Útsýnispallur við Ófærufoss

skrifað 09. sep 2014
Ófærufoss

Tekinn hefur verið í notkun nýr útsýnispallur við Ófærufoss í Eldgjá. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnaði verkið til helminga við þjóðgarðinn. Megintilgangur útsýnispallsins er að vernda viðkvæmt umhverfi Ófærufoss. Aðgengi er gott og hægt að tylla sér á setbekki til að njóta fossins.Pallurinn er hulinn sjónum gesta allt þar til að komið er að honum.