Formannspistill

skrifað 02. mar 2016

Um leið og ég vil þakka félagsmönnum fyrir góðan aðalfund, þá vil ég einnig þakka fyrir þá góðu mætingu og þann mikla stuðning sem stjórnin fékk.
Það var hart sótt að félaginu með róttækri lagabreytingartillögu og sýndu fundarmenn með afgerandi hætti hvaða hug þeir bera til slíkra aðfara.
Stjórnin þakkar fyrir þær ábendingar sem bárust á fundinum og mun nú vinna úr þeim.
Við viljum þakka Marion Lerner fyrir hennar störf í stjórn á sama tíma og við bjóðum Snorra Ingason velkominn til starfa. Einnig viljum við þakka því fólki sem hvarf úr nefndastörfum fyrir félagið og óskum nýskipuðum nefndum velfarnaðar á komandi starfsári!
Þá vil ég endurtaka þakkir til Ástu Ólafsdóttur fyrir hennar frábæru störf fyrir félagið en hún hverfur nú til annarra starfa.

Fyrir hönd stjórnar,
Örvar Már Kristinsson
Formaður Félags leiðsögumanna

Fundargerð aðalfundar 2016