Launagreiðendur upplýsingar

Almenni lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður fyrir leiðsögumenn. Númer sjóðsins er 955.
Greitt er 1% félagsgjald og 1,25% í sjúkrasjóð, 0,25% í endurmenntunarsjóð og 0,10% í endurhæfingarsjóð, í hlutfalli af heildarlaunum.

Greiðsla iðgjalda

Upplýsingar vegna greiðslu iðgjalda til Almenna lífeyrissjóðsins:
Almenni lífeyrissjóðurinn
Kennitala: 450290-2549
Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Netfang skilagreina: skilagreinar@almenni.is
Sími 510-2500, fax 510-2550
Iðgjöld má greiða inn á reikning sjóðsins hjá Íslandsbanka: 513-26-410000, kt: 450290-2549

Slóð á skilagreinar hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Um iðgjöld í Almenna lífeyrissjóðinn

Lágmarksiðgjald í Almenna lífeyrissjóðinn er 12% af launum. Skipting á milli launagreiðanda og launþega fer eftir kjarasamningi eða ráðningarsamningi. Oftast greiðir launþegi 4% og launagreiðandi 10,0%. (A.T.H. mótframlag vinnuveitanda hækkar í 11,5% 1.júlí 2018). Launagreiðandi greiðir oftast 2% mótframlag í viðbótarlífeyrissparnað á móti a.m.k. 2% sparnaði launþega. Launagreiðendum er skylt að draga lífeyrissjóðsiðgjald mánaðarlega af launum starfsmanna og skila því til viðkomandi lífeyrissjóðs eða vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Gjalddagi iðgjalds er tíundi dagur næsta mánaðar eftir að launatímabili lýkur. Eindagi iðgjalda er síðasti virki dagur næsta mánaðar eftir að launatímabili lýkur. Sé greitt eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð og skipting iðgjalda

Lágmarksiðgjald er 14% af heildarlaunum sjóðfélaga. Til iðgjaldsstofns skal ekki telja hlunnindi sem greidd eru í öðru formi, svo sem fatnaður, fæði og húsnæði, eða greiðslur sem ætlaðar eru til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, t.d. ökutækjastyrkur, dagpeningar og fæðispeningar. Sjálfstæðir atvinnurekendur greiða 14% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Skylt er að greiða í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri til sjötugs og er algengast að launþegi greiði 4% og launagreiðandi 10%. Í Almenna lífeyrissjóðnum greiðist lágmarksiðgjald bæði í samtryggingar- og séreignarsjóð. Af 14% iðgjaldi greiðist 10% í samtryggingarsjóð og 4% í séreignarsjóð.