Yfirlýsing stjórnar FL vegna markaðsátaks Icelandair

skrifað 04. feb 2016

Stjórn FL telur ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna markaðsátaks Icelandair, enda margar ábendingar borist til stjórnar um málið.

Yfirlýsing frá stjórn Félags leiðsögumanna:

Stjórn Félags leiðsögumanna lýsir furðu sinni á þeim fyrirætlunum Icelandair sem birtar voru í vikunni. Þar hefur Icelandair kynnt mjög sérstaka þjónustu starfsmanna sinna, sem felur í sér að farið er inn á starfssvið leiðsögumanna og margra annarra starfsstétta sem og fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar.