Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna 20. nóv 2018 20. nóv 2018 https://www.touristguide.is/_rss/ 15-11-18 14:23 <p>Fyrsti fundur í kjaraviðræðum við SAF og SA verður þriðjudaginn 20. nóvember.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/15-11-18_14-23/ https://www.touristguide.is/Frettir/15-11-18_14-23/ 15. nóv 2018 frétt https://www.touristguide.is/Frettir/frett/ https://www.touristguide.is/Frettir/frett/ 14. nóv 2018 Jón R. Hjálmarsson - andlát <p>Jón R. Hjálm­ars­son, einn af stofnendum Félags leiðsögumanna 1972 og heiðursfélagi Leiðsagnar, lést í dag, 12. nóvember 2018. Jón fædd­ist 28. mars 1922 í Vest­ur­dal í Skagaf­irði. Að loknu bú­fræðiprófi, stúd­ents­prófi, cand. mag.-prófi í ensku, þýsku og sögu og cand. phi­lol.-prófi í sagn­fræði gerðist Jón skóla­stjóri í Skóg­um og síðar á Selfossi þar til hann varð fræðslu­stjóri á... https://www.touristguide.is/Frettir/Jon_R._Hjalmarsson_-_andlat/ https://www.touristguide.is/Frettir/Jon_R._Hjalmarsson_-_andlat/ 12. nóv 2018 Fræðslukönnun <p><strong>Kæri leiðsögumaður</strong></p> <p>ENDURMENNTUN HÍ og Leiðsögn Stéttarfélag Leiðsögumanna hafa undanfarin ár átt í samstarfi um símenntun fyrir leiðsögumenn.<br /> Markmið samstarfsaðila er að mæta áhugasviðum og þörfum félagsmanna fyrir símenntun og því er mikilvægt að fá fram viðhorf og hugmyndir þeirra sem fræðsluna munu sækja.</p> <p>Eitt verkfæranna til að kanna fræðsluþörf í símenntun er fræðslukönnun sem þessi. Þessi könnun er því send öllum félagsmönnum í Leiðsögn Stéttarfélag Leiðsögumanna.</p> <p>Við biðjum þig vinsamlegast um að gefa þér stutta stund til að svara eftirfarandi spurningum. Könnunin er opin 5-15 nóvember. Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að koma betur til móts við þarfir félagsmanna með öflugum námskeiðum.</p> <p><a href="https://www.surveygizmo.com/s3/4641690/Fr-sluk-nnun-Lei-s-gn-st-ttarf-lag-Lei-s-gumanna-2018">Könnunina má nálgast hér</a></p> <p><strong>Þitt álit skiptir okkur máli.</strong></p> <p>Með kveðju og þakklæti,<br /> Leiðsögn - Stéttarfélag Leiðsögumanna &amp; starfsfólk ENDURMENNTUNAR HÍ</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Fraedslukonnun/ https://www.touristguide.is/Frettir/Fraedslukonnun/ 07. nóv 2018 FRESTAÐ - Minnum á fræðslufund félagsins <p>Fræðslufundurinn sem átti að fara fram í kvöld, verður frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Auglýsum breyttann tíma bráðlega - afsökum ónæðið sem þetta kann að valda.</p> <p><strong>Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands</strong></p> <p>Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.</p> <p><strong>Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð</strong><br /> **Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20. **</p> <p><strong>Fræðslu og skólanefnd</strong></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Minnum_a_fraedslufundinn_annad_kvold_8.nov/ https://www.touristguide.is/Frettir/Minnum_a_fraedslufundinn_annad_kvold_8.nov/ 07. nóv 2018 Fjölmennur fundur Leiðsagnar í Iðnó <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="IMG_6650 (002)" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5be03c2deef76.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna efndi til morgunverðarfundar í Iðnó, föstudaginn 2. nóvember. Yfirskrift fundarins var Menntun og starfsundirbúningur leiðsögumanna á Íslandi, hver er staðan, hvert stefnir? Á fundinum var greinargerð starfshóps um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna kynnt og efni hennar tengt ýmsu því sem er ofarlega á baugi í málefnum leiðsagnar ferðamanna á Íslandi.</p> <p>Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar setti fundinn og greindi frá tildrögum greinargerðarinnar og efni kynningarfundarins, en síðan tók Tryggvi Jakobsson formaður starfhópsins við og kynnti meginefni greinargerðarinnar, viðmiðunarreglur um menntun leiðsögumanna og helstu niðurstöður.</p> <p>María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem sæti átti í starfshópnum, fjallaði um hæfnigreiningu á starfi leiðsögumanna, stefnumörkun á formlegu námi í ferðaþjónustugreinum og sveigjanleika í námi og reynslu, eða raunfærnimat. Snorri Valsson, starfsmaður Vakans, gæðakerfis ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu, fjallaði um menntun leiðsögumanna og gæði leiðsagnar sem hluta af gæðakröfum ferðaþjónustunnar. Snorri átti einnig sæti í starfshópnum.</p> <p>Þá var komið að Einar Torfa Finnssyni, hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum að ræða um umhverfismál og verndun náttúru- og menningarminja af sjónarhóli leiðsögumanna og Jakobi S. Jónssyni, leiðsögumanni sem fjallaði um öryggismál og starfskjör leiðsögumanna í víðu samhengi. Loks ræddi Sólveig Nikulásdóttir frá Iceland Travel um starfsemi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja og hópstjóra á Íslandi frá bæjardyrum ferðaskipuleggjenda. Í lokin voru svo fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri var Herdís Hallvarðsdóttir útgefandi og leiðsögumaður.</p> <p>Fundinn sóttu ríflega 80 manns og þótti hann takast með ágætum.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Fjolmennur_fundur_Leidsagnar_i_Idno/ https://www.touristguide.is/Frettir/Fjolmennur_fundur_Leidsagnar_i_Idno/ 05. nóv 2018 Skrifstofa félagsins lokuð á þriðjudögum <p>Skrifstofa félagsins verður lokuð á þriðjudögum til áramóta. Opið mánu-, miðviku-, fimmtu- og föstudaga frá 12:00-15:00 eins og áður.</p> <p>Hægt er að senda fyrirspurnir í gegnum netfangið info@touristguide.is</p> https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Skrifstofa_felagsins_lokud_a_thridjudogum_til_aramota/ https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Skrifstofa_felagsins_lokud_a_thridjudogum_til_aramota/ 27. okt 2018 Málþing 2. nóv <p>sjá nánar <a href="https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing/">hér</a></p> https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Malthing_2._nov/ https://www.touristguide.is/Felagid/Tilkynningar/Malthing_2._nov/ 27. okt 2018 Menntun og starfsundirbúningur leiðsögumanna á Íslandi <p><strong>Hver er staðan, hvert stefnir?</strong></p> <p>Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna býður til morgunverðarfundar þar sem kynnt verður greinargerð starfshóps um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Fundurinn verður haldinn í Iðnó, föstudaginn 2. nóvember kl. 8.30–10.30. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing/ https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing/ 27. okt 2018 MINNISBLAÐ um flutning til og frá vinnustað / brottfararstað <p>Fyrir skömmu var nokkrum leiðsögumönnum sent bréf, þar sem tilkynnt var að ferðaþjónustufyrirtæki myndu ekki lengur sjá þeim fyrir flutningi til og frá vinnu þegar um lengri ferðir væri að ræða. Er leiðsögumönnum nú gert að mæta annað hvort á það hótel þar sem gestirnir gista eða skrifstofu viðkomandi rútufyrirtækis, en síðan verði leiðsögumönnum greitt 2,5 startgjald leigubíla við upphaf og lok ferða við næstu útborgun. Ástæðan fyrir þessu breytta fyrirkomulagi er að því er sagt er vegna breyttra viðhorfa til rútuaksturs inn í íbúðahverfum, en hið nýja skipulag er rökstutt með tilvísun í kjarasamning Leiðsagnar, 4. kafla, gr. 2, en þar segir:</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Minnisblad/ https://www.touristguide.is/Frettir/Minnisblad/ 27. okt 2018 Húsfyllir á erindi Odds Sigurðssonar <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="fundur 18" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5bcdc8fe9445e.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Um 70 áhugasamir leiðsögumenn komu saman í sal félagsins í Stórhöfða 25, þann 18 okt. til að hlýða á erindi Odds Sigurðssonar jarðfræðings: Jöklar á hverfanda hveli – hveljöklar hverfa.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Husfyllir_a_erindi_Odds_Sigurdssonar/ https://www.touristguide.is/Frettir/Husfyllir_a_erindi_Odds_Sigurdssonar/ 22. okt 2018 Skrá sig í félagið https://www.touristguide.is/Felagid/Skra_sig_i_felagid/ https://www.touristguide.is/Felagid/Skra_sig_i_felagid/ 19. okt 2018 Raunfærnimat að verða að raunveruleika <p>Unnið er að því að opna fyrir þann möguleika að reyndir einstaklingar, sem hafa stundað leiðsögn án þess að hafa lokið viðurkenndu námi í faginu, geti gengist undir raunfærnimat og fengið í kjölfarið inngöngu í fagdeild Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Raunfaernimat_ad_verda_ad_raunveruleika/ https://www.touristguide.is/Frettir/Raunfaernimat_ad_verda_ad_raunveruleika/ 18. okt 2018 Tilkynning til ökuleiðsögumanna <p>Að undanförnu hafa farið fram námskeið fyrir bifreiðastjóra, sem þeim er skylt að sækja til að viðhalda starfsréttindum sínum. Vakinn er athygli á að ökuleiðsögumenn, sem eru félagar í Leiðsögn og hafa greitt félags- og sjóðagjöld til félagsins, kunna að eiga kost á styrk vegna námskeiða þessara úr Endurmenntunarsjóði félagsins. Fjárhæð styrkjarins ræðst af reglum sjóðsins og fjárhagslegri getu hans.</p> <p>Ökuleiðsögumönnum sem sækja vilja um styrk vegna námskeiðanna er bent á að sækja um hann á eyðublaði á <a href="https://www.touristguide.is/Sjodir/Endurmenntunarsjodur/Umsokn_ur_endurmenntunarsjodi/">heimasíðu félagsins</a> ásamt því að senda frumrit af greiðslukvittunum inn til félagsins.</p> <p><strong>Umsóknir skulu berast sjóðnum fyrir 10. nóvember næst komandi.</strong></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Endurmenntun_okuleidsogumanna/ https://www.touristguide.is/Frettir/Endurmenntun_okuleidsogumanna/ 06. okt 2018 Fræðslufundir Leiðsagnar <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="20161129_2023161" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5bb76b504a2c1.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Vetrarstarfið er að hefjast. Fyrirhugaðir eru tveir fræðslufundir, annar nú í október og hinn í nóvember, en í desember verður síðan efnt til jólabókakvölds að venju.</p> <p>Nánari upplýsingar um efni og tíma jólabókakvöldsins verða kynntar í nóvember. Allar góðar ábendingar og óskir um efni fræðslufunda á nýju ári eru vel þegnar.</p> <p>.</p> <h3>Jöklar á hverfanda hveli; hveljöklar hverfa!</h3> <p>Fimmtudagskvöldið 18. október mun Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands koma í heimsókn og fjalla í máli og myndum um afkomu íslenskra hveljökla á tímum loftslagsbreytinga. Jöklarnir náðu mestri útbreiðslu í lok 19. aldar, en hafa hopað mikið síðan. Flatarmál þeirra hefur minnkað um nærri 2000 km2 síðan þá, eða um það bil 15%. Oddur er manna fróðastur um þessar breytingar og hefur frá mörgu forvitnilegu að segja.<br /> <strong>Fundarstaður: Stórhöfði 25, efsta hæð</strong><br /> <strong>Fundartími: fimmtudagur 18. október kl. 20.</strong></p> <h3>Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands</h3> <p>Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.<br /> <strong>Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð</strong><br /> <strong>Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20.</strong></p> <p><strong>Fræðslu og skólanefnd</strong></p> https://www.touristguide.is/Frettir/Fraedslukvold_Leidsagnar/ https://www.touristguide.is/Frettir/Fraedslukvold_Leidsagnar/ 05. okt 2018 Hverjir eru félagsmenn Leiðsagnar <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="Skyrsla Holahaskola" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5ba8e7682fbd6.png" class=""></span></span><p><strong>Hverjir eru félagar í Félagi leiðsögumanna?</strong></p> <p>Á afar vel sóttum félagsfundi FL þann 29. nóvember kynnti Anna Vilborg Einarsdóttir niðurstöður rannsóknar sem unnin var fyrir félagið á vegum Háskólans að Hólum og er um félagsmenn Félags leiðsögumanna.</p> <p>Anna Vilborg nefndi að það hefðu verið vonbrigði að ekki fleiri félagsmenn hefðu tekið þátt í könnuninni, sem stóð... https://www.touristguide.is/Utgafa/Frettabref/Hverjir_eru_felagsmenn_Leidsagnar/ https://www.touristguide.is/Utgafa/Frettabref/Hverjir_eru_felagsmenn_Leidsagnar/ 24. sep 2018 Stjörnuhimininn yfir Íslandi <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="aurora-1185464_1000" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5ba2deaa65496.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><p>Vekjum athygli á námskeiði EHÍ sem er sérsniðið fyrir félaga í Leiðsögn, <a href="https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=273H18&amp;n=stjornuhimininn-yfir-islandi&amp;fl=ferdathjonusta">Stjörnuhimininn yfir Íslandi</a> með Sævari Helga Bragasyni.</p> <p>Snemmskráning er til og með 21. sept. Allir sem skrá sig fyrir snemmskráningarfrestinn fá afslátt af námskeiðsgjaldi.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Stjornuhimininn_yfir_Islandi/ https://www.touristguide.is/Frettir/Stjornuhimininn_yfir_Islandi/ 19. sep 2018 24.5.2018 - Stjórnarfundur <p>Stjórnarfundur 24. maí 2018, kl. 10:00</p> <p>Mættir: Indriði, Þorsteinn, Sigríður, Rósa Margrét og Helga.</p> <p>1. Rætt um hugsanlega samning við Lagastoð hf., formanni falið að vinna frekar úr tillögum um samstarf.</p> <p>2. Stjórn ræddi áfram ýmis mál sem koma upp varðandi starfsemi erlendra ferðaskriftofa og erlendra leiðsögumanna á Íslandi.</p> <p>Stjórn Leiðsagnar vill undirbúa... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/24.5.2018_-_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/24.5.2018_-_Stjornarfundur/ 11. sep 2018 7.6.2018 - Stjórnarfundur <p>Leiðsögn Stjórnarfundur<br /> 7. 6. 2018 kl. 11:00 - 12:30<br /> Stórhöfða 25</p> <p>Mættir: Indriði, Sigríður, Rósa Margrét og Vilborg.</p> <p>1. Sjúkrasjóður<br /> Fimm umsóknir teknar fyrir, samþykktar og afgreiddar. Ein umsókn í endurmenntunarsjóð tekin fyrir, samþykkt og afgreidd.</p> <p>2. Húsnæðismál<br /> Húsnæðissamningur Leiðsgnar að Stórhöfða 25 endurnýjaður til eins... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/7.6.2018_-_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/7.6.2018_-_Stjornarfundur/ 11. sep 2018 29.8.2018 - Stjórnarfundur <p>Stjórnarfundur Leiðsagnar - Stórhöfða 25.<br /> 29.8. 2018 kl. 14:00 - 15:30.</p> <p>1. Átta sjúkrasjóðsumsóknir teknar fyrir, samþykktar og afgreiddar. Fjórar umsóknir úr Endurmenntunarsjóði teknar fyrir, einni synjað og þremur frestað.</p> <p>2. Samþykkt að ítreka erindi til eftirlitsaðila um helstu reglur um starfsemi erlendra aðila á Íslandi og skilning Leiðagnar á lögum og reglum þar að... https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/29.8.2018_-_Stjornarfundur/ https://www.touristguide.is/Felagid/Stjorn_og_nefndir/Stjorn/2018_-_Fundargerdir_stjornar/29.8.2018_-_Stjornarfundur/ 11. sep 2018 EHÍ - áhugaverð námskeið á haustönn <span class="img img_align_left" style="margin-right: 1em; margin-bottom: 1em;"><span class="actual_img"><img alt="Endurmenntun H" idx="0" data-prefix="thumb/200/0" src="https://www.touristguide.is/thumb/200/0/images/sent/5b97c3a4ef6c6.jpg&cut=0p%3A0p" class=""></span></span><h3>Sértilboð til félagsmanna Leiðsagnar.</h3> <p>Eftirfarandi námskeið bjóðast félagsmönnum á 15% afslætti á haustmisseri:</p> <p><strong>Draugar og dulrán fyrirbæri í íslenskum bókmenntum</strong><br /> Snemmskráning til 21.sept.</p> <p><strong>Áætlanagerð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki</strong><br /> Snemmskráning til 28.sept.</p> <p><strong>Árangusrík framsögn og tjáning</strong><br /> Snemmskráning til 7.okt.</p> <p><strong>Íslensk fatasaga og uppruni lopapeysunnar</strong><br /> Snemmskráning til 27.okt.</p> <p><strong>outlook - nýttu möguleikana</strong><br /> Snemmskráning til 6.okt.</p> <p><strong>La culture française et l‘humour français à travers une série télévisée populaire</strong><br /> Snemmskráning til 6.okt.</p> <p><a href="https://us3.campaign-archive.com/?e=&amp;u=f4b194647590bbe9a96a9a81d&amp;id=795a44ddcd">Hér má nálgast upplýsingar um námskeiðin og önnur er kennd verða á haustmisseri</a></p> <p>Einnig vill EHÍ vekja sérstaka athugli félagsmanna á eftirfarandi námskeiðum:<br /> <a href="https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=286H18&amp;n=the-practical-art-of-selling&amp;fl=erlendir-serfraedingar">The Practical Art of Selling</a><br /> <a href="https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=288H18&amp;n=planning-and-engineering-the-customer-experience">Planning and Engineering the Customer Experience</a></p> https://www.touristguide.is/Frettir/EHI_-_ahugaverd_namskeid_a_haustonn/ https://www.touristguide.is/Frettir/EHI_-_ahugaverd_namskeid_a_haustonn/ 11. sep 2018 Eru laun leiðsögumanna of há? <p>Í frétt í Morgunblaðinu 8. sept. 2018 er greint frá erfiðleikum í rekstri fyrirtækis í ferðaþjónustu og má skilja það á talsmanni þess að aðalorsökin sé há laun íslenskra leiðsögumanna. Er látið að því liggja að lausnin kunni að vera sú að ráða evrópska leiðsögumenn í stað íslenskra. Fullyrt er að þá megi fá fyrir helming eða þriðjung af launum íslenskra leiðsögumanna. Ekki er vitnað í heimildir fyrir þessum staðhæfingum umfram það að laun samkvæmt vísistölu hafi hækkað um 70% síðan 2011.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Eru_laun_leidsogumanna_of_ha/ https://www.touristguide.is/Frettir/Eru_laun_leidsogumanna_of_ha/ 10. sep 2018 Málþing um menntun og starfsréttindi leiðsögumanna <p>Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna mun í næsta mánuði gangast fyrir málþingi um menntun leiðsögumanna, starfsréttindi þeirra og ýmis mál sem þeim tengjast. Tilefni fundarins er skýrsla sem um þetta efni sem starfshópur sem Leiðsögn skipaði á síðasta ári hefur unnið og skilað af sér fyrir skemmstu. Auk Leiðsagnar átti Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar aðild að hópnum. Í skýrslunni er stöðu menntunar leiðsögumanna hér á landi gerð glögg skil með hliðsjón af staðli um menntun leiðsögumanna sem í gildi hefur verið í Evrópu síðan 2008. Í skýrslunni er einnig að finna tillögur hópsins um tilhögun á námi og starfsundirbúningi leiðsögumanna.</p> <p>Á málþinginu verður skýrslu starfshópsins kynnt og efni hennar rætt með tilliti til aðstæðna hér á landi og frá ýmsum sjónarhornum leiðsagnar og ferðaþjónustu. Meðal annars verði komið inn á eftirfarandi:</p> <p>1. Skýrslan, meginefni hennar og aðalatriði, Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, núverandi framboð á námi í leiðsögn og tillögur um það svo og nauðsynlegan sveigjanleiki við mat á öðru námi og reynslu.<br /> 2. Menntun leiðsögumanna og gæði sem hluti af gæðakröfum ferðaþjónustu, öryggismál ferðaþjónustu og starfsundirbúningur leiðsögumanna, fararstjóra og hópstjóra, umhverfismál, verndun náttúru- og menningarminja, þjóðgarða, friðlanda og náttúruvætta.<br /> 3. Erlend ferðaþjónusta og samkeppnisstaða innlendra ferðaþjónustu.<br /> 4. Stofnanir sem veita leiðsögunám.<br /> 5. Menntun leiðsögumanna, löggilding starfs, lögverndun starfsheitis og aðrar leiðir til viðurkenning á starfsheiti og kjarasamningar.</p> <p>Gert er ráð fyrir að formaður starfshópsins og aðrir meðlimir hans geri grein fyrir efni skýrslunnar og komi eftir atvikum inn á önnur þau atriði sem nefnd eru hér að framan og viðhorf þeirra aðila sem tilnefndu þá til starfsins. Auk þess verði valdir nokkrir aðilar til að fjalla í stuttum erindum um skýrsluna frá þeim sjónarhornum sem að framan greinir. Að lokum verði almennar umræður og eftir atvikum lagðar fram ályktanir og þær afgreiddar.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing_um_menntun_og_starfsrettindi_leidsogumanna/ https://www.touristguide.is/Frettir/Malthing_um_menntun_og_starfsrettindi_leidsogumanna/ 06. sep 2018 Ökuleiðsögumenn, orðsending <p>Leiðsögn vekur athygli félaga sinna sem starfa sem ökuleiðsögumenn á að ökuleiðsögumenn þurfa að ljúka við endurmenntun samkvæmt 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini, sem varðar réttindi bílstjóra til að stjórna bifreið í C- og D-flokki sem ná til farþegaflutninga í atvinnuskyni. Meiri upplýsingar er að finna... https://www.touristguide.is/Frettir/Okuleidsogumenn,_ordsending/ https://www.touristguide.is/Frettir/Okuleidsogumenn,_ordsending/ 30. ágú 2018 Orðsending til félagsmanna <p>Í kjarasamningi Leiðsagnar við SAF segir í grein 10.1:</p> <p>"Ferðaskrifstofur sem aðilar eru að þessum samningi gera kröfu um að leiðsögumenn hafi lokið leiðsögumannaprófi á Íslandi. Ferðaskrifstofur leitast við að ráða einungis menntaða leiðsögumenn til starfa. Ferðaskrifstofum er heimilt að ráða annað fólk til starfa ef fáanlegir leiðsögumenn uppfylla ekki skilyrði sem krafist er (t.d um... https://www.touristguide.is/Frettir/Nordurljosaferdir/ https://www.touristguide.is/Frettir/Nordurljosaferdir/ 25. ágú 2018 Kynningarfundir um stofnun miðhálendisþjóðgarðs <p>Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir kynningarfundi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs.</p> <p>Á fundunum verða kynnt verkefni þverpólitískrar nefndar sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu</p> <p>Fundarstaðir: 16. ágúst Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli klukkan 12. 17. ágúst Breiðumýri Þingeyjarsveit klukkan 12. 20. ágúst félagsheimilinu Hvammstanga klukkan 17. 22. ágúst Hótel... https://www.touristguide.is/Frettir/15-08-18_15-27/ https://www.touristguide.is/Frettir/15-08-18_15-27/ 15. ágú 2018 Leiðsögumaður <p>Lögverndun starfsheitis síns hefur lengi verið baráttumál leiðsögumanna en undirtektir stjórnvalda hafa verið dræmar og tilögur þessa efnis hafa jafnan dagað uppi, oftast vegna andmæla sem byggð hafa verið á misskilningi eða vafasamri hagsmunagæslu. Nýverið fól Leiðsögn - stéttarfélag - leiðsögumanna starfshópi það verkefni að gera tillögur um viðmiðunarreglur um menntun leiðsögumanna. Auk... https://www.touristguide.is/Frettir/Logverndun_starfsheitis/ https://www.touristguide.is/Frettir/Logverndun_starfsheitis/ 13. ágú 2018 Sumarlokun skrifstofu Leiðsagnar <p>Skrifstofa Leiðsagnar - stéttarfélags leiðsögumanna verður lokuð dagana 1. - 10. ágúst vegna sumarleyfa. Opnum aftur mánudaginn 13. ágúst.</p> https://www.touristguide.is/Frettir/Sumarlokun_skrifstofu_Leidsagnar/ https://www.touristguide.is/Frettir/Sumarlokun_skrifstofu_Leidsagnar/ 30. júl 2018 Varðandi verktöku <p>Það ber nokkuð á því að leiðsögumenn séu ráðnir sem verktakar; sum fyrirtæki koma sér hjá því að ráða leiðsögumenn sem launamenn og heimta að þeir ráði sig sem verktaka. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í huga:<br /> 1. Verktaka á við þegar um tímabundið verkefni er að ræða.<br /> 2. Ef þú ert verktaki er verkefnið unnið á fjárhagslega ábyrgð þína.<br /> 3. Verktaki er ekki... https://www.touristguide.is/Frettir/Vardandi_verktoku/ https://www.touristguide.is/Frettir/Vardandi_verktoku/ 27. júl 2018