Vorferð FL um Suðurland

skrifað 06. maí 2016
Gullfoss regnbogi

Fræðslunefnd Félags leiðsögumanna boðar til skemmti-og fræðsluferðar um Suðurland þann 22. maí.

Áskell Þórisson hjá Landgræðslunni og Árný Lára Karvelsdóttir markaðs-og kynningarfulltrúa Rangárþings eystra sjá um leiðsögn. Áskell fer um Sagnagarð Landgræðslunnar og fræðir okkur um starfsemi hennar. Árný Lára verður leiðsögumaður um Rangárþing eystra - þemað er m.a. hellar á svæðinu. Hádegismatur að Hótel Fljótshlíð (Smáratúni). Kaffistopp í Gamla fjósinu.

• Dagsetning: sunnudagur 22.maí.
• Staður: Mörkinni 6, 104 Reykjavík (þar sem skrifstofa Fél. leiðsögumanna var áður).
• Brottför: kl. 08:30, stundvíslega (Rútan verður komin kl. 08:00)
• Verð: 4000 kr. fyrir félagsmann – kr. 5000 fyrir aðra.

Innifalið auk rútu og leiðsagnar eru veitingar á Hótel Fljótshlíð um kl.13 (súpa, brauð og kaffi) og kaffistopp í Gamla fjósinu.

Skráning í ferðina fer fram í gegnum netfangið: info@touristguide.is til og með 19.maí.
Mikilvægt er að nafn, kennitala og símanúmer komi fram þegar fólk skráir sig.

Greiðsla leggist inn á reikn. nr. 0334-26-050543- kt. 510772-0249.
Mikilvægt er að nafn þess er greiðir komi fram í skýringu og staðfesting sé send info@touristguide.is

Allar nánari upplýsingar veitir fræðslunefndin.

• Börkur Hrólfsson: s.699-3049 netfang: boh@internet.is
• Guðný Margrét Emilsdóttir: s.899-4957, netfang: milgme@libero.it
• Petrína Rós Karlsdóttir: s.698-3396, netfang: petrinarose@gmail.com
• Sigrún Ragnheiður Ragnarsdóttir: s.852-2252, netfang: solheimar@simnet.is
• Þórdís Ágústsdóttir:s.867-2412, netfang: agustsdottirthordise@gmail.com

Hlökkum til að vera saman og hafa gaman!