Tilboð frá Cintamani

skrifað 20. nóv 2014
Silja f CM515 310

Vegna mikils áhuga hjá félagsmönnum hefur Félag leiðsögumanna ákveðið að bjóða aftur upp á merktar flíspeysur og vindjakka í samstarfi við Cintamani. Tilboðið gildir einungis fyrir eftirtaldar vörur og aðeins í rauðu: Flíspeysur: Svavar verð 16.995 kr. með merkingu, Silja 16.995 kr. með merkingu, Jóna verð 13.995 kr. með merkingu. Vindjakki: Steingrímur / 3ja laga skel verð 42.495 kr. með merkingu. Myndir af vörunum eru inni í vefverslunni á heimasíðu Félags leiðsögumanna Tilboðið gildir til og með 30. nóvember 2014. Eftir það verða flíkurnar sendar í merkingu og er áætlað að þær verði tilbúnar til afhendinar um miðjan desember 2014.
Flíspeysurnar eru merktar með merki félagsins og fornafni þar fyrir neðan, íslenska fánanum á ermi og touristguide.is á baki. Jakkinn er merktur með merki félagsins, nafni þar fyrir neðan, íslenska fánanum á ermi og touristguide.is á baki.
Tilgreina þarf hvernig nafnamerkingu skuli háttað ef ekki á að nota fornafn félagsmanns fyrir 1. desember 2014 í tölvupósti til FL (info@touristguide.is). Þið sem hafið áhuga á merktum fatnaði, flíspeysum eða vindjökkum vinsamlegast farið í næstu Cintamani verslun og veljið rétta stærð af þeim flíkum sem eru á heimasíðunni í vefverlsun (Svavar, Silja, Jóna og Steingrímur). (ATH ekki kaupa flíkina þar). Þessar flíkur er einungis hægt að fá merktar.
Kaupferlið:
1. Velja flík og rétta stærð í næstu Cintamani verslun.
2. Farið á heimasíðu Félags leiðsögumanna, gangið frá pöntun og greiðið í vefversluninni.
3. Flíkin fer í merkingu í byrjun desember 2014.
4. Þegar flíkurnar koma úr merkingu er send út tilkynning með tölvupósti eða í síma og félagsmaður nær í flíkina á skrifstofu félagsins í Mörkinni 6.
5. Ef félagsmaður býr úti á landi þá er hægt að fá flíkina senda í pósti. Viðkomandi greiðir póstkostnaðinn.