að lágmarki að miðast við samningsbundin laun skv. kjarasamningi fyrir þá vinnu. 2. Taxtinn verður einnig að taka tillit til þess hvenær vinnan fer fram þ.e. hvort um sé að ræða dagvinnu, vinnu utan dagvinnutímabils, yfirvinnu eða vinnu á stórhátíðum. 3. Taxtinn á einnig að fela í sér greiðslu orlofsfjár. 4. Álag á taxtann sbr. framangreint þarf að vera nægilega hátt til að greiða samningsbundin gjöld launagreiðanda, þ.e. sjúkrasjóðsgjald, gjald í endurmenntunarsjóð og í starfsendurhæfingarsjóð. (Stéttarfélagsgjaldið er greitt af launþegum þótt laungreiðanda beri að standa skil á því. 5. Álag á taxtann þarf einnig að vera nægilegt til að greiða lögbundin launatengd gjöld eins og tryggingagjald og samnings- og lögbundin iðgjöld til lífeyrissjóða. 6. Leiðsögn er virðisaukaskattsskyld starfsemi og er í efra þrepi skattsins. Á reikning fyrir verktöku ber því að leggja 24% VSK. (Ath. Kaupandi þjónustunnar er yfirleitt einnig VSK-skyldur og fær þann skatt sem hann hefur greitt verktakanum til baka sem innskatt og hefur því ekki hag af skattleysi eða lægri skatti.) Verktaka við leiðsögn ber að leggja VSK á reikninga sína sé ársvelta hans yfir 2 mkr. á ári.</p> <p>Í framangreindu er ekki tekið tillit til ýmissa þátta og kostnaðar sem lagst getur á launagreiðanda. Þannig er veikindaréttur hjá launagreiðanda, þ.e. svokallaðir veikindadagar ekki meðtaldir og hann nýtur ekki slysatryggingar sem launþegi. Eins getur ábyrgð af tjónum sem starfsemin veldur fallið á hann.</p> <p>Athygli verktaka í leiðsögn skal einnig vakin á því að um verktöku gilda ýmis ákvæði laga og samninga sem ekki eiga við launþega, sbr. https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-hefja-rekstur/stofna-rekstur/ Meðal þeirra eru:</p> <p>I. Verktaka ber að skrá sig á launagreiðendaskrá RSK. II. Verktaka ber að reikna sér laun fyrir starf sitt sbr. reglur RSK um reiknað endurgjald og miða framangreind gjöld við það. (https://www.rsk.is/atvinnurekstur/stadgreidsla-og-reiknad-endurgjald/reiknad-endurgjald/2019/reiknad-endurgjald-2018). Ath. viðmiðunarfjárhæðir RSK miðast við heildarlaun í fullu starfi en ekki taxtalaun. III. Verktaka ber að skila mánaðarlega staðgreiðslu af eigin launum. IV. Verktaka ber standa mánaðarlega skil á tryggingagjaldi. V. Vertaka ber að standa mánaðarlega skil á iðgjaldi, launþega og launagreiðandahluta í lifeyrissjóð. VI. Verktaka við leiðsögn ber að greiða mánaðarlega stéttarfélagsgjald til Leiðsagnar og iðgjöld til sjóða félagsins af þeim launum sem hann hefur af starfseminni sbr. II. VII. Verktaka við leiðsögn ber að skrá sig á VSK-skrá hjá RSK. VIII. Verktaka ber að skila VSK skýrslum á tveggja mánaða fresti og skila VSK í samræmi við þær. IX. Verktaka ber að skila skattframtali fyrir reksturinn þ.m.t. rekstraryfirliti eða rekstrarreikningi.</p> <p>Ennfremur skal þeim sem hyggjast starfa við leiðsögn sem verktakar bent á að þeir hafa ekki frjálst val um ráðningarsamband sitt við þann sem ræður hann, þ.e hvort um er að ræða verktöku eða launþegasamband. Til þess að um verktöku sé að ræða þarf ráðningarsambandið að uppfylla ákveðin skilyrði svo sem að verktaki selji þjónustu sína fleiri aðilum, leggi til það sem til starfseminnar þarf, hver beri abyrgð á árangri, tjóni o.fl., hver fari með stjórnunarvald og hvort greiðslan miðast við tímaeiningu eða skilgreint verk, sbr. fyrri tilvísun í RSK. Fallist skattyfirvöld ekki á að um sé að ræða raunverulega verktöku líta þau á leiðsögumanninn sem launþega og reikna honum allar greiðslur þjónustukaupa sem skattskyldar launatekjur og ákveða honum skatta og gjöld á þeim grundvelli. Þjónustukaupi hefur ekki heldur frjálst val í þessum efnum. Geri hann verktakasamning án þess að efnisleg skilyrði séu uppfyllt geta skattyfirvöld ýtt slíkum samningi til hliðar, litið á greiðslur hans sem launagreiðslur og gert honum að greiða staðgreiðslu og launatengd gjöld í samræmi við það.</p> <p>Leiðsögn getur ekki gefið út taxta fyrir verktöku í leiðsögn en telur sér skylt að veita félagsmönnum sínum upplýsingar og leiðbeiningar um hverjar greiðslur til verktaka þurfa að vera til að hann geti staðið við þær skyldur sem á honum hvíla samkvæmt kjarasamningi félagsins og standa við lögboðnar skyldur sínar. Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir það lágmark útseldri vinnu við leiðsögn sem þarf til staðar til þess að verktakinn geti greitt sér laun í samræmi við kjarasamning og staðið undir samningsbundnum og lögbundum greiðslum.</p> <pre><code> Útseld klukkustund Dagur, 8 st. </code></pre> <p>dagvinna 4. fl. Dagur, 11 st. 4. fl. 8 st. helgidagur 4. fl. 7 daga hóteferð 4. fl. Laun á klst 1.956 1.956 1.956 1.956 1.956 Dagvinna 1.956 15.648 15.648 0 78.240</p> <p>Yfirvinna 0 0 10.562 28.166 130.270 Beinar launagreiðslur 1.956 15.648 26.210,4 28.166,4 208.509,6</p> <p>Uppbætur 3,4% dv 3,4% 67 532 532 0 2.660</p> <p>Orlof 11,59% 234 1.875 3.099 3.264 24.475 Launaþáttur útseldrar vinnu 100 2.257 18.055 29.842 31.431 235.644</p> <p>Lífeyrissjóður 11,5% 260 2.076 3.432 3.615 27.099</p> <p>Sjóðagjöld 1,5% 34 271 448 471 3.535</p> <p>Tryggingagjald 6,6% 166 1.329 2.196 2.313 17.341 Álög á launaþátt 459 3.676 6.076 6.399 47.975</p> <p>Launaþáttur með álögum 2.716 21.731 35.917 37.830 283.619</p> <p>Álag á grunnlaun án VSK 38,9% 38,9% 37,0% 34,3% 36,0%</p> <p>VSK 24% 652 5.215 8.620 9.079 68.069 Lágmark útseldrar vinnu m. VSK 3.368 26.947 44.538 46.909 351.688</p> <p>Álag á grunnlaun með VSK 72,2% 72,2% 69,9% 66,5% 68,7%</p> <p>Taflan ber með sér að til þess að standa undir kjarasamningsbundnum og lögbundnum greiðslum þarf að leggja 34,3% til 38,9% ofan á launataxta áður en til greiðslu VSK kemur. Að VSK meðtöldum þarf álagið að vera 66,5% til 72,2% til að ná sama marki en fyrir VSK-skyldan verkkaupa skiptir VSK ekki máli.</p> <p>Í framangreindum útreikningum hefur ekki verið gert ráð fyrir tryggingum vegna veikinda eða slysa en greiðslur úr sjúkrasjóði félagsins miðast við að launþegi hafi notið samnings- eða lögbundins veikindaréttar hjá launagreiðanda. Þá getur verktakinn verið ábyrgur fyrir tjóni hjá þriðja aðila og er trygging gagnvart því ekki meðtalin.</p> <p>Taflan tekur aðeins til kostnaðar sem tengist launagreiðslum. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði verktaka vegna búnaðar sem hann leggur til eða kostnaði og/eða tíma við bókhald og reikningsskil, skil á VSK og rekstrarframtal til RSK o.fl. Ekki er reiknað með álagi vegna áhættu né reiknað með hagnaði.</p> <p>Það er því ljóst að álag það sem sýnt er í töflunni er ekki nægilegt til að tryggja að leiðsögumaður komi skaðlaus frá því að starfa sem verktaki og sinna samningsbundnum og lögbundnum skyldum. Til samanburðar má benda á eftirfarandi: • Svokallaður verktakastuðull (álag á launataxta) reiknaður af BHM er 55,21% án VSK. Í dæmi þeirra er á útseld vinna þess sem er með 360.000 kr. á mánuði að vera 3.477 kr. á klst. án VSK. • Samkvæmt gjaldskrá Grenivíkur er útseld vinna atarfsmanna áhaldahúss 4.610 kr. á klst • Samkvæmt gjaldskrá Framkvæmdasýslu ríkisins er útseld vinna starfsmanna frá 9.200 kr/klst (skrifstofufólk) upp í 18.200 kr./klst</p> <p>Hér að neðan eru tenglar sem geta verið gagnlegir þeim sem hyggjast stunda leiðsögn í verktöku:</p> <p>https://www.asi.is/vinnurettarvefur/rettindi-og-skyldur/radningarsambond-stofnun-og-edli/launamadur-eda-verktaki/ https://www.island.is/thjonusta/atvinnulif-og-vidskipti/atvinnurekstur/verktakar-einyrkjar/ https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-hefja-rekstur/stofna-rekstur/nyir-i-rekstri https://blog.dv.is/saevar/2013/11/19/gerviverktaka/ https://www.sgs.is/wp-content/uploads/2016/09/Verktakavinna_punktar3.pdf</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Verkt/ https://www.touristguide.is/Frettir/Verkt/ 30. apr 2019 22.4.2019 - Stjórnarfundur <p>Stjórnarfundur 23. apríl 2019, kl. 11</p> <p>Mætt: Indriði H. Þorláksson, Þorsteinn Svavar McKinstry, Pétur Gauti Valgeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Valdimar Leó Friðriksson.</p> <p><strong>1. Samstarf Leiðsagnar og Savetravel, Jónas Guðmundsson</strong><br /> o Jónas Guðmundsson kom á fund Leiðsagnar á vegum Safetravel til að kanna áhuga félagsins á formlegu samstarfi um... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/23.4.2019_-_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/23.4.2019_-_Stjornarfundur/ 24. apr 2019 Um framvindu í kjarasamningum <p>Hinn 26. mars sl. birti Leiðsögn greinargerð um stöðu og efni samningagerðar sbr. tengil hér í lokin. Framvinda í þeim efnum hefur að hluta mótast og tafist vegna samninga annarra stéttarfélaga. Að gerðum samningum SGS og VR, sem samþykktir voru í dag hófust viðræður að nýju um þau málefni sem getið var í greinargerðinni. Hafa þau þokast til réttrar áttar flest hver þótt enn sé ekki ljóst hve langt verður náð í sambandi við vinnutíma og styttingu vinnuviku. Hefur viðræðunefnd Leiðsagnar nýverið sent viðmælendum svör við tillögum þeirra í því efni og ósk um að viðræðum verði fram haldið.</p> <p>Ekki hefur verið rætt að ráði um launaliði og í því efni beðið endanlegrar niðurstöðu þegar gerðra samninga og fylgst með horfum hjá iðnaðarmönnum og á opinberum vinnumarkaði. Niðurstaða SGS og VR liggur nú fyrir og þótt vænta megi þess að línur skýrist í þeim efnum á næstu vikum er líklegt að frágangur nýs kjarasamnings leiðsögumanna taki enn nokkurn tíma og að hann muni ekki liggja fyrir fyrr en um eða eftir miðjan næsta mánuð.</p> <p><a href="https://www.touristguide.is/Frettir/Greinargerd_Stadan_i_kjarasamningum,_undirbuningur_theirra_og_framvinda_i_samningavidraedum/">Hér má sjá helstu efnisatriði yfirstandandi kjaraviðræðna</a></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Um_framvindu_i_kjarasamningum/ https://www.touristguide.is/Frettir/Um_framvindu_i_kjarasamningum/ 24. apr 2019 Síðustu námskeið á vormisser - EHÍ <p>Viljum vekja athygli félagsmanna okkar á <a href="https://us3.campaign-archive.com/?e=&amp;u=f4b194647590bbe9a96a9a81d&amp;id=5efbe2802c">nokkur áhugaverð námskeið</a> núna í apríl og maí. Listinn er ekki tæmandi en sjá má allt námsframboð EHÍ á heimasíðu þeirra www.endurmenntun.is</p> <p>Einnig vekjum við athygli á fjölbreyttum námsbrautum sem fara af stað í haust. Brautirnar eru ýmist á grunn- eða framhaldsstigi háskóla eða án eininga og öllum opnar. Kynningarfundur námsbrauta verður haldinn 8. maí, en umsóknarfrestur er til 5. júní.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Sidustu_namskeid_a_vormisser_-_EHI/ https://www.touristguide.is/Frettir/Sidustu_namskeid_a_vormisser_-_EHI/ 12. apr 2019 Goðsögn í ferðaþjónustu heiðruð af starfsfólki Kynnisferða <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="hei&eth;run - kynnisfer&eth;ir" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5cadf0bf7e08f.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Guðmundur Elíasson varð sjötugur á dögunum, að því tilefni komu starfsmenn Kynnisferða honum á óvart og færðu honum smá glaðning í tilefni dagsins.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Godsogn_i_ferdathjonustu_heidrud_af_starfsfolki_Kynnisferda/ https://www.touristguide.is/Frettir/Godsogn_i_ferdathjonustu_heidrud_af_starfsfolki_Kynnisferda/ 10. apr 2019 Aðalfundur Leiðsagnar 2019 <p><strong>Aðalfundur Leiðsagnar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl.</strong> <br /> <strong>Fundarstaður : Salur erldri borgara að Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.</strong><br /> <strong>Fundurinn hefst kl: 20:00 og húsið opnar 19:30</strong></p> <p>Verið er að skoða möguleika á því hvernig leiðsögumenn á landsbyggðinni geta tekið þátt í fundarhöldum í gegnum netið.<br /> Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info@touristguide.is fyrir nánari upplýsingar.</p> <p>Ársreikningar félagsins vegna ársins 2018 liggja frammi á skrifstofu félagsins.</p> <p><em>Upplýsingar um lagabreytingatillögur, tilnefningar og framboð má nálgast hér neðst.</em><br /> .<br /> <strong>Dagskrá fundar:</strong> <br /> 1. Skýrsla félagsstjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.<br /> 2. Reikningar félagsins, áritaðir af löggiltum endurskoðanda, lagðir fram til afgreiðslu.<br /> 3. Tillögur um lagabreytingar ef fyrir liggja.<br /> 4. Drög að fjárhagsáætlun skal lögð fram og tillaga um félagsgjald og fagdeildargjald.<br /> 5. Kosning formanns Leiðsagnar eða lýsing formannskjörs.<br /> 6. Kosning til stjórnar og trúnaðarráðs og kosning fulltrúa í fræðslu- og skólanefnd og aðrar trúnaðarstöður.<br /> 7. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.<br /> 8. Önnur mál.</p> <p><em>Stjórnin</em></p> https://www.touristguide.is/Frettir/29-03-19_14-19/ https://www.touristguide.is/Frettir/29-03-19_14-19/ 29. mar 2019 Staðan í kjarasamningum, undirbúningur þeirra og framvinda í samningaviðræðum <p>Undirbúningur kjarasamninga hófst á árinu 2017 þegar trúnaðarráð kaus kjaranefnd til að sinna honum ásamt öðrum kjaramálum svo sem kvörtunum um brot á kjarasamningi sem félaginu berast og vinnustaðaeftirliti. Kjaranefndin hóf hann með því að fara í gegnum fyrirliggjandi gögn frá samningagerð síðustu samninga og fékk skrifstofu félagsins til að safna saman ábendingum og tillögum félaginu hafa borist á síðustu þremur árum. Nefndin óskaði einnig eftir greinagerð frá fagdeild um almenna leiðsögn um áherslumál í samningum og fékk hana í hendur. Vann kjaranefndin úr þessum gögnum og lagði þau til grundvallar drögum að kröfugerð ásamt ýmsum atriðum úr kjarasamingum annarra stéttarfélaga sem fela í sér betri rétt en ákvæði samninga Leiðsagnar. Í september á síðasta ári kaus trúnaðarráð kjaranefnd að nýju sem og viðræðunefnd og setti þeim erindisbréf. Trúnaðarráðið fer skv. lögum félagsins með vald til að gera kjarasamninga og fól það viðræðunefndinni með erindisbréfinu að annast viðræður og undirbúa kjarasamning. Álitamál skyldu rædd í trúnaðarráði og kjarasamnigur samþykktur þar áður en til undirrritunar kæmi. Lokaákvörðun er svo tekin í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Viðræðunefndin vann kröfugerð um einstaka liði kjarasamningsins á grundvelli tillagna kjaranefndar með breytingum í ýmsum atriðum og hafði einnig hliðsjón af samningum annarra stéttarfélaga. Gerð var viðræðuáætlun í samvinnu við samninganefnd SA/SAF, sem miðaði við að byrja viðræður á að fjalla um aðra þætti samningsins en launalið hans en hefja þær viðræður síðar þegar annar hvor aðila legði fram tillögur að honum. Haldnir hafa verið tveir formlegir samningafundir. Viðræðunefnd Leiðsagnar lagði til að byrjað yrði á því að ræða ráðningarfyrirkomulag, veikindarétt og orlofsrétt og hafði undirbúið tillögur um þessi efni sem lagðar voru fram og voru þær reifaðar á fundunum. Í framhaldi af fyrstu samningafundunum var fámennari vinnuhópi falið að fara yfir tillögur Leiðsagnar. Eftir fund vinnuhópsins svaraði SA/SAF tillögum Leiðsagnar þar sem sumu var hafnað en annað samþykkt. Ennfremur lagði SA/SAF fram hugmyndir að breytingum á samningsákvæðum um vinnutíma og dagvinnutímabil með það að markmiði að auka sveigjanleika í skipulagningu vinnu. Leiðsögn svaraði því til að hún sé til viðræðna um þessi atriði að settum ákveðnum skilyrðum. Í svari sínu lagði Leiðsögn einnig fram hugmyndir um að punktakerfið yrði lagt niður en í stað þess tekið upp starfsaldurskerfi svipað því sem er í flestum kjarasamningum. Yrði það grunvöllur fyrir ávinnslu veikindaréttar og orlofsréttar og launahækkana vegna reynslu í starfi. Þá var SA/SAF kynnt hugmynd að nýju launaflokkakerfi sem byggt er á skilgreiningu á eðli starfa og starfsundirbúning. Um tillögur Leiðsagnar sem þannig hafa verið lagðar fyrir viðsemjendur er fjallað nánar hér á eftir. Samningaviðræður annarra stéttarfélaga þar sem hliðstæðar breytingar voru ræddar m.a. hafa dregist mjög á langinn og hefur það leitt til hægagangs í viðræðum við Leiðsögn um þessi atriði, önnur almenn atriði samningsins og að sjálfsögðu um launaliðinn þar sem Leiðsögn getur vegna smæðar sinnar ekki haft frumkvæði. Með tilliti til stöðu viðræðna og þeirra kvaða sem á samninganefndum hvíla um trúnað er ekki unnt að opinbera kröfugerðir félagsins og tillögur viðsemjenda eða viðbrögð þeirra eða ræða þær í smáatriðum en hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim að því marki sem unnt og því tilefni og rökum sem að baki liggja.</p> <p>Ráðningarfyrirkomulag: Tillögur Leiðsagnar miðast við það að ráðning starfsmanna verði að því marki sem unnt er í samræmi við almennar reglur á vinnumarkað í þessum efnum með það að markmiði að leiðsögumenn geti verið með ótímabundna eða tímabundna fastráðningu í fullt starf eða starfshluta í meira mæli en nú er. Ýmis réttindi, svo sem veikindaréttur og orlofsréttur er meiri hjá fastráðnum en ferðaráðnum. Ennfremur var lagt til að kjör ferðaráðinna yrðu færð eins nálægt kjörum fastráðinna eins og unnt er, m.a. að þeir fái viðmiðun í launaflokk og hækkanir skv. starfsaldri eins g þeir og bættan veikindarétt og orlofsrétt. Af hálfu SA/SAF var þessum tillögum ekki tekið illa og almennt viðhorf þeirra var að æskilegt væri að færa samning Leiðsagnar í svipað horf og almennt er á vinnumarkaði þar sem það á við. M.a. kom fram það viðhorf að lausráðningar leiðsögumanna væru nú tíðkaðar í meira mæli en almennar reglur segja til um.</p> <p>Veikindaréttur og orlofsréttur. Í þessum efnum var lagt upp með samræmingu við það sem almennt er á vinnumarkaði en nokkuð vantar á að félagar í Leiðsögn njóti sambærilegs réttar, einkum þeir sem eru ferðaráðnir en einnig hinir fastráðnu m.a. vegna skorts á upplýsingum um starfsaldur og skilyrðis um samfelldan vinnutíma. Kemur þetta niður á félagsmönnum í veikindum og eykur álag á sjúkrasjóð félagsins. Afstaða SA/SAF er enn óljós einkum hvað varðar ferðaráðna en nokkur bót yrði af því ef fastráðnum fjölgar og eins með upptöku starfsaldurskerfis.</p> <p>Starfsaldurskerfi. Leiðsögn kynnti viðsemjendum tilögur um nýtt starfsaldurskerfi í stað núverandi punktakerfis. Við undirbúningi kjaranefndar hafði komið fram, m.a. í tillögum fagdeildar að leggja ætti punktakerfið niður enda þjónar það litlum tilgangi, er erfitt í framkvæmd og hefur leitt til þess að starfsaldurshækkanir leiðsögumanna, einkum hinna fagmenntuðu eru minni en dæmi eru um hjá öðrum starfsstéttum. Tillögur Leiðsagnar tóku mið af algengum reglum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og gera ráð fyrir hækkunum á nokkurra ára fresti á fyrstu árum í starfi við leiðsögn og að auki hækkun vegna langs starfstíma hjá sama vinnuveitanda. Í tillögunum er gert ráð fyrir að þau stig sem safnast hafa verði umreiknuð til starfsaldurs og nýtist þannig. Ekki voru á þessu stigi gerðar tillögur um bil milli starfsaldurþrepa en gert ráð fyrir að það verði rætt samhliða launaliðum. SA/SAF hefur tekið vel í afnám stigakerfisins en ekki tekið afstöðu til tillagnanna að öðru leyti.</p> <p>Launaflokkakerfi og skilgreining starfsheita. Viðræðunefndin samdi tillögur um nýja skipan launaflokka og skilgreiningar á starfsheitum og sendi þær viðsemjendum félagsins eftir umræður og samþykki trúnaðarráðs. Starfsheitin og skilgreiningar á þeim í tillögunum eru byggð á Evrópustaðli um hugtakanotkun í starfsemi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og ná til þeirra sem koma að leiðsögn ferðamanna frá tour escort (hópstjóri, fylgdarliði), tour manager (fararstjóri) til tourist guide (leiðsögumaður) en þeir sem vinna þessi störf hafa rétt til aðildar að Leiðsögn sbr. lög félagsins frá 2017. Í tillögunum er með skilmerkilegum hætti greint á milli starfa leiðsögumanna og annarra og girt fyrir að þau verði notuð til að greiða laun undir taxta leiðsögumanna. Í tillögum um launaflokkaskipan er auk þess byggt á Evrópustaðli um menntun leiðsögumanna og störfunum raðað í launaflokka eftir því hvort eða að hve miklu leyti starfsmenn uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar svo og einnig tekið tillit til sérmenntunar umfram það. Er í þessu efni að nokkru fylgt núgildandi samningi sem einnig gerir mun á launaflokkum með hliðsjón af menntun þótt sá munur hverfi fljótt vegna áhrifa stigakerfisins en hann mun samkvæmt tillögunum haldast með starfsaldurskerfinu en með tilkomu raunfærnimats gætu menn færst á milli launaflokka. Ástæður fyrir þessum tillögum eru margvíslegar. Tillögur þessar byggjast á og eru í samræmi við vinnu félagsins í menntunarmálum stéttarinnar. Með því að færa þann grundvöll inn í kjarasamninga og fá viðurkenningu viðsemjenda á honum batnar staða félagsins til að fá verndun starfsréttinda viðurkennda með einhverju hætti og gæti opnað fyrir möguleika á samkomulagi við þá og eftir atvikum stjórnvöld um að gera kröfur um faglega leiðsögn t.d. í ferðum um þjóðgarða og aðrar náttúru- og menningarminjar. Samkvæmt lögum Leiðsagnar eiga allir sem starfa við leiðsögn ferðamanna rétt á að vera í félaginu m.a. fararstjórar og hópstjórar. Auk þess er í félaginu fjöldi manna í störfum við leiðsögu ferðamana sem falla illa að hefðbundinni skilgreiningu hugtaksins leiðsögn og krefjast annars konar undirbúning en hún. Má þar nefna störf við fjalla- og jöklaferðir, köfun, flúðasiglingar, hestaferðir, hvalaskoðun og einnig leiðsögu um afmörkuð svæði eða borgir. Allur háttur er á um nafngift þessara starfa í ráðningarsamningum. Ætla má að hlutur þessara starfa í félagaskrá Leiðsagnar skipti tugum prósenta. Það er réttur þessara félaga að Leiðsögn geri kjarasamning fyrir þeirra hönd og gæti réttar þeirra sem annarra félagsmanna og um leið er það hagsmunamál Leiðsagnar og annarra félagsmanna að félagið hafi kjaralega lögsögu yfir þeim. Ásókn í störf félaga í Leiðsögn með félagslegum undirboðum erlendra og innlendra fyrirtækja er vaxandi vandamál sem ógnar starfsöryggi þeirra. Helsta birtingarmynd þessara undirboða er að ferðahópar eru leiddir af einhverjum undir starfsheitum, sem ekki eiga sér stað í neinum samningum og þessum starfsmönnum er annað hvort ekki greitt skv. samningum eða eru skráðir í stéttarfélög sem ekki hafa slík starfsheiti og veita þeim enga þjónustu eða aðstoð. Virðast sumir ferðaþjónustuaðilar leitast með skipulögðu við að fara þessa leið. Með afdráttarlausum ákvæðum kjarasamnings um þessi störf er lögsaga félagsins undirbyggð og réttur þess til afskipta á vettvangi Vinnumálastofnunar og í vinnuataðaeftirliti tryggður en án hans er félagið dæmt til að vera á hliðarlínunni. Með ótvíræðri félagsaðild fólks í öllum störfum við leiðsögu ferðamanna og valdi yfir kjarasamningsbundnum kjörum þeirra er staða félagsins gagnvart samkeppni við fólk á lægri launum úr öðrum stéttarfélögum betri en ella. Félagið getur þá haft ráðandi áhrif á launamun milli mismunandi starfa og starfsmanna með mismunandi starfslegar forsendur. Samningsstaða félagsins er veik ef vinnuveitendur vita að þeir geta sótt starfsmenn í önnur félög eða til útlanda í skjóli lélegra eða engra skilgreininga á störfum og engra ákvæða í kjarasamningum um laun fyrir störfin. Tillögur Leiðsagnar um skilgreiningar á starfsheitum og launaflokkakerfið hafa ekki enn verið ræddar á samnngafundi með SA/SAF eða verið svarað af þeim en fram hafði komið að þeir vildu sjá tilhögun starfsheita sem tæki mið af kröfum til starfa og ábyrgðar. Tillögur Leiðsagnar taka mið af þessum þáttum og verður því vonandi vel tekið.</p> <p>Vinnutímamál. Af hálfu SA/SAF hafa verið lagðar fram tillögur um breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma. Virðast þær vera í samræmi við það sem verið hefur í viðræðum í öðrum kjarasamningum að því er fréttir herma. Leiðsögn hefur ekki tekið endanlega afstöðu til þessara tillagna en mun gera það m.a. með hliðsjón af því sem fram vindur í öðrum samningum.</p> <p>Mikil óvissa er um framvindu kjarasamninga í heild og viðræður við Leiðsögn munu væntanlega líða fyrir það á næstunni. Óskum um fund hefur ekki verið sinnt um nokkurt skeið væntanlega vegna anna SA við önnur verkefni.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Greinargerd_Stadan_i_kjarasamningum,_undirbuningur_theirra_og_framvinda_i_samningavidraedum/ https://www.touristguide.is/Frettir/Greinargerd_Stadan_i_kjarasamningum,_undirbuningur_theirra_og_framvinda_i_samningavidraedum/ 25. mar 2019 5.3.2019 - Stjórnarfundur <p>Stjórnarfundur 5.mars 2019<br /> Stórhöfða 25, 110 Reykjavík</p> <p>Mættir: IHÞ, ÞSM, og PGV.</p> <p>1. Lýsa – rokkhátíð.<br /> Erindi frá ASÍ. Hét áður “Fundur fólksins”. Verður haldið á Akureyri 6.-7. september. Senda fyrirspurn á ASÍ um hvort hver sem er geti mætt fyrir hönd félagsins eða hvort þetta sé stílað á einhvern ákveðinn hóp. Er eitt gjald sama hversu margir mæta fyrir hönd... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/5.3.2019/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2019_-_Fundargerdir_stjornar/5.3.2019/ 18. mar 2019