Litlar líkur á að Náttúrupassinn verði tekinn upp fyrir sumarið

skrifað 24. jan 2014
Dynjandi Westfjord

Litlar líkur eru taldar til þess að fyrirhugaður Náttúrupassi verði tekinn upp í sumar eins og til stóð. Árlegar tekjur af passanum gætu numið nokkrum milljörðum króna. Deildar meiningar eru um, eins og til dæmis hvort Vegagerðin eigi að fá fjármuni til að auka þjónustu á leiðum að ferðamannastöðum, hvort fjármunir eigi að renna til lögreglunnar, vegna aukins álags, og hvort og hversu miklir peningar eigi að renna til Landsbjargar en útköllum björgunarsveita vegna ferðamanna hefur fjölgað síðustu ár. sjá nánar á ruv.is