Um framvindu í kjarasamningum 2
Hinn 26. mars sl. birti Leiðsögn greinargerð um stöðu og efni samningagerðar sbr. tengil hér í lokin og í lok apríl var gerð stutt grein fyrir stöðu viðræðnanna þá. Eins og þar kom fram mótuðust viðræður okkar af framvindu í samningum annarra stéttarfélaga fyrst af samningum SGS og VR og síðan af kjarasamningum iðnaðarmanna en í þeim eru atriði sem komið geta að gagni í samningum okkar og tekin voru upp í kröfugerð félagsins í viðræðunum. Viðræður þokuðust hægt meðan beðið var úrslita í framangreindum samningum og snerust að mestu um ráðningafyrirkomulag og ýmis mikilvæg réttindamál og hefur í þeim efnum þokast nokkuð til réttrar áttar. Í framhaldi af því lagði Leiðsögn fram tillögur sínar um öll önnur atriði samningsins, þ.m.t. vinnutímamál, nema launafjárhæðir. Hafa þær verið ræddar en endanleg svör við þeim hafa ekki fengist og ekki hafa verið lagðar fram tillögur um launaliði. Viðræðunefnd Leiðsagnar telur að nú sé ekkert til vanbúnaðar því að ljúka gerð kjarasamnings og hefur fengið samþykki trúnaðarráðs fyrir því að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara verði ekki gengið frá samningum innan tíðar. Hefur viðsemjendum verið greint frá því og búist er við viðbrögðum þeirra á næstu dögum.
Fleiri fréttir
-
10. des 2019Notkun á eigin farsíma
-
10. des 2019Kóreska
-
29. nóv 2019Til launagreiðenda
-
27. nóv 2019*Jólabókakvöld Leiðsagnar 5. des
-
20. nóv 2019FlyOver Iceland
-
14. nóv 2019Meeting for chinese guides.
-
13. nóv 2019Fundur um Norðurljósaspár
-
27. sep 2019Auglýsing - Bók um jarðfræði Austurlands
-
05. sep 2019Alþjóðlegi friðadagurinn 21. sept. 2019
-
29. ágú 2019Boðskort - Afmælismálþing friðlands að Fjallabaki - allir velkomnir