Álag á náttúruna af völdum ferðamanna

skrifað 31. okt 2014
Edward H

Komið er að vendipunkti hvað varðar álag á náttúruna af völdum ferðamennsku, segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
„Við erum á ákveðnum vendipunkti um þessar mundir með okkar milljón gesti á ári sem eru að koma og við þurfum að horfa til þess hvernig við ætlum að bregðast við. Mögulega gætum við þurft að horfa á afgerandi verndun svæða til dæmis eins og þjóðgarð í miðhálendinu, að miðhálendið verði þjóðgarður", segir Edward.

Edward segir að stjórnsýsluna og framkvæmdina við verndun náttúrunnar mætti ramma inn í Þjóðgarðastofnun eða eitthvað sambærilegt: „Það er það sem við verðum að ákveða hvaða staði við viljum byggja upp til framtíðar fyrir fjöldann, hvaða staði viljum við mögulega vernda og hugsa betur um og hver er innstæðan í ímyndinni og ástæður þess að fólkið sækir landið heim".