Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

skrifað 23. okt 2013
Sveinn Erlendur og Kristín

Sveinn Jónsson, í Kálfsskinni, Erlendur Bogason í Köfunarþjónustunni Sævör á Hjalteyri og Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki fengu í síðustu viku viðurkenningar fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu á uppskeruhátið ferðaþjónunnar á Norðurlandi. Þar komu saman tæplega 130 fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja víðs vegar að af starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands.
Erlendur Bogason í Köfunarþjónustunni Sævör á Hjalteyri hefur kafað allt sitt líf og unnið við myndatökur og rannsóknir með köfun í áratugi.
Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki fékk viðurkenningu fyrir faglega uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi en Gestastofan er staðsett í einu sútunarverksmiðjunni í Evrópu sem framleiðir leður úr fiskroði.
Sveinn Jónsson í Kálfsskinni fékk viðurkenningu fyrir áratuga starf í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Í Akureyri vikublaði er sagt nánar frá þessum verkefnum.