Vantar nokkur þúsund starfsmenn

skrifað 30. des 2013
Mosaskemmdir2

Samkvæmt tölum Ferðamálastofu hefur erlendum ferðamönnum, sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar, fjölgað verulega yfir vetrarmánuði milli ára. Til dæmis fóru ríflega fjörtíu og sex þúsund ferðamenn um flugstöðina í nóvember í ár en tæp þrjátíu og sjö þúsund í fyrra. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Ferðamála, var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Íslandi þarf að fjölga um nokkur þúsund. Þó að það sé atvinnuleysi hér á landi, er samt ekki vinnuafl fyrir hendi að taka á móti þessum gestum. sjá nánar á ruv.is