Vorferð leiðsagnar 2018 - UPPSELT

skrifað 19. mar 2018
skaftafelllaekur1

Suðurland með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi
Leiðsögn – félag leiðsögumanna gengst fyrir fræðsluferð með Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi um Suðurland, dagana 7. og 8. apríl næstkomandi.
Meginefni ferðarinnar verður með áherslu á margvíslega náttúruvá og viðbrögð við henni. Þetta fjölsótta og magnaða landsvæði hefur þar upp á margt að bjóða:
jarðskjálfta, fjölbreytilega eldvirkni, jökulhlaup, flóð og margvísleg áhrif loftslagsbreytinga svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður væntanlega eitthvað komið inn á tíð slys og óhöpp ferðamanna í fjórðungnum.

.
Dagskráin verður í grófum dráttum þessi:

Laugardagur 7. apríl
9:00 Brottför frá Stórhöfða 25, ekið á Hvolsvöll. M.a. verður litið á ummerki eftir jarðskjálfta á leiðinni.
12:00 Fundur í Lava setrinu á Hvolsvelli með Sveini Kristjáni Rúnarssyni yfirlögregluþjóni um viðbrögð við náttúruvá og óhöppum á svæðinu.
14:30 Ekið áleiðis í Hótel Skaftafell Í Öræfum, áætluð koma 18:30.
19:30 Þriggja rétta kvöldverður á hótelinu, spjall og rölt að Svínafellsjökli.

Sunnudagur 8. apríl
9:00 Brottför frá Hótel Skaftafelli. Ekið fyrir Öræfajökul að Fjallsárlóni.
11:30 Haldið til baka.
13:30 Komið við á Hótel Laka i súpu og brauð. Kíkt á öskulög og fleira merkilegt.
15:00 Ekið áleiðis til Reykjavíkur. Áætluð heimkoma kl. 19.

*Verð til félagsmanna í tveggja manna herbergi með kvöldverði, morgunverði og súpu kr. 16.000.
*Verð til félagsmanna í eins manns herbergi með kvöldverði, morgunverði og súpu er kr. 22.000. (uppseld)

Þeir sem vilja slást í hópinn eru beðnir um að skrá sig fyrir kl. 13, mánudaginn næsta 26. mars í gegnum netfangið info@touristguide.is Mikilvægt er að nafn, kennitala, netfang og símanúmer komi fram er fólk skráir sig og hvort um er að ræða gistingu einstaklingsherbergi eða í tvíbýli og þá með hverjum Skráning er því aðeins gild að fargjaldið hafi verið greitt að fullu. Athugið að einungis þeir sem eru skuldlausir félagsmenn í Leiðsögn njóta þessara kostakjara.

Greiðsla leggist inná reikning 0334-26-050543 kt: 510772-0249
ATH - Mikilvægt er að nafn þess sem greitt er fyrir komi fram í skýringu og staðfesting sé send á info@touristguide.is.

Allar nánari upplýsingar um ferðina veita:
Guðný Margrét Emilsdóttir í síma 899 4957
Pétur Gauti Valgeirsson í síma 861 9617
Sigrún R. Ragnarsdóttir í síma 852 2252
Tryggvi Jakobsson í síma 893 7484

Athygli skal vakin á því að þeir félagsmenn Leiðsagnar sem hafa hug á að skrá sig á námskeið Páls hjá Endurmenntun HÍ, Hvað er að gerast í eldstöðvum Íslands?, fá 15% afslátt af skráningargjaldi þar. Námskeiðið hefst 5. apríl. Taka þarf fram við skráningu að viðkomandi sé félagi í Leiðsögn.

Fræðslu og skólanefnd Leiðsagnar - Félag leiðsögumanna