Ágæti launagreiðandi.

skrifað 14. jan 2020

Rafræn móttaka skilagreina fyrir Leiðsögn - Félags leiðsögumanna er hafin og óskað er eftir að héðan í frá séu skilagreinar til félagsins vegna iðgjalda sendar rafrænt. Til þess að opna fyrir rafræna sendingu til Leiðsagnar þarf að uppfæra rafræna innheimtuaðila í launakerfinu. Þau kerfi sem ekki hafa þann möguleika geta sótt slóðina á www.skilagrein.is eða https://engeyrest.dk.is/Leidsogn/FundPayments Svæði vegna notandanafns/lykilorðs má vera autt. Ef launakerfið krefst að eitthvað fari í reitina má setja kennitölu fyrirtækis í notanda og 123 í lykilorð

Notendur dk geta farið í Launakerfi > uppsetning > Rafrænir innheimtuaðilar > F5 > uppfæra innheimtuaðila og geta þar með sent rafrænt beint en aðrir verða að snúa sér til þeirra þjónustuaðila sem tengjast launakerfum þeirra uppfærslu rafrænna innheimtuaðila. Launagreiðendur eru hvattir til að nýta sér möguleikana á rafrænum sendingum.