Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar

skrifað 23. júl 2015
Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar

Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni hefur tekið saman myndrætt rit með hugleiðingum um hvernig draga megi úr óæskilegum áhrifum ferðaþjónustunnar á umhverfið, sem hann nefnir Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar. Um er að ræða tillögur að aðgerðum sem grípa þarf til svo byggja megi upp ferðalög um landið án þess að valda spjöllum, hvað þurfi að forðast og hvað þurfi að laga.
Sem betur fer er í ríkari mæli leitað álits leiðsögumanna um ýmis málefni sem snerta ferðaþjónustuna og því er full ástæða til að hvetja félagsmenn til að kynna sér efni ritsins - sem án efa á eftir að efla skilning margra á þessum þætti ferðaþjónustunnar.

Smellið hér til að sjá ritið.