Upplýsingaskjáir fyrir ferðamenn

skrifað 15. apr 2014
Ragnheiður Elín Árnad Landsbj

Á helstu viðkomustöðum ferðamanna víðsvegar um landið hefur nýtt skjáupplýsingakerfi Safetravel verið tekið í notkun.Fyrsti skjárinn var tekinn í notkun hjá Olís í Norðlingaholti. Skjáirnir verða settir upp á stærri upplýsingamiðstöðvum, umferðamiðstöðvum, flugvöllum, stærri gististöðum og bensínstöðvum. Upplýsingagjöf til ferðamanna er mikilvæg forvörn. Náttúran er stærri þáttur í ferðalaginu á Íslandi en víða annarsstaðar. Veður geta orðið válynd á skömmum tíma. Útlit mun verða samræmt en upplýsingarnar sem birtast staðbundnar. Þannig gæti skjár í Staðarskála t.d. sýnt færð á Holtavörðuheiði á vefmyndavél og á korti yfir Norðvesturland, svo dæmi sé tekið. Einnig verða birt almenn ferðaheilræði, svo sem varðandi akstur, gönguferðir, þverun straumvatna, neyðarnúmerið 112 og fleira í þeim dúr. Í tilfellum þar sem stór vá væri fyrir höndum gæti viðvörun um slíkt tekið yfir allan skjáinn eða hluta hans.