Vaðlaheiðargöngin eru nú við það að ná eins kílómeters lengd

skrifað 30. okt 2013
2013-06-05-12

Reiknað er með að það markmið náist í vikunni.

Mikið jarðefni er nú komið á geymslusvæðið og nú er byrjað að moka því í brjót, sem er vél sem mylur efnið niður en síðar verður það notað í burðarlagsfyllingar í vegi og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli.

Vinnu Fnjóskadalsmegin er lokið í bili en næsta vor hefjast gagnagerðarmenn handa við sprengingar.

 Líkneski heilagrar Barböru hefur verið komið upp við gangamunna en heilög Barbara er verndardýrlingur námu- og jarðgangamanna.

Þessu greinir Akureyri Vikublað frá.