Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

skrifað 15. sep 2015
medium_uppskeruhatid-2014

Hátíðin mun fara fram 8. október næstkomandi á Húsavík og Þingeyjarsveit. Þátttökumet hefur verið slegið seinustu ár og ekki er gert ráð fyrir breytingu á því svo það stefnir í góða hátíð. Samstarfsfyrirtæki greiða 6.000 kr. fyrir þátttöku í hátíðinni en aðrið 9.000 kr. Inn í gjaldinu er ferðalag dagsins, matur og drykkur að undanskildum drykkjum á lokahófi. Skráningargjald er innheimt 5. október og er ekki endurgreitt eftir það.
Ferðin hefst við Hof á Akureyri og er lagt af stað stundvíslega klukkan 09:00. Fyrir þá sem gista þá leggur rútan af stað klukkan 09:30, 9. október. Þeir sem óska þess að fara heim þá hefur venjan verið að rúta fari til baka um klukkan 01:00 eftir dansleik.

Sjá nánar á Markaðsstofa Norðurlands.