Viltu starfa í þágu félagsins?

skrifað 28. mar 2018

Leiðsögn vill minna félagsmenn sína á að frestur til þess að skila inn tillögum um lagabreytingar fyrir aðalfund skal skilað inn til skrifstofu félagsins í síðasta lagi 29. mars 2018 og verða þær kynntar í fundarboði og á heimsíðu félagsins.

Einnig er vakin athygli á því að framboði til setu í stjórn og í trúnaðarráði félagsins rennur út fimmtudaginn 5. apríl 2018. Óskað er eftir 2 framboðum til stjórnarsetu ásamt 12 framboðum til setu í trúnaðarráði félagsins, 6 aðalmenn og 6 til vara.

Lagabreytingatillögum og framboðum skal skilað inn til skrifstofu í gegnum netfangið info@touristguide.is

Aðalfundur félagsins mun verða haldinn 12. apríl næstkomandi
í sal Rúgbrauðsgerðarinnar að Borgartúni 6, 105 Reykjavík.
Mun fundurinn hefjast kl 19:30