Hagnýtar upplýsingar

Landið og miðin

Ísland er 103.125 ferkílómetrar að stærð, eða álíka stórt að flatarmáli og Kentucky fylki í Bandaríkjunum ( 104,749 ferkílóm.) en töluvert stærra, en Írland ( 84,421 ferkm.) Strandlengjan er 4,970 km. Áætlað er að jöklar þeki 11.920 ferkm. Eða á milli 11 og 12 % landsins. Stærstur er Vatnajökull 8.300 ferkm. En síðan koma Langjökull og Hofsjökull, rösklega 900 ferkm. Hæsti tindur landsins er Öræfajökull 2.110 m. Herðubreið er 1.683 m. Eyjafjallajökull 1.666 m. Hekla 1.491 m og Snæfellsjökull 1.446m. Þjórsá er lengsta á landsins 239 km. Og meðalrennsli við Urriðafoss er 352 rúmm/sek, Jökulsá á Fjöllum er 206 km , Hvítá/Ölfusá 185 km. Og meðalrennsli við Selfoss er 387 rúmm/sek, Hvítá í Borgarfirði 126 km, Blanda 125 km. Fnjóská 117 km og Markarfljót 100 km. Glymur í Hvalfirði er hæsti foss landsins 198 m, Háifoss í Þjórsárdal er 122 m og Hengifoss í Fljótsdal er 120 m. Dynjandi er 100 m. Dettifoss er 44 m. Hár og meðalrennsli er 184 rúmm/sek. Gullfoss er 32 m. Hár og meðalrennsli er 105 rúmm/sek ., Goðafoss er 11 m. Hár og meðalrennsli 84 rúmm/sek. Skógafoss er 60 m. Hár og meðalrennsli er 6 rúmm/sek. Fiskveiðilögsagan er 200 mílur mælt frá ystu nesjum og er flatarmál hennar 758.000 ferkílómetrar.

Verðlag

Miðað við mörg önnur lönd í Vestur Evrópu og víðar er verðlag á Íslandi hátt. Samkvæmt neysluverðsvísitölu www.numbeo.com í janúar 2014 var vísitalan hér 113 miðað við 100 í New York. Á toppnum var Noregur og Sviss með 126 – 157, en við vorum á svipuðu róli og Stokkhólmur og Bretland. Í Berlín var vísitalan hinsvegar 83. Við samanburð eru innfluttar vöru mun dýrari hér en víða annars staðar, en hinsvegar er verð á heitu og köldu vatni og rafmagni mun lægra hér en á mörgum öðrum stöðum. Verð á ca. 100 – 120 fermetra íbúð í Reykjavík er í kring um 30 milljónir króna, fer svolítið eftir aldri og staðsetningu

Lífið í landinu .

Um síðustu áramót bjuggu hér á landi 321,857 manns. Í Reykjavík 118.814 og á höfuðborgarsvæðinu samtals 205.675. Af heildarmannafjöldanum voru rúmlega 300 þúsund innfæddir Íslendingar en 21,446 frá öðrum löndum eða 6,6% mannfjöldans . Hlutfallslega flestir frá Póllandi eða 9.363 sem er 2,9 % af mannfjöldanum. Önnur þjóðarbrot komust ekki nærri Pólverjum og t.d. voru Danir einungis 0,3% og Bandaríkjamenn o,2%. Algengasta karlmannsnafnið á Ísland er Jón og það bera 3,4 % karlamanna, þá kemur Sigurður 2,7 % og Guðmundur 2,5 %. Guðrún er algengasta kvenmannsnafnið og bera það 3,1 % kvenna, Anna er í öðrum sæti með 2,8% og Sigríður 2,3 %. 4533 börn fæddust hér árið 2012 og það ár fluttust 5.957 manns til landsins en 6.276 frá landinu. Það ár voru skráð hér 1458 hjónabönd og 516 skilnaðir. Barnadauði er hér mjög lágur eða 1,1 miðað við eitt þúsund fædda árið 2012. Frjósemisstuðullinn var 2,027 það ár. Um 20 % barna voru þá skráð hjá einstæðum mæðrum. Öldruðum fjölgar hér eins og í öðrum löndum og 2012 voru 22,223 yfir 65 ára aldri hér en 32,546 innan 14 ára. Meðal lífslíkur karla við fæðingu það ár var tæplega 81 ár og kvenna tæplega 89 ár.

Bækur, menning o.fl.

Hér eru yfirleitt gefnar út um það bil 1500 bækur á ári hverju, þar af er einn þriðji þýddar bækur en hitt, skáldverk, barnabækur kennslubækur og aðrar íslenskar bækur.
Tveir af hverjum þremur Íslendingum yfir 18 ára aldri fengu bók í gjöf um síðustu jól (2013). Það ár lásu Íslendingar að meðaltali 11 bækur á ári, en árið áður voru þær 12. Meira en 95 % heimili á landinu eru með aðgang að Internetinu, en meðaltalið í öðum löndum Evrópu er 75%. að Það er meira en einn Gemsi skráður á hvern Íslending.

Orka og orkunotkun

Virkjanir okkar og orkuver framleiddu samtals 17,210 Gígawattstundir árið 2012, langmest í vatnsafslvirkjunum eða 12,507 stundir en 4,700 í gufuvirkjunum. Af allri rafmagnsframleiðslunni fóru 13,384 GWh eða meira en 77% til orkufreks iðnaðar. Langstærstur hluti þeirrar orku sem við notum er innlend orka eða um 86%, þar af er varmaorkan um 67% af heildarorkunni. Innflutt orka er aðeins um 14%. Við erum efst á lista Evrópuþjóða hvað varðar endurnýjanlega orku með okkar rúmlega 85%, en næstir koma Norðmenn með um 60% en Bretar verma eitt af neðstu sætunum með innan við 5%. Meðaltalið í löndum ESB er um 17%. Oft er spurt um fjölda borholanna við gufuvirkjanir. Þumalputtareglan er að deila rúmlega 5 í megawattafjölda viðkomandi virkjunar, og þá geta menn farið nálægt borholufjöldanum sem er nýttur en það er þó ekki algilt. Hellisheiðarvirkjun er stærsta gufuafls virkjunin á landinu, framleiðir 303 MW af rafmagni og varmaaflið ( hitaveitan) er er 133 MW. Boraðar hafa verið 57 holur á svæðinu og eru um 40 notaðar. Þær eru 2 – 3 þús. metra djúpar. Nesjavallavirkjun framleiðir 120 MW af rafmagni og vatnsframleiðslan er 300MW eða 1,640 l/sek af 85 gráðu heitu vatni. Þar hafa verið boraðar 24 holur. Í Svartsengi eru framleidd 75 MW af rafmagni og heitavatnsframleiðslan er 150 MW. Þar hafa verið boraðar 34 holur og 18 eru nýttar.

Sátt við lífið og tilveruna ( í ársbyrjun 2014)

Samkvæmt könnun Evrópusambandsins og Capacent hér á landi meðal aðildarríkja sinna og umsóknarríkja eru 98% Íslendinga sátt við lífið og tilveruna 55% eru mjög sátt og 43% frekar sátt eða samtals 98%. Afgangurinn er hinsvegar ekki sáttur eða 2%. Við erum þarna í efsta sæti, en næstir okkur koma Danir, þar sem 97% landsmanna eru sáttir við lífið og tilveruna. Minnst er ánægjan með lífið í Portúgal, þar aðeins 39% eru sátt við lífið og tilveruna.