Umhverfisvænn áfangastaður ferðamanna

skrifað 30. jún 2014
Patreksfjörður

Áherslan á umhverfismál er mikil í Vesturbyggð. Hafnirnar á Bíldudal og Patreksfirði skarta Bláfánanum og skólarnir flagga Grænfánanum. Þá hafa Vestfirðir mætt fyrstu markmiðunum í að fá vottun sem umhverfisvænn áfangastaður ferðamanna frá Earth Check. Mikill fjöldi ferðamanna er í Vesturbyggð og margir sem vilja sækja Vestfirði heim.