Umhverfisþing 8. nóvember

skrifað 15. okt 2013
images ferðamenn

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til áttunda Umhverfisþings föstudaginn 8. nóvember 2013 í Hörpu í Reykjavík.
Skipulag lands og hafs – sjálfbær þróun og samþætting verndar og nýtingar er þema Umhverfisþings að þessu sinni. Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þessi efni en eftir hádegið verða erindi og umræður í tveimur málstofum, annars vegar um sjálfbæra landnýtingu og hins vegar um skipulag hafs og stranda. Drög að dagskrá þingsins má finna á heimasíðu ráðuneytisins www.umhverfisraduneyti.is.
Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Nauðsynlegt er að allir þátttakendur skrái sig á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins (www.umhverfisraduneyti.is/skraning-a-radstefnu) eigi síðar en 28. október nk.