Vel heppnað bókakvöld Leiðsagnar

skrifað 08. des 2017
20171207_212226

Húsfyllir var á ánægjulegu bókakvöldi Fræðslunefndar leiðsagnar í Cinema no2 í gömlu verbúðunum í Grófinni á fimmtudagskvöldið 7. desember.

Þrír höfundar kynntu þar verk sín, þau Árni Tryggvason leiðsögumaður, Gísli Pálsson mannfræðingur og rithöfundur og Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur. Gestir gæddu sér á léttum veitingum í boði félagsins og var margt skrafað á meðan höfundar árituðu verk sín og seldu áhugasömum lesendum.