Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna 19. feb 2019 19. feb 2019 https://www.touristguide.is/_rss/ Pistill frá forseta ASÍ <p>Konur taka af skarið á Ísafirði</p> <p>Pistillinn að þessu sinni er ritaður á Ísafirði þar sem námskeiðið „Konur taka af skarið“ er haldið en þar kenni ég allt sem vert er að vita um verkalýðsfélög og baráttu þeirra auk þess sem ég hvet konur til þátttöku. Námskeiðið sem er að frumkvæði Akureyrarakademíunnar var haldið í haust á Akureyri en á morgun er komið að Reykjavík. Selfoss tekur svo við 1. mars, Egilsstaðir 2. mars og Borgarnes 3. mars. Eftir að hafa gert það sem er skemmtilegast í heimi, að ræða verkalýðsmál við áhugasamt fólk vonast ég til að ná að kíkja á Byggðasafn Vestfjarða á sýninguna Ég var aldrei barn þar sem stéttabarátta fyrri ára er rakin. Áhugi á verkalýsbaráttu birtist annars í ýmsum myndum þessa dagana. Þannig mun Listasafn ASÍ opna sýningu Hildigunnar Birgisdóttur, Universal Sugar, á morgun bæði í Garðabæ og í Vestmannaeyjum. Fræðslumál og listir hafa alltaf verið órofa hluti af verkalýðsbaráttunni enda snar þáttur í lífsgæðum fólks. Vikan hefur annars einkennst af viðræðum við stjórnvöld og óteljandi önnur samtöl, formleg og óformleg um hvernig hægt er að ná sem bestum kjarabótum í viðræðunum sem nú standa yfir. Næsta vika ber vonandi í skauti sér skýrari mynd af stöðunni og hvers er að vænta bæði frá stjórnvöldum og atvinnurekendum. Fólk er auðvitað orðið óþolinmótt og það er vel skiljanlegt, ferlið hefur tekið lengri tíma en ætlunin var en vonandi verður útkoman þeim mun betri og heildarmyndin fyllri. Af öðrum verkefnum á skrifstofu ASÍ má nefna undirbúningur er í fullum gangi vegna Norrænnar ráðstefnu í tilefni aldarafmælis Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO). Í byrjun apríl má vænta stórskotaliðs frá alþjóða verkalýðshreyfingunni og Norrænum stjórnmálum á þá ráðstefnu til að ræða framtíð vinnumarkaðarins. Fólk sem hefur áhuga á alþjóðlegri verkalýðsbaráttu ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Hægt er að skrá sig hér.</p> <p>Njótið helgarinnar,</p> <p>Drífa</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Pistill_fra_forseta_ASI/ https://www.touristguide.is/Frettir/Pistill_fra_forseta_ASI/ 15. feb 2019 Opnunartími skrifstofunnar <p>Vikuna 18.febrúar - 22. febrúar, verður skrifstofan opin sem hér segir: þriðjudag, fimmtudag og föstudag kl. 12:00 - 15:00.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Opnunartimi_skrifstofunnar/ https://www.touristguide.is/Frettir/Opnunartimi_skrifstofunnar/ 08. feb 2019 Fyrsti fræðslufundur Leiðsagnar á nýju ári <p><strong>Fornar hafnir - útver í aldanna rás</strong></p> <p>Karl Jeppesen kennari, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður hefur á undanförnum áratug safnað saman upplýsingum um og ljósmyndað fjölda fornra hafna og útvera á strandlengju Íslands. Afrakstur þeirra vinnu kom út á bók hjá bókaútgáfunni Sæmundi á síðasta ári, þar sem fjallað er um nærri 150 útver í máli og myndum. Á vertíðum líktust þau helst litlum sjávarþorpum þar sem tugir eða jafnvel hundruð manna bjuggu hluta af árinu. Karl mun fjalla um þetta áhugaverða efni og varpa ljósi á þessa staði sem sumir hverjir eru að falla í gleymskunnar dá, en aðrir eru enn augljósir þeim sem til þeirra þekkja.</p> <p><strong>Staður: Stórhöfði 25, efsta hæð</strong><br /> <strong>Tími: Fimmtudagur 21. febrúar kl. 20</strong></p> <p>Fræðslu- og skólanefnd</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Fyrsti_fraedslufundur_Leidsagnar_a_nyju_ari/ https://www.touristguide.is/Frettir/Fyrsti_fraedslufundur_Leidsagnar_a_nyju_ari/ 07. feb 2019 Félagsaðild <p>Um félagsaðild leiðsögumanna og sniðgöngu kjarasamninga</p> <p>Í viðræðum félagsins við samninganefnd SAF/SA kom til umfjöllunar vanræksla margra vinnuveitenda á að skrá leiðsögumenn í Leiðsögn og skila félagsgjöldum þangað eins og lög bjóða og bundið er í samningum. Ekki er ágreiningur um það að vinnuveitendum beri að greiða leiðsögumönnum samkvæmt samningum félagsins en þrátt fyrir það hafa vinnuveitendur með stuðningi SA að engu ákvæði kjarasamnings um skil á félagsgjöldum. Bera þeir því við að þeir skili ekki félagsgjöldum til Leiðsagnar nema þess sé óskað af starfsmanni.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Felagsadild/ https://www.touristguide.is/Frettir/Felagsadild/ 06. feb 2019 Veður viðvörun <p>Veðurstofan varar við slæmu veðri á sunnan- og vestanverðu landinu og á hálendi í kvöld. Á vef Veðurstofunnar segir m.a.:</p> <p>"Gengur í austan storm eða rok og jafnvel staðbundið ofsaveður í austur-Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Hviður geta náð allt að 45 m/s. Hætta á foktjóni og ekkert ferðaveður."</p> <p>Frekari upplýsingar má finna hér:</p> <p>https://www.vedur.is/vidvaranir</p> https://www.touristguide.is/Frettir/05-02-19_14-21/ https://www.touristguide.is/Frettir/05-02-19_14-21/ 05. feb 2019 Gylfi Guðmundsson - andlát <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="Gylfi Gu&eth;mundsson_" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5c5acf79a8623.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Gylfi Guðmundsson leiðsögumaður lést 28. janúar 2019. Gylfi fæddist 27. september 1932 í Reykjavík. Gylfi var rekstrarhagfræðingur að mennt og útskrifaðist árið 2002 frá Leiðsöguskóla Íslands við MK er hefðbundinni starfsævi lauk. Starfaði hann helst við leiðsögn þýskra ferðamanna sem og að vera virkur í starfi félagsins. Starfaði Gylfi meðal annars í löggildinganefnd félagsins til margra ára.</p> <p>Útför Gylfa mun fara fram frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 6. febrúar og hefst athöfnin kl. 15.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/05-02-19_14-12/ https://www.touristguide.is/Frettir/05-02-19_14-12/ 05. feb 2019 Kjarasamningar, staða og framvinda <p>Undirbúningur að nýjum kjarasamningi Leiðsagnar hófust snemma á síðasta ári. Trúnaðarráð félagsins fer með samningagerðina í samræmi við lög félagsins og kjaranefnd sem kosin er af trúnaðarráði hafði annast undirbúning viðræðna með því að fara yfir öll ákvæði gildandi samnings og leggja fram tillögur og hugmyndir um breytingar. Leitaði kjaranefnd m.a. til skrifstofu félagsins og fagdeildar almennrar leiðsagnar o.fl. um atriði í samningum sem taka þyrfti á. Trúnaðarráðið kaus í september sl. nefnd til að sjá um viðræður við samninganefnd SAF/SA. Hófust þær með gerð viðræðuáætlunar. Í samræmi við hana var fundað um ýmis atriði í nóvember og desember en gert er ráð fyrir að um launaliði verði fjallað þegar annar hvor aðila leggur fram kröfur um hann. Hefur það ekki gerst enn.</p> <p>Í fyrstu umræðum um sérmál lagði Leiðsögn fram tillögur um breytingar á ákvæðum um ráðningarform, veikindarétt og orlof auk þess sem að tekið yrði upp nýtt starfsaldursmat. Í þessum efnum var við það miðað að réttindi leiðsögumanna færðust í það horf sem almennt er í þessum efnum en staða félaga í Leiðsögn er nú nokkuð frábrugðin því. Var tillögum Leiðsagnar ekki illa tekið og hefur vinnuhópur aðila fjallað frekar um þær ásamt hugmyndum SAE/SA um breytingar á ákvæðum um vinnutíma o.fl. er áfram unnið að þeim. Voru þær m.a. til umfjöllunar á tveimur fundum trúnaðarráðs í janúar þar sem einnig voru rædd næstu skref sem eru tillögur um uppbyggingu launaflokka með hliðsjón af breyttum ákvæðum um starfsaldur og er gert ráð fyrir að kynna þær tillögur á næsta fundi með SAF/SA.</p> <p>Auk samtalsins við SAF/SA fylgist viðræðunefndin með framvindu í samningum annarra stéttarfélaga, sérstaklega um þau atriði sem þýðingu kunna að hafa fyrir félagið. Ekki er gert ráð fyrir að móta og leggja fram kröfur um launaliði fyrr en línur skýrast í þeim efnum hjá stóru félögunum.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Kjarasamningar,_stada_og_framvinda/ https://www.touristguide.is/Frettir/Kjarasamningar,_stada_og_framvinda/ 04. feb 2019 Sérsveit gegn skipulagðri brotastarfsemi <p>Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir brýnt að stjórnvöld komi á fót sérsveit sem hefur það eina verkefni að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi á vinnumarkaði. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt ótrúlega þolinmæði gagnvart brotum á vinnumarkaði. Félagsmálaráðherra bindur miklar vonir við að málið komist í formlegan farveg hjá stjórnvöldum.</p> <p>Sinnuleysi stjórnvalda<br /> Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, var gestur Morgunútvarpsins í morgun. Hann sagði ótrúlegt hversu lengi skipulögð brotatarfsemi hafi viðgengist á íslenskum vinnumarkaði.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/01-02-19_12-10/ https://www.touristguide.is/Frettir/01-02-19_12-10/ 01. feb 2019 01-02-19 11:49 https://www.touristguide.is/Skrifstofan/01-02-19_11-49/ https://www.touristguide.is/Skrifstofan/01-02-19_11-49/ 01. feb 2019 Mannamót 2019 <p>Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á staðsetningu hans. Að þessu sinni verður Mannamót haldið Kórnum í Kópavogi, fimmtudaginn 17. janúar, 2019, kl. 12:00 - 19:00.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/15-01-19_15-29/ https://www.touristguide.is/Frettir/15-01-19_15-29/ 15. jan 2019 Kjaraviðræður <p>Kjaraviðræður milli Leiðsagnar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar hins vegar hófust 20. nóvember. Búið er að halda tvo samningafundi auk fundar í minni vinnuhópi. Verið er að fara yfir ýmsa kafla samningsins og ganga viðræðurnar vel, en alls er óvíst hvenær viðræðum lýkur.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/15-01-19_13-50/ https://www.touristguide.is/Frettir/15-01-19_13-50/ 15. jan 2019 Áhugaverð námskeið hjá EHÍ fyrir leiðsögumenn <p>Félagið vill vekja athygli félagsmanna á áhugaverðum námskeiðum á sértilboði hjá EHÍ.<br /> Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum með 15% afslætti</p> <p>Viljum minna á mikilvægi snemmskráningar.</p> <p><strong>Deutsch - Sprechen und Konversation</strong><br /> Snemmskráning til 25. jan.</p> <p><strong>Textílsaga</strong><br /> Snemmskráning til 1. feb.</p> <p><strong>Hlaðvarp - nýtt tæki í fjölmiðlun og markaðssetningu</strong><br /> Snemmskráning til 15. feb.</p> <p><strong>Reykholt í ljósi fornleifanna</strong><br /> Snemmskráning til 16. mars</p> <p><strong>Grunnatriði fjármála fyrirtækja</strong><br /> Snemmskráning til 26. apríl</p> <p><strong>Húmor og aðrir styrkleikar</strong><br /> Snemmskráning til 26. apríl</p> <p>Sjá betur i vafra <a href="https://us3.campaign-archive.com/?e=&amp;u=f4b194647590bbe9a96a9a81d&amp;id=be97d22f9f">hér</a></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Ahugaverd_namskeid_hja_EHI_fyrir_leidsogumenn/ https://www.touristguide.is/Frettir/Ahugaverd_namskeid_hja_EHI_fyrir_leidsogumenn/ 11. jan 2019 Skyndihjálpar námskeið - First aid courses <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="skyndihj&aacute;lp" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5c38bd84dd93c.png&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Leiðsögn býður félagsmönnum sínum að sækja skyndihjálparnámskeið sem er til endurnýjunar á skírteini. Námskeiðin eru 4. þrjú í Reykjavík og eitt á Akureyri.</p> <p>Námskeiðin eru til endurnýjunnar á gildandi skyndihjálpar skírteinum og eingöngu nauðsynlegt að fara annaðhvert ár á námskeið. Þar sem færri komast að en vilja biðlum við til félagsmanna að sækja námskeiðin annað hvert ár.</p> <p><strong>Námskeiðs tímar eru eftirfarandi:</strong></p> <p><strong>Reykjavík</strong><br /> *fim. 24. Janúar kl. 18:00 - 22:00 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. (FULLT)<br /> *fim. 31. Janúar kl. 18:00 - 22:00 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. (kennt á ensku) ATH ÖRFÁ SÆTI LAUS<br /> *fim. 07. Febrúar kl. 18:00 - 22:00 í Rauðakrosshúsinu Efstaleiti 9. (FULLT)</p> <p><strong>Akureyri</strong><br /> *fim 14. febrúar kl. 18:00-22:00 í Viðjulundi 2, Akureyri (Örfá sæti laus)</p> <p>.</p> <p>.<br /> <strong>Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en NAUÐSYNLEGT er að skrá sig á námskeið.</strong><br /> Lokað verður fyrir skráningar mánudaginn 21. janúar.</p> <p>Takmarkaður fjöldi kemst að á hvert námskeið fyrir sig.</p> <p>Vinsamlegast skráið ykkur á info@touristguide.is fyrir gefin tímamörk. Takið fram nafn, kennitölu og símanúmer ásamt því hvaða námskeið um ræðir (dags og Rvk eða á Akureyri).</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Skyndihjalpar_namskeid_-_First_Aid_courses/ https://www.touristguide.is/Frettir/Skyndihjalpar_namskeid_-_First_Aid_courses/ 11. jan 2019 Jólalokun skrifstofu <p>Skrifstofa félagsins verður lokuð dagana 27 og 28 desember.<br /> Opnum aftur fimmtudaginn 3.jan kl 12:00</p> https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Jolalokun_skrifstofu/ https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Jolalokun_skrifstofu/ 20. des 2018 19.12.2018 - Stjórnarfundur <p>Leiðsögn - Stjórnarfundur 19.12.2018 kl. 14:00 Stórhöfða 25</p> <p>Mættir: Indriði, Þorsteinn, Sigríður og Valdimar</p> <p>Dagskrá:</p> <p>l. Fjallað um 24 umsóknir úr Sjúkrasjóði og þær afgreiddar. Þrjár umsóknir um framlög úr Endurmenntunarsjóði teknar fyrir og afgreiddar.<br /> 2. Kjarasamningar. Formaður greindi stjórn frá helstu samningsmarkmiðum og gangi viðræðna.<br /> 3. Greiðslur... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/19.12.2018_-_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/19.12.2018_-_Stjornarfundur/ 19. des 2018 Desemberuppbót 2018 <p>Desemberuppbót skv. kjarasamningum Leiðsagnar er í ár 89.000 kr.</p> <p>Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.desember til 30.nóvember ár hvert í stað almanaksárs.</p> <p>Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.</p> <p>Lausráðnir / tímabundið ráðnir starfsmenn fá orlofs- og desemberuppbót greidda út í formi eingreiðslu (kostnaðarliðs) á hvern unnin klt í dagvinnu- og álagstímavinnu s.br. lið 2.3.4 í kjarasamningum.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Desemberuppbot_2018/ https://www.touristguide.is/Frettir/Desemberuppbot_2018/ 13. des 2018 Jólakveðjur <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="J&oacute;lakort 2018" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5c1bb8a9ec915.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Leiðsögn óskar félögum sínum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.<br /> Þökkum ánæjuleg samskipti á árinu sem er að líða.</p> <p>Minnum jafnframt á að skrifstofa félagsins verður lokuð dagana 27 og 28 desember. Opnum aftur fimmtudaginn 3.jan kl 12:00</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Skrifstofa_lokud_/ https://www.touristguide.is/Frettir/Skrifstofa_lokud_/ 06. des 2018 Framkvæmdastjóri ráðinn <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="valdimar leo" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5c1bb9575801e.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Leiðsögn hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra, Valdimar Leó Friðriksson.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Framkvaemdastjori_radinn/ https://www.touristguide.is/Frettir/Framkvaemdastjori_radinn/ 30. nóv 2018 Umsóknir í sjúkrasjóð á árinu 2018 <p>Umsóknir í Sjúkrasjóð Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumanna sem greiða á út á árinu 2018 þurfa að berast skrifstofu félagsins ásamt fylgigögnum eigi síðar en miðvikudaginn 12. desember.</p> <p>Öll gögn sem skilað er inn eftir þann tíma teljast til styrkveitinga á árinu 2019.</p> <p>Sækja má um styrki <a href="https://www.touristguide.is/Sjodir/Sjukrasjodur/Umsokn_ur_sjukrasjodi/">hér</a><br /> Athugið að nauðsynlegt er að skila inn frumriti af greiðslukvittunum með öllum umsóknum.<br /> Umsóknir eru ekki teknar til vinnslu fyrr en öll gögn liggja fyrir.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Umsoknir_i_sjukrasjod_a_arinu_2018/ https://www.touristguide.is/Frettir/Umsoknir_i_sjukrasjod_a_arinu_2018/ 27. nóv 2018 Rýmingarsala Fjalla.is / Vild ehf. <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="R&yacute;mingarsala" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5bf5487b793d1.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Fjalli.is / Vild ehf er að hætta störfum og býður leiðsögumönnum á rýmingarsölu dagana 24 og 25 nóvember, milli kl 12 og 17.</p> <p>Allt á 50% afslætti.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/21-11-18_11-54/ https://www.touristguide.is/Frettir/21-11-18_11-54/ 21. nóv 2018 Rýmingarsala Fjalla.is 50% afsláttur af öllum vörum <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="R&yacute;mingarsala" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5bf5466159862.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Vild ehf / Fjalla.is er að hætta störfum og býður leiðsögumönnum rýmingarsölu dagana 24 og 25 nóvember milli 12:00 og 17:00.</p> <p>50% afsláttur af öllum vörum.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Rymingarsala/ https://www.touristguide.is/Frettir/Rymingarsala/ 21. nóv 2018 Kjaraviðræður hafnar <p>Fyrsti fundur í kjaraviðræðum við SAF og SA verður þriðjudaginn 20. nóvember.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/15-11-18_14-23/ https://www.touristguide.is/Frettir/15-11-18_14-23/ 15. nóv 2018 Jón R. Hjálmarsson - andlát <p>Jón R. Hjálm­ars­son, einn af stofnendum Félags leiðsögumanna 1972 og heiðursfélagi Leiðsagnar, lést í dag, 12. nóvember 2018. Jón fædd­ist 28. mars 1922 í Vest­ur­dal í Skagaf­irði. Að loknu bú­fræðiprófi, stúd­ents­prófi, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu og cand. phi­lol.-prófi í sagn­fræði gerðist Jón skóla­stjóri í Skóg­um og síðar á Selfossi þar til hann varð fræðslu­stjóri á... https://www.touristguide.is/Frettir/Jon_R._Hjalmarsson_-_andlat/ https://www.touristguide.is/Frettir/Jon_R._Hjalmarsson_-_andlat/ 12. nóv 2018 Fræðslukönnun <p><strong>Kæri leiðsögumaður</strong></p> <p>ENDURMENNTUN HÍ og Leiðsögn Stéttarfélag Leiðsögumanna hafa undanfarin ár átt í samstarfi um símenntun fyrir leiðsögumenn.<br /> Markmið samstarfsaðila er að mæta áhugasviðum og þörfum félagsmanna fyrir símenntun og því er mikilvægt að fá fram viðhorf og hugmyndir þeirra sem fræðsluna munu sækja.</p> <p>Eitt verkfæranna til að kanna fræðsluþörf í símenntun er fræðslukönnun sem þessi. Þessi könnun er því send öllum félagsmönnum í Leiðsögn Stéttarfélag Leiðsögumanna.</p> <p>Við biðjum þig vinsamlegast um að gefa þér stutta stund til að svara eftirfarandi spurningum. Könnunin er opin 5-15 nóvember. Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að koma betur til móts við þarfir félagsmanna með öflugum námskeiðum.</p> <p><a href="https://www.surveygizmo.com/s3/4641690/Fr-sluk-nnun-Lei-s-gn-st-ttarf-lag-Lei-s-gumanna-2018">Könnunina má nálgast hér</a></p> <p><strong>Þitt álit skiptir okkur máli.</strong></p> <p>Með kveðju og þakklæti,<br /> Leiðsögn - Stéttarfélag Leiðsögumanna &amp; starfsfólk ENDURMENNTUNAR HÍ</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Fraedslukonnun/ https://www.touristguide.is/Frettir/Fraedslukonnun/ 07. nóv 2018 FRESTAÐ - Minnum á fræðslufund félagsins <p>Fræðslufundurinn sem átti að fara fram í kvöld, verður frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Auglýsum breyttann tíma bráðlega - afsökum ónæðið sem þetta kann að valda.</p> <p><strong>Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands</strong></p> <p>Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.</p> <p><strong>Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð</strong><br /> **Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20. **</p> <p><strong>Fræðslu og skólanefnd</strong></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Minnum_a_fraedslufundinn_annad_kvold_8.nov/ https://www.touristguide.is/Frettir/Minnum_a_fraedslufundinn_annad_kvold_8.nov/ 07. nóv 2018 Fjölmennur fundur Leiðsagnar í Iðnó <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="IMG_6650 (002)" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5be03c2deef76.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna efndi til morgunverðarfundar í Iðnó, föstudaginn 2. nóvember. Yfirskrift fundarins var Menntun og starfsundirbúningur leiðsögumanna á Íslandi, hver er staðan, hvert stefnir? Á fundinum var greinargerð starfshóps um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna kynnt og efni hennar tengt ýmsu því sem er ofarlega á baugi í málefnum leiðsagnar ferðamanna á Íslandi.</p> <p>Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar setti fundinn og greindi frá tildrögum greinargerðarinnar og efni kynningarfundarins, en síðan tók Tryggvi Jakobsson formaður starfhópsins við og kynnti meginefni greinargerðarinnar, viðmiðunarreglur um menntun leiðsögumanna og helstu niðurstöður.</p> <p>María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem sæti átti í starfshópnum, fjallaði um hæfnigreiningu á starfi leiðsögumanna, stefnumörkun á formlegu námi í ferðaþjónustugreinum og sveigjanleika í námi og reynslu, eða raunfærnimat. Snorri Valsson, starfsmaður Vakans, gæðakerfis ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu, fjallaði um menntun leiðsögumanna og gæði leiðsagnar sem hluta af gæðakröfum ferðaþjónustunnar. Snorri átti einnig sæti í starfshópnum.</p> <p>Þá var komið að Einar Torfa Finnssyni, hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum að ræða um umhverfismál og verndun náttúru- og menningarminja af sjónarhóli leiðsögumanna og Jakobi S. Jónssyni, leiðsögumanni sem fjallaði um öryggismál og starfskjör leiðsögumanna í víðu samhengi. Loks ræddi Sólveig Nikulásdóttir frá Iceland Travel um starfsemi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja og hópstjóra á Íslandi frá bæjardyrum ferðaskipuleggjenda. Í lokin voru svo fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri var Herdís Hallvarðsdóttir útgefandi og leiðsögumaður.</p> <p>Fundinn sóttu ríflega 80 manns og þótti hann takast með ágætum.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Fjolmennur_fundur_Leidsagnar_i_Idno/ https://www.touristguide.is/Frettir/Fjolmennur_fundur_Leidsagnar_i_Idno/ 05. nóv 2018 Skrifstofa félagsins lokuð á þriðjudögum <p>Skrifstofa félagsins verður lokuð á þriðjudögum til áramóta. Opið mánu-, miðviku-, fimmtu- og föstudaga frá 12:00-15:00 eins og áður.</p> <p>Hægt er að senda fyrirspurnir í gegnum netfangið info@touristguide.is</p> https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Skrifstofa_felagsins_lokud_a_thridjudogum_til_aramota/ https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Skrifstofa_felagsins_lokud_a_thridjudogum_til_aramota/ 27. okt 2018 Málþing 2. nóv <p>sjá nánar <a href="https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing/">hér</a></p> https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Malthing_2._nov/ https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Malthing_2._nov/ 27. okt 2018 Menntun og starfsundirbúningur leiðsögumanna á Íslandi <p><strong>Hver er staðan, hvert stefnir?</strong></p> <p>Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna býður til morgunverðarfundar þar sem kynnt verður greinargerð starfshóps um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Fundurinn verður haldinn í Iðnó, föstudaginn 2. nóvember kl. 8.30–10.30. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing/ https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing/ 27. okt 2018